Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006 | 9 er að beisla náttúruna. Við heimsækjum viðkom- andi staði og reynum að upplifa þá við ólíkar að- stæður, áður en við ráðumst í að móta nýtt um- hverfi. Reynum að skilja eðli náttúrunnar sem þar ríkir og sjá fyrir þá menningu sem þar getur blómstrað. Hlutverk okkar er að hafa mótandi áhrif í umhverfinu – breyta því og vonandi bæta í þágu þeirrar menningar sem þar á að þrífast og í sem bestri sátt við þá náttúru sem þar er til staðar. HA: Í okkar nútíma þjóðfélagi, stendur NÁTTÚRAN berskjölduð gagnvart manninum. Örlög hennar eru ráðin af ráðherrum, sveitar- og bæjarstjórnum. Hver er ykkar staða sem arkitektar í þessu víðfeðmi? VA: Í þessu samhengi skiljum við ekki alveg orðið víðfeðmi, viljum heldur kalla það sam- hengi. Samfélagsleg uppbygging þjóðfélagsins fylgir ákveðnu mynstri. Við tilheyrum einum af þeim hópum sérfræðinga sem eiga að geta leið- beint ráðamönnum í ákvarðanatökum í umhverf- ismálum sem leiða til breytinga á náttúrulegum aðstæðum. Í því stöndum við okkur ef til vill ekki sem skyldi. Við öxlum ábyrgð á útfærslu hug- mynda, sem oft er búið að taka ákvarðanir um í grundvallaratriðum þegar við komum að málinu. Uppbygging nútímasamfélags er flókin flétta þar sem vegast á ólíkir hagsmunir, völd og póli- tískar ákvarðanir sem eru oft teknar áður en við arkitektar fáum að láta til okkar taka. Eðlilegra væri að við kæmum strax inn, værum leiðbein- andi í hinu pólitíska samhengi og renndum styrkari stoðum undir mikilvægar ákvarðanir sem snerta okkar fag. Þetta á auðvitað við um fleiri stéttir menntamanna. Mistökin verða oft af því að pólitískar ákvarðarnir eru ekki byggðar á faglegum niðurstöðum og/eða faglegri þekkingu. Þessu ættum við að breyta og taka á okkur meiri ábyrgð í stað þess að skjóta okkur á bak við ákvarðanir stjórnmálamanna þegar niðurstöð- urnar bera þess vott. Nú liggur fyrir barátta um hverjir eigi að ráða ferðinni hjá sveitarfélögum landsins. Þá er tími nýrra hugmynda sem oft verða að engu ef fag- legan grunn vantar, s.s. mat á gæðum umhverf- is, rannsóknir á samfélagslegum þörfum, rann- sóknir á líf- og náttúruríki og þær breytingar sem viðkomandi hugmynd kæmi til með að valda. Þessi undirbúningur er því miður of oft vanmetinn. Umræðan verður ómarkviss og al- menningur getur átt erfitt með að taka virkan þátt, jafnvel erfitt með að móta sér skoðun til að síðan geta haft áhrif á mótun á umhverfi sínu. Erlendis eru hugmyndasamkeppnir gjarnan notaðar í þessu skyni. Þær eru n.k. útkall til sér- fræðinga á þessu sviði til að varpa ljósi á valkosti fyrir ráðamenn og hinn almenna borgara á skilj- anlegu myndformi. HA: Endurvinnsla, sparneytni á vatn, nýting sólar-, vatns- og vindorku eru hugtök sem hafa bæst við orðaforða almennings, og sífellt meira er talað um mikilvægi þess að öðlast sjálfbært umhverfi, sem grunngerð skipulags. Í þessu samhengi, á hverju byggjast hugmyndir ykkar gagnvart umhverfinu? VA: Hér á Íslandi hafa kraftar okkar farið í að byggja upp og nýta náttúruvæna, hagkvæma orku frá vatns- og gufuaflsvirkjunum okkar. Því hafa þessir þættir sem þú nefnir orðið útundan í umræðunni og eru þar af leiðandi ekki að skila sér í okkar byggða eða áformaða umhverfi, né sýnilegir í húsum hér á landi. Við eru því á eftir nágrannaþjóðum okkar hvað þessa þætti varðar. Allar rannsóknir benda til þess og það