Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Page 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. janúar 2006
H
afa ber í huga, að ímynd
skálds/rithöfundar í rúss-
neskri menningu er ólík
þeirri íslensku, en í íslensku
hugmyndinni um skáld er
megináhersla lögð á ritsnilld.
Í huga Rússa hefur þó hugtakið „skáld/
rithöfundur“ nokkra sérstöðu. Það er margt í
þessari hefðbundnu ímynd sem á sér rætur í
ljóðinu „Spámaðurinn“ (Prorok) eftir þjóð-
skáldið mikla Alexander Púsjkin,
en í því er skáld skilgreint sem
hinn vitri maður, jafnvel spámað-
ur sem sér inn í kjarna hlutanna
og „brennir hjörtu manna með
orðum sínum“. Það að vera skáld í Rússlandi er
samkvæmt þessu hefðbundna hugarfari sér-
staða. Þetta er ábyrgðarmikið hlutverk; sagt
er að „skáld í Rússlandi sé eitthvað meira en
bara skáld“ og oft eru þau talin einskonar hold-
gervingur þjóðarsamviskunnar. Eins og sjá má
getur vísnasmiður ekki talist skáld í þessum
skilningi og heldur ekki litið á sig sem slíkt.
Eins og margar hverjar hefðbundnar ímynd-
ir hefur þessi hugmynd um stöðu og hlutverk
skálds ekki náð sambandi við veruleikann.
Einfaldasta leiðin til að lýsa rússneskum
bókmenntaheimi nú til dags er e.t.v. að flokka
rit sem koma þar út eftir tegundum. Þessi
flokkun er huglæg, enda geta sömu bækurnar
tilheyrt ólíkum skilgreiningum.
Í fyrsta lagi er um að ræða bókmenntaverk
sem eru greinilega framhald (eða frekar leifar)
af gömlu sovésku bókmenntahefðinni. Þetta
eru oftast hefðbundin ljóð með tiltekin auð-
þekkt þemu (náttura, ást, bernskuminningar,
ættjarðarást og þvíumlíkt) og raunsæissögur.
Oftast er erfitt að skilgreina þess konar bók-
menntir nánar; en ef maður er hreinskilinn
verður maður að segja frá helstu einkennum
þeirra: á flestum þeirra hvílir ómerkileikans
blær og skortur á frumleika er næstum meg-
inregla. Og auðveldast er að greina í sundur
einstaka höfunda ekki eftir stílnum, heldur eft-
ir uppáhaldsefni þeirra eða ævisögulegum at-
riðum.
Í Rússlandi er til stofnun sem heitir „Sojúz
pisatelej“, og þýðir bókstaflega „rithöfunda-
samband“. Ólíkt íslenska rithöfundasamband-
inu er það alls ekki aðalmiðstöð bókmenning-
arinnar, það er þvert á móti talið stífnuð og
óþarfa stofnun. Sambandið er frekar óvinsælt í
rússnesku rithöfundaumhverfi, og fæstir eru í
því, og það að vera meðlimur í rithöfunda-
sambandinu er næstum sama og vera stimpl-
aður sem leirskáld. Þetta viðhorf á sér víst ræt-
ur í því, að sambandið er nokkuð gömul
stofnun frá sovéttímanum, þegar stefnan var
að safna liði með „réttum“ skoðunum en mörg
góð en uppreisnarkennd skáld voru fyrir
bragðið útskúfuð, en þeir sem höfðu skapað sér
stöðu í rithöfundasambandinu samþykktu nýja
meðlimi eftir sínum smekk. Sökum þess eru
flestir meðlimir sambandsins ekki skrifandi.
(Ástandið má nefnilega bera saman við það
sem lýst er í skáldsögunni Meistarinn og
Margaríta eftir M.A. Búlgakov, en þar fengu
höfuðpersónurnar einu sinni að vita, að einkum
sá væri talinn alvöru rithöfundur, sem ætti fé-
lagsskírteini, þótt hann skrifaði alls ekki neitt.)
Þar að auki má geta um skáldaháskóla í
Moskvu, sem var upprunalega ætlaður til þess
að kenna mönnum að yrkja, en hefur þróast
þannig, að hann mætti nú með réttu kalla leir-
skáldaháskóla.
Það er mikil starfsemi í gangi í kringum
helstu bókmenntarit landsins, en starfsemin er
oftast hverfisbundin eða frekar hópbundin.
