Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Page 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. apríl 2006 ! Ég tók þátt í bókmenntarút- unni um daginn. Síðasta vetr- ardag. Fékk að sitja fremst af því ég átti að lesa upp, en var þannig haldin af flensu að í tví- gang lá nærri að ég léti stöðva rútuna útaf skyndisvima í maga. Af því varð ekki, sem betur fór, enda kalt úti. Og súld. Nú, ef þetta hljómar ekki gæfulega í frásögn er það mikill misskilningur því rútuferðin var algjör snilld. Bókmennta- rútan er – eins og ítrekað hefur komið fram – ekki Bókabíllinn, heldur er rút- unni beinlínis ekið á markverða og minna þekkta staði í bók- menntalandslagi Reykjavíkur með tilheyrandi leiðsögn og upplestrum. Hver dugandi borg verður að eiga tilefni til skipulagðra menningar- ferða, og að engum skuli hafa dottið þessi skáldskapartenging í hug fyrr er stórfurðulegt. En skutlurnar hjá Borg- arbókasafni Reykjavíkur hafa nú komið fólki á bragðið og það var sannanlega áhrifaríkt að lúsast upp að Kleppi og heyra lesið úr Englum alheimsins, krúsa um Grafarholt undir beinafundarlýs- ingum Arnaldar/Erlendar í Grafarþögn og hlusta eftir „gullinbrúvu“ í ljóði Bjarna Thorarensen, þegar Gullinbrú blasti við úr rútuglugga. Þetta var stórfræðandi. Og sem ég sat þarna og sveiflaði fótunum minnti þetta mig allskyndilega á Sex And The City- leiðangurinn sem ég sat eitt sinn í gegn- um í New York. Það var líka rúta, gott ef ekki gulllituð, og ferðin geysivel útfærð af áhöfn On Location Tours. Í stað Úlf- hildar Dagsdóttur með míkrófóninn fremst var mætt ekki síður skemmtileg fararstýra, Holly líklega að nafni, sem reyndist vera atvinnuuppistandari. Hún var með beðmáls-kjaftinn út á öxl (að hætti Samönthu) og leiddi farþega í allan sannleik um landslag þáttanna, meðan þeir voru og hétu, en þeir höfðu þá sér- stöðu að vera að miklu leyti teknir þar sem þeir áttu að gerast. Og eiga því sér- stakan stað í hjarta New York-búa. „Hér er inngangurinn að Tiffany & Co. þar sem Charlotte bað Trey að kvænast sér og hann sagði ‘Alrighty’,“ hrópaði Holly þegar ekið var eftir 5. breiðgötu. „Á þessum róló kraup Miranda með Brady í kerrunni þegar Steve kom gangandi með nýju kærustuna, muniði.“ Og: „Hér var húsgagnaverkstæði Aidans, sjáiði skiltið í glugganum?“ Á skiltinu stóð að Aidan elskaði Carrie enn, handskrifað af náunganum sem í veruleikanum á húsið. Góður. Inni á milli sögufrægra Sex-staða spurði Holly léttra og níðþungra spurn- inga úr þáttunum, og guð minn góður hvað fólkið vissi. Ætli ég verði ekki að taka fram að áhugi minn á þáttunum var í vandræðalegu meðallagi – okkur fannst bara fyndið, mér og þremur breskum vinkonum, að mynstra okkur í þessa túr- istaferð um furðulíf fjögurra tálkvenda. Einnig var í boði The Sopranos-túrinn, en við slepptum honum. Og sem sagt, þökk sé þessum eftirmið- degi þekki ég nú helstu menningar- einkenni Manhattan, hvers lags fólk býr hvar, hvar tískubylgjur hafa risið og hnigið. Inn í sjónvarpsviskuna var nefni- lega fléttað „alvöru“ fróðleik. Auk þess horfi ég nú á þættina með allt öðrum augum því ég bý yfir svo miklum inside info. Ég veit hvernig eigandi gallerísins þar sem Charlotte vann okraði á HBO- mönnum í hvert sinn sem þeir fengu að filma innandyra, þar til þeir fengu nóg og skrifuðu galleríið út. Ég veit að tröpp- urnar að íbúð Carrie eru ekki við 73. stræti, þar sem hún er sögð búa, heldur hinum megin í bænum. Ég veit að sonur Aidans var leikinn af syni Söru Jessicu Parker sjálfrar. Og ég hef komið inn í búðina þar sem Charlotte keypti „kan- ínuna“ (fastur liður í túrnum). En. Eins og það var nú ágætt að þvæla í sig kosmópólítan á miðjum sunnudegi og horfa á sæt klipp úr Sex And The City í rútusjónvarpi amerísku, þá fannst mér nú snöggtum notalegra að þokast í gegnum reykvísk úthverfi með Breiðholtssögur í eyrunum og vorrign- inguna á rúðunum. Trúiði því? Sexí rúta Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is S ú var tíð, segir í bókum, að ís- lenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka.“ Á þessum orð- um hefst Íslandsklukkan Hall- dórs Laxness. Fyrsti kaflinn greinir síðan frá því að böðull konungs og fangi hans fara að Þingvöllum til að brjóta með steinsleggju þessa einu sameign þjóðarinnar og flytja í Hólmskip en konungur þurfti allan eir og kopar sem hægt var að fá til að endurreisa Kaupinhafn eftir styrj- öld. Það var reyndar löngu kominn brestur í þessa klukku og þóttust elstu menn muna hljóm hennar skærari en samt „undu gamlir menn enn þessari klukku“. Hvers vegna að þusa um löngu skrifaða skáldsögu í dýrmætu plássi sem á að fjalla um fjölmiðla. Fyrir utan það að margt er sannara í skáldsögum en fjölmiðlum þá er þessi frásögn rifjuð upp vegna nýrra laga um ríkisútvarp. Þessa sameign þjóðarinnar. Þessa klukku þjóðarinnar. Og hvenær slekkur maður á út- varpi og hvenær slekkur maður ekki á útvarpi? Ríkisútvarpið er enginn venjulegur fjölmið- ill. Ríkisútvarpið er ein af grundvallarstofn- unum íslensks samfélags. Fáar ef einhverjar stofnanir hafa haft viðlíka áhrif og þýðingu fyr- ir íslensku þjóðina. Ríkisútvarpið er ekki bara tvær fréttastofur. Það er menningarstofnun sem rekur öfluga menningardeild, eigið leik- hús, einn fjórða úr sinfóníuhljómsveit og svo mætti lengi telja. Það er ekki eins og þetta menningarlega hlutverk skipti einhverju máli ef marka má umræður síðustu missera. Tveir síðustu útvarpsstjórar hafa kveinað mikið yfir bókhaldi. Helsta baráttumál Markúsar Arnar Antonssonar, fyrrverandi útvarpsstjóra, og eitt af baráttumálum Páls Magnússonar hefur verið að létta byrði Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands af Ríkisútvarpinu. Af því má sjá að það er ekki gaman að eiga Sinfóníuhljómsveit. Miðað við kveinið þá hlýtur það eiginlega að vera bölvað vesen. Og auðvitað er það dýrt að eiga Sinfóníuhljómsveit. Það er líka dýrt að reka út- varpsleikhús og það hefur stundum heyrst að það væri ekki þess virði. Svo er það auðvitað líka dýrt að reka tvær sjálfstæðar fréttastofur. Það er bara ein alvöru sinfóníuhljómsveit á Ís- landi, eitt útvarpsleikhús en fimm ágætis fréttadeildir fyrir utan Efstaleitið og sums staðar eru meira að segja vandaðir íslenskir fréttaskýringaþættir í sjónvarpi. Samt hefur maður aldrei heyrt efasemdir um rekstur fréttastofa