Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006 | 13
Svo gæti farið í næstu viku aðdómari í Los Angeles geri hip
hop-plötufyrirtækið Death Row
Records upptækt vegna brota eig-
anda þess, Marion „Suge“ Knigh.
Death Row hefur um árabil verið
áhrifamesta hip
hop-fyrirtæki
vesturstrand-
arinnar í Banda-
ríkjunum og ýtti
úr vör listamönn-
um á borð við
Snoop Dogg, Dr.
Dre og Tupac
Shakur. Suge
Knight mætti
ekki til réttaryf-
irheyrslu síðasta
laugardag til að gera grein fyrir eig-
um sínum en tveimur vikum áður
hafði dómarinn gefið honum loka-
viðvörun um að mæta til réttarins.
Knight tapaði á síðasta ári 107 millj-
ón dala málaferlum gegn Lydiu
Harris sem hélt því fram að hún og
fyrrverandi eiginmaður hennar,
Michael Harris, hefðu verið meðeig-
endur að Death Row. Nú er það
Michael Harris sem
fer fram á skaðabætur
en Knight hefur hing-
að til sniðgengið málið
og neitað að mæta fyrir dómara.
Lögfræðingar Harris hafa krafist
þess að Knight verði fangelsaður
fyrir að sýna réttinum lítilsvirðingu
og að eigur hans verði boðnar upp,
þar á meðal allur útgáfulisti Death
Row fyrirtækisins sem inniheldur
mjög verðmætar plötur með bæði
Snoop og Tupac. Lögmaður Knights
sem einnig var fjarstaddur síðasta
laugardag hefur neitað að tjá sig op-
inberlega um málið.
Hljómsveitin Velvet Revolverhefur fengið hip hop mógulinn
Pharrell Willi-
amst til að hjálpa
þeim við gerð
næstu plötu
sveitarinnar.
Súpergrúppan
sem inniheldur
Scott Weiland
fyrrum söngvara
Stone Temple
Pilots og fyrrum
Guns n’ Roses
meðlimina Slash
og Duff McKagan, hefur verið lokuð
inni í hljóðveri síðan í mars. Weilend
hefur einnig unnið með Pharrell
Williams að laginu „Happy“ sem
mun að öllum líkindum heyrast á
næstu sólóplötu Weilands.
Kanadíski kvartettinn Hot HotHeat hefur unnið hörðum
höndum undanfarið að nýju efni.
Stefnir sveitin á að fara inn í hljóð-
ver 1. maí til að taka upp aðra plötu
sína en sú fyrri Elevator sló í gegn
þegar hún kom út á síðasta ári.
Sveitin hefur þegar samið þrettán
lög og hyggjast þeir sjálfir stjórna
upptökum á plötunni. Að sögn fjór-
menninganna var meiri samvinna
við gerð laganna en á Elevator en
þar segja þeir að innkoma gítarleik-
arans Luke Paquin sem kom í stað
Dantes DeCaro hafi haft mikið að
segja.
„Við vildum hverfa aftur til þess
tíma þegar hljómsveitin var gengi,
ekki hljómsveit eða hópur tónlistar-
manna,“ sagði söngvarinn Steve
Bays í viðtali við tónlistartímaritið
Rolling Stone. „Brottför Dantes
setti allt á annan endann. Við gerð-
um okkur ljóst að besta tónlistin
verður til þegar engin truflun er til
staðar og að það sem skiptir mestu
máli eru vinir þínir, gengið.“
Erlend
tónlist
Marion „Suge“
Knight
Pharrell
Williams
Hot Hot Heat
Árið 1977, þegar pönkið var íalgleymingi, sendi risa-rokksveitin Pink Floyd frásér heildarhugmyndar
(concept) -plötuna Animals. Plata
þessi markar tímamót í sögu sveit-
arinnar, því um sömu mundir og hún
verður til tekur bassaplokkarinn og
rokkpíslarvott-
urinn Roger
Waters öll völd
innan vébanda
sveitarinnar.
Frá og með þeim degi breyttist
þessi sýrða og framsækna hippa-
rokksveit í einbeitta og ramm-
pólitíska rokkmaskínu sem náði yf-
irþyrmandi hæðum tveimur árum
síðar í meistaraverkinu The Wall.
Waters bjargaði sveitinni frá stöðn-
un og listrænum dauða og skildi
hana að lokum eftir sem rjúkandi
rúst, sem gítarséníið David Gilmore
reisti síðan af vanmætti úr öskunni
og trekkti upp eins og hvert annað
apparat.
