Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Page 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. janúar 2006
H
vort sem hlustað er á Spegilinn á
RÚV eða horft er á CNN berast
okkur ótvíræð skilaboð: Hnattvæð-
ing hefur breytt öllu. Þetta heyrum
við í sífellu. Líkt og um töfraþulu sé
að ræða læðist hugtakið „hnattvæð-
ing“ inn í fréttir og skýringar á öllum sköpuðum
hlutum. Hnattvæðing hefur breytt því hvernig við
vinnum vinnuna okkar, og því hvort við höfum vinnu;
hvernig við nálgumst upplýsingar og hvernig við eig-
um samskipti hvert við annað. Þetta eru almenn
sannindi, almennt talið. Þjóðríki víkja
fyrir rökvísi sem þekkir ekki landa-
mæri. Ný og betri veröld? Óumflýj-
anleg þróun? Róttæk endurskipu-
lagning á valdahlutföllum? Þróun sem
fletur út mismun og sérkenni? Uppskriftin að vel-
megun og friði? Hnattvæðing hefur verið skýrð á
ólíka vegu og sannleikskorn er sennilega að finna í
flestum skýringarmódelunum þótt ekkert eitt þeirra
gefi heildstæða mynd af því sem er að gerast, og hef-
ur þegar átt sér stað.
Flatur og frjáls heimur Thomasar Friedmans og
sú fasíska ráðstjórn alþjóðlegra stórfyrirtækja sem
Chomsky lýsir eru að vissu leyti hliðar á sömu upp-
köstuðu mynt og kannski er ekki hlaupið að því að
segja fyrir um hvor lendir ofaná þegar upp er staðið.
Einn af þeim sem snemma veltu fyrir sér afleiðingum
tækniframfara á alþjóðleg samskipti var kanadíski
fræðimaðurinn Marshall McLuhan en hugmyndir sín-
ar setti hann fram í hnitmiðaðri myndlíkingu: Heims-
þorpið. Heimsþorpið breytir fjarlægð í tengsl.
Ókennileiki framfara verður að tæknilegum samruna
manna og tóla, kaldur veruleiki skýrt sundurgreindra
menningarsamfélaga breytist í heitan suðupott þar
sem charleston-dansarar í Ameríku hafa áhrif á efna-
hagslíf Kína. Löngu á undan kaos-kenningunni vildi
McLuhan meina að það sem gerðist hér hefði áhrif
þar.
Tækni og fjölmiðlun smækka heimsmyndina, gera
hana skiljanlega og aðgengilega. Samskipti eru hér
aðalatriðið – dreifing og neysla skilaboða og ímynda.
Það sem skilið er útundan hjá McLuhan er efnahag-
urinn sem slíkur, nokkuð sem vissulega takmarkar
skýringarhæfi kenninga hans, en það sem skiptir
máli er að ímyndir skipta máli og um það hafði
McLuhan margt að segja. Tæknin mótar tilveru
fólks; almenn sannindi og viðhorf taka breytingum
með tæknilegum framförum og breyttri heimsmynd.
Hinn póllinn í fræðunum, sá sem ekki skilur á milli
stjórnmála og fjölmiðlaðra samskipta, eru hugmyndir
þýska heimspekingsins Jürgens Habermas um til-
tölulega hlutlaust rými skynsamra skoðanaskipta.
Hnattvæðing, og þetta vissi McLuhan, hefur þó í för
með sér að allar hugmyndir um slíkt rými þarf að
endurskoða á róttækan hátt. Meðan þjóðríkið er enn
helsta umgjörð skoðanaskipta og pólitískrar þátttöku
hefur heimur fjölmiðla og fjármagns löngu sagt skilið
við slík mörk. Þetta er þróun sem að mati Habermas
ógnar sjálfri lýðræðishugmyndinni en samkvæmt öðr-
um fræðimönnum skapar loksins möguleika á fé-
lagsrými sem ekki er undiropið ríkjandi hug-
myndafræði og valdahlutföllum. Valdi sem dulbýr
kúgun og misskiptingu með lýðræðislegri orðræðu.
