Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Page 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. janúar 2006 | 11 Eftirmál jólabókaflóðsins ætla að verðameiri en oft áður. Sigurður GylfiMagnússon sagnfræðingur skrifaðigrein í síðustu Lesbók þar sem hann segir stöðu fræðirita í bókaumræðunni síðustu vikurnar fyrir jól ekki góða, þau fái allt of litla at- hygli. Viðar Hreinsson framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar tekur undir með Sig- urði Gylfa í Lesbók í dag og óskar eftir nýju flóði og vill auka „athyglisfrekju“ fræðimanna. Kveikjan að grein Sigurðar Gylfa var reyndar Erindi eftir undirritaðan sem birtist í Lesbók á aðfangadag jóla undir fyrirsögn- inni „Fræðiritafjöld“ en þar var vakin athygli á nokkrum athygl- isverðum ritum í þessum flokki, þar á meðal tveimur bókum eftir Sigurð Gylfa. Í byrjun Erindisins segir að fræði- rit fái ekki mikla athygli í bókavertíðinni þótt oft sé ærin ástæða til. Þetta er útgangspunktur Sig- urðar Gylfa og hann veltir því fyrir sér hvers vegna ég skrifa grein mína á aðfangadag, hvers vegna ég hefði ekki bara látið það ógert, ef til vill beðið með að birta hana þar til flóðið væri yf- irstaðið eða einfaldlega sleppt því algjörlega að ræða fræðibækur á þessum vettvangi. Hann seg- ir að svo virðist nefnilega að það hafi „náðst ein- hvers konar þegjandi „samkomulag“ um það í fjölmiðlum að ræða sem allra minnst um fræði- bækur“. Hann nefnir síðan sérstaklega Kastljós og prentmiðlana þar sem jafnvel Morgunblaðið hafi „brugðist vonum manna“ þrátt fyrir að halda úti „öflugri Lesbók“ og vikulegum bókakálfi fyrir jól. Síðan segir Sigurður Gylfi: „Af einhverjum ástæðum ná fræðibækur ekki inn á síður þessara sérblaða Morgunblaðsins.“ Hér er fullmikið sagt. Í Morgunblaðinu eru sagðar fréttir um útkomu allra bóka sem blaðið hefur vitneskju um, bæði fræðirita og annarra. Að auki eru birtir ritdómar um allflestar bækur sem koma út þó að það takist ekki alltaf að birta þá eins fljótt og æskilegt væri. Bókablaðinu er þó ætlað að leysa þann vanda síðustu vikurnar fyrir jól þegar flestar bækur eru gefnar út. Um mjög sérhæfð fræðirit er oft ekki ástæða til að fjalla í dagblaði. Aðeins valin greinasöfn þar sem margir höfundar koma að eru gagnrýnd enda eru slíkir dómar oft aðeins ýtarleg efnisyfirlit. Sérstök at- hygli er vakin á völdum bókum, fræðiritum sem öðrum, með viðtölum eða umfjöllun af öðru tagi. Og fyrst Sigurður Gylfi nefnir Lesbókina má nefna að þar voru birt viðtöl og greinar um á þriðja tug fræðirita í haust. Til samanburðar var fjallað um færri skáldsögur, frumsamdar og þýddar, en oft er sagt að þær steli allri athygl- inni. Eins og sjá má er auðvitað ekki rétt að halda því fram að fræðirit rati ekki inn í Lesbók og bókablað Morgunblaðsins. Það þýðir hins vegar ekki endilega að nóg sé fjallað um fræðirit í blaðinu. Það má örugglega gera betur. Hið sama má í raun segja um alla hluti, sá sem heldur úti sextán síðna menningarblaði á viku hverri veit vel að ýmislegt verður að liggja óbætt hjá garði. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar grein í Lesbók í dag undir titlinum „Besta skáld- sagan, flottasta kápan, fallegasta nefið“ þar sem hann fárast mikið yfir jólabókaflóðinu og bók- menntaumræðunni sem það elur af sér. Jón Kal- man segir umræðuna einnota og í raun séum við að ganga af íslenskri bókmenntaumræðu dauðri. Jón Kalman nefnir meðal annars að ljóðabækur og þýðingar hljóti ekki þá athygli sem þær eiga skilið. Eftirmál flóðsins ’Eins og sjá má er auðvitað ekki rétt að halda því fram aðfræðirit rati ekki inn í Lesbók og bókablað Morgunblaðsins. Það þýðir hins vegar ekki endilega að nóg sé fjallað um fræðirit í blaðinu.