Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Page 1
Laugardagur 8.4. | 2006 | 81. árgangur | 14. tölublað [ ]Einar Már Guðmundsson | Ástarstjarna yfir Litla-Hrauni – páskaljóð | 3Jóse Saramago | Ný skáldsaga Nóbelsverðlaunahafans fjallar um fjarvist dauðans | 11Íslensk fegurð | Ljótu konurnar fengu í mörg hundruð ár ekki að eiga börn! | 16 Lesbók Morgunblaðsins séu tilbúnir að gera hvað sem er til að fá sem mesta athygli. Í fyrrnefndu dæmi væri til dæmis hægt að líta á málið út frá því sjón- arhorni að þó svo að stúlkunni hafi brugðið í fyrstu, tók það hana aðeins örfáar mínútur að jafna sig og næstu vikurnar skemmti hún sér oft konunglega í hlutverki „hommauppljóstr- ara“. Henni virtist svo ekki leiðast öll um- fjöllunin í kjölfar þáttarins né heldur sú skoðun margra að hún hafi verið uppfull af fordómum í garð samkynhneigðra og gert sig að fífli. Sökum þessarar miklu umræðu ákvað BBC nýlega að framkvæma gabb. Auglýst var eftir fólki sem væri reiðubúið að geta barn í raunveruleikaþætti. Fylgjast átti með keppendum á meðan þeir bjuggu í „frjósem- ishúsi“ og yrðu þeir ófríðustu smám saman kosnir út af almenningi. Að lokum áttu tvö pör að keppast um hvort væri fyrst til að geta barn og var vinningsféð enn og aftur 10 milljónir króna. Myndavélar áttu að sjálf- sögðu að fylgjast með þessu öllu saman. Yfir 200 Bretar skráðu sig til þátttöku og fékk gerviframleiðslufyrirtækið sem þóttist standa að þáttunum tilboð í sýningarréttinn frá sjónvarpstöðvum um allan heim. Í rýni- hópum sögðu nær allir viðmælendur að þessi þáttur stríddi gegn almennum siðferð- isgildum en þegar þeir voru spurðir hvort þeir myndu horfa svaraði yfirgnæfandi meirihluti: „Já.“ BBC gerði heimildamynd um tilraunina þar sem margir tjáðu skoðun sína á því að hún sanni að í dag séu margir reiðubúnir að henda öllum sínum siðferð- isgildum út um gluggann til að öðlast frægð og peninga. Þetta gabb vakti mikla athygli í Bretlandi, en það var þó annað gabb af allt öðrum toga sem vakti heimsathygli í lok síð- asta árs, en það velti einnig upp ýmsum spurningum í tengslum við raunveruleika- sjónvarp. Fyrsti raunveruleikaþátturinn í geimnum Þegar auglýst var eftir þátttakendum í nýjan þátt Endemol á síðasta ári var ekkert sagt um hvað þátturinn myndi fjalla. Þar sem Endemol er stærsta framleiðslufyrirtækið á sviði raunveruleikasjónvarps í Bretlandi er það nokkuð öruggt að þættir í framleiðslu þess muni vekja mikla athygli, sbr. Big Brot- her. (Í þeim þætti býr hópur fólks saman í húsi án allra tengsla við umheiminn og eru myndavélar alls staðar í húsinu sem fylgjast með þátttakendum allan sólarhringinn. Keppendur eru svo kosnir út af almenningi í hverri viku þar til einn stendur uppi sem sig- urvegari.) Mikill fjöldi fólks sótti um og voru umsækjendur látnir taka þátt í alls kyns þrautum og leikjum og þreyta ýmis próf, m.a. ítarleg sálfræðipróf. Þegar búið var að velja lokahópinn var þátttakendum loksins tilkynnt um hvað þátturinn fjallaði: „Þið eruð að fara út í geim!“ Fólk varð undrandi og trúði ekki sínum eigin eyrum. Því næst var flogið með þátttakendur til Þ að virðist nær ómögulegt að finna dagblað í Bret- landi þessa dagana sem inniheldur ekki einhvers konar umfjöllun um raun- veruleikasjónvarp. „Slúð- urdagblöð“ hafa lengi vel gert vinsælustu sjónvarps- þáttum í Bretlandi hverju sinni góð skil, og hafa sápuóperur sem fjalla um breska alþýðu verið hve mest áberandi á þeirra síðum und- anfarna áratugi, í bland við frétta- og íþrótta- tengt efni. Ör breyting hefur hins vegar átt sér stað á síðustu árum, og njóta nú hvers kyns raunveruleikaþættir sífellt meiri vin- sælda á kostnað leikins efnis. Svo gífurlega hefur umfjöllun um þá aukist að nú er svo komið að finna má „fréttir“ tengdar ein- hverjum hinna fjölmörgu raunveruleikaþátta á sífellt fleiri forsíðum, á kostnað „alvöru“ frétta. Raunveruleikasjónvarp