Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Síða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. janúar 2006 | 7
is þýðingar Vésteins Lúðvíkssonar á ljóðum
Po Chü-i, menn blása á svoleiðis, kannski ei-
lítið skömmustulegir innst inni en ná aftur
upp stuðinu þegar einhver getur vitnað í
meinfyndið ljóð eftir Þórarin Eldjárn – og svo
er farið að tala um bestu skáldsöguna, flott-
ustu kápuna, fallegasta nefið.
Tómar flöskur, fullir öskubakkar,
brunablettir í sófanum
Ljóðið kemst ekki að, þýðingar komast ekki
að, smásögur komast ekki að, fræðibækur
komast ekki að, og í viðbót tölum við um
skáldsögurnar eins og hver og ein þeirra sé
einangrað fyrirbæri, eyja sem tengist ekki
neinu nema þá hafinu og sjálfri sér. Útaf
tímaskortinum, hraðanum, glamrinu þá eru
þær sárasjaldan settar í samhengi við bók-
menntalandslagið, hvorki það íslenska né hið
alþjóðlega. Sé tekið mark á umræðunni eru ís-
lenskir skáldsagnahöfundar einstakir, sjálf-
sprottnir, íslenskur skáldskapur einstakur.
Hallgrímur Helgason gaf út skáldsögu fyrir
jólin, Rokland, sögusviðið er Sauðárkrókur;
heimamaður kemur þangað eftir langt hlé og
rímar illa við umhverfið. Fyrir tveimur árum
kom út bók eftir Gyrði Elíasson, Hótelsumar,
sögusviðið er Sauðárkrókur; heimamaður
kemur þangað eftir langt hlé og rímar illa við
umhverfið. Þar með eru ytri líkindin að mestu
upptalin, en furðulegt hlýtur að teljast, jafn-
vel lygileg tíðindi, að engum datt í hug eða
mundi eftir að tengja þær saman. Samt var
þetta algjört dauðafæri; tveir af helstu höf-
undum þjóðarinnar, og gjörólíkir í ofanálag, á
sömu söguslóðum, með hugmynd svipaðrar
ættar; algjört draumafæri fyrir gagnrýnanda
að taka púlsinn á íslenskum samtímabók-
menntum, velta fyrir sér inntaki, ólíkum leið-
um, samræðum höfunda sín á milli og við
samfélagið. En enginn mundi eftir tveggja
ára gamalli bók, enginn man neitt nema þá
stund sem er að líða, og hvernig er við öðru að
búast, hraðinn og flumbruskapurinn slíkur að
við öll, gagnrýnendur og lesendur og höf-
undar, gerum ekki meira en að hanga í þess-
ari lest, þótt það sé djöfulli freistandi að
sleppa og þeytast eitthvert burt, út úr um-
ræðunni, út úr kastljósinu og hver veit; lenda
kannski á þeim stað í tímanum þar sem höf-
undur og lesandi mætast.
En hvað getum við gert? Eða eru kannski
allir sáttir við ástandið, nei, fjandakornið, svo
aumlega er varla fyrir okkur komið. Við erum
varla sátt við þetta umhverfi þar sem ekki er
tóm til að skoða bók ofan í kjölinn, það er
stuttur ritdómur, helst með stjörnum eða
hnotskurn, og bókin er afgreidd og kemur
aldrei aftur til tals, þetta er einnota umræða;
og þarna er sjálfsagt ástæðan fyrir því að fátt
er jafn gamalt, úrelt og jólabók í janúar, hún
er blátt áfram dapurleg, eins og tómu flösk-
urnar, fullu öskubakkarnir og brunablett-
urinn í sófanum eftir partíið. Sumsé, í stuttu
máli, þá erum við að ganga af íslenskri bók-
menntaumræðu dauðri.
Nýjasta tískan; bók í sumargjöf!
Og þannig á það ekki að vera, en hvað getum
við gert? Svarið er í sjálfu sér einfalt; dreifa
útgáfunni, og þar með umræðunni, best væri
auðvitað að íslenskur skáldskapur væri að
koma út allt árið, hugsa sér, kannski 15 skáld-
sögur, 5 ljóðabækur út í apríl, vorfagnaður,
við hefðum góðan tíma, fyrst til að lesa, síðan
tala; og þarna er nákvæmlega kjarni vandans,
í núverandi ástandi er vart annað hægt en
tala fyrst og lesa svo. Og þær bækur verða of-
an á sem best eru fallnar til umræðu; ljóðið
því flautað útaf, nema kannski þau allra
fyndnustu. Einfalt svar, já, en sjálfsagt eru
margir fljótir að bæta við; einfalt og glóru-
laust. Bækur seljast nefnilega ekki á vorin,
Íslendingar kaupa bækur til gjafa, ekki fyrir
sjálfa sig. Erlendis kaupir fólk skáldsögur og
les í lestum, sporvögnum, strætisvögnum, en
hér eru engar lestir, og svo lélegar almenn-
ingssamgöngur að það mætti halda að þær
væru reknar af bílaumboðum. Einfaldasta
lausnin á þessum jólabókavanda okkar væri
því að koma á lestasamgöngum! Sem myndi
þó jafnvel ekki duga til, því við viljum gjarnan
sjá nýtnina í öllu, kemur kannski til útaf fortíð
þjóðarinnar, harðbýlinu, allt varð að nýta til
að halda lífi. Við nýtum bækur til gjafa, í stað
þess að kaupa handa sjálfum okkur. Svona er-
um við, ekki árennilegt að breyta þjóð, við er-
um hinsvegar ginnkeypt fyrir allskonar dell-
um, og mætti ekki nota þetta tvennt, delluna
og nýtnina, til að sannfæra þjóðina að fátt sé
betra en gefa bók til sumargjafar; bók á sum-
ardaginn fyrsta, nýjustu skáldsöguna, nýju
ljóðabókina, nýjasta smásagnasafnið?