‘ Erindi Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Í inngangi sínum að bókinni The Presi- dent of Good and Evil Taking George W. Bush Seriously segir Peter Singer að George W. Bush sé ekki aðeins for- seti Bandaríkjanna heldur einn áhrifa- mesti siðapredikari þjóðarinnar. Mál- flutningur hans einkennist öðru fremur af sið- ferðilegum skírskotunum, hvað sé rétt og rangt, hvað sé gott og illt, hvað sé sanngjarnt og réttlátt. Bush færi sífellt siðferðileg rök fyr- ir gjörðum sínum og tengi saman efnahag og siðferði, utanríkisstefnu og siðferði, skattastefnu og sið- ferði, og stríðsrekstur og siðferði og höfði til sið- ferðisgilda þjóðar sinnar með þeim undirliggjandi rökum að þeir sem ekki séu honum sammála séu í rauninni verr staddir siðferðilega en hann sjálfur og stuðningsmenn hans. Peter Singer er prófessor í lífsiðfræði (bio- ethics) við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum og hefur skrifað fjölda greina um siðfræði, sér- staklega í tengslum við erfðafræði- og líffræði- rannsóknir. Hann er annar tveggja stofnenda tímaritsins Bioethics og stofnandi alþjóðlegra samtaka um lífsiðfræði. Illskan er sjálfstætt afl Singer kveðst hafa hafið athuganir sínar á mál- flutningi Bush þegar hann fór að leggja eyrun við stefnu forsetans varðandi stofnfrumurannsóknir, en umræða um þær féll síðan í skuggann af hryðjuverkunum 11. september 2001 og alls þess sem fylgdi í kjölfarið. En áhugi Singers var vak- inn og hann hefur fylgst náið með málflutningi Bush síðan. „Sýn Bush á veröldina sem andstæður góðs og ills er sérstaklega sláandi. Frá því að hann tók við embætti og til 16. júní 2003 hefur hann talað um illsku í 319 ræðum, sem eru um 30% þeirra ræðna sem hann flutti á tímabilinu.“ Singer bendir á að hugmynd Bush um illsku sé þó ekki bundin við gjörðir eða hugsanir ein- staklinga heldur ræði hann um illskuna sem hlut eða afl sem eigi sér sjálfstæða tilveru í heiminum. Singer spyr hvaða merkingu hið illa geti haft í þessum skilningi í veraldlegum heimi nútímans. Hann svarar því síðan með því að vitna í Bush um uppruna trúarlegrar sannfæringar hans en Bush hefur ítrekað hamrað á því að leiðtogi hans í lífinu sé Jesús Kristur og að kristin gildi séu hans leið- arljós að „réttum“ ákvörðunum. Bush hefur lýst því hvernig hann gerði Jesú Krist að leiðtoga sín- um eftir að hafa átt samtal við predikarann Billy Graham árið 1985 þar sem Graham spurði hvort hann væri „í tengslum við guð“. Singer færir síðan rök fyrir því að hvergi í hin- um vestræna heimi utan Bandaríkjanna myndi einstaklingur með svo þröngar og ofstækisfullar siðferðilegar og trúarlegar skoðanir ná svo langt í stjórnmálum. „Að skilja Bush betur er aðferð til að skilja betur einn þeirra fjölmörgu þátta sem gera Bandaríkin ólík [öðrum vestrænum ríkjum]. Þann þátt bandarískrar hugsunar sem nú um stundir stýrir stefnu áhrifamestu þjóðar heimsins og dregur enga dul á það markmið sitt að gera 21. öldina að „amerísku öldinni“.“ Singer bendir á að jafnfráleitt sem það virðist vera þá beiti Bush Bandaríkjaforseti og Osama bin Laden sömu röksemdafærslu þegar þeir rétt- læti gjörðir sínar; annars vegar loftárárásir Bandaríkjahers í Afganistan og Írak og hinsvegar árásina á Tvíburaturnana og Pentagon 11. sept- ember 2001. Tilgangurinn helgar meðalið „Í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nóvember 2001 sagði Bush: „Það er ekkert sem heitir góður hryðjuverkamaður. Engin þjóðern- iskennd eða minning um rangindi getur réttlætt meðvitað dráp á saklausum borgurum.