Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Qupperneq 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. janúar 2006
!
Mikið hefur verið skrifað um
skáldskap á síðum Lesbók-
arinnar að undanförnu. Og
þessi pistill fjallar einnig um
skáldskap en þó einkum um
bækur af ýmsum tegundum,
bæði litlar og stórar, fallegar
og ljótar. Ég gerði mörgum
þann óleik núna fyrir jólin að fá fjölda
nýrra íslenskra skáldsagna lánaðar á
bókasafni. Það var því erfiðara en oft
áður að velja handa
mér jólagjöf. Ég lét
margar þessara bóka
ókláraðar frá mér en
lauk við nokkrar. Tvær standa klárlega
upp úr. Sumarljós og svo kemur nóttin
eftir Jón Kalman Stefánsson og Sól-
skinshestur eftir Steinunni Sigurðar-
dóttur. Þetta eru bækur sem er gott að
eiga. Bækur sem fjalla um hluti sem
skipta máli og breyta því hvernig okkur
líður og hvernig við hugsum. Ég er
löngu hætt að safna bókum bara til
þess eins að safna þeim. Núna vil ég
helst aðeins eiga bækur sem hafa opnað
mér nýja sýn og mér finnst gott að geta
leitað í aftur og aftur. Sem betur fer
eru margar bækur þannig gerðar. En
ekki allar.
Fyrir hver jól hefst leit að nýjum ís-
lenskum ritsnillingi. Útgefendur, gagn-
rýnendur og fjölmiðlamenn keppast við
að kynna okkur bækur sem við megum
ekki láta framhjá okkur fara. Fyrir
hver jól koma út margar bækur sem við
hreinlega verðum að lesa. Og við lesum.
Í desember telst það dyggð að taka
bóklestur fram yfir sjónvarpsgláp og
skemmtanir af ýmsu tagi. Aðra mánuði
ársins telst það einmanaleg og undarleg
iðja. Staðreyndin er sú að fyrir hver jól
er íslenskum skáldverkum hampað og
hossað. Yfirleitt er um ágætar bækur
að ræða en í fáum tilvikum meist-
araverk. Enda væri það hreinlega með
ólíkindum ef út kæmi fleiri en eitt
meistaraverk eftir íslenska höfunda í
sama mánuðinum. Þá værum við örugg-
lega í góðum málum og íslenskt þjóð-
félag andstæða þess sem það er í raun:
gagnrýnið og meðvitað um eigin tak-
markanir.
Bækur sem fjalla um tilvist og vanda-
mál fullorðins fólks hér á Íslandi fá
mikla athygli. Aðrar bækur falla al-
gjörlega í skuggann, hvort sem um er
að ræða þýðingar á erlendum skáld-
verkum, fræðirit eða barnabækur. Þess-
ar bækur eru (ólíkt mörgum skáldverk-
um sem okkur er talin trú um að við
verðum að eignast) ekki einnota. Þær
eru lesnar aftur og aftur. Þær eiga það
jafnvel til að gera gat á heimsmynd
okkar og hleypa inn fersku lofti, fá okk-
ur til að skilja sjálf okkur og aðra að-
eins betur.
Þegar ég settist niður til að skrifa
þennan pistil ætlaði ég að skrifa um
hvað ég hefði lesið frábærar barnabæk-
ur núna í jólafríinu. Tvær bækur sem
vöktu mikla athygli þegar þær komu út
og fengu töluverða umfjöllun en ótrú-
lega litla umræðu. Þetta eru þó bækur
sem eiga það sannarlega skilið að talað
sé um þær. Þetta eru bækurnar Öðru-
vísi dagar og Öðruvísi fjölskylda eftir
Guðrúnu Helgadóttur. Ég las þessar
bækur með dóttur minni núna um jólin
og óhætt er að segja að þær hafi vakið
okkur báðar til umhugsunar. Það var
auðvitað hálfundarlegt að kúra undir
sæng á dimmum desemberdegi og ræða
við sex ára gamla dóttur sína um fanga-
búðir gyðinga og ástandið í Palestínu.