Animals byrjar og endar á ein-
lægri gítarplokkballöðu þar sem
Waters tjáir sig um hinn harða heim mann-
skepnunnar, og hvernig hann gæti orðið betri ef
öll dýrin í skóginum gætu bara verið vinir. En á
milli þessara viðkvæmu haldreipa er þrískipt
ginnungagap sem hlustandinn hrapar nauðugur
ofan í og flýtur þar um á svörtum öldum kraft-
mikillar rokktónlistar og mergjaðra textasmíða,
þar sem mannkyni er skipt í þrjár dýrategundir
og skítlegt eðli þeirra afhjúpað áður en skepnan
er send til skaparans.
Hundarnir (Dogs) eru grimmir og metnaðar-
gjarnir jakkafatarakkar sem eru aldir upp af
kerfinu og þeim kennt að smjaðra og brosa áður
en þeir reka hnífinn í bak andstæðingsins, en á
efri árum bíða þeirra grimm örlög að græðg-
islegum ferlinum loknum. Þeir deyja aleinir úr
krabba og sökkva að lokum ofan í
hyldýpið með sjálfskapaðan stein
bundinn um hálsinn.
Svínin (Pigs) eru nátengd stjórn-
málum, trúarbrögðum og almennu
siðferði. Þau eru betri en hinir, vita
betur og reyna að passa upp á að
enginn geri það sem þau segja að
ekki megi gera. Þau búa yfir tvö-
földu siðgæði og fyrirlitning á öðru
fólki er þeirra innsta eðli. Þau til-
einka sér pólitíska rétthugsun, að-
hyllast hreintungu, hámenningu og
allar þær stefnur sem aðskilja, úti-
loka og hreinsa. Svínin eru skítug en
sjá skít allstaðar nema á sjálfum sér.
Sauðféð (Sheeps) er svo hinn
heilalausi múgur sem lifir stefnu-
lausu lífi á sléttunni og lætur hunda
og svín níðast á sér alla leiðina undir
hníf slátrarans.
Þrátt fyrir þessa einföldun Waters
á samfélagi mannanna er ekki um
svart/hvíta heimssýn að ræða, held-
ur meira gráskalaða víðmynd (pano-
rama) með svörtum krabbameinum,
blóðslettum, hauskúpum og grænum
dollaramerkjum. Animals er þéttur
og þunglyndislegur rokkpakki sem stenst tímans
tönn mjög vel. Lagasmíðar eru skotheldar og út-
setningar, sem og öll hljóðversvinna, til fyrir-
myndar og efni í sérstakan pistil.
Roger Waters rúllar enn á meðan „Pink
Floyd“ er orðið að einhverskonar hljóðrænu
kóka-kóla með saxófónbragði, skrásett vöru-
merki og allt það.
Þéttur rokkpakki
Poppklassík
Eftir Stefán Mána
stefan.mani@simnet.is
J
á, þetta voru ansi vel heppnaðir tón-
leikar hjá Deerhoof. Og ég átti svo-
sem ekki von á neinu, utan að mig
grunaði að þetta yrði ábyggilega
engin meðalmennska. Ég hreifst
mjög af síðasta verki sveitarinnar,
sem ber með sér einkar áhlýðilega blöndu af
Beach Boys og Captain Beefheart. Ham-
ingjupopp sem er brotið reglulega upp á til-
komumikinn hátt með óvæntum skiptingum og
óhljóðaárásum. Tónleikarn-
ir myndu því annað hvort
„sökka“ eða „rúla“, grunaði
mig. Það síðara varð held-
ur betur ofan á. Upp-
runalega hafði ég ætlað að vera í þetta fimm,
sex lög og stinga svo af. Ástæðan fyrir því var
sú að vinur minn, sem var í heimsókn hjá mér
og ég dró með mér á tónleikana, átti næturflug
heim um nóttina. Við urðum hins vegar pikk-
fastir þarna inni, það var bara ekki hægt að
fara fyrr en síðasta nótan yrði slegin.
Skelfilegt
Það er viss spenna í tónlist Deerhoof sem held-
ur manni við efnið. Iðulega fóru lögin í óvæntar
áttir og þetta einkenni þeirra er afar mettandi.
Maður var allan tímann á tánum og það komu
upp aðstæður þar sem maður hreinlega gapti.
Hljóðfæraleikararnir sýnilega vel færir, og
nýttu þeir kunnáttuna til að búa til nýstárlega,
frumlega tónlist. Allar tilraunir og súrir sprettir
þjónuðu ávallt lagasmíðunum, það var ekkert
flipp, flippsins vegna eða að meðlimir væru að
fara í óræðar áttir vegna vankunnáttu (að-
ferðafræði sem þó vissulega hefur getið af sér
snilldartónlist). Þetta er ekkert ósvipað og með
Beefheart sem minnst var á í upphafi. Meist-
araverk hans, Trout Mask Replica, hljómar í
fyrstu sem algjör steypa en þegar nánar er að
gáð þjónar hver einasta nóta einhverjum til-
gangi.
