Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Qupperneq 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006 | 9 Víða liggja vegamótin, svo tengjast líka tíma- mótin. Nýafstaðið er 50 ára afmæli Selfosskirkju, er vígð var á merkisárinu 1956 þegar lagður var hornsteinn að Skálholtskirkju. Væntanlegt er um mitt sumar 10 ára afmæli Reykholtskirkju, en nú eru liðin hvorki meira né minna en 800 ár síðan sagnaskáldið mikla, kirkjubóndinn Snorri Sturluson, kom þangað. Í haust verða 20 ár síðan þjóðarhelgidómur- inn, Hallgrímskirkja, var vígð. Hvítasunnuhreyfingin kom hingað fyrir 80 árum til Vestmannaeyja og 70 árum til Reykja- víkur, en vagga hennar stóð í Bandaríkjunum fyrir 100 árum. Já, víða komum vér að tímamót- um þessa árs. Í þjóðsöngnum segir séra Mattthías og vitnar þar í 90. sálm Davíðs: Fyrir þér (þ.e. Guði) er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir. Hér hefur verið farið tímamótin í 1000 ár sem tengjast þjóðkirkjunni, sem væri þá fyrir Guði sem einn dagur. Þó eigum vér 1000 ár eftir að þeim atburði sem allir þessir áfangar eru komn- ir frá. þ.e.a.s. fæðingu Krists í fjárhúsinu í Betlehem. Vér förum því þangað rakleitt eins og fjár- hirðarnir, og fyrir auglit Guðs væri þá ekki að fara meira en annan dag til viðbótar. Hér erum vér þá komin, að útidyrum Fæð- ingarkirkjunnar í Betlehem, sem rís þar stór og há. Svo eru og dyrnar. En strax má sjá að upp í þær hefur verið múrað, svo að meðalmaður á hæð verður að beygja sig mikið til að komast þar inn. Þetta var gert þegar mestar voru of- sóknirnar gegn kristnum mönnum og óvinir kristni áttu það til að fara á stríðsfákum sínum inn um dyrnar og ráðast gegn þeim er þar voru inni. Það er ekki laust við að það sé í samræmi við þá dýrð sem inni er, og vel við hæfi að lúta höfði djúpt við inngönguna. Nú tekur við langur gangur inn að altarinu, þar er beygt til vinstri út að veggnum. Þar taka við tröppur, nokkur þrep niður á við, – lengra áfram. Og viti menn! Þar er þá kominn fjárhúskofinn með öllum sínum frumleika. Þar sem vér stönd- um á gólfinu og lítum á það, er þar mynduð stjarna og inni í henni er áletrun á latínu er seg- ir og skrifar AÐ HÉR SÉ JESÚS KRISTUR FÆDDUR. Vér erum þá í sporum eins og fjármennirnir forðum, sem séra Einar í Heydölum yrkir um: Fjármenn hrepptu fögnuð þann þeir fundu bæði Guð og mann. (Sb. 72) Þetta er heilög stund í fjárhúskofa Fæðingar- kirkjunnar, eins og jólin – páskar og hvíta- sunna. Vér erum í anda við upphafið. Þaðan kom íslenska kirkjan, stödd í tímans rás. Vér getum með höfundi Hebreabréfsins sannarlega tekið undir fyrir augliti Guðs í þeirri óravídd sem er á milli staðanna og tímanna og sagt: JESÚS KRISTUR ER Í GÆR OG Í DAG HINN SAMI OG UM ALDIR. (Hebr. 13.8) Epilogus Stjórnarskrá á stoð í kristni styrk þeim grunni á. Almenn regla er allra viðmið eins siðgæðin há. Kristni í þús-öld þörf var mikil þakkir vorar tjá. Þó er mest nú þjóðarnauðsyn þegnar almennt sjá. Fjölhyggjan með fár sitt erfitt fyrirhyggju þarf. Sjáum – heyrum hryðjuverkin, hart til stáls er svarf. Ofbeldið er ógnar valdið, og með synda arf, ennþá dugar illt að sigra: Iðrun – kærleiks starf. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skálholtsdómkirkja 950 ár eru frá vígslu fyrsta Skálholtsbiskups í kaþólskum sið 1056. Morgunblaðið/Jim Smart Höfundur er biskup. á verkið má greinilega heyra að Rossini ætlaði sér aldrei að hafa hljómsveit með í verkinu þó svo hann hafi gert útgáfu fyrir litla hljómsveit skömmu fyrir dauða sinn af ótta við að einhver annar myndi gera það að honum látnum. Þessi hljómsveitarútgáfa er sjaldan flutt. Rossini not- ar sérstaka eiginleika píanósins til hins ýtrasta og nær hámarki með sérstakri trúarlegri prelúdíu í anda J. S. Bach. Líkt og Sálumessa Verdis ber verkið keim af óperum tónskáldsins. Rossini samdi fyrst og fremst gamanóperur iðandi af lífi en í messunni eru sumir kaflar þar sem tónlistin gæti verið úr einhverri óperunni. Domine Deus fyrir tenór og píanó gæti allt að einu verið óperuaría. Tónlistin fer beint í æð og gerir engar kröfur um að áheyrandinn hafi heyrt hana áður. Í fyrri hluta verksins ríkir léttleiki þar sem hann leyfir ein- söngvurunum að dilla raddböndunum á meðan kórinn veitir kirkjulegt aðhald. Þetta má glöggt heyra í upphafi verksins í Christe eleison sem er án undirleiks og svipar mjög til Palestrina. Þó svo verkið geri ekki kröfur um að áheyr- andinn hafi heyrt það áður þá er verðugt verk- efni að kafa svolítið ofan í það. Einn merkasti eiginleiki þess er að það er nokkurs konar blanda af mjög djúpum og þroskuðum trúar- legum og heimspekilegum tilfinningum annars vegar og mjög beittri kaldhæðni hins vegar. Rossini var mikill húmoristi og gleðimaður og bera óperur hans þess glöggt merki. En alvar- legu verkin sýna hinn sanna Rossini ef til vill best. Hann faldi sig á bak við háðið eins og í þessu verki. Þetta var dæmigert fyrir ítalska listamenn þess tíma að þeir forðuðust að takast á við stór vandamál með því að beita kaldhæðni. Rossini gerir þetta hér til að blanda ekki per- sónu sinni um of við verkið en í raun er hægt að segja að þessum mönnum er aldrei eins mikil al- vara og þegar þeir spauga. Petite Messe sol- ennelle er að öllum líkindum uppgjör Rossinis við lífið sitt skömmu fyrir dauða sinn. Þessu til staðfestingar má vitna í handritið þar sem hann skrifaði í lokin smá bréf til Guðs en viðhélt enn trúðsgrímunni og sagði: „Kæri Guð. Hér er hún fullkláruð, þessi fá- tæklega litla messa. Er þetta heilög tónlist eða vanhelg tónlist? Þú veist vel að mér var ætlað að semja gamanóperu en það þarf ekki meira til en smá hæfni og eitthvað smávegis frá hjartanu. Jæja, vertu blessaður og leyfðu mér nú að kom- ast til himna.“ Kór Langholtskirkju ásamt einsöngvurunum Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Sesselju Krist- jánsdóttur, Jónasi Guðmundssyni og Ágústi Ólafssyni flytja messuna í Langholtskirkju á föstudaginn langa kl. 16 og sunnudaginn 23. apríl kl. 16. Hljóðfæraleikarar eru Anna Guðný Guðmundsóttir píanóleikari og Steingrímur Þórhallsson sem leikur á harmonium. Stjórn- andi er Jón Stefánsson. G ioachino Rossini, eða „Svanurinn frá Pesaro“ eins og hann var oft nefndur, sýndi strax, átta ára að aldri, að í honum blundaði mikið tónskáld og 1810, þegar hann var átján ára, var ópera hans La Cambiale di matrimonio sett upp í Feneyjum. Upp frá því samdi hann að meðaltali tvær óper- ur á ári og naut mikilla vinsælda, svo mikilla að hann var talinn þungamiðja ítalsks óperulífs fyrri hluta 19. aldar og féllu önnur ítölsk sam- tímatónskáld í skuggann af honum, s.s. Bellini og Donizetti. Enginn ógnaði honum fyrr en Verdi tók við af honum um miðja öldina eftir að hafa samið Gullna þríeyk- ið sitt. Snilligáfa Rossinis fólst einkum í því að hann gat gert grípandi laglínur, stal oft frá sjálfum sér (sbr. óperuforleikirnir þar sem hann vitnar í allt að þrjár af eigin óperum) og hann hafði við- horf atvinnutónsmiðsins og fór því alltaf stystu leið og breytti aldrei neinu eftir á. Enda sagði hann sjálfur: „Látið mig fá innkaupalista og ég skal semja tónverk við hann.