“ Lykil- orðið í seinni setningunni er „meðvitað“ þar sem Bush vissi að loftárásir herja hans í Afganistan og Írak myndu drepa saklausa borgara en það var hvorki ætlun hans né tilgangur. Með þessu er ekki sagt að Bush sé illmenni í sama skilningi og Osama bin Laden er álitinn vera. En engu að síð- ur beitir bin Laden sömu rökum og segir að það hafi ekki verið ætlun manna hans að drepa sak- laust fólk í árásunum á Tvíburaturnana og Penta- gon, árásunum hafi verið beint gegn hernaðar- og efnahagsveldi Bandaríkjanna. „Tvíburaturnarnir voru ekki barnaskóli,“ sagði bin Laden í sjón- varpsviðtali á Al Jazeera í október 2001. Réttlæt- ingar hans voru mikilvægar fyrir múslímska skoð- anabræður hans þar sem spámaðurinn Múhameð fordæmir öll dráp á konum og börnum. Í augum þeirra er Bush holdgervingur illskunnar þar sem hann fyrirskipar árásir sem valda dauða kvenna og barna. Kjarninn í röksemdafærslu beggja snýst um að markmið þeirra réttlæti afleiðingarnar. Hugsanlega var hægt að réttlæta loftárásir Bandaríkjamanna á íraskar borgir með þeim rökum að ef leiðtogar írösku þjóðarinnar yrðu felldir þá bjargaði það fleiri mannslífum að lokum. Slíkar réttlætingar verður að skoða vandlega. Við verðum að spyrja hvort staðreyndirnar séu raunverulega eins og þær eru sagðar vera. Er markmiðið þess virði að sækjast eftir því? Munu gjörðir okkar hjálpa okkur að ná því? Er það nógu mikilvægt til að réttlæta dráp á saklausum borgurum? Erum við ekki að leggja meiri áherslu á að vernda bandaríska hermenn en íraska borgara? Slík rök leiða okkur ekki að svart- hvítum aðgreiningum á illkynjuðum hryðjuverk- um og góðkynjuðum loftárásum á íbúðahverfi, heldur að gráum tónum röksemdafærslunnar.“ Og loks bendir Singer á að Bush komist í mót- sögn við sjálfan sig með því að réttlæta gjörðir sínar í hernaði með því að dauði fárra leiði til björgunar fleiri, þegar hann hefur fyrr á ferli sín- um tekið eindregna afstöðu gegn rannsóknum á stofnfrumum þar sem þær útheimti dauða ófull- burða fóstra, sem hann er algjörlega andvígur þó mótrökin séu þau að rannsóknirnar muni á end- anum bjarga fjölda mannslífa. „Niðurstaðan er óumflýjanleg: Gjörðir Bush verða ekki settar í samhengi innan siðfræði sem byggist á virðingu fyrir mannslífum.“ Einstaklingsfrelsi og umhverfi Á svipaðan hátt rekur Singer mótsagnir í mál- flutningi Bush um að frelsi einstaklingsins sé öllu æðra í „frjálsasta“ þjóðfélagi heimsins en svo hef- ur Bush lýst bandarísku þjóðfélagi. Singer til- tekur dæmi um handtökur og fangelsanir á grundvelli hryðjuverkalaga sem mannréttinda- samtök hafa ítrekað bent á að stangist á við stjórnarskrárbundin réttindi bandarískra þegna og alþjóðleg lög um mannréttindi sem Bandaríkin hafi tekið þátt í að semja og samþykkt. Þá er fróðlegt að lesa lýsingu Singers á því hvernig umhverfisstefna stjórnar Bush innan- lands hafi markvisst stefnt að því að fela viðkom- andi fylkjum umsjón þjóðlenda í stað þess að al- ríkisstjórnin fari með úrskurðarvaldið. Afleiðingin sé síaukinn ágangur byggingaverktaka og náma- fyrirtækja á votlendi og ósnortnu landsvæði því fylkisstjórnirnar séu mun hallari undir hagsmuni slíkra aðila en alríkistjórnin. Yfirlýst markmið stjórnar Bush um að draga úr áhrifum alrík- isstjórnarinnar séu hvað greinilegust í fram- kvæmd í þessum málaflokki. Bók Singers er ein- mitt ekki hvað síst áhugaverð vegna þeirrar áherslu sem hann leggur á að skoða stefnu Bush heima fyrir þó utanríkisstefnan sé eðlilega sú hlið sem brennur heitar á okkur sem búum annars staðar í veröldinni. Þegar Bush er tekinn alvarlega The President of Good and Evil – Taking George W. Bush Seriously (Granta Books) eftir Peter Singer tekur til skoðunar siðferðilegan grund- völl stjórnmálastefnu George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is „Gjörðum Bush verður ekki fundið samhengi innan siðfræði sem byggist á virðingu fyrir mannslífum.