Einhverra hluta vegna hjó ég eftir klæðaburði
meðlima og hárgreiðslum, tveir þættir sem eru
afskaplega framarlega í almennum umræðum
um popptónlist og skynjun á henni. Deerhoofl-
iðar voru látlausir í þeim efnum. Snyrtilegar
hárgreiðslur, drengjaklippingar, og einlita póló-
bolir. Trommarinn var í hvítum T-bol, með
engri mynd á. Mér fannst þetta undirstrika að
hér var komið fólk til að spila tónlist, ekki til að
„pósa“ að hætti t.d. Babyshambles (sem ég
„fíla“ þó). En þetta var ekki þetta „klæða sig
niður“ dæmi eins og finna má hjá breskum
sveitum á borð við Arctic Monkeys (sem ég
„fíla“ alls, alls ekki!). Humm … þetta var nú
meira bullið …
Upphitunaratriðið, sem var einsmannsatriði
Chad nokkurs Popple, trommu- og tréspilsleik-
ara (sílófónn) var skelfilegt. Gítarleikari Deer-
hoof, John Dieterich, lagði honum lið í síðasta
laginu með afstrakt djassgítarleik. Þeir eru
saman í Gorge-tríóinu.
Popple þessi varð óafvitandi ágætur fulltrúi
þess sem Deerhoof var alls ekki. Leiðinleg og
stefnulaust tónlist, gekk mest út á að sýna fram
á færni Popples. Ég efast ekki um að þetta hafi
verið yndisleg stund hjá Popple og Dieterich,
sem voru týndir í tónlistinni. Við hin þurftum
hins vegar að borga fyrir sælustundina með
þjáningu.
En aftur að Deerhoof. Téður Dieterich átti
sérdeilis magnaða spretti á gítarnum. Hvöss,
stutt riff og svo skyndilega í flóknar, einkar
melódískar línur. Trymbillinn Greg Saunier,
sem er einkar fjölhæfur, kom þá fram til að
syngja hið undurblíða „Odyssey“ ásamt gítar/
bassaleikaranum Chris Cohen. Saunier spilar
m.a. með Joönnu Newsom í tríóinu Nervous
Cop og er auk þess í dúettinum Retrievers með
söngkonu Deerhoof þar sem þau leika bæði á
gítar og syngja. Forsöngvari sveitarinnar er hin
smágerða Satomi Matsuzaki sem líkt og Cohen
lék ýmist á bassa eða gítar auk þess að taka í
hljómborð. Held ég a.m.k. þar sem að Matzuaki
sást illa á sviði. Settið var of stutt ef eitthvað
var, en því þéttara og heilsteyptara. Það var
ekki dauður punktur allan tímann, líkt og í Die
Hard.
Meira
Deerhoof eru upprunalega frá San Francisco og
voru línur lagðar að sveitinni árið 1994, og saga
hennar því giska löng. Segja má að Runners
Four sé „poppaðasta“ verk sveitarinnar hingað
til, meðlimir hafa verið að færa sig úr vel súrri
tónlist yfir í það sem mætti kalla „aðgengilegri“,
þó að það eigi samt í raun ekki við. Þetta er æv-
intýraleg tónlist, þetta „poppaða“ er algerlega á
forsendum Deerhoof og við getum hugsað okkur
nett súra útgáfu af Blonde Redhead (á Misery
is a Butterfly plötunni. Hvenær kemur nú út ný
plata með þeirri eðlu sveit?).
Það er merkilegt að renna yfir dóma um
Runners Four. Platan er hafinn upp til skýjanna
(allsvakalega) af nördalegum, jaðarvænum miðl-
um (Pitchfork (eðlilega) Tiny Mix Tapes o.s.frv.)
en stærri og straumlínulagaðri blöð halda aftur
af sér. Utan að New York Times hélt ekki vatni.
En líkt og með Blonde Redhead, sem toppuðu
sig á síðasta verki, er nú í gangi ægispennandi
bið eftir næsta útspili Deerhoof. Meira popp?
Meiri sýra? Sama er mér. Ég vil bara meira
Deerhoof!
Tilraunir sem þjóna tónlistinni
Platan Runners Four með bandarísku vestur-
strandarsveitinni Deerhoof var víða ofarlega á
blaði er síðasta tónlistarár var gert upp. Sveitin
hélt æði magnaða tónleika í Berlínarborg um
síðustu helgi; tónleika sem kristnuðu efasemda-
menn, ollu gæsahúð hjá aðdáendum og sendu þá
sem ekkert vissu rakleitt út í plötubúð daginn
eftir.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Deerhoof „Það er viss spenna í tónlist Deerhoof sem heldur manni við efnið.“