Réttur


Réttur - 01.02.1921, Síða 61

Réttur - 01.02.1921, Síða 61
Baðstofuhjal. 61 íngu og tæki yfir hálfa dagsláttu lands. Par mætti hafa tjörn með hæfilega heitu vatni, svo að þar gætu gullfiskar lifað og leikið sér. Þar gætu suðræn skrautblóm lifað um hávetur. Par gætu vaxið fíkjutré og kókospálmar. P*ar gætu karlmennirnir lesið vínber og kvenfólkið tínt kaffibaunir, og hvað vantar þá á fullkomna paradís. Já, það er gaman að hugsa sér, hvað hér er hægt að gera, en eg er ekki að eggja á, að byrjað verði á fyriitækinu í vor. Það er sjálfsagt ýmislegt annað, sem enn þá síður þolir bið. Baðstofan okkar hefir verið skóli — samvinnuskóli, þar sem einn Ies fyrir alla, og allir fyrir einn, þar sem elnn hugsar fyrir alla og allir fyrir einn, þar sem einn vinnur fyrir alla og allir fyrir einn. Hún hefir verið aðalmentaskóli þjóðar- innar og það á hún að verða framvegis. Menning okkar hefir að mestu verið baðstofumenning, og það á hún að verða. Og baðstofan er rúmgóð eftir vonum og eftir efnum og stundum meira en það, en samt er hún þröng. Þegar kraftar ólga hjá æskumanninum, verður annað af tvennu. Hann sprengir af sér baðstofuna og leitar út. Ella kafnar hann til hálfs. Hér hefir verið talað um að stofna unglingaskóla í hérað- inu. Pað á að vera baðstofa rýmri og veglegri en þær, sem heimilin hafa að bjóða, baðstofa, sem rúmar alt það bezta, sem héraðið á, og alt það bezta, sem þar getur þroskast, og umfram alt, baðstofa, sem hefir rúm til að láta alt það bezta þroskast. Eg segi ekki að hún eigi að vera úr gleri. Pvert á móti. Mér liggur við að segja, að hún eigi að vera úr torfi. það er innlent efni og hlýtt. Enn glugga þarf hún að hafa. Hún á að vera þannig, að sólin geti skinið inn, hvaðan sem hún skín. Hún á að vera þannig, að þaðan sé víðsýnt í allar áttir — sjáist um heim allann. Hún á að vera vel viðuð að stoðum og bitum og sperrutn, og þar á að tjalda öllu, sem til er bezt í héraðinu af hagleik og snilli hugar og handa.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.