Alheimspönkararnir
Þeir vísindaskáldsagnahöfundar sem fram komu á ní-
unda áratugnum og eru jafnan kenndir við „cyberp-
unk, William Gibson, Bruce Sterling og (nokkru síð-
ar) Neal Stephenson, svo nokkrir séu nefndir, voru
ansi framsýnir hvað varðar þá myrku framtíðarsýn
sem þeir settu fram. Gildið sem við nú kennum við
fjármuni er afstætt í eðli sínu og fylgir samfélags-
breytingum. Áþreifanleg myndbirting gildisins breyt-
ist þess vegna, sögðu þeir, og gjaldmiðill framtíð-
arinnar verður upplýsingar en ekki stimplaður
pappír. Vígvöllurinn verður ekki lengur land-
fræðilegur heldur óstaðbundið þekkingarrými staf-
rænna upplýsingabanka. Kennileiti sjálfsins verða
ekki þjóðríki, samfélagsskyldur eða gamlar hefðir
heldur hollusta við alþjóðleg stórfyrirtæki.
Og nú, þegar tæplega þriðjungur herbákns stærsta
herveldis heimsins hefur verið einkavæddur, hljómar
sá spádómur höfundanna að stríð framtíðarinnar
verði ekki háð milli þjóða heldur fyrirtækja langt í
frá fjarstæðukenndur. Það eru vangaveltur sem þess-
ar um rökvísi efnahagslegrar þróunar, og hvernig
hún muni hafa áhrif á samfélagsbygginguna, sem
liggja að baki orða bandaríska fræðimannsins Frede-
rics Jamesons þegar hann kallaði „cyberpunk“ skáld-
sögurnar einn mikilvægasta vettvang gagnrýnnar
umfjöllunar um síðkapítalisma.
En pönkararnir voru að mörgu leyti á undan sínum
samtíma. Umræðan um hnattvæðingu og það sem
Jameson kallar „síðkapítalisma“ hefur hins vegar
breiðst út síðustu ár og gerir nú vart við sig í flestum
samtímalegum miðlum. Umræðan smýgur inn í ólík-
ustu viðfangsefni.
Og þar er kvikmyndin engin undantekning. Á síð-
ustu árum hafa fjölmargar kvikmyndir gert breytta
heimsmynd að umfjöllunarefni. Hér er um að ræða
bæði leiknar myndir og heimildarmyndir, og afrakst-
urinn hefur verið afar áhugaverður svo ekki sé meira
sagt. Þar við bætist sú staðreynd að hvernig sem
maður svo sem skilgreinir hugtakið „hnattvæðing,“
grundvallast það sem um er rætt á tækni. Það er
tækni sem gerir straum fjármagns um hnöttinn
mögulegan og það er tækni sem hefur opnað flóð-
gáttir ímyndasamfélagsins og þann endalausa straum
upplýsinga sem það einkennir. Samanþjöppun og
minnkun heimsins hefur haldist í hendur við tækni-
legar framfarir.
Kvikmyndamiðillinn sjálfur er einmitt gott dæmi
um slíka tækni, tækni sem að vissu leyti þurrkar út
hugmyndaleg og landafræðileg mæri, fer um allt og
hefur áhrif hvar sem hann lendir. Miðill sem byggist
á ímyndinni og æxlunartækni tæknilegs iðnaðar sem
þekkir ekki landafræðileg mörk. Kvikmyndin er vél-
ræn skilaboðaskjóða sem allt frá upphafi hefur verið
flestum þjóðum aðgengileg og alltof oft talin hlutlaus.
Það er meira að segja hugsanlegt að byggja megi
röksemdafærslu sem staðsetur kvikmyndina sjálfa í
lykilhlutverki í þróun hnattvæðingar. Hverju sem því
líður hlýtur að vera áhugavert að sjá hvernig miðill,
sem er jafn tengdur framrás hnattvæðingar og kvik-
myndin er, tekur á efninu.
