Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Side 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006 | 5 hægt að neita að við höfum verið að setja meiri þrýsting á þátttakendur en við gerðum áður. Þegar Big Brother hóf göngu sína sett- um við bara fullt af fólki saman í hús og fylgdumst með því sem gerðist. Núna búum við til miklu meira af þrautum og látum fólk plata hvort annað o.s.frv. Við reynum að láta alltaf óvænta hluti gerast með vissu millibili og það getur farið á marga vegu. Það getur verið mjög fyndið eða það getur orðið til þess að allt springur í loft upp. Ég held að hvoru tveggja muni gerast. Fólk fær leið á brögð- um og rifrildum eitt árið en vill svo fá þannig hluti aftur þegar það fær leið á því að allir séu góðir vinir. Samhliða því að öfgakenndari þættir eins og Space Cadets njóta hér meiri vinsælda hafa einnig þættir sem margir myndu segja að væru leiðinlegir og óspenn- andi, gengið rosalega vel. Það er ómögulegt að vita hvað áhorfendur vilja og því erfitt að spá fyrir um framhaldið. Það er ekki endi- lega gefið að þú þurfir sífellt að framleiða öfgakenndari þætti til að grípa athygli fólks. En það er mikið framleitt af þannig þáttum í dag.“ Nú hefur raunveruleikasjónvarp verið harðlega gagnrýnt og orð eins og „lágmenn- ing“ verið notuð til að lýsa framleiðslunni. Þið sem framleiðið Big Brother hafið til dæmis verið sakaðir um að reyna að fá fólk til að stunda kynlíf í húsinu, því ef eitthvað slíkt gerist margfaldist öll umfjöllun slúð- urblaðanna um þáttinn ykkar og áhorf eykst. Hvað segir þetta um hinn almenna áhorf- anda? Er þetta það sem hann vill sjá? Er hann gluggagægir? „Hann er það mögulega. Ég held hins veg- ar að þetta segi meira um vinnubrögð slúð- urpressunnar í dag en viðhorf almennings. Flestar rannsóknir sem við höfum gert sýna að fólk vill ekki sjá þátttakendur stunda kyn- líf í sjónvarpinu. Það sem áhorfendur hafa áhuga á er að sjá rómantík og ástarsögu. Fólk hefur gaman af daðri og öðru slíku en sjálft kynlífið er ekki eitthvað sem fólk vill endilega horfa á. Slúðurpressan er hins veg- ar með kynlíf á heilanum. Það kom bersýni- lega í ljós þegar við vorum að sýna Space Cadets. Slúðurblöðin fjölluðu frekar lítið um þáttinn, því þar var ekkert kynlíf. Hin blöðin fjölluðu hins vegar ítarlega um þátttinn af því að þetta var áhugaverð tilraun, jafnvel á akademískan hátt, og mikið var verið að rök- ræða um raunveruleikasjónvarp út frá alls kyns sjónarhornum sem komu kynlífi ekkert við. Það er vinsæl mýta að Big Brother sé einungis framleiddur til að reyna að láta fólk stunda kynlíf. Ég veit ekki hvort þú hefur reynt að láta fólk stunda kynlíf, en ég held að það sé ekki hægt. Við höfum aldrei reynt að gera það.“ Brenglað frægðarhugtak Í tengslum við „lágmenningargagnrýnina“ sem ég minntist á áðan hefur einnig verið áberandi sú skoðun að raunveruleikaþættir hafi brenglað hugtakið „frægð“ í augum bresks almennings. Nú snúist hlutirnir ekki lengur um að skara fram úr á einhverju sviði og að frægð sé fylgifiskur þess, heldur vilji fólk bara verða frægt, punktur. Það skipti ekki máli fyrir hvað. Hvernig svarar þú svona gagnrýni? „Ég verð sífellt meira var við þvílíkt snobb í sumum fjölmiðlum og hjá vissum hópum í samfélaginu varðandi það að fólk þurfi að hafa einhverja hæfileika til þess að mega vera frægt. Það er nokkurs konar elítismi í kringum þetta allt saman. Ég veit ekki hver bjó til þá reglu að þú verðir að hafa einhvern hæfileika til að mega koma fram í sjónvarpi og verða frægur. Það sem er frábært við þætti eins og Big Brother er einmitt það að þeir gefa venjulegu fólki, sem undir öðrum kringumstæðum myndi aldrei fá tækifæri til að vera þekkt úti á götu, möguleika á því. Ef fólk vill grípa það tækifæri og er nógu full- orðið til að mega taka sínar eigin ákvarðanir, af hverju má það þá ekki?