En börn vita að stríð eru hluti af þeim
heimi sem þau búa í og þau vita að stríð
er ekki leikur. Stríð er alvöru mál og
börn hafa gott ímyndunarafl. Þess
vegna er nauðsynlegt að tala um stríð,
líka við börn. Ég get fullyrt að bækur
Guðrúnar hafa breytt því hvernig dóttir
mín hugsar um heiminn og hvernig ég
hugsa um íslenskar barnabækur. Guð-
rún Helgadóttir hefur lag á því að
skrifa um erfiða hluti fyrir börn. Hún
þorir að fjalla um óþægilega og flókna
hluti á íslensku, um það sem raunveru-
lega skiptir máli. Það væri aðeins ósk-
andi að fleiri þyrðu að gera það.
Öðruvísi
bækur
Eftir Sigrúnu
Sigurðardóttur
sigruns@verslo.is
Þ
etta er eins og að sparka í liggj-
andi mann, heyrði ég unga konu
muldra í vikunni þar sem hún
sat á kaffihúsi og varð fyrir
óvæntri árás af hendi Morg-
unblaðsins. Konan nuddaði
þrútin augu og gretti sig á meðan hún fletti
ófögnuðinum, sérriti um „heilsu“ sem hafði
legið í leyni í miðju
blaðsins. Lyktin af flug-
eldunum lá enn í loftinu
þegar hún og aðrir í
hennar stöðu, það er að
segja fólk sem eftir
þriggja daga sukk í mat og drykk fílaði sig
helst eins og skilgetið afkvæmi Keith Richards
og Homer Simpson, neyddist til að horfa upp á
geislandi konur í leikfimisbolum með slétta
maga dansa á litríkum blaðsíðunum, síðu eftir
síðu. Og ekki dugði að skipta yfir í Fréttablaðið
þennan dag, þar var önnur útgáfa af hryllings-
myndinni.
Áramót eru tími þar sem litið er um öxl og
fram á veg, eðlilega fylgir því ákveðin sjálf-
skoðun, og fjölmiðlar höfða til þessa ástands
með því að birta leiðbeinandi efni af ýmsu tagi.
Gildir þá engu hvernig fólk er stemmt, það skal
fá að vita að nú sé kominn tími til að bæta sig.
Þessi betrunarkúltúr er síður en svo bundinn
við áramót, boðskapur hans hljómar allt árið
og virðist verða sífellt háværari. Í Bandaríkj-
unum er svo komið að flest dagblöð eru með
sérstaka metsölulista fyrir sjálfshjálparbækur
svo að þær ýti ekki öllum öðrum bókum út af
metlistum yfir bækur almenns efnis. Und-
anfarið hefur umræða þar í landi um þessa
bókmenntagrein þó verið á heldur gagnrýnum
nótum og er meðal annars staldrað við þá mót-
sögn að aukinn lestur á sjálfshjálparbókum
skuli að því er virðist leiða af sér aukna eft-
irspurn eftir fleiri sjálfshjálparbókum. Gera
þær þá ekkert gagn? Síðustu mánuði hafa
bækur sem lýsa efasemdum yfir sjálfshjálp-
aræðinu vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum
(meðal þeirra eru: Self-Help inc.: The Make-
over Culture in American Life, SHAM: How
the Self-Help Movement Made America Help-
less og One Nation Under Therapy: How the
Helping Culture is Eroding Self-Reliance) og í
kjölfarið hefur verið bent á að leitin að ham-
ingjunni kynni ef til vill að verða farsælli ef hún
beindist aðeins meira út á við en inn á við.
Í nýrri bók Happiness: A History færir
Darrin M. McMahon, prófessor í sagnfræði við
Flórídaháskóla, rök fyrir því að á Vestur-
löndum eigi hugmyndin um persónulega ham-
ingju rætur að rekja til hugmyndafræðilegra
sviptinga á 18. öld. Með tilkomu upplýsing-
arinnar hafi fólki loks „leyfst“ að gera eigin
hamingju í jarðlífinu að markmiði í stað þess að
láta sér nægja vonina um eilífa sælu á himnum.