Hnattvæðing og heimurinn
Það er vitanlega ómögulegt að gera heildræna úttekt
á umfjöllun og átökum kvikmyndamiðilsins við það
samfélagslega ferli sem við köllum hnattvæðingu, en
ef nokkrir áberandi erindrekar kvikmyndarinnar á
sviðinu eru skoðaðir kemur í ljós að þeir sem starfa í
miðlinum hafa á undanförnum árum ekki legið á
skoðunum sínum. Þvert á móti hafa kvikmyndir frá
ólíkum þjóðlöndum sameinast um ákveðið verkefni:
Að fjalla um möguleikana og hætturnar sem felast í
smækkaðri heimsmynd hins nýja heimsþorps.
Það er í raun undarlegt til þess að hugsa að fyrir
tuttugu árum var orðið „hnattvæðing“ sjaldan notað,
hvort sem litið er til orðræðu viðskiptaheimsins,
stjórnmála eða fjölmiðla. Það var í raun ekki fyrr en
Berlínarmúrinn féll árið 1989 sem fór að bera á hug-
takinu svo nokkru nemi. Endalok kalda stríðsins,
aukin ábyrgð alþjóðlegra fjármálastofnana (WTO,
IMF, o.fl.) og internetið sköpuðu umhverfið sem bók-
staflega kallaði á að hugtakið næði víðari útbreiðslu.
Kannski væri betra að segja að þær kringumstæður
sem þörfnuðust skýringar urðu þar með greinilegri,
og fjölmargir voru reiðubúnir til að takast á við það
að skýra breyttar aðstæður.
Þegar komið var fram á miðjan tíunda áratuginn
var svo aftur ekki hægt að flýja hugtakið, það var út
um allt, en um merkingu þess og þýðingu spunnust
hatrammar deilur. Það er í þessu umdeilda og að
mörgu leyti óútreiknanlega rými sem umræðan er
stödd núna. Ný heimsmynd blasir við og hana er ver-
ið að kanna. Og kvikmyndir hafa lagt sitt af mörk-
unum í umræðunni og þeirri tilraun sem nú stendur
yfir til að skilja og höndla þá atburðarás sem öðrum
fremur mótar samtímann.
Heimildarmyndin Life and Debt (Líf og skuldir,
2001) eftir Stephanie Black er ágætt dæmi um hvern-
ig kvikmyndamiðillinn fjallar um málefnið – en hér er
að vísu byggt eða stuðst að nokkru leyti við bók Ja-
maica Kincaid, svo rætur myndarinnar liggja að hluta
til utan formsins.
Um er að ræða bæði skilmerkilega og aðkallandi
umfjöllun um hvernig „þróunarlönd,“ í þessu tilviki
eylandið Jamaíka, reynast undirseld rökvísi hnatt-
væðingar, án tillits til sértækra aðstæðna. Myndin
leggur með öðrum orðum áherslu á þá eyðileggingu á
hefðbundnu lífsmynstri samfélags og afkomu ein-
staklinga sem hnattvæðing getur haft í för með sér. Í
þessu tilviki, eins og reyndar oftar, er samasemmerki
sett milli hugtaksins „hnattvæðing“ og efnahags-
legrar rökvísi samtímans. Rökvísi sem er hnattvædd
og þar af leiðandi fráskilin bæði einstaklingnum og
afmörkuðum samfélögum.
Myndin fjallar um „rökvísi skuldasöfnunar,“ eða
það hvernig skuldir þjóðríkja við alþjóðlegar stofn-
anir geta reynst óyfirstíganlegur þröskuldur fyrir
framfarir og sæmileg lífskjör. Vítahringur sem
ómögulegt er að komast úr. Draugar fortíðarinnar,
oft í formi spilltra embættismanna sem löngu síðan
hafa horfið af sviðinu, halda áfram að hafa áhrif á
lífskjörin í landinu í formi gamalla skulda sem oftar
en ekki skiluðu sér inn á nafnlausa bankareikninga í
Evrópu frekar en í samfélagsgerðina.