er löngu tímabært að bregðast af fullri alvöru við kalli tímans í þessum efnum. Lítið svigrúm hef- ur verið til að þróa og raungera hugmyndir um umhverfisvænt, sjálfbært skipulag. Við verðum að horfa til þessara hluta í samhengi allra þátta skipulags og hönnunar. Við þróun og útfærslu á umferðarkerfum landsins eru umhverfissjón- armiðin ekki lögð á vogarskálar á móti öryggis- málum og skilvirkni. Litlu hlutirnir komast aftur á móti fyrr inn í umræðuna, t.d. hvað varðar tæknilega útfærslu og efnisnotkun; endurnýtanleg, náttúruleg efni, vistvænt rafmagn í húsum svo dæmi séu nefnd, en í hinu stóra samhengi skipulagsmálanna er þessi umræða skammt á veg komin. Reykjavík er nú að verða með óhreinni borg- um Evrópu hvað umgengni snertir og þó að þetta sé ekki sú ímynd landsins sem við vildum sjá þá er það staðreynd sem er umhugsunar verð. HA: Hver staður, bær, sveit, land hefur sitt einkenni. Þegar þið hugsið út í byggingarlistina, og til þess að finna jafnvægi milli þessara ein- kenna og ykkar eigin bakgrunns, hver eru þau hugtök sem hjálpa ykkur að ná sáttum? VA: Það eru þá helst hugtök eins og forvitni, nærgætni og virðing. Hver og einn hefur auðvit- að sinn reynslubanka að sækja í. Það ræðst nokkuð af persónu hvers og eins með hvað hætti hann gengur til verka. Þetta gerist meira ómeð- vitað en meðvitað. Við erum öll alin upp í mis- munandi umhverfi og það hefur svo aftur mótað afstöðu okkar til þess umhverfis sem við leit- umst við að skapa og móta. Í þessu felast átök sem geta verið jákvætt afl til framfara. Íslenskir arkitektar hafa sótt menntun sína víða og hafa orðið fyrir umhverfisáhrifum frá mjög ólíkum stöðum. Það getur skapað ákveðinn vanda en er um leið mjög spennandi og margbreytilegur pottur ólíkrar reynslu og hugmynda. HA: Byggingarlist vísar ekki lengur eingöngu á sjálfa sig. Hún leggur út á áður ókunn mið inn- an þjóðfélagsins og staðbundinnar menningar, auk þess að beina sjónum sínum að persónu- legum aðstæðum viðskiptavinanna. Á hvern hátt endurspeglast þetta viðhorf – fjölgreina eig- inleikar byggingarlistarinnar – í tillögum ykkar? VA: Þetta auðveldar ekki starf okkar heldur gerir meiri kröfur til þess um leið og það getur orðið meira spennandi; að finna samhljóminn eða samræminguna á milli þessara fjölgreina kvísla allt frá umhverfi til náttúru eða ein- staklingi til veraldarvefjarins. Þegar við erum valin inn í verk á grundvelli fyrri verka þá endurspegla þau viðhorf sem okk- ur mæta, sýn viðskiptavinarins sem er byggð á okkar fyrri verkum. Það getur auðveldað vinn- una þar sem um gagnkvæman skilning er að ræða. Þróunin hefir þó verið að leiðin að notand- anum eða að njótandanum er að lengjast. Það þýðir að erfiðara er að uppfylla draum við- skiptavinarins þar sem hann er óþekktur. Þetta umhverfi getur verið mjög vandasöm staða sem sprettur upp úr tilbúinni skriffinnsku og kröfu um styttri framkvæmdartíma. Spurningin er hvort við erum orðin fjölgreinafræðingar eða meiri sérfræðingar í þessu sérfræðisamfélagi? HA: Þróun húsnæðisins hefur verið gagnrýnd fyrir að haldast ekki í hendur við tækniþróunina, andstætt því sem gerist í bílaiðnaðinum sem býður viðskiptavinum sínum að persónugera kaup sín. Eruð þið sammála þessu þegar þið minnist óska og samræðna við viðskiptavini ykk- ar? VA: Með aukinni kröfu um styttri fram- kvæmdartíma hefur undirbúningstíminn einnig styst og um