Þeir sem birta ljóð eða sögur eftir sig í til-
teknum bókmenntaritum koma oft saman og
lesa ljóðin sín upp, en fæstir fá að vera með og
hlusta, nema menn séu í einhverjum tengslum
við viðkomandi tímarit. Enda er þessi starf-
semi mjög einangruð og lítt kunn hjá almenn-
ingi sökum lélegrar kynningar. Lýsa má þessu
sem innanklúbbsbókmenntum: ritstjórar bók-
menntaritanna þekkja hver annan vel og flesta
höfunda, sem birta verk sín í þeim, en virðast
hafa lítinn áhuga á utanaðkomandi höfundum.
(Flestir sem sent hafa verk eftir sig til bók-
menntaritanna í höfuðborginni segjast varla fá
viðbrögð, og oftast eru það ekki listræn gæði
ljóðanna/sagnanna, heldur tiltekin gerð þeirra,
sem ritstjórn viðkomandi rits sækist eftir.) Þar
að auki eru flest bókmenntaritin gefin út í
litlum upplögum og hvergi fáanleg nema í
áskrift og á bókasöfnum.
Hér hefur verið sagt frá ástandinu í Moskvu,
en utan höfuðborgarinnar hlýtur hið sama að
vera upp á teningnum, enda þykja rithöfundar
úr öðrum landshlutum næstum því jafn fram-
andi og útlenskir höfundar. (Þetta lýsir nógu
vel, hve hverfisbundin þessi bókmennta-
starfsemi er í eðli sínu.)
Tilraunabókmenntir eru einnig til í Rúss-
landi og þá er átt við rússneskan póstmódern-
isma. Þar er um að ræða skrumskælingu á sí-
gildum textum, útúrsnúninga á vinsælum
heimspekikenningum, t.d. kínverskum, eða
stíltilraunum, eins og í ljóðunum eftir Andrej
Voznesenskij, eitt af frægustum ljóðskáldum
Rússa nú um stundir. En ljóðin eru oftast inni-
haldslaus, og aðeins orðaleikurinn einn í
brennidepli.
Meðan það sem telst „alvörubókmennta-
starfsemi“ er gjarnan einangrað er það lágkúr-
an sem nýtur mestrar vinsældar hjá meirihluta
lesenda. Hér er fyrst og fremst átt við reyfara
og spennusögur af ýmsu tagi. Það er í sjálfu
sér engin furða, enda eru þess konar bækur
auðfáanlegar og til sölu á hverju einasta götu-
horni, frumsamdar sem þýddar, og margir
hafa það að venju að lesa þær sem afþreyingu í
löngum lestarferðum. Það hefur að vissu leyti
orðið nokkur þróun í þessum bransa. Hefð-
bundnar glæpasögur hafa verið á undanhaldi,
og vinsælasta glæpasagnategundin nú til dags
er svokallaðar „írónískar“ glæpasögur eftir
Darju Dontsovu.
Fyrst talað er um glæpasögur, þá þarf að
segja nokkur orð um bækur eftir B. Akúnin,
sem hafa fyrir nokkrum árum slegið í gegn hér
á Fróni. Þessi bókmenntategund er yfirleitt
talin annars flokks bókmenntir sem virðist
réttmætt enda eru flestar bækur af þessu tagi
illa skrifaðar og ekki litið á þær sem „bók-
menntaverk“, heldur sem neysluvöru. Þó gildir
þessi meginregla ekki fyrir skáldsögur um
Erast Fandorín. Fyrir nokkrum árum voru
þær í hávegum hafðar hjá rússneskum
menntamönnum, en þeir eru annars lítið fyrir
glæpasögur. Ástæðan fyrir því er e.t.v. sú, að
bækurnar eru samdar af atvinnubókmennta-
fræðingi (með sín stíleinkenni) og að sagan í
þeim gerist um aldamótin 1900, þ.e. á tímabili
sem flestir lesendur telja eitt af þeim áhuga-
verðustu í sögu Rússlands. Fyrir 4–5 árum
voru þessar bækur í tísku og aðalpersónan
Erast Fandorín komin með aðdáendaklúbb á
netinu. (Á vefsíðunni mátti m.a. lesa um ýmsar
villur og ónákvæmni í bókunum, á borð við það,
að höfundurinn kæmi með óraunverulegar
dagsetningar í skáldsögunum sínum og rugl-
aðist stundum í smáatriðum.) Nú hafa vinsæld-
ir þessara bóka minnkað töluvert, og kvik-
myndin sem gerð var í fyrra eftir einni þeirra
bætir varla úr því.