Myndin er sögð frá sjónarhorni þeirra sem upplifa
þær efnahagslegu umbreytingar sem hnattvæðing
krefst (frekar en að hún hafi það í för með sér), þ.e.
verkamanna, bænda og ríkisstarfsmanna sem standa
andspænis rökvísi sem þeir hvorki skilja né geta haft
nokkur áhrif á. Reynt er að festa hendur á djúp-
stæðri þversögn innan hins frjálsa markaðskerfis. Að
nafninu til á markaðurinn að hafa þau áhrif að sam-
félög selja hluta af því sem þau geta á nærtækan
hátt framkallað (ræktað, veitt, unnið) í staðinn fyrir
það sem þau skortir. Þetta er þó ekki alltaf reyndin
og sagan sem myndin segir er einmitt af stóræku
misferli þessarar rökvísi. Í kjölfar sjálfstæðis leitaði
þjóðin til alþjóðlegra stofnana en þeir skilmálar sem
voru settir hafa leitt til þess að landið skortir jafnvel
það sem það getur sjálft framleitt.
Viðfangsefni Life and Debt eru skilmerkilega
framsett og röksemdafærslunni er fylgt eftir með
festu. Myndin brúar bilið milli einstaklingsins og
samfélagsgerðarinnar á lipran hátt. Annmarkar eru
engu að síður nokkrir og tengjast einkum þeim frá-
sagnarlegu aðferðum sem er beitt. Og að sumu leyti
er um innbyggða galla kvikmyndaformsins að ræða.
Myndræn frásögn krefst einföldunar af ákveðnu tagi
og hér birtist þessi einföldun í umfjöllun mynd-
arinnar um túrista á Jamaíka. Til að gera skilaboðin
skýr byggir myndin upp andstæðu milli lífs inn-
fæddra og ferðamanna. Reynsla þeirra síðarnefndu
er sýnd í lit. Glaumgosalíf vestrænna ferðamanna er
þannig notað til að búa til merkingarfræðilega and-
stæðu við líf innfæddra. Tengslin þar á milli eru þó
hálf losaraleg (og ódýr) og ganga jafnvel gegn heild-
arrökvísi myndarinnar sem er sú að efnahagslegar
kringumstæður eyjarinnar tengjast síður ein-
staklingum en skrifræði og hugmyndafræði al-
þjóðlegra stofnana. Hérna reynist nær innbyggð vís-
un kvikmyndarinnar til tilfi
ákveðinn galli.
Lendur fortíðarinnar
Önnur heimildarmynd, ekk
ances au pays (Ferðalag í s
stýrt er af Jean-Marie Ten
Þýskalands, Kamerún og F
fjármagnið, með öðrum orð
lagi leikstjórans Teno um l
æsku og sögu þeirrar kúgu
aði nútímalega mynd Kame
Kvikmyndin er að sumu
faglega yfirbragð sem maðu
sama tíma er hún líka „hrá
er afar persónuleg. Hvorug
myndarinnar gefur til kynn
ber sé framkallað og framle
tæknilega örðugleika. Seinn
gerir myndina jafn áhrifam
Teno ferðast frá höfuðborg
þar sem hann ólst upp, Ban
er viðfangsefni myndarinna
á leiðinni, sögurnar sem þa
lýsir þeim breytingum sem
ið á hefðarsamfélaginu sem
Myndin reynir að sýna h
Undir oki hnattvæ
Hvað er hnattvæðing? Svörin við þessari spurningu
eru nánast jafn mörg þeim sem svara. Hér eru nokkr-
ar hugmyndir reifaðar og rýnt í nýlegar kvikmyndir
sem fjalla um hnattvæðinguna.
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@
wisc.edu
The Yes Men „Bandaríska heimildarmyndin/gamanmyndin The Yes Men (Já-mennirnir, 20
kringumstæðna sem leiða til sköpunar heimsþorpsins að umfjöllunarefni.“ Jámennirnir Mi