Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Síða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006
Ein af sögunum sem meistari Hitchcockhafði gaman af að segja frá var affyrsta fundi hans og franska leik-stjórans Francois Truffaut. Þetta var
veturinn 1955 og Truffaut var þá ásamt félaga
sínum Claude Chabrol í ritstjórn kvikmynda-
tímaritsins Cahiers du Cinéma. Þeir höfðu náð
viðtali við meistarann sem var að klippa og
hljóðsetja nýjustu mynd
sína, To catch a Thief, sem
hann hafði tekið upp á
frönsku rivierunni.
Þeir Truffaut og Chabrol
voru ungir og ákafir og
ruddust inn í klippiherbergið þar sem Hitchcock
var að störfum. Hann bað þá vinsamlegast að
bíða eftir sér á barnum handan garðsins og þeir
ruku út í blindandi vetrarsólskinið og gættu ekki
betur að sér en svo að þeir álpuðust beint út á
ísilagða tjörn í miðjum garðinum, brutu þunnan
ísinn og komust upp úr við illan leik rennandi
blautir og skjálfandi. Góðhjörtuð kona sem gætti
búninga bauð þeim að hafa fataskipti en þegar
hún heyrði að þeir væru blaðamenn en ekki
aukaleikarar rak hún þá samstundis út jafn-
blauta og áður. Þannig til reika fann Hitchcock
þá á barnum stuttu síðar og án þess að minnast
orði á útganginn á þeim bauð hann þeim að hitta
sig um kvöldið í staðinn. Það varð úr.
Sjálfur sagði Hitchcock alltaf svo frá þessu at-
viki að þeir hefðu komið á sinn fund uppá-
klæddir úr búningageymslunni, Chabrol eins og
kaþólskur prestur og Truffaut í búningi her-
lögreglumanns.
Truffaut bætti því við að fundum þeirra
þriggja hefði borið saman í París ári síðar og þá
hefði Hitchcock sagt við þá: „Herrar mínir, alltaf
þegar ég sé tvo ísmola glamra saman í viskíglasi
detta mér þið tveir í hug.“
Og hver er svo mórallinn með þessari litlu
sögu? Einfaldlega sá að alltaf þegar mig langar
til að lesa eitthvað skemmtilegt um kvikmyndir
þá gríp ég bók Truffauts ofan úr hillu þar sem
hann ræðir við Hitchcock um feril hans í kvik-
myndum, fer með honum í gegnum allan fer-
ilinn, fær hann til að segja frá hverri einustu
kvikmynd sinni allt frá upphafi til þess er bókin
kom út árið 1966. Þá átti Hitchcock reyndar eft-
ir að gera eina af sínum allra bestu myndum,
Frenzy, en það rýrir bókina alls ekki því frá-
sagnargleðin er slík, þekkingin og kunnáttan að
allt verður ljóslifandi fyrir manni. Fyrir áhuga-
fólk um kvikmyndir er þessi bók nánast skyldu-
lesning og síðan fer vel á því að verða sér úti um
nokkrar vel valdar Hitchcock-myndir í fram-
haldinu og horfa á þær með frásögn meistarans í
huga.
Þrátt fyrir að Hitchcock væri á þeim tíma
heimsþekktur leikstjóri og ætti að baki fjöl-
margar þekktar myndir naut hann engan veginn
sannmælis sem sá brautryðjandi í kvikmynda-
gerð og kvikmyndalegri frásögn er hann í raun-
inni var. Francois Truffaut var á þessum tíma
m.a. þekktur fyrir kvikmyndir sínar Jim og Jule
og Fahrenheit 451 en hann var einnig vel þekkt-
ur í Evrópu sem kvikmyndagagnrýnandi og einn
helsti hugmyndasmiður frönsku nýbylgjunnar.
Það var ekki hvað síst fyrir áhuga hans og að-
dáun á myndum Hitchcocks að hann hlaut verð-
skuldaða viðurkenningu sem listamaður og
frumkvöðull í kvikmyndagerð.