Engu að síður, segir McMahon, virðist ham-
ingja fólks ekki endilega meiri nú en áður þrátt
fyrir aukna meðvitund um hana – að ekki sé
minnst á almenna velmegun – og bendir hann á
að hamingjustuðlar, sem mældir hafa verið frá
árinu 1950, hafi ekkert breyst frá upphafi mæl-
inga. McMahon spyr hvort of miklar vanga-
veltur um eigin hamingju geti snúist upp í and-
hverfu sína og bendir þar á orð
heimspekingsins Johns Stuart Mill: „Spyrðu
sjálfan þig að því hvort þú sért hamingjusamur
og þá hættirðu að vera það.“ Niðurstaða Mill
varð sú að hamingjan fáist ekki nema með því
að beina huganum að öðru en eigin hamingju,
svo sem hugðarefnum sínum, því að bæta
heiminn, eða að hamingju annarra. Timothy
Wilson, sálfræðiprófessor við Virginíuháskóla,
er á sömu nótum í áramótapistli sínum í New
York Times. Þar hvetur hann landa sína – und-
ir yfirskrift orða Bob Dylan, „Dońt Think
Twice it́s Alright“ – til að slaka á naflaskoð-
uninni og kröfunum um að allir eigi að vera svo
frábærir og hamingjusamir. Bent er á að þess-
ar kröfur séu ekki endilega einstaklingum í
hag heldur þeim sem hafa hagsmuni af þessum
risastóra og sívaxandi hamingjubransa, sem
gengur ekki síst út á að gera fólki grein fyrir
því hvað það skortir til að ná þessu takmarki
takmarkanna. Að sjálfsögðu er hið besta mál
að vilja bæta sig og taka upp betri siði, en von-
andi er líka í lagi að finnast í lagi að vera bara
eins og maður er, jafnvel þótt það sé meira
Keith Richards en sléttur magi í leikfimisbol á
köflum.
Hamingja
Fjölmiðlar
Eftir Birnu Önnu
Björnsdóttur
bab@mbl.is
’Í Bandaríkjunum er svo komið að flest dagblöð erumeð sérstaka metsölulista fyrir sjálfshjálparbækur svo
að þær ýti ekki öllum öðrum bókum út af metlistum yfir
bækur almenns efnis.‘
I Enn er í raun og veru ekki vitað með vissuhvað gekk á í sænsku akademíunni í októ-
bermánuði árið 1955 þegar ákvörðun var tek-
in um að veita Halldóri Laxness Nóbels-
verðlaunin. Leynd var létt af skjölum aka-
demíunnar síðastliðinn mánudag. Blaðamaður
Morgunblaðsins hafði sent formlega beiðni til
aðalritara akademíunn-
ar um að fá að skoða
skjölin en hefur enn
ekki fengið nein svör. Skjalavörður akademí-
unnar sendi blaðamanninum reyndar tölvu-
póst daginn eftir að skjölin voru opinberuð og
sagðist hafa verið í fríi. Hún sagðist þar ekki
enn hafa fengið svar við því frá aðalritaranum
hvort blaðamaður fengi leyfi til að skoða
skjölin. Fréttamaður Ríkisútvarpsins fékk
sömu svör og var reyndar tjáð að skjölin
væru ekki opin öðrum en starfandi fræði-
mönnum. Starfsmaður akademíunnar reyndi
síðan að koma í veg fyrir að fréttamaðurinn
gæti haft viðtal við sænska fræðimanninn
Lars Lönnroth sem var sá eini sem fékk að
skoða skjölin í akademíunni á mánudaginn.
Miðað við þessi vinnubrögð akademíunnar
mætti ætla að skjöl hennar geymdu mjög
safaríkar sögur.
II Halldór Guðmundsson virðist hafa veriðsá eini hérlendis sem tókst að fá skjölin
send frá akademíunni á mánudeginum. Hann
mun reyndar hafa beitt samböndum sínum
við akademíuna til þess að mýkja hinn harð-
svíraða skjalavörð. Eins og fram kemur í
grein Halldórs hér á næstu síðu geyma skjöl-
in ýmsan fróðleik um ákvörðun akademíunn-
ar haustið 1955 en samt er enn ýmislegt á
huldu. Það liggur til dæmis ljóst fyrir að
þriggja manna undirnefnd akademíunnar,
svokölluð Nóbelsnefnd, lagði til 23. sept-
ember þetta ár að Gunnar Gunnarsson og
Halldór Guðmundsson fengju verðlaunin
saman. Ekkert í þeim gögnum sem Halldór
hefur undir höndum bendir hins vegar til
þess að sú tillaga hafi einu sinni verið rædd.