“ Mun Hillary Clinton bjóða sigfram til forseta Bandaríkjanna 2008 á móti Condolezza Rice? Dick Morris og Eileen McGann eru a.m.k. ekki á al- gjörum villigötum hvað Clinton varðar, enda ræddu hún og eig- inmaður hennar Bill Clinton þessi mál eftir sigur hans í forseta- kosningunum 1992. Hvað Rice varðar eru slíkar vangaveltur öllu óljósari, enda hefur hún lýst því yfir að hún hafi engan hug á að bjóða sig fram til forseta. Vangaveltur um for- setaframboð þessara kvenna er viðfangs- efni bókar þeirra Morris og McGann, Condi vs Hillary. Og þó slíkar vangaveltur kunni að reynast fjarri öllum veruleika er bók- in engu að síður, að sögn gagnrýn- anda Daily Telegraph, einkar hag- kvæm ævisaga þessara mjög svo ólíku kvenna. En höfundar hennar telja að ef til slagsins kæmi ætti Clin- ton enga sigurvon á móti Rice sem nýtur hylli margra ólíkra hópa.    Kalda stríðið er viðfangsefni sagn-fræðingsins John Lewis Gaddis í nýjustu bók hans The Cold War: A New History. En Gaddis kallar þar fram skýra og skorinorða mynd af deilum Sovétríkjanna og Bandaríkja- manna í bók sem, að mati gagnrýn- anda New York Times, er kraftmikil, auðskilin og góður inngangur að við- fangsefninu.    Rithöfundurinn Russell Hoban,sem nú er kominn á níræð- isaldur, fær góða dóma fyrir nýjustu bók sína í breska blaðinu Guardian. Bókin nefnist Lin- ger Awhile og er áttunda bók Hob- ans á sl. áratug. Tengjast bæk- urnar átta allar fyrir tilstilli per- sónanna sem þar segir frá, auka- persónur í fyrri verkum verða þannig að aðal- persónum í síðari verkum. Að þessu sinni segir Hoban frá Irving Gold- man, bandarískum gyðingi sem býr í London, og hefur á gamalsaldri fyllst losta til látinnar leikkonu sem hafði takmarkaða leikhæfileika.    Bók Kurts Villads Jensens er gottyfirlitsverk yfir tíma krossferð- anna að mati gagnrýnanda Berl- ingske Tidende. Bókin nefnist Politikens bog om Korstogene og hentar hún að mati blaðsins bæði fyr- ir þá sem vilja lesa hana spjaldanna á milli og eins þá sem vilja glugga í staka viðburði eða jafnvel aðeins njóta þess hve ríkulega skreytt hún er.    Rithöfundurinn Peter Serck hefur,að sögn Aftenposten, marg- sannað að hann er meistari þegar kemur að því að túlka óöryggi – óör- uggt fólk, óöruggar aðstæður, óvissar aðstæður eða óvissar hvatir svo dæmi séu nefnd. Í nýjustu bók hans Mis- tanker kemur óvissan enn á ný fyrir og að þessu sinni í mörgum ólíkum myndum sem skilar áhugaverðri bók sem e.t.v. virkar þó ekki fyllilega.    Helen Simpson vinnur nýjustubók sína Constitutional út frá Jólaævintýri Charles Dickens, og er útkoman nútímaleg útgáfa sögunnar með nýstárlegri fléttu. Bókin er fjórða smásagnasafn Simpson og beinir höfundurinn að þessu sinni at- hyglinni að veikindum og dauða í skrifum sínum. Á sama tíma dregur hún þó upp ljóslifandi myndir af sögupersónum í smásögum sem halda ferskleika sínum jafnvel við annan og þriðja lestur að sögn gagn- rýnanda Daily Telegraph. Erlendar bækur Condolezza Rice Russell Hoban

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.