Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Side 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006 | 15
Myndlist
Það er ekki oft sem sérstaklega er hugað aðþví að bjóða börnum inn í heim myndlist-
arinnar. Í dag verður þó opnuð á Kjarvals-
stöðum óvenjuleg sýning sem sérstaklega er
sett fram með það að markmiði að kenna börn-
um að skoða listina.
Sýningin verður opnuð á útgáfudegi nýrrar
bókar þeirra Önnu C. Leplar og Margrétar
Tryggvadóttur; Skoðum myndlist, en til sýnis
eru verk er bókin fjallar um. Í samtali við
Morgunblaðið fyrr í vikunni sögðust þær stöll-
ur hafa „áhuga á hvernig myndlist er kynnt
fyrir börnum, og líka bara áhuga á því að börn-
um sé sýnd myndlist yfirleitt. Þetta er kannski
fyrsta skrefið, að sýna þeim hvað til er og
hvetja þau til að skoða.“
Leiklist
Í Borgarleikhúsinu eru byrjaðar sýningar aðnýju á leikriti, Forðist okkur, eftir Hugleik
Dagsson. Sýningin er samstarfsverkefni Leik-
félags Reykjavíkur og Nemendaleikhúss
Listaháskóla Íslands og var frumsýnd í haust
og vakti mikla athygli.
María Kristjánsdóttir gagnrýnandi sagði í um-
sögn sinni um Forðist okkur að: Smámyndir
hans (Hugleiks) úr lífi æskunnar í fagra útrás-
arvæna íslensk-ameríska veruleikanum eða
amerísk-íslenska raunveruleikasjóinu eru allt
hryllingsmyndir sem hverfast yfir í brandara.“
María bætti svo við í lokin: „… ég veit að það
er mikill fengur að Hugleikur Dagsson hefur
gengið til liðs við íslenskt leikhús.“
Drífum okkur.
Tónlist
Lesbókin mælir að þessu sinni með útgáfu-tónleikum Voces Thules sem verða í
Kristskirkju í Landakoti í kvöld kl. 21.
Sönghópurinn Voces Thules hefur eytt síðustu
tólf árum í að rannsaka verkið Þorlákstíðir
sem er íhugunartónlist klaustranna og kemur
úr tónlistarhandriti frá því um 1400. Að sögn
Sverris Guðjónssonar, eins meðlima Voces
Thules, er verkið nokkurs konar óður til dýr-
lingsins Þorláks Þórhallssonar sem var biskup
í Skálholti á 12. öld.
Með geisladisknum hafa einnig verið gefin út
listbók og mynddiskur.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á
meðan kirkjurúm leyf
Kvikmyndir
Það er vel til fallið að mæla með sýningu íKvikmyndasafni Íslands í þetta skiptið.
Safnið stendur fyrir sýningu á mynd eftir hinn
þekkta sænska kvikmyndaleikstjóra, Ingmar
Bergman, í dag kl. 16. Myndin heitir Somm-
arnattens leende og er frá árinu 1955.
Snemma á ferlinum mættu myndir hans nokk-
urri andstöðu bæði meðal gagnrýnenda og
framleiðenda en eftir að Bros sumarnætur sló
í gegn þögnuðu þær raddir. Hér er komin
rómantísk gamanmynd undir áhrifum frá
Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare.
Sögusviðið er herragarður um aldamótin 1900.
Fylgst er með hópi fólks sem dvelur undir
sama þaki um bjarta sumarnótt. Húsbændur,
hjú og gestir eiga áhugaverð samskipti.
Með aðalhlutverk fara Ulla Jacobsson, Eva
Dahlbeck og Harriet Anderson. Einnig eru
Gunnar Björnstrand, Jarl Kulle og Margit
Carlqvist í stórum hlutverkum og Bibi And-
erson á hér skemmtilegt innlegg.
Athygli er vakin á því að myndin er með
sænsku tali og engum texta. Sýningar safnsins
eru í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Lesbók
mælir með…
Ingmar Bergman „Snemma á ferlinum mættu myndir hans nokkurri andstöðu bæði meðal gagnrýn-
enda og framleiðenda en eftir að Bros sumarnætur sló í gegn þögnuðu þær raddir.“ Dagbókarbrot
Úr Bréfum Vestur-Íslendinga (2002). Helgi
Pálsson skrifar til Páls Pálssonar á Krossi, 5.
apríl 1905.
Jæja, kæri bróðir, þessar línur fara bæði fá-ar og ómerkilegar því ég hef ekkert til að
setja saman sem þú mundir vilja eyða tíma í að
lesa og þess vegna ætla ég að hafa þær fáar.
Þú segir að þú munir ekki til Ameríku og ert
þú því sjálfráður að öllu leyti, en móðir vor var
búin að biðja mig um farbréf og það ætla ég að
senda henni, en svo segir þú að hún muni ekki
koma. Jæja þá, best þið séuð sjálfráð, en þá
sjáumst við líklega aldrei í þessu lífi framar því
það verður fyrir mér eins og Kára Sölmund-
arsyni að hann hafði ekki skap til að hlaupa inn
í eldinn til Skarphéðins. Svo er fyrir mér, ég
hef ekki skap til að fara heim til Íslands aftur.
Lesarinn
Hjartað býr enn í helli sínum eftir Guðberg
Bergsson
Las bókina, sem kom út 1982, aftur núnaum daginn. Hjartað kemur enn á óvart,
veldur enn óþægindatilfinningu. Bókin er
dökk (grá) stúdía á „myrk-
um“ hvötum og þrám – og
bælingu þeirra. Hjartað
væri hægt að kenna við
kjallarabókmenntir en
hvoru megin við hana eru,
Tómas Jónsson – met-
sölubók (1966), kjallarabók
allra tíma, og hin maka-
lausa Sú kvalda ást sem
hugarfylgsnin geyma
(1984). Í Hjartanu fylgir
lesandinn nafnlausri, rótlausri og „kynvilltri“
(með öfugum formerkjum!) andhetju í sadó-
masókískri ódysseiju milli forstofukytra og
kjallaraherbergja úti í bæ. Aðrar persónur eru
skringilegar – karlar hinsegin, konur grótesk-
ar – gjarnan tvöfaldar ef ekki tvöfaldaðar og
eins og fengnar að láni úr Undralandinu henn-
ar Lísu. Enda gæti ævintýri (lífs-hlaup) nafn-
lausa mannsins allt eins verið draumur, frá
upphafi til enda. Guðbergur er einn þessara
sjaldgæfu höfunda sem toga og teygja á mörk-
um bókmenntanna.
Geir Svansson
Geir Svansson
KRISTJÁN Steingrímur er frum-
legur málari og hefur sérstöðu sem
slíkur í íslenskum myndlistarheimi.
Hann hefur í gegnum árin ítrekað
komið fram með persónulega, vel
ígrundaða og áhugaverða sýn á
málverkið, stöðu þess og mögu-
leika, án þess þó nokkurn tíma að
missa sjónar á fagurfræði þess.
Kristján kom fram sem listamaður
á tímum nýja málverksins, sem
aftur fékk fljótt að víkja fyrir list
sem sóttist eftir að útiloka per-
sónulega tjáningu í handbragðinu.
Þessir tveir pólar hafa reynst
mörgum listamönnum ljár í þúfu
og áhrifa þeirra gætir m.a. í verk-
um Kristjáns sem stundum ein-
kennast af dúalisma og hneigjast í
tvær áttir samtímis, í átt til hug-
myndalistar, skrásetningar og
reglu annars vegar og rómantíkur
og innsæis hins vegar. Hér kemur
bakgrunnur hans í Þýskalandi
einnig inn í myndina, bakgrunnur
sem ef til vill hefur litast af list af-
burðasterkra listamanna, af ex-
pressíónískum verkum málarans
Anselm Kiefer og hugmyndafræði
listamanna eins og Reinhard
Mucha sem einmitt sameinar skrá-
setningu og innsæi. Kristján Stein-
grímur hefur einnig notað skrá-
setningarkerfi í list sinni, tölur
GPS-staðsetningarkerfis sköpuðu
dúalískt mótvægi við óræða og
þokukennda litafleti innsæis og til-
finninga og í málverkum sínum af
Kárahnjúkum er það nokkurs kon-
ar hnitakerfi sem bindur express-
íónískt málverkið niður og hemur
tilfinningaríka efnisnotkun sem
ella myndi vera túlkuð á annan
hátt.