Líklega liggur skjalavörðurinn enn á ein-
hverjum gögnum um það hvaða afstöðu aka-
demían hefur tekið til þessarar tillögu. Get-
gátur hafa verið um að framámenn í
íslenskum bókmenntum hafi sent skeyti til
akademíunnar þar sem varað var við því að
Gunnar fengi verðlaunin. Menn hafa gert því
skóna að það kunni að hafa haft áhrif á nið-
urstöðu akademíunnar. Samkvæmt svörum
sem Halldór Guðmundsson fékk frá skjala-
verðinum á mánudaginn – líklega hefur Hall-
dór truflað hann í fríinu – er ekkert slíkt
skeyti varðveitt hjá akademíunni. Slíkt skeyti
kann hins vegar að hafa verið sent ein-
hverjum meðlima akademíunnar persónulega.
III Í grein sinni í Lesbók í dag setur Hall-dór fram tilgátu um skeytamálið. Hún
gæti hugsanlega staðist. Eftir sem áður vit-
um við enn ekki með vissu hvað fór fram í
sænsku akademíunni þessa haustdaga 1955.
Neðanmáls
Um leið og (vef)Mogginn afhjúpar heimóttarskap sinn þegar hannflytur okkur fréttir af því að íslenskar plötur hafi náð inn á listayfir bestu plötur ársins í einhverjum krummaskuðaritum sem
við heyrum annars aldrei minnst á eins og Winston-Salem Journal þar
sem Takk náði á lista og í Des Moines Register þar sem Fisherman’s
Woman Emilíönu Torrini komst á lista er alveg ljóst að listar eru málið
svona í árslok.
Í upphafi skal gerð játning. Ég er listamaður. Ég elska svona lista.
Bestu, verstu og allt það. Hver er besta plata ársins 1966? Hvert er
besta lag Dylan? Já eða hundrað bestu lög Dylan ef út í það er farið?
Við Rjómverjar höfum sent frá okkur árslista okkar og hefur hann
hlotið ágætar viðtökur. Sitt sýnist auðvitað hverjum og oft erfitt að láta
svona hópval segja einhverja sögu. Þess vegna skal sérstaklega mælt
með því að nördar skoði einstaklingslista hvers og eins.
Listar hafa ekki enn birst í Fréttablaðinu, DV eða Mogganum en í
dag birta skríbentar Blaðsins lista og vakti sérstaka athygli mína að
enginn af þessum blaðamönnum setti Takk með Sigur Rós á lista sinn
yfir fimm bestu plötur ársins. Fréttnæmt það!
Dr. Gunni fer mikinn á heimasíðu sinni og birtir lista yfir hvorar um
sig 25 bestu plötur ársins íslenskar og erlendar. Eins er Árni herra
Sýrður Rjómi með árlegan lista sinna á síðunni sinni og er byrjaður að
telja niður frá 30 í átt að toppnum.
Af útlenskum miðlum eru flestir búnir að senda frá sér sinn dóm. Q
hið breska valdi X&Y bestu plötu ársins, Rolling Stone valdi Late Reg-
istration með Kanye West á meðan Pitchfork og heil hersing annarra
indímiðla valdi Illinois plötu Sufjan Stevens.
Uppáhaldslisti minn, fyrir utan minn lista auðvitað, er listi Coke-
machineglow.com en þar situr frumraun Wolf Parade er nefnist Apolo-
gies to the Queen Mary á toppnum. Á þessum lista er bæði áhugavert
efni sem ég hef aldrei heyrt um og er skemmtilega ritað um og svo plöt-
ur sem ég tek heilshugar undir að eigi heima á lista sem þessum. Rús-
ínan í pylsuendanum er svo að hægt er að ná í fjölda af vefútvarps-
þáttum (podcasts) þar sem fjallað er um viðkomandi plötur. Hreint
alveg frábært!
Björgvin Ingi Ólafsson
Rjóminn www.rjominn.is
Listamaður
Morgunblaðið/Ásdís
Háðfugl.
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins