Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Qupperneq 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006
B
ókin Fiskisagan flýgur sem kom út fyrir jól
fjallar um íslenskan sjávarútveg á 8. áratugn-
um. Þótt uppistaða hennar sé ljósmyndir Krist-
ins Benediktssonar og textinn, sem unninn er af
Arnþóri Gunnarssyni sagnfræðingi, snúist um
þær, er hún auglýst sem sagnfræðirit, ekki ljós-
myndabók. Þessi skilgreining kemur á óvart þar sem hún gefur
til kynna aukið vægi textans á kostnað myndanna og veldur því
að listrænt gildi þeirra víkur fyrir heimildargildi. Heillandi
ljósmyndir Kristins af daglegu amstri fiskverkenda og sjó-
manna þykja einstakar heimildir um fiskvinnslu Íslendinga.
Þess vegna vekur notkun, eða öllu heldur
notkunarleysi, á þeim athygli. Framsetning
ljósmyndanna í bókinni er að mörgu leyti
dæmigerð fyrir viðhorf sagnfræðinnar til
þeirra. Ljósmyndirnar gegna hlutverki sjónarvotts, þær eru
notaðar til þess að draga upp ákveðna mynd af íslenskum sjáv-
arútvegi, sýna hann en ekki túlka. Þá varpa málaferli ljós-
myndarans og útgáfunnar áhugaverðu ljósi á stöðu ljósmynd-
arinnar innan fræðasamfélagsins sem og almennt.
Málaferli
Fyrstu fréttir af Fiskisögunni fyrir jól fjölluðu ekki um efni
hennar heldur lögbann sem Kristinn fór fram á að yrði sett á
útgáfu hennar. Hann hélt því fram að ekki hefði verið farið eftir
tilmælum hans um meðferð myndanna við uppsetningu bók-
arinnar og að þær hefðu verið klipptar til án hans leyfis. Útgef-
endur báru því við að ljósmyndarinn hefði ekki sýnt neinn
áhuga á uppsetningunni og ekki svarað fundarboðum þeirra. Á
grundvelli þess hve útgáfan var langt komin (bókin komin úr
prentun) og þess að hún myndi ekki hindra Kristin í að leita
réttar síns var lögbannskröfunni synjað. Ljósmyndirnar í bók-
inni eru grundvöllur málaferlanna. Það er framsetning þeirra
sem Kristinn er ósáttur við. Um texta hennar er ekki deilt þótt
hann byggist að hluta á greinaskrifum Kristins sem eru eign
hans samkvæmt höfundarlögum rétt eins og myndirnar.
Blaðaskrif um bókina sýna að skoðanir á hlutverki ljósmynda
eru ólíkar. Í ritdómi Guðna Th. Jóhannessonar, „Fiskisagan
flýgur vonandi sem víðast“ (Fréttabl. 21.9. ’05), kemur fram að
hann sjái ekkert athugavert við myndirnar, hann hafi borið
þær undir virta ljósmyndara sem sjái heldur ekkert að þeim.
Guðna finnst þess vegna miður hvernig komið er fyrir bókinni
og lætur að því liggja að framkoma Kristins sé ósanngjörn
gagnvart öðrum sem unnið hafi að útgáfu hennar. Kristinn
svarar ritdómi Guðna, í greininni „25 ára draumur orðinn að
martröð“ (Mbl. 29.9. ’05), með því að segja að spurningin snúist
ekki „um hvað Pétri og Páli finnist. Hún snýst um hvað mér
finnst og hvernig ég vil sjá mínar myndir settar fram í bók sem
þessari. Ég á höfundaréttinn að myndunum …“ Kristni finnst
illa farið með myndirnar sínar og segir kápuna „gleggsta dæm-
ið um afskræminguna“. Þá ræðir Kristinn tilurð bókarinnar og
segist hafa alið með sér draum í 25 ár um að koma íslenskum
sjávarútvegi á framfæri við þjóðina sem hafi fjarlægst hann
„svo hún þekkir hann rétt af afspurn [og því sé bókin] kærkom-
in með sínum texta og myndum til að rifja upp liðinn tíma …“
Guðni virðist líta á Fiskisöguna sem fræðibók frekar en ljós-
myndabók. „Frásögnin er fjörug og fróðleg; myndirnar gríp-
andi og lýsandi,“ segir hann og virðist því ekki líta á myndirnar
sem aðalatriði bókarinnar sem er að hans mati „happadráttur“
og „ætti að vera til á hverju sjómannsheimili og ekki síður í
húsakynnum okkar borgarbarnanna sem höfum gott af því að
fræðast um það hvernig þjóðartekjurnar verða til“. Viðhorf
Guðna til myndanna byggist á því að þær séu lýsandi fyrir frá-
sögnina, þjóni frásögninni frekar en að textinn dýpki mynd-
irnar (Fréttabl. 21.9. ’05). Viðhorf Kristins til myndanna er tví-
bent. Hann lítur á myndirnar sem sitt hugverk, sitt listaverk,
en einnig sem mikilvægar heimildir um íslenskan sjávarútveg.
Staða ljósmynda sem listaverk og hlutverk þeirra sem sjón-
arvottar fer ekki endilega saman. Kannski geta þær ekki verið
hugverk Kristins um leið og þær eiga að sýna sjávarútveginn
eins og hann var en er ekki lengur.