“ Einn helsti andstæðingur raunveruleika- sjónvarps á opinberum vettvangi er John C. Beyer, yfirmaður Media Watch U.K. Í nýleg- um sjónvarpsþætti á BBC hélt hann því fram að þið væruð að notfæra ykkur veikleika fólks, ekki bara þátttakenda heldur einnig áhorfenda. Hann sagði þar að þeir sem vilji búa til gæðasjónvarpsefni fái ekki tækifæri til þess vegna þess að markaðurinn segi nei. Hann heldur því fram að þið séuð að gera áhorfendur að „gluggagægjum“ sem hafi ein- ungis áhuga á því að fylgjast með uppá- tækjum fólks sem ekki sé heilt á geði fyrir og tapi svo vitinu gjörsamlega eftir að hafa tek- ið þátt í raunveruleikaþáttum. Nú hefur þessi gagnrýni verið mjög áberandi síðustu ár. Eruð þið að notfæra ykkur veikleika fólks? „Þessi maður hefur nú ekki heilbrigða skoðun á mannlegu eðli. Nei, við erum ekki að notfæra okkur veikleika fólks. Þegar við veljum þátttakendur pössum við okkur að reyna að útskýra eins vel og mögulegt er hvað þetta getur reynst þeim erfitt og við meira að segja reynum að sannfæra fólk um að taka ekki þátt. Við útskýrum hvað það er erfitt að taka þátt og hvað lífið getur reynst þeim erfitt eftir að þáttunum lýkur. Flestallir eru ekki frægir eftir að þeir koma út, alla- vega ekki í langan tíma, og græða ekki mik- inn pening. Við erum ekki að biðja fólk að taka þátt. Fólk vill taka þátt. Það kemur til okkar. Og varðandi áhorfendur trúi ég því nú að ef fólki líkar ekki það sem það sér einfal- dega skipti það um stöð eða slökkvi á sjón- varpinu.“ Þunglyndi, sjálfsvíg, ofbeldi og aftaka? Í sama þætti heldur John C. Beyer því fram að það sé einungis tímaspursmál þar til ein- hver þátttakandi muni svipta sig lífi. Nú eru mörg dæmi þess að fólk hafi þjáðst af miklu þunglyndi og hótað sjálfsvígi eftir að hafa tekið þátt og eitthvað hefur verið fjallað um sjálfvígsmál í fjölmiðlum sem þó hafa ekki tengst þátttöku beint. Er það tímaspursmál hvenær keppandi mun svipta sig lífi vegna þátttöku? „Nei, ég er engan veginn sammála því. Það er rétt að sumt fólk kemur út eftir svona þátt og er frægt í smátíma og svo hverfur frægðin skjótt og það er örugglega miklu erfiðara að hafa haft hana í smátíma og svo misst, frekar en að hafa aldrei haft hana. Ég hef persónu- lega orðið vitni að því að fólki hefur gengið mjög illa að sætta sig við það. Við reynum að hafa öryggisnet til staðar fyrir okkar þátt- takendur eftir að þáttunum lýkur. Þeir geta talað við sálfræðing hvenær sem þeir vilja og ég tala oft við þátttakendurna í símann og við reynum að vinna úr þeirra málum í samein- ingu. En það er auðvitað aldrei hægt að tryggja að það verði í lagi með fólkið. Það eru yfirleitt sömu týpurnar sem sækja um að taka þátt. Þetta er iðulega fólk sem þráir at- hygli, hefur átt erfiða æsku, og vill að fólk elski sig og dái. Við reynum eftir bestu getu að sigta út fólkið sem er of viðkvæmt til að þola álagið. Ég veit auðvitað að allt getur gerst en að halda því fram að það sé beinlínis óhjákvæmilegt finnst mér fáránleg fullyrðing og óábyrg.“ Nú hef ég oftsinnis rekist á hugrenningar í fjölmiðlum hér þar sem fólk er að spá því að óhjákvæmilegur endapunktur á „öfgaþróun- inni“ sé að sýna aftöku á besta tíma í sjón- varpi og að fundin verði einhver leið til að réttlæta þá sýningu. Nú hefur til dæmis ver- ið sýnd mjög ítarleg krufning í beinni út- sendingu sem vakti frekar hörð viðbrögð. Eru að þínu mati til einhver siðferðismörk sem framleiðendur eiga eftir að virða? „Ég vona að það séu til einhver mörk sem fólk fari ekki yfir. Ég vona að við eigum aldr- ei eftir að sjá einstaklinga tekna af lífi í beinni útsendingu á laugardagskvöldi í sjón- varpinu. En ég held að það muni örugglega gerast í Bandaríkjunum, og ég veit að fólk á eftir að horfa. Framleiðendur þar fara örugglega að fylgjast með föngum á dauða- deildinni og mynda svo aftökuna. Þeir munu reyna að finna leiðir til að færa rök fyrir því að sýning aftökunnar sjálfrar sé nauðsynleg sögunni. En ég vona innilega að það gerist ekki. Ég vona að við öll höfum einhver sið- ferðisleg mörk og að við förum aldrei yfir þau. Ef venjulegt fólk fer að verða fyrir lík- amlegu ofbeldi sem það hlýtur varanlegan skaða af í vinsælu skemmtiefni í sjónvarpi held ég að við verðum að fara að velta því fyrir okkur hvað hafi eiginlega gerst.“ Þátttakendur í Space Cadets „Við pössuðum okkur líka á því að velja fólk sem hefur sótt um að taka þátt í öllum raunveruleikaþáttum sem eru framleiddir í landinu. Þessu fólki er í raun sama hvað gert er við það, svo lengi sem það kemst í sjónvarpið.“ Höfundur er blaðamaður í London.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.