Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 60
60
Réítur.
er leikið á fiðlu af mikilli list. Eru það sænsk .þjóðlög og
þjóðdansar. Baðstofan er ramlega viðuð að bitum og sperr-
um, og sýnast viðirnir dökkir af elli. Manngengt er undir
bitana, og myndarbragur á öllu. Súð er á sperrum, en veggir
tjaldaðir skrautofnum dúkum,
Vafalaust er þetta eftirmynd af sænskum sveitabaðstofum,
eins og þær hafa verið myndarlegastar. Mér finst að plöntu-
baðstofuhjúin í Gautaborg muni hafa alist upp í baðstofu
svipaðri þessari, einhversstaðar upp í sveii. Eg hefi engar
sannanir fyrir því, en er það ekki sennilegt?
Eg stend á skipsfjöl og horfi mót norðri. Á hvítasunnu-
morgun réttir Fjallkonan hvítan Öræfajökulfald úr hafi. Há-
tíðlegri hvítasunnumorgun hefi eg ekki séð. Fjallkonan kann
að halda hvítasunnu. F*að kunna fáir betur. Hvað er fegurra
en hvít og hrein mjöllin. Og svo veit eg að eldur býr undir.
Ög nú minnist eg þess, að hátíðabúningur fslenzkra kvenna
var logagull undir hvítum feldi. Bað er fegursti þjóðbúning-
ur í heimi. Hann er runninn undan hjartarótum Iands og
þjóðar, og má aldrei leggjast niður. Auk þess var hann að
miklu leyti íslenzkur baðstofuiðnaður og sýnir Ijóst hvílíkir
vermireitir ram-íslenzkrar menningar baðstofurnar íslenzku
hafa verið.
Eg er kominn heim og horfi yfir heiðar og dali. Reykur-
inn frá Reykjahverunum svffur í loft upp, hægt og hátignar-
lega. Eg minnist þess að einn þeirra heitir Baðstofuhver.
Hann á að hafa komið upp í baðstofunni á Reykjum. Rar
fékst hitinn ókeypis, en baðstofan var of lítil. Hverinn sprengdi
hana af sér, annars hefði hann kafnað.
Við vitum að hverahitinn getur breyít eyðimörk íss og
snjóar í skrúðgrænt engi með nautgæfu heyi, því það hafa
menn séð.
En hugsið ykkur nú, að yfir baðstofuhver væri komin bað-
stofa, sem honum hæfði. Hún væri úr gleri með hárri hvelf-