Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.2006, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. febrúar 2006
E
ftir að hafa kynnst þanka-
brotum Arkibúllunnar í
síðustu Lesbók heim-
sækjum við Kanon arki-
tekta, þau Halldóru
Bragadóttur, Helga B.
Thoroddsen, Þórð Stein-
grímsson og Þorkel
Magnússon. Fyrir utan byggingar eru þau höf-
undar að skipulagi svæða sem móta umhverfið
okkar. Hvert svo sem stærðarlíkanið er þá er
það grundvallaratriði fyrir þá félaga að lesa í
landið áður en línur eru dregnar á teikniblaðið.
Drættir náttúrunnar og fótspor mannsins í
borginni eru sem texti sem miðla upplýsingum,
arkitektunum í veganesti.
Lestur í landið krefst tíma og
íhugunar. Hann er ekki yfirborðs-
kenndur heldur miklu frekar yfir-
veguð skrásetning atriða í um-
hverfinu sem síðan er yfirveguð í ákveðinn tíma.
Galdurinn er þó að hafa vald á tungumálinu. Ár-
angurinn af því að lesa í landið, eða umhverfið
eins og Kanon arkitektar leggja til, fer jú vissu-
lega eftir túlkuninni á innihaldinu. Því þarf
kunnáttu til að meðhöndla efniviðinn.
Kanon arkitektar leggja áherslu á ákveðna
hugarfarsbreytingu gagnvart landinu. Þótt
landrými sé mikið á Íslandi er það hagur lands-
manna allra að þétta byggð þannig að vega-
lengdir á milli þjónustu, atvinnu og heimila séu
styttri og jafnvel í göngufæri. Dæmi um evr-
ópska borg þar sem stuttar vegalengdir hafa
verið hafðar að leiðarljósi er spænska borgin
Benidorm þar sem hagur notandans og
skemmtanalífsins er hafður í fyrirrúmi. Háar
íbúðarblokkir leggjast þétt upp að hver annarri
en þó ekki svo að íbúar hafi ekki útsýni yfir sjó-
inn og að gangan niður að strönd taki ekki
meira en 10–15 mínútur.
Ef snúið er aftur heim til Íslands þá er
Reykjavíkurborg ung á evrópska vísu og enn í
mótun. Nú er spurt: Hvaða mælikvarða má nota
við lestur í umhverfi hennar? Hugsum við út frá
andstæðunum náttúra-borg? Hvað er fólk á
einkabíl lengi að fara frá heimili til vinnustaðar?
Eða, hver er vegalengdin sem gangandi vegfar-
andi þarf að fara til að nálgast ákveðna þjónustu
frá heimili sínu? Enn annar möguleiki er að
mæla vegalengdina frá miðkjarna borgarinnar
að útjaðri hennar. Hvað ber við augu vegfarand-
ans? Þegar gengið er um götur Reykjavíkur
gætum við tekið upp aðferðarfræði Kanon arki-
tekta og reynt að lesa í landið. Hvert gæti inni-
hald textans verið ef orka, efniviður og hreint
loft eru höfð í huga?
Til þess að kynnast viðhorfi Kanon arkitekta
gagnvart náttúrunni og hinu byggða umhverfi
var arkitektastofan sótt heim. Voru það allir
eigendur stofunnar sem sátu fyrir svörum, þau
Halldóra Bragadóttir, Helgi B. Thoroddsen,
Þórður Steingrímsson og Þorkell Magnússon.
HA: Nú á dögum er orðið erfitt að skilgreina
hugtakið umhverfi, merking þess er ýmist land-
fræðileg eða menningarleg, föst í hendi eða af-
stæð. Hvernig nálgist þið umhverfið við upphaf
hönnunarferilsins?
Kanon arkitektar: Okkar helsta verkfæri
viljum við kalla lestur í landið, sem má opna
frekar og kalla lestur í umhverfið, jafnt hið
byggða eða manngerða umhverfi sem hið nátt-
úrlega. Við upphaf hönnunarferlisins nálgumst
við verkefnið með því að horfa á umhverfið eins
og það birtist okkur. Þetta er ekki vísindaleg
rannsókn, heldur leitum við að því sérstaka við
þann stað sem unnið er með hverju sinni, ein-
hverjum sérkennum sem nýtast við hugmynda-
vinnuna. Við fáum heldur enga vísindalega nið-
urstöðu um hvað sé rétt eða rangt, þetta er
miklu fremur túlkun á því sýnilega. Slík túlkun
eða lestur í land og umhverfi byggir að tölu-
verðu leyti á tilfinningu og að hlutirnir fari vel.
Þó má yfirleitt draga einhverjar beinar álykt-
anir af umhverfinu. Ýmislegt má ráða af sporum
mannsins í náttúrunni og einnig má ráða í og fá
vísbendingar um veðurfar og búsetuskilyrði
svæðis af gróðurfari, svo nokkuð sé nefnt.
HA: Í nútíma þjóðfélagi stendur náttúran
berskjölduð fyrir manninum. Örlög hennar eru
ráðin af ráðherrum, sveitar- og bæjarstjórnum.
Hver er ykkar staða í þessu samhengi?
Kanon arkitektar: Við komum jafnan að
verkefni sem hluti af stóru samhengi. Að
ákvarðanatökum koma ýmsir, allt háð því fyrir
hvern unnið er. Má þar nefna stjórnmálamenn,
bílaumferðar, en enginn gaumur gefinn að því
borgarsamhengi sem gatan er í.
