Fréttablaðið - 01.04.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 01.04.2009, Qupperneq 8
31 prósent fasteignaviðskipta í febrúar voru makaskiptasamningar. Greining Glitnis telur að slíkum samningum muni enn fjölga. prósenta lækkun hefur orðið á nafnverði húsnæðis í landinu það sem af er ári samkvæmt mælingu sem Hagstofa Íslands birti fyrir helgi. milljarða hagnaður var á starfsemi fjárfestinga-félagsins Eyris Invest á síðasta ári. Fyrir afskriftir, skatta, gjöld og fjármagnsliði (EBITDA) var hins vegar 240 milljóna króna tap hjá félaginu. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Vorboðarnir færa þau tíðindi frá meginlandi Evrópu í Brussel að vænta megi frétta varðandi Ísland þegar sól hækkar á lofti. Smáfuglarnir, sem fara víða, segja málið liggja á borðum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Von er á áliti ESA skömmu fyrir kosningar og segja smá- fuglarnir það kunna að koma sér vel í kosningabaráttu sjálfstæðismanna. Nú er um að gera og bíða fregna hver svo sem tíð- indin verða á end- anum. Tilviljanir koma stundum á heppilegasta tíma, eða hvað? Fréttir frá Brussel Þeir fjárfestar sem ekki eiga lengur aur til að fljúga á upp- gjörsfundi færeysku félaganna geta brugðið sér á uppgjörsfundi Eimskips og Bakkavarar í dag. Báðir fundir hefjast klukkan hálf níu og verða þeir sem áhuga hafa virkilega að vanda val sitt. Miðað við gengi fyrirtækjanna í fyrra er reyndar ólíklegt að kræsingar leynist í uppgjörun- um. Öðru máli gegnir um kruð- eríið sem fyrirtækin bjóða með morgunkaffinu. Þeir sem sótt hafa afkomufundi Bakkavarar geta gengið að því vísu að þar verði í boði rúnstykki og vínar- brauð sem skola má niður með kaffi og djús. Ekki er síðra í boði hjá Eimskipi, sem bíður upp á hefðbundinn morgunverð: kaffi, te og djús og rúnstykki með osti, papriku og eggjum. Svo verður eitthvað smá sætt í bland, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Erfitt val Flestum er ljóst að Eimskip hefur gengið í gegnum eld og brenni- stein síðasta árið. Afar áhuga- vert er að bera saman uppgjörið nú og í hittiðfyrra. Fyrir aðeins tveimur árum var Eimskip á mikilli siglingu. Á fyrstu síðum uppgjörs 2007 er farið í gegn- um kaupin á kælivörugeymsl- unum Daalimpex og Versacold auk þeirrar stærstu í Qingdao í Kína. Þá bættust tvö ný flutn- ingaskip við flotann auk þess sem allt hlutafé breska landflutn- inga fyrirtækisins Innovate var í höfn á því góðæris ári. Þegar upp var staðið skildi Innovate eftir sig brunagat í bókum félagsins og önnur fyrirtæki ýmist seld eða í söluferli til að fylla upp í skuldagatið sem fyrri eigendur skildu eftir sig. Einu sinni var … 8 1,5 GLEÐJUM FERMINGARBÖRNIN! Ekkert hlé á góðum myndum! Skráning á póstlistann margborgar sig - www.graenaljosid.is Frumsýnd: 3. apríl Hvar: Háskólabíó SAM ROCKWELL & ANJELICA HUSTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.