Fyrir þá sem ekki hafa lesið Hitchcock eftir
Truffaut er ekkert annað að gera en verða sér
úti um eintak og byrja að lesa.
Samtal tveggja meistara
’Herrar mínir, alltaf þegar ég sé tvo ísmola glamra saman íviskíglasi detta mér þið tveir í hug.‘
Sjónarhorn
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
Í
lok kvikmyndarinnar Professione: Re-
porter, eftir ítalska leikstjórann
Michelangelo Antonioni, er að finna eitt
af mikilmetnustu atriðum kvikmynda-
sögunnar. Um er að ræða sjö mínútna
langt samfellt myndskeið, þar sem
myndavélin „snýr baki“ í atburði sem eiga sér
stað í hótelherbergi. Myndavélinni er beint út um
járnrimlaglugga á herberginu og sjá áhorfendur
torgið fyrir utan hótelið þar sem persónur koma
og fara, ung kona ráfar fram og aftur í leit að
hjálp og lögregla skerst í leikinn. Á bak við sjón-
arhorn myndavélarinnar liggur aðalsöguhetjan
hins vegar í rúmi og mætir
örlögum sínum, án þess að
áhorfandinn sjái hvað fram
fer – ruglingsleg hljóðin
gefa þó ákveðna vísbendingu og tilfinningin fyrir
því að eitthvað sé að gerast „fyrir aftan“ áhorf-
andann skapar annkannalega ónotakennd.
Meistaraverk Antonionis
Professione: Reporter hlaut nafnið The Pass-
enger (Ferðalangurinn) á ensku, en hún kom út
árið 1975 og hún er talin til bestu verka Anton-
ionis. Þegar leikstjórinn gerði myndina hafði
hann hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir mynd-
ir á borð við L’Avventura (1960) og Blow-Up
(1966) og var farinn að gera stórframleiðsluverk-
efni með alþjóðlegum kvikmyndastjörnum í aðal-
hlutverkum. Í Ferðalangnum leiðir Antonioni
saman Jack Nicholson og Mariu Schneider, unga
leikkonu sem slegið hafði í gegn í leik sínum á
móti Marlon Brando í hinni kynferðislega ögr-
andi Last Tango in Paris. Samvinna listamann-
anna Antonionis og Nicholsons í myndinni, er
hins vegar ómótstæðilega blanda sem á ekki síst
þátt í að gera myndina að því meistarverki sem
hún er. Ferðalangurinn var um langt skeið ófáan-
leg á filmu, en hefur nú verið endurútgefin í upp-
gerðri útgáfu af bandaríska framleiðslufyrirtæk-
inu Sony Pictures Classics.
Kvikmyndaunnendum vestan hafs hefur því gef-
ist færi á því undanfarnar vikur að sjá Ferða-
langinn í kvikmyndahúsi, sem eru án efa ákjósan-
legustu aðstæður til þess að horfa á hinar
stílsterku og sjónrænt krefjandi kvikmyndir Ant-
onionis. Næsta skrefið hjá Sony verður síðan að
gefa myndina út á mynddiski, sem mun þá vænt-
anlega leysa af hólmi gömul og þvæld mynd-
bandseintök af Ferðalangnum á stöku mynd-
bandaleigum.
Í Ferðalangnum fer Jack Nicholson með hlut-
verk blaðamannsins David Locke. Sá er staddur í
ónefndu landi í Norður-Afríku í upphafi mynd-
arinnar, að viða að sér efni fyrir heimildarmynd
um uppreisnarher í landinu. Það hvorki gengur
né rekur með verkið og strandar hann loks bók-
staflega í miðri eyðimörkinni, spólandi í sand-
gryfju á Landroverjeppa. Á hótelinu kemur
Locke að manni látnum og ákveður að yfirgefa
sitt strandaða líf og þykjast vera hinn látni. Hann
skiptir um myndir í vegabréfum, færir líkið yfir í
sitt herbergi og þar með er hann orðinn að Bret-
anum Robertson og blaðamaðurinn David Locke
er álitinn látinn. Locke heldur á slóð Robertsons
sem reynist hafa verið vopnasali. En telji áhorf-
andi þessar söguaðstæður vera undirbyggingu
fyrir spennufléttu, skjátlast honum hrapalega. Í
stað þess að fylgja vísbendingum til að leysa ráð-
gátu eða afhjúpa vopnasölumál, lætur aðal-
sögupersónan staði, nöfn og tímasetningar í
minnisbók Robertsons ráða tilviljunarkenndu
flakki sínu og flótta undan sjálfum sér.