Tengsl ljósmynda og texta
Fræðimenn hafa löngum deilt um það hvort myndin byggist á
málinu eða málið á myndinni. Roland Barthes segir að þar sem
vestræn menning sé menning hins ritaða máls byggist allar
myndir á tungumálinu sem slíku, þær beri alltaf með sér ein-
hvers konar málboð. Aðrir hafa bent á þá yfirburðastöðu sem
myndin og þá sérstaklega sjónin og sjónskynjun hafi gagnvart
orðinu. Myndatextar varpa ljósi á sérkennilega stöðu ljós-
myndarinnar. Þær þykja nauðsynlegar með allri umfjöllun sem
vekja á athygli, gefa henni heimildagildi, sýna það sem gerðist.
Myndunum fylgja hins vegar nær alltaf myndatextar sem
binda niður merkingu þeirra og stjórna þannig túlkun lesand-
ans. Myndirnar eru látnar rökstyðja textann í mörgum til-
fellum en þeim er þó ekki treyst fullkomlega.
Hið almenna viðhorf til ljósmyndarinnar er að hún segi sann-
leikann. Rætur viðhorfsins má að öllum líkindum rekja til
tækninnar sem liggur að baki ljósmyndun. Það að vél sjái og
fangi myndefnið ruglar okkur í ríminu. Okkur hættir til að
gleyma eða við horfum einfaldlega framhjá þeirri staðreynd að
einhver smellti af. Hvort ljósmynd geti fangað sannleikann eða
raunveruleikann er erfitt að segja. Hins vegar er engum blöð-
um um það að fletta að þær eru oft á tíðum notaðar sem vitn-
isburður um hann.
Í Fiskisögunni sjáum við að staða ljósmyndarinnar sem sjón-
arvottur eða handberi sannleikans er sterk. Myndirnar í verk-
inu eru notaðar til þess að sýna, ekki túlka, sjávarútveginn. Þar
sem Fiskisagan er skilgreind sem fræðibók getur reynst hjálp-
legt að skoða notkun fræðanna, og þá sagnfræðinnar sér-
staklega, á ljósmyndum. Guðbrandur Benediktsson fjallar um
notkun ljósmynda í sagnfræði í MA-ritgerð sinni, Vitnað til for-
tíðar. Þar kemur fram að hingað til hafi ljósmyndir aðallega
verið notaðar við miðlun sagnfræðinnar, í bókum fyrir almenn-
ing og greinum. Guðbrandur bendir á að ljósmyndir hafi lítið
verið notaðar sem heimildir og sú notkun hafi einkennst af vitn-
isburðarhlutverkinu. Þá hafa þær einnig gegnt hlutverki skrá-
setningartækis.
Guðbrandur kemst að þeirri niðurstöðu að ljósmyndir séu
mikilvægar heimildir sem sagnfræðingum beri að nýta við
rannsóknarvinnu þar sem við á þótt þær hafi lengst af verið
hunsaðar sem slíkar. Ritgerð hans er ætlað að veita að-
ferðafræðilegan grunn fyrir notkun þeirra og opna fyrir um-
ræður um ljósmyndir sem heimildir. Hann fellir ljósmyndina
inn í aðferðafræði sagnfræðinnar sem samkvæmt honum bygg-
ist fyrst og fremst á vinnu með heimildir. Í sagnfræði er heim-
ildum skipt niður í flokka eftir gerð þeirra. Fyrst og fremst er
gerður greinarmunur á frumheimild og eftirheimild. Frum-
heimildir eru hlutir, skjöl og handrit úr fortíðinni sem eru
rannsökuð og þá verður rannsóknin, eða skrifin, um hlutina að
eftirheimild. Eftirheimild er sem sagt túlkun á frumheimild.
Því má hins vegar velta fyrir sér hvort raunverulegur munur sé
á frumheimildum og eftirheimildum.
Ljósmyndir eru oftast frumheimildir samkvæmt Guðbrandi,
heimild um andartakið sem myndin sýnir og um þær ættu að
gilda sömu reglur og um aðrar heimildir. Ástæður þess að þær
hafa ekki verið notaðar meira en raun ber vitni má eflaust
rekja til þess að þær eru samtíðarheimildir, fjöldi þeirra er gíf-
urlegur og þær eru útbreiddar meðal almennings. Einnig
bendir hann á að nemendur í sagnfræði séu ekkert þjálfaðir í
lestri á myndum. Við þetta má bæta spurningunni hvort tregðu
sagnfræðinnar varðandi ljósmyndir megi rekja til greinarmun-
arins sem gerður er á frumheimild og eftirheimild. Kannski af-
hjúpar ljósmyndin vanda sagnfræðinnar þegar kemur að þess-
um greinarmun, ef ljósmynd er alltaf túlkun og þarfnast
samhengis má spyrja hvort hún sé í raunverulegu sambandi við
fortíðina eins og frumheimildir eiga að vera? Hvort hún sé leif
fortíðar eða túlkun? Hvort allar heimildir séu ekki eftirheim-
ildir, túlkun?
Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur fjallar um notkun
sagnfræðinnar á ljósmyndum í Fortíðardraumum. Þar koma til
Myndin af sjónum
Sjómaðurinn Dæmi um nafnlausa mynd.
Um sjómennsku og fiskirí í fræðiritinu Fiskisagan flýgur.
Eftir Önnu Björk
Einarsdóttur
abe3@hi.is
Ljósmynd/Kristinn Benediktsson