leið svigrúm til þróunar á nýjungum og nýhugsun. Í æ ríkari mæli er undirbúningur einnig lagð- ur í hendur framkvæmdaraðila, sem liður í auk- inni þátttöku einkaaðila í framkvæmdum. Þar getur tæplega átt sér stað huglæg þróun, nema um það sé gerð sérstök krafa. Þar er áherslan lögð á markaðsforsendur og því varla hlutverk slíkra fyrirtækja að taka áhættur með nýj- ungum í skipulagi eða nýtingu húsnæðis eða tæknilegum útfærslum. Slík hugmyndavinna verður að eiga sér vöggu innan mennta- eða menningarstofnana. Þar ætti að vera vettvangur rannsókna og hugmynda um framtíðarsýn á húsnæði; hvernig við viljum búa árið 2020. Hvernig verður samsetning fjölskyldunnar? Hvernig byggð viljum við sjá á Íslandi og hvern- ig umhverfi er líklegt að stuðla að hamingju Ís- lendinga? HA: Þegar hugsað er út í borgina og innra rými hennar, þá má segja að ef framhliðar húsanna mynda innra rými borgarinnar og sýna svipbrigði hennar þá er innra rými húsanna ytra byrði íbúanna. Þar af leiðandi á saga hússins uppruna sinn í margbreytileika þjóðfélagsins sem það byggir. Getum við séð fyrir okkur hvernig innra rými þjóðfélagsins okkar gæti orðið ef við hugsum út í þá gífurlegu þróun síð- ustu ára á sviði tækni sem hefur gjörbreytt starfsháttum okkar? VA: Mjög áhugaverðar útópíur á síðustu ár- um hafa verið lagðar fram um það hvernig manneskjan muni lifa í framtíðinni. Framtíð- arsýnin gæti verið fljótandi byggð við strendur Íslands, sjálfbærar einingar sem taka við öllum sjávarföllum og hugsanlegri hlýnun jarðar, í stað þess að beina kröftunum að jarðfyllingum út í sjó. „Vél“ sem hýsti íbúðarhverfi, skóla, at- vinnustaði og alla þjónustu. Við erum þegar með fljótandi fiskverksmiðjur sem var óhugsandi fyrir einum mannsaldri. Kannski eru fljótandi samfélög spennandi lausn fyrir lítið eyland eins og Ísland. HA: Eftir að hafa velt fyrir sér svo ólíkum málefnum sem hafa áhrif á umhverfi okkar og húsagerð, hvaða sýn hefur þú á arkitektinn? Er hann listamaður, ljóðskáld, heimspekingur, hag- fræðingur, umhverfissinni, sálfræðingur …? VA: Arkitektinn þarf að vera nokkurs konar fjölgreinafræðingur ef hann á vera starfi sínu vaxinn. Þróun að sérfræði innan greinarinnar hefur verið í æ ríkari mæli. Það má rekja til flóknari og stærri verkefna, og kröfu um styttri framkvæmdartíma. Kannski er meistaranám í arkitektúr orðin of einhæf menntun til reksturs á stærri verkefnum. Með sérhæfingunni fækkar starfstækifærum nýútskrifaðra arkitekta, þann- ig að skóli reynslunnar er ekki eins og áður fyrr. Innanhússarkitektar, landslagsarkitektar og skipulagsfræðingar eru nýjar sérfræðigreinar sem áður fyrr hét bara „arkitektúr“. Lífið er óneitanlega flóknara en þegar talað var um arkitekta með stóru A-i. Höfundur er listfræðingur. Baugartangi „Þröngar aðstæður á lóð og stífir skipulagsskilmálar mótuðu verulega einbýlishúsið Baugartanga (1999–2002) en það er byggt á þremur pöllum þannig að útirými og vistarverur fjölskyldunnar séu all- ar tengdar og njóti sólar en jafnframt næðis frá utanaðkomandi áhrifum.“ Bláa lónið „Meginhugmyndin að Heilsulindinni við Bláa lónið (1999) var að fara varfærnum höndum um þá einstöku, ósnortnu náttúru sem byggt er inn í og fanga um leið þau sérkenni sem hún býður upp á í mannvirkjagerð og umhverfismótun.“ (Ljósmyndin er eftir Rafn Sigurbjörnsson.) og virðing

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.