Það má líka lýsa rússneskum lesendum nán-
ar, en það er ekki einsleitur hópur. Það er hægt
að skipta honum í tvo stóra hópa: mennta-
menn, sem lesa helst gamalt eða þýtt efni, en
fylgjast þó með þeim nútímabókmenntum sem
hér eru flokkaðar undir „tilraunabókmenntir“
og mynda sér skoðanir um þær. Og svo er það
almúginn, sem les reyfara og allskonar dæg-
urbókmenntir. Fæstir lesa það, sem stendur í
bókmenntaritum, og næstum allir hafa kynnt
sér einhverja texta eftir frægustu samtímahöf-
undana (Akúnin, Pelevin). Áhugi á bók-
menntum hjá ómenntuðu fólki er þó meiri fyrir
utan Moskvu en á höfuðborgarsvæðinu.
Til eru höfundar, sem eru frægir í útlöndum
en lítið þekktir í heimalandi sínu. Andrej Kúr-
kov, sem hefur notið vissra vinsælda hérlendis
í ár, er varla þekktur heima. Hann kvaðst líka
eiga bágt með að selja skáldsögur eftir sig í
Rússlandi.
Mynd rússneskra nútímabókmennta hefur
ekkert breyst í mörg ár. Bókmenntatextar eru
annaðhvort á of háu plani – svosem póstmód-
ernískur tilraunaskáldskapur og trénuð og líf-
vana „bókmenntaverk“, ort eftir uppskriftum
skáldaháskólans í Moskvu – eða á of lágu plani
– það er hafsjór af þriðja flokks reyfurum og
allskonar sorpbókum. En það er alls ekki neitt
sem er miðað við alvöru lífandi lesendur! Rúss-
ar eru staddir í bókmenntalegu lofttæmi, ef svo
má segja. Allir eru búnir að venjast þessu
ástandi í bókmenntaheiminum, og það er ekki
hneykslunarefni lengur.
Þessi lýsing á ástandinu gæti verið villandi
og gefið til kynna að það vantaði skapandi ungt
fólk í Rússlandi, sem vildi hleypa nýju blóði í
bókmenntalífið. Víst er þetta fólk til, – en bóka-
útgáfustarfsemin í Rússlandi kemur oftast í
veg fyrir að það verði þjóðkunnugt. Þrátt fyrir
ótal prentsmiðjur og bókaútgáfur er næstum
hvergi hægt að gefa út bók eftir sig nema á eig-
in kostnað. Það er stundum hægt að birta
skáldsögur á kostnað útgáfunnar, en verst
gengur með ljóðabækur. (Þessi regla gildir þó
aðeins fyrir fagurbókmenntir, en fræðibækur,
sem gefnar eru út í stórum stíl, eru oftast með
styrki á bak við sig.) Rússnesk bókmenntarit,
sem sagt hefur verið frá hér að ofan, hafa
þannig orðstír, að flestir ungir höfundar
treysta sér ekki til að senda verk sín þangað.
Stundum þarf jafnvel að borga eitthvert gjald
fyrir að fá texta sína birta í viðkomandi tímariti
– þott það sé ekki höfundurinn heldur ritstjór-
inn sem ræður úrvali textanna sem birtast í
blaðinu. Lögmálin sem ráða úrvalinu eru oftast
kynleg og tengjast í flestum tilvikum lítið sem
ekkert listrænum gæðum og gildi textanna.
Helsta dæmið um það er bókmennta-
samkeppnin „Debut“ (Frumraunin) sem fór
fram í landinu í hitteðfyrra. Ungir rithöfundar
víða um land voru hvattir til að senda skáldsög-
ur eða leikrit eftir sig til dómnefndar, og þátt-
takendur í keppninni máttu ekki vera eldri en
25 ára. Ekki var keppt um fé, heldur um heið-
ur, enda fékk verðlaunahafinn bókina sína
birta á kostnað nefndarinnar. Höfundur þessa
pistils mætti á þeim tíma oft á fundi bók-
menntaklúbba æskunnar og getur borið vitni
um að margir ungir menn hafa vald á ritstíl og
kunna að semja merkingarfulla texta. Samt
sem áður komu úrslit keppninnar mörgum á
óvart. Sagan sem hlaut fyrstu verðlaunin bar
innihaldsríkan titil, „Deyðu, kerlingin!“, og var
samin af ungum nasista, sem segir í bókinni frá
reynslu sinni af bjórdrykkju, árásum á þel-
dökka menn og misþyrmingum á konum. Þar
að auki var málfarið á bókinni lélegt – sem
sæmir alls ekki verðlaunabókum – en „kerl-
ingin“ sem samkvæmt titlinum ætti að deyja
kom þar hvergi við sögu! Halda mætti að keppt
væri í því að semja sem ómerkilegasta sögu.