Það væri líka til mikilla bóta ef jóla-
bókaflóðið alræmda færi einfaldlega fyrr af
stað, snemma í september, komið á fullan
skrið í lok þess mánaðar, þá hefðum við fulla
þrjá mánuði til að skoða, hugsa, lesa, tala,
skrifa. Nema það sé ekki hægt, ég meina, höf-
um við kannski ekki úthald, og jafnvel ekki
áhuga, að ræða um bókmenntir í svo langan
tíma, ræða um þær öðruvísi en í fyrirsögnum,
hnotskurnum, stjörnum, viljum við kannski
hafa lítið jafnvægi í umræðunni, enga afslöpp-
un, yfirvegun, ekki íhugandi heldur sífellt á
hlaupum, á innsoginu? Svo vön að vinna í
skorpum, redda hlutunum á elleftu stundu;
vinna aflann í helvítis djöfulgangi áður en
hann skemmist, koma heyinu inn áður en
bölvuð rigningin ónýtir allt, leggja síðustu
andskotans flísarnar áður en verslunin verður
opnuð formlega og fína fólkið streymir inn.
flottasta
nefið
Höfundur er rithöfundur.
Morgunblaðið/Þorkell
Jólabókaflóðið „Og það vantar ekki fólkið, og það
vantar ekki bækurnar þegar jólabókaflóðið skell-
ur á með þeim látum sem stundum einkenna
okkur sem búum hér við ysta haf; á örfáum vik-
um kemur út drjúgur hluti af skáldsögum, smá-
sögum, ljóðabókum, endurminningum, sjálfs-
ævisögum, fræðiritum og þýðingum ársins.“
Ég kveikti á granngrænu kerti,
að kveikja’ í þér afbrýðisraus,
en þá fylltist allt mývargi skæðum
sem frétti’ að mín húð væri laus.
Síðan lyfti ég ryki af langvökunótt
til að leggja’ í þinn örlitla skó;
og þá fellst ég nú á að ég flík skemmdi þá
sem þú fórst í svo menn sæju’ ei nóg.
Ég hitti’ út af hjartanu lækni;
hans heilræði: „Taktu þér frí“.
Og svo rétti hann sjálfum sér resept
og þitt rétt nafn var minnst á þar í!
Síðan læsti’ hann sig af innum árbóka kaf,
las þar allt um vorn brúðfararleik,
og kvensjúkraliði sagði’ að læknisins biði
ströng lega með praxís í steik.
Ég heyrði’ um einn helgan sem ann þér.
Ég heila nótt sat í hans bekk.
Hann innti’ að skylt elskendum væri
að ata helg boðorð með flekk.
En rétt sem ég sá að hans hugsun var há
þá henti’ hann sér beint oní dý.
Hans líkami hvarf en hér heima’ í hans garði
er hans andi eitt slefandi slý.
Einn skrælingi rúllaði „ræmu“,
sem hann rétt hafði tekið af þér.
En sá vesli gat vart hætt að skjálfa,
hans vör og hönd blá eins og ber.
Og ég veit að hann stokkfraus
er vindur tók skokk þinn
og hann varð ekki þíður úr því,
En þarna’ ertu! — ert til!
úti’ í blindhríðarbyl.
Æ, bjóddu mér stormsveip þinn í!
Leonard Cohen
Þýðandi Karl Guðmundsson
Annað hvort okkar
getur ekki haft
á röngu að standa
Höfundur er kanadískt söngvaskáld.
Árið kveður með fári: barningshríð á norðan
og vindur í upsum, elding klýfur lághimininn.
Þetta ár verður til eins og launvegin ormstunga riðandi af holund,
óðu stáli sem sveiflast og kurlar.
Ég horfi á þetta í rökkrinu úr norðurherberginu
og tek nýja árinu kuldalega, enda ómannblendinn,
tortrygginn gagnvart ókunnugum, vantrúaður á nýjungar,
lítt fús að treysta óþekktu á nokkurn hátt.
Ég kveð þetta ár eins og maður kveður vín,
man eftir sumrinu fullu gnægðar, góðu hausti, þroskuðu og bústnu.
Ég sit í norðurherberginu í rökkrinu við endalok ársins
og sé það farast í þrumum.
Bróðir Antonius
Árslok
Bróðir Antonius hét William Everson (1912–94) en kallaði sig Bróður Antonius þar
sem hann var um tíma (milli hjónabanda) munkur í Dóminikanareglunni.