Manneskjur í rými
Staðir, byggingar og rými eru fyrirferðarmikill
þáttur í kvikmyndum Antonionis. Sögupersónur
ráfa innan um hús og torg í mannauðum bæjum
og borgum, upplýstum af björtu skuggalausu sól-
skini, líkt og í draumi sem er um það bil að breyt-
ast í martröð. Þessi eyðilegu atriði magna upp til-
finningu fyrir einsemd og firringu sögupersóna,
sem er gegnumgangandi þema í kvikmyndagerð
Antonionis. Þar fjallar hann um ráðvilltar mann-
eskjur sem bregðast óröklega við tilvistarvanda
sínum, m.a. með því að týnast, láta sig reka burt,
flýja lífsgátuna fremur en að leysa hana líkt og
hefðbundnar frásagnir boða. Margar þessara
mynda, ekki síst þríleikurinn L’Avventura, La
Notte (1961), og L’Eclisse (1962), fela í sér gagn-
rýni á innihaldsleysi borgaralegs lífs og efnis-
hyggju nútímans,
Í Ferðalangnum er unnið með staði og rými á
áhrifaríkan máta og má segja að umhverfið sjálft
verði virkur þáttur í merkingarsköpun verksins.
Aðalsögupersónan hefur bókstaflega týnt sjálfri
sér og rekst frá einum stað til annars, frá eyði-
mörk í Afríku til London, þaðan til München og
Barcelona, þar til hann endar í afskekktu þorpi í
eyðilegu spænsku landslagi. Á stundum verða
staðirnir hreinlega að miðpuntki þess sem á sér
stað á skjánum og eftir því sem sögufléttan verð-
ur óræðari og tilviljunarkenndari verður rýmið
fyrirferðarmeira í sjónrænni miðlun sögunnar.
Eftirminnilegur hluti myndarinnar á sér t.d. stað
í Barcelona á Spáni, þar sem sérstæður og til-
komumikill arkitektúr Antonis Gaudis verður
bæði að umtalsefni og vettvangi samskipta sögu-
persóna. Í hinni frægu Gaudi-byggingu Palaccio
Guell hittir David ungu stúlkuna sem leikin er af
Mariu Schneider (en hefur af einhverjum sökum
ekkert nafn í myndinni), og ákveður hún að slást í
för með ferðalangnum sem gerst hefur laumufar-
þegi í annars manns lífi.
Ferðalangurinn hlaut dræmar viðtökur meðal
almennings þegar hún var frumsýnd árið 1975,
en margir gagnrýnendur mátu hana þó mikils.
Ætla má að daður Antonionis við hefðbundna vin-
sældarvænlega þætti s.s. spennufléttu í kringum
vopnasölumál, og notkun á hinum „heitu“ leik-
urum sem Nicholson og Schneider voru á þessum
tíma, hafi e.t.v skapað væntingar hjá hinum al-
menna áhorfanda um hefðbundna spennumynd
sem hins vegar er vandlega rakin upp um leið og
grundvöllurinn er lagður. Kvikmyndir Antonionis
nýta hina sjónrænu miðlun til hins ítrasta og snú-
ast ekki síður um rými og andrúmsloft en línu-
lega frásögn. Margir álíta Antonioni hafa full-
komnað þá list í kvikmyndinni Ferðalangurinn og
er endúrútgáfa hennar því mikið fagnaðarefni.
Ferðalangur um annars manns líf
Kvikmyndin The Passenger eða Ferðalangurinn
er talin til bestu verka ítalska leikstjórans
Michelangelo Antonioni. Myndin var ófáanleg
um skeið en hefur nú verið endurútgefin af Sony
Pictures Classics.