Þarna er dulbúið vald meðalmennskunnar að
verki. (Eins og einn ritstjóri bókmenntarits í
Moskvu orðaði það, spurður að því hvers vegna
hann afþakkaði oft vel ort nýstárleg ljóð: Flest-
ir áskrifenda okkar eru gamalt fólk, og efnið í
ritinu á að miðast við lestrarvenjur þeirra.)
Fyrst ungir óþekktir höfundar geta varla
birt eitthvað eftir sig á prenti snúa þeir til
tölvuheimsins. Margir hengja sögur og ljóð eft-
ir sig upp á netinu, sérstaklega á slóðinni:
www.narod.ru. („Narod“ þýðir bókstaflega
bæði „þjóð“ og „fólk“; í nafninu á vefsíðunni
felast nefnilega skilaboð um það, að hér sé um
þjóðlegar bókmenntir að ræða og um jöfn
tækifæri fyrir alla.) Tala má jafnvel um net-
bókmenntir, en þar er átt við sögur, sem birt-
ast fyrst á netinu (sumar þeirra fjalla einnig
um netnotendur og tölvufræðinga). En netnot-
endur í Rússlandi eru þó sérhópur, og oftast
kemst það sem er frægt í tölvuheimi ekki á
blað úti í hinum „raunverulega“ heimi. Stund-
um ber þó við, að netbókmenntir komi út í bók-
arformi, og dæmi um það eru skáldsögur höf-
undarins sem notar dulnefnið Alex Exler og
semur kímnisögur um tölvufræðinga og dag-
bækur ýmissa skondinna persóna.
Önnur leið til þess að láta í sér heyra, eink-
um fyrir ljóðskáld, er sú að grípa gítarinn og
breyta ljóðum sínum í rokk- eða trúbadoralög.
Þessi aðferð er ekki ný af nálinni og hefur verið
þekkt síðan á árunum 1980 sem var upphafsár
rokkmenningarinnar í Rússlandi. Á þeim tíma
stafaði þetta af skorti á tjáningarfrelsi og skoð-
unarfrelsi sem gerði það ókleift fyrir skáld að
tjá sig í hefðbundnum skáldskaparformum í
rituðu máli, en þetta olli líka því, að margir
lagatextar voru meiri skáldskapur en það, sem
birst hefur á pappír. Hefðinni fyrir háu list-
rænu gildi lagatexta hefur verið viðhaldið.
Þannig má telja rússneska rokkara (eða frekar
„rokkskáld“) og trúbadora virka þátttakendur
í bókmenntalífi þjóðarinnar, en margir þeirra
eru líka duglegir við að gefa út bækur eftir sig
af öðru tagi en ljóðasöfn, m.a. skáldsögur og
sjálfsævisögur.
Eins og sjá má er ástandið í hefðbundnum
bókmenntum stöðnun. En það gerist margt á
jaðarsvæðunum. Þá er til einhver von um það,
að rússneski bókmenntaheimurinn komist á
flug á ný.
Staða skálda í rússnesk-
um menningarheimi
Rússar hafa verið þekktir hér á Fróni sem
bókmenntaþjóð og ef til vill skilgreina þeir
sig sem slíka sjálfir. (Það má segja, að þetta
sé einskonar sjálfsímynd.) Samt bendir
margt til þess nú að veruleikinn bakvið
ímyndina hafi breyst. Og það á bæði við um
þá sem skapa þennan bókmenntaheim (skáld,
útgefendur, ritstjórar bókmenntarita) og les-
endur.
Eftir Olgu
Markelovu
sproyngja@
yahoo.dk
Höfundur er rússneskur og hefur stundað nám
í íslensku í Moskvu og hérlendis.
Reuters
Lágkúran vinsælust „Meðan það, sem telst „al-
vörubókmenntastarfsemi“ er gjarnan einangrað,
er það lágkúran sem nýtur mestrar vinsældar
hjá meirihluta lesenda. Hér er fyrst og fremst átt
við reyfara og spennusögur af ýmsu tagi.“ Mynd-
in er tekin við mestu umferðargötu Moskvuborg-
ar, Novy Arbat, 29. desember síðastliðinn.