Á höfuðborgarsvæðinu er byggðin dreifð, illa
farið með land og bílaumferð er gríðarleg miðað
við þéttbyggðari borgir. Í þéttri, blandaðri
ræðunni hérna og erlendis. Þó má nefna þétt-
ingu byggðar, sem verið hefur talsvert í skipu-
lagsumræðu hér. Við teljum það vera stórt og
brýnt umhverfismál, enda má líta á land sem
takmarkaða auðlind. Fram að þessu hefur lítið
farið fyrir þeirri hugsun hér á Íslandi því gjarn-
an er farið með land hér eins og það sé nánast
ótakmarkað. Færsla Hringbrautar er gott
dæmi um lélega nýtingu á landi. Þar var miklu
landrými fórnað til að leysa lítinn vanda vegna
embættismenn, einstaklinga, verktakafyrir-
tæki, bæjarfélög eða önnur opinber fyrirtæki.
En við getum sagt með nokkurri vissu að við
nálgumst hvert viðfangsefni með opnum huga
og kappkostum jafnframt að skapa okkur
sterka sýn á það í upphafi vinnu. Þegar við telj-
um okkur nokkuð sannfærð sjálf reynum við að
halda þessari sýn að viðskiptavininum og bend-
um honum á kosti þeirrar leiðar sem við veljum
að fara. Þetta er þó ekki spurning um „allt eða
ekkert“. Við erum vissulega að vinna sem ráð-
gjafar og reynum því að koma sem mestu til
leiðar af því sem við teljum verkefninu í hag,
með þeim ráðum sem tiltæk eru. En þar sem
aðrir koma að ákvarðanatökum er mikilvægt að
hafa hugmyndirnar skýrar svo hægt sé að vinna
þeim brautargengi. Þó svo að við eigum ekki
lokaorðið í ákvarðanatökunni er það engu að
síður okkar sýn á umhverfið eða viðfangsefnið
sem er grundvöllur ákvarðanatökunnar.
Nú á síðustu árum hefur vaxandi áhersla ver-
ið lögð á íbúalýðræði og samráð við skipulag
byggðar og hönnun. Haldin hafa verið íbúaþing,
þar sem ætlunin er að íbúar og hagsmunaaðilar
geti haft bein áhrif á umhverfi sitt. Hugmyndin
er góð, en að mörgu þarf að huga í framkvæmd-
inni. Eru þeir sem sækja slík þing og láta að sér
kveða þverskurður íbúa? Hver er ábyrgð
þeirra? Hvernig á að túlka niðurstöður svona
þinga? Augljóslega er ógerningur að koma til
móts við öll sjónarmið og því getur þetta orðið
vandmeðfarið verkfæri.
Ef spurt er hvernig við ráðskumst með örlög
náttúrunnar með okkar verkum, þá má vísa í áð-
urnefndan lestur í landið, sem við notum til að
öðlast sýn á náttúruna. Við verðum að hafa til-
finningu fyrir landinu sem við vinnum með og
reynum að upphefja það þar sem það á við.
Dæmi um slíkt er skipulag okkar í vesturhluta
Grafarholts, en þar var form og lega bygginga
notuð til þess að undirstrika landslagið. Þar er
byggt í miklum landhalla og byggingarnar
teygja sig þvert á hann. Þessi byggð, sem liggur
á landi sem af mörgum var talið óbyggingar-
hæft vegna halla, myndar nú ásamt landslaginu
sterka ásjónu hverfisins til suðurs og vesturs.
HA: Endurvinnsla, sparneytni á vatn, nýting
sólar-, vatns- og vindorku eru hugtök sem hafa
bæst við orðaforða almennings, og sífellt meira
er talað um mikilvægi þess að öðlast sjálfbært
umhverfi sem grunngerð skipulags. Á hverju
byggjast hugmyndir ykkar um umhverfið?
Kanon arkitektar: Við erum ekki viss um að
þessi orð og hugtök séu jafnáberandi í um-
Að lesa í landið
Í dag birtist þriðja viðtalið í röð greina um ís-
lenska byggingarlist þar sem átt er viðtal við
arkitekta og þeir beðnir um að íhuga afstöðu
sína til umhverfisins. Þar sem lesandinn er nú
orðinn kunnugur spurningunum væri vel við
hæfi að hann settist sjálfur í viðmælendastól-
inn og tæki þátt í hugleiðingunum.
Eftir Halldóru
Arnardóttur
h.a@ono.com
Starfsmenn Kanon arkitekta Þorkell Magnússon, Halldóra Bragadóttir, Árni Þórólfsson, Aðalheiður Atla-
dóttir, Helgi B. Thóroddsen og Þórður Steingrímsson.
Stuðlar Látlaus bygging sem fellur vel að umhverfinu. E
Fjölbýlishús Kristnibraut 2–12 Byggingin stallast
niður vesturhlíð Grafarholts og myndar áberandi
kennileiti í bæjarmyndinni. Allar íbúðir njóta
tilkomumikils útsýnis og efstu íbúðir eru með
stórar þaksvalir.
Grafarholt Deiliskipu
keppnistillögu sem fé
hugmyndasamkeppn
upphafið með spennu
með byggð þvert á lan