Nú sýnir Kristján málverk og
teikningar í Safni við Laugaveg.
Kristján hefur tekið agnarlitlar
örður úr jarðveginum, stækkað
þær upp í smásjá og teiknað eftir
smásjármyndinni á pappír og fræs-
að á striga. Hér bregður svo við að
hið reglubundna hnitakerfi er að-
eins til staðar í einu verki. Það
gefur til kynna þá tækni sem er
milliliður listamannsins og efnivið-
ar hans og birtir listamanninn sem
vísindamann og skrásetjara. Eng-
inn slíkur milliliður er til sýnilega
staðar í hinum verkunum sem fyrir
bragðið spila á opnari hátt með
ímyndunarafl áhorfandans. Tvö
stór málverk eru afar fínlega fræs-
uð, sprungurnar minna í senn á
fyrirbæri í náttúrunni og sprungur
í yfirborði gamalla málverka.
Minni málverk birta heillandi
hreyfingu og línuspil og hið sama
má segja um teikningar Kristjáns,
en áhorfandinn nýtur þess að
fylgja línuspili hans eftir með aug-
unum, línuspil án upphafs og endis,
án miðju eða kjarna, línuspil sem
birtir fyrst og fremst sjálft sig. Að
mínu mati hefur Kristjáni hér tek-
ist að innlima dúalismann í verk
sín, það kerfi sem áður birtist í töl-
um, bókstöfum eða reglubundnu
mynstri hefur nú tekið á sig nýja
mynd og er orðið samtvinnað
vinnuaðferð listamannsins. „Kerf-
ið“ birtist nú í teikningunni sjálfri,
í því hvernig Kristján dregur upp
línur eftir smásjánni, línur án
markmiðs sem saman skapa eina
heild. Hin ljóðræna, fínlega og afar
fallega mynd sem þessi verk skapa
minna á jákvæðan hátt á verk
Bernds Koberling en fyrst og
fremst í þeirri sameiningu náttúru
og menningar sem einnig einkenn-
ir málverk Koberlings. Fyrirbærin
sem teiknuð eru og fræsuð eru af
Kristjáni eru óþekkjanleg en engu
að síður minnir uppbygging þeirra
á náttúruleg fyrirbæri og gerir þau
aðgengileg. Hvítur bakgrunnur og
hvítir veggir skapa síðan hverfult
sjónarspil þar sem línur og yfir-
borð spila saman í ertandi sjón-
blekkingu og að lokum fer allt
rýmið að spila með verkum Krist-
jáns, jafnvel fíngerðar sprungur
sem ég hef aldrei tekið eftir áður í
gólfi Safns koma í ljós. Málverk
Kristjáns má einnig tengja við
listamenn á borð við Cy Twombly
sem einatt spila með merkingu og
merkingarkerfi að ógleymdum
Kristjáni Davíðssyni sem Kristján
Steingrímur hefur vitnað til í verk-
um sínum. Að mínu mati njóta
verk Kristjáns góðs af því að
sleppa við hinn sýnilega og aug-
ljósa skrásetningarþátt, hinn sýni-
legi dúalismi er nú innlimaður í
verkið og gerir það að einni órjúf-
anlegri heild, togstreitan hefur vik-
ið fyrir opnu rými.
Sjónleikur á hverfulu yfirborði
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Ómar
„Hvítur bakgrunnur og hvítir veggir skapa síðan hverfult sjónarspil þar sem línur og yfirborð spila saman í ertandi sjón-
blekkingu og að lokum fer allt rýmið að spila með verkum Kristjáns, jafnvel fíngerðar sprungur sem ég hef aldrei tekið eftir
áður í gólfi Safns koma í ljós,“ segir m.a. í umsögn um sýningu Kristjáns Steingríms í Safni.
MYNDLIST
Safn við Laugaveg
Kristján Steingrímur Til 8. apríl.
Opið mið.–fös.
frá 14–18 og 14–17 laugardaga.
Málverk og teikningar