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
Ferðalangurinn Myndin hlaut dræmar viðtökur meðal almennings þegar hún var frumsýnd árið 1975, en
margir gagnrýnendur mátu hana þó mikils.
Gurinder Chadha, sem gerðimyndina Bend It Like Beck-
ham, hefur verið ráðin til að leik-
stýra kvikmynd-
inni Dallas, sem
gerð verður eftir
bandarísku sjón-
varpsþáttunum
vinsælu. Talið er
að meðal leikara
verði Jennifer
Lopez, John
Travolta, Luke
Wilson og Shir-
ley MacLaine.
Tekur Chadha við af Robert
Luketic, sem leikstýrði Legally
Blonde.
Charlene Til-
ton, sem lék Lucy
Ewing í þátt-
unum, hefur sagt fráleitt að Jessica
Simpson komi til greina í hlutverk
Lucy í myndinni. Jessica sé vissu-
lega falleg, en hún sé orðin of gömul.
„Ég var nýorðin 17 ára þegar tök-
urnar byrjuðu. Það væri meira
spennandi ef Lucy væri í framhalds-
skóla. Lindsay Lohan myndi henta
betur í hlutverkið.“
Kvikmyndin Casablanca siturefst á listanum yfir bestu kvik-
myndahandrit allra tíma, sam-
kvæmt Samtökum handritshöfunda
í Bandaríkjunum, WGA. Myndin var
efst á lista 101
kvikmyndar en
listann í heild
sinni er hægt
að skoða á
www.wga.org.
Handrit
Casablanca er
eftir Julius Ep-
stein, Philip
Epstein og
Howard Koch.
Næst í röðinni
komu Chinatown eftir Robert
Towne, Citizen Kane þeirra Herman
Mankiewicz og Orson Welles og All
About Eve eftir Joseph Mankiewicz.
„Listinn og myndrinar á honum
eiga að vera ræddar og gagnrýndar,
sífellt í endurskoðun. Þetta eru bók-
menntir fagsins og arfleifð samtak-
anna,“ sagði forseti WGA, Patric
Verrone.
„Það er erfitt að hugsa sér banda-
rískt líf án myndanna á þessum lista.
Bara það að lesa listann fer með
mann í ferðalag,“ sagði annar tals-
maður samtakanna, Chris Albers.
Félagar tilnefndu alls 1.400 hand-
rit en niðurstöðurnar voru kynntar á
galakvöldi í vikunni.
Þær myndir sem skipa afganginn
á topp 10 eru Annie Hall eftir
Woody Allen og Marshall Brickman,
Sunset Blvd. þeirra Charles
Brackett, Billy Wilder og D.M.
Marshman Jr., Network eftir Paddy
Chayefsky, Some Like It Hot eftir
Billy Wilder og I.A.L. Diamond og
The Godfather Part II eftir Coppola
og Puzo.
Þrír höfundar, Allen, Coppola og
Wilder, voru með fjórar myndir á
listanum en þrír aðrir voru með
þrjár, William Goldman, John
Huston and Charlie Kaufman.
Universal Pictures og WorkingTitle hafa gert milljóna dala
samning um réttinn á handritinu
The Troubleshooter eftir John
Hamburg, sem
m.a. skrifaði
Meet the
Parents. Ham-
burg ætlar einnig
að leikstýra og
framleiða mynd-
ina sem er gam-
ansöm spennu-
mynd.
Sagan segir frá
sjónvarps-
uppsetningarmanni sem eftir að
ruglast er á honum og öðrum manni
þarf að leggja á flótta undan morð-
ingjum.
Myndir eftir Hamburg hafa geng-
ið vel í bíó en hann leikstýrði einnig
Along Came Polly auk þess að vera
meðhöfundur handrits. Hann var
líka einn höfunda handritsins að
Zoolander og miðað við sögu hans er
ekki útilokað að Ben Stiller eigi eftir
að koma að myndinni.
Erlendar
kvikmyndir
Ben Stiller
Bergman og Bogart í
Casablanca.
Gurinder Chadha