hefur verið harðlega gagnrýnt á opinberum vettvangi og hafa gagnrýnisraddir verið einna háværastar frá hinum „virtu“ bresku dagblöðum. Leið- arahöfundar og blaðamenn þeirra hafa spáð því undanfarin ár að vinsældir raunveru- leikasjónvarps færu fljótt að snarminnka, og hafa rökin fyrir þeim spám iðulega verið þau að almenningur myndi fljótt fá leið á þessu efni, sökum þess að um sé að ræða metnaðar- og innihaldslaust rusl, lágmenningu eins og hún gerist verst. Þessar spár hafa enn sem komið er ekki ræst og halda vinsældir raun- veruleikasjónvarps áfram að aukast ár frá ári samkvæmt áhorfsmælingum. Mörg hinna „virtu“ bresku dagblaða hafa nú dregið veru- lega úr almennum gagnrýnisskrifum og eru þess í stað í auknum mæli farin að sýna inni- haldi raunveruleikasjónvarps áhuga. Nýjustu dæmi um raunveruleikaþætti sem vakið hafa mikla athygli utan „slúðurpressunnar“ er þátturinn Space Cadets, sem komst í heims- fréttirnar í lok síðasta árs, og Celebrity Big Brother, en síðasta syrpa þess þáttar, sem nú er nýlokið að sýna, vakti óhemju mikla at- hygli vegna þeirrar staðreyndar að í fyrsta skipti í sögu þáttarins var þingmaður meðal þátttakenda. Phil Edgar-Jones, sem starfar hjá Ende- mol, stærsta framleiðslufyrirtækis á sviði raunveruleikasjónvarps í Bretlandi, er af mörgum talinn einn áhrifamesti maður í breska sjónvarpsheiminum í dag. Hann hefur haft yfirumsjón með framleiðslu Big Brother þátttanna síðan þeir hófu göngu sína fyrir sex árum og hefur hann einnig framleitt fjölda annarra þátta, þar á meðal Space Ca- dets. Hér verður rætt við hann um þættina og spáð í stöðu raunveruleikasjónvarps al- mennt. Það er sífellt verið að auglýsa eftir þátt- takendum í alls kyns raunveruleikaþætti í Bretlandi. Fyrir ekki svo löngu var auglýst eftir samkynhneigðum mönnum sem væru reiðubúnir til að reyna að blekkja gagnkyn- hneigða stúlku. Skilaboðin voru þessi: „Ef þér tekst að telja henni trú um að þú sért gagnkynhneygður eftir að hafa eitt tíu vikum með henni færðu tíu milljónir króna.“ Leik- urinn fólst í því að stúlkan dvaldi á búgarði með hópi manna, gagnkynhneigðum og sam- kynhneigðum. Í hverri viku valdi stúlkan menn sem hún taldi vera samkynhneigða og voru þeir reknir úr þáttunum. Til að stúlkan myndi vinna milljónirnar tíu þurfti hún að lokum að velja gagnkynhneigðan mann. Í há- dramatískum lokaþætti þar sem mikið var um tár og uppjör valdi stúlkan að lokum mann sem hún var viss um að væri gagnkyn- hneigður. Hann reyndist hins vegar vera samkynhneigður. Eftir að þetta varð ljóst jókst dramatíkin enn frekar og að lokum fékk sá samkynhneigði svo mikið sam- viskubit að hann ákvað að deila milljónunum með stúlkunni. Þættir sem þessi hafa vakið hörð viðbrögð í Bretlandi og mikið er talað um að framleiðendur fari illa með fólk. Í þessu tilfelli vissi stúlkan til dæmis ekki um hvað þátturinn snerist í fyrstu. Henni hafði verið tjáð að þetta yrði nokkurs konar stefnumótaþáttur og hafði engan grun um fléttuna. Þó svo að orðræðan í tengslum við slæma meðferð á saklausum þátttakendum hafi verið fyrirferðarmikil, hefur einnig mik- ið verið rætt um að fólki í dag sé í raun nokk- uð sama um hvað gert sé við það, svo lengi sem það vanti ekki myndatökuvélina. Áber- andi er sú skoðun að margir þátttakendur Aftaka í beinni? Phil Edgar-Jones, sem starfar hjá Endemol, stærsta framleiðslufyrirtækis á sviði raun- veruleikasjónvarps í Bretlandi, er af mörgum talinn einn áhrifamesti maður í breska sjón- varpsheiminum í dag. Hann hefur haft yf- irumsjón með framleiðslu Big Brother þátt- anna síðan þeir hófu göngu sína fyrir sex árum og einnig framleitt fjölda annarra þátta, þar á meðal Space Cadets. Hér verður rætt við hann um þættina og spáð í stöðu raunveruleikasjónvarps almennt. Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar.olafsson@gmail.com  4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.