“ Það var þó einkum Rakarinn frá Sevilla sem hélt nafni hans á lofti um víða veröld og enn þann dag í dag er hún gríðarlega vinsæl. Hana samdi hann á þrettán dögum, aðeins 24 ára gamall. Hún er mjög dæmigerð fyrir stíl Ross- inis. Franska leikskáldið Beaymarchais hafði samið tvo gamanleiki um Fígaró, annars vegar Rakarann og hins vegar Brúðkaup Fígarós. Mozart hafði samið óperu við Brúðkaupið og í henni kemur fram hörð þjóðfélagsgagnrýni en ópera Rossinis er öll á léttu nótunum. Fyrir þennan léttúðleika hefur hann oft verið gagn- rýndur og mörgum fundist tónlist hans of ein- föld, sérstaklega eftir að Wagner og Strauss fóru að semja. En það er einmitt í einfeldninni þar sem styrkur hans liggur, enda var hann fyrst og fremst gamanóperutónskáld. Tónlistin er mjög einföld og beinskeytt og áheyrandinn grípur hana strax. Þetta er nokkuð sem skorti í tónlist forvera hans og samtímatónskálda en óperupersónur þeirra virka oft líflausar í samanburði við hans. Rossini kom sér fyrir í París og samdi þar Vil- hjálm Tell sem hann taldi mesta afrek sitt enda eyddi hann sex mánuðum í smíði hennar. Henni var vel tekið en Rossini ákvað að hætta að skrifa leikhústónlist og taka sér frí frá tónsmíðum 37 ára gamall. Síðustu þrjá áratugi ævi sinnar lifði hann ríkmannlega, borðaði vel, helgaði sig sæl- keralífinu (fann meira að segja upp réttinn Tournedo Rossini), giftist hverri fallegu sópran- söngkonunni á fætur annarri og varð hrókur alls fagnaðar í skemmtana- og menningarlífi Parísar. Ekki er vitað fyrir víst hvers vegna hann hætti að semja óperur en það eina sem hann samdi síðustu 39 ár ævi sinnar var hið stórbrotna Stabat Mater, nokkur sönglög og svo Petite Messe solennelle sem hann samdi fjórum árum fyrir dauða sinn og kallaði sjálfur „Síðustu höfuðsynd elli minnar“. Verkið er skrifað fyrir kór, fjóra einsöngvara, píanó og harmoníum. Það vekur undrun að Rossini, sem var svo snjall að skrifa kröftuga og dillandi tónlist fyrir hljómsveit, skyldi skrifa undirleikinn fyrir píanó þegar allir aðrir skrif- uðu fyrir stærri og stærri sinfóníuhljómsveitir sbr. Berlioz. Ef til vill hafa aðstæðurnar við frumflutninginn haft sitt að segja en hann var í einkaboði greifynjunnar Louise Pillet-Will í París 1864. Daginn eftir flutninginn var almenn- ingi leyft að hlýða á verkið og fékk það fínar við- tökur en flestir litu á það sem uppkast að stærra verki með stórri hljómsveit. Tónlistargagnrýn- andi Parísarblaðsins Le Siécle taldi að þegar Rossini væri búinn að skrifa út hljómsveitar- partinn væri hann kominn með verk með svo miklum eldmóði að það myndi bræða marmar- ann í dómkirkjunum. En það er einmitt píanó- undirleikurinn sem gerir verkið sérstakt því messur í þessu formi eru fáheyrðar. Sé hlustað Rossini og Petite Messe solenelle Kór Langholtskirkju ásamt einsöngvurunum Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Sesselju Krist- jánsdóttur, Jónasi Guðmundssyni og Ágústi Ólafssyni flytja Petite Messe solennelle eftir Gioachino Rossini í Langholtskirkju á föstu- daginn langa kl. 16 og sunnudaginn 23. apríl kl. 16. Messuna samdi Rossini fjórum árum fyr- ir dauða sinn og kallaði sjálfur „Síðustu höfuð- synd elli minnar“. Gioachino Rossini Hann ákvað að hætta að skrifa leikhústónlist og taka sér frí frá tónsmíðum 37 ára gamall. Síðustu þrjá áratugi ævi sinnar lifði hann ríkmannlega, borðaði vel, helgaði sig sæl- keralífinu (fann meira að segja upp réttinn Tournedo Rossini), giftist hverri fallegu sópran- söngkonunni á fætur annarri og varð hrókur alls fagnaðar í skemmtana- og menningarlífi Parísar. Eftir Jón Stefánsson klang@kirkjan.is Höfundur er kórstjóri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.