Réttur


Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 61

Réttur - 01.02.1921, Blaðsíða 61
Baðstofuhjal. 61 íngu og tæki yfir hálfa dagsláttu lands. Par mætti hafa tjörn með hæfilega heitu vatni, svo að þar gætu gullfiskar lifað og leikið sér. Þar gætu suðræn skrautblóm lifað um hávetur. Par gætu vaxið fíkjutré og kókospálmar. P*ar gætu karlmennirnir lesið vínber og kvenfólkið tínt kaffibaunir, og hvað vantar þá á fullkomna paradís. Já, það er gaman að hugsa sér, hvað hér er hægt að gera, en eg er ekki að eggja á, að byrjað verði á fyriitækinu í vor. Það er sjálfsagt ýmislegt annað, sem enn þá síður þolir bið. Baðstofan okkar hefir verið skóli — samvinnuskóli, þar sem einn Ies fyrir alla, og allir fyrir einn, þar sem elnn hugsar fyrir alla og allir fyrir einn, þar sem einn vinnur fyrir alla og allir fyrir einn. Hún hefir verið aðalmentaskóli þjóðar- innar og það á hún að verða framvegis. Menning okkar hefir að mestu verið baðstofumenning, og það á hún að verða. Og baðstofan er rúmgóð eftir vonum og eftir efnum og stundum meira en það, en samt er hún þröng. Þegar kraftar ólga hjá æskumanninum, verður annað af tvennu. Hann sprengir af sér baðstofuna og leitar út. Ella kafnar hann til hálfs. Hér hefir verið talað um að stofna unglingaskóla í hérað- inu. Pað á að vera baðstofa rýmri og veglegri en þær, sem heimilin hafa að bjóða, baðstofa, sem rúmar alt það bezta, sem héraðið á, og alt það bezta, sem þar getur þroskast, og umfram alt, baðstofa, sem hefir rúm til að láta alt það bezta þroskast. Eg segi ekki að hún eigi að vera úr gleri. Pvert á móti. Mér liggur við að segja, að hún eigi að vera úr torfi. það er innlent efni og hlýtt. Enn glugga þarf hún að hafa. Hún á að vera þannig, að sólin geti skinið inn, hvaðan sem hún skín. Hún á að vera þannig, að þaðan sé víðsýnt í allar áttir — sjáist um heim allann. Hún á að vera vel viðuð að stoðum og bitum og sperrutn, og þar á að tjalda öllu, sem til er bezt í héraðinu af hagleik og snilli hugar og handa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.