Ríkisútvarpsins. En kannski er fréttastofa eitthvað sem allir stórir strákar þurfa að eiga. Það hefur vakið athygli margra sem bera taugar til Ríkisútvarpsins sem menning- arstofnunar að það virðist sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri líti á framtíð Ríkisútvarpsins sem sitt einkamál. Þau tala svolítið um nauðsynlegar breytingar og mikið um bókhald. Mér er alveg sama um bókhald. Rík- isútvarpið snýst ekki um bókhald. Það snýst um dagskrá og dagskrárgerð. Spyr einhver að því hvað það kosti að reka Alþingi? Væri kannski hagkvæmt að gera Alþingi að hluta- félagi? Ég veit það ekki. Það er ekki meg- inatriðið hvernig bókhaldi er háttað á Alþingi á meðan farið er eftir reglum. Það skiptir al- menning mestu að lögin sem þar eru samþykkt séu sanngjörn og eðlileg. Mér er alveg sama hvaða bókhaldsforrit verður keypt inn á RÚV hf. Mér þætti hins vegar eðlilegt að þjóðin fengi að vita eitthvað, eitthvað, um hvað menn ætluðu sér með Rík- isútvarpið. Það á að gera það að hagkvæmari rekstrareiningu sem á að nýta fjármuni betur, gæti Páll eða Þorgerður hafa sagt. Það er stór- fínt. En hvaða áherslur verða í dagskránni? Verður meiri fréttavæðing? Verður öðrum raunveruleikasjónvarpsþætti bætt við? Hver er stefnan? Ríkisútvarpið þarf að hafa sérstöðu til að réttlæta tilvist sína. Eins og mál hafa þróast þar síðustu árin er það eina sem hefur sérstöðu í Efstaleiti 1 Rás 1. Hvað á Ríkisútvarpið að vera eftir að ný lög hafa verið samþykkt á Alþingi? Hvernig verður Ríkisútvarpið eftir að öllum starfsmönnum hefur verið sagt upp? Hvernig verður Ríkisútvarpið eftir að búinn hefur verið til nýr fjölmiðill? Það gerist að öllum líkindum eftir örfáa mánuði. Páll og Þorgerður hljóta að vita svörin og þeim ber skylda til að segja þjóðinni frá fyr- irætlunum sínum. Eða eru þau kannski bara á leiðinni upp á Þingvelli með sleggjuna til að út- vega meiri eir, meiri kopar fyrir kónginn í Kaupinhafn? Klukka Íslands Fjölmiðlar Eftir Sigtrygg Magnason sigtryggur@islenska.is ’Og hvenær slekkur maður á útvarpi og hvenær slekkurmaður ekki á útvarpi?‘ I Skiptir menning einhverju máli? Hún virð-ist hafa skipt talsverðu máli áður fyrr, til dæmis í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, það eru 35 ár síðan handritin komu heim og það var mikill, táknrænn, menningarlegur sigur okkar yfir fyrrverandi nýlenduveldi. Á tuttugustu öld skiptu líka skáldsögur og önnur listaverk enn máli fyrir sam- félagið, bækur eins og Bréf til Láru, Alþýðu- bókin, Sjálfstætt fólk, Atómstöðin, Skáldatími og fleiri höfðu pólitíska þýðingu í þeim skiln- ingi að þau höfðu áhrif á pólitískan þankagang og umræðuna. Þessi verk voru tekin til greina. II Milan Kundera segir reyndar í nýju rit-gerðasafni sínu, Tjöldin, sem Friðrik Rafnsson hefur þýtt á íslensku, að það sé löngu liðinn tími að skáldverk eða heim- spekirit séu sett á sama plan og gríðarmiklir pólitískir viðburðir, slíkt hafi varla gerst síðan á nítjándu öldinni: „Erfitt er að gera sér í hug- arlund“ segir Kundera „að fyrir þrjátíu árum hefði einhver skrifað (til dæmis): Frelsun ný- lendnanna, gagnrýni Heideggers og kvik- myndir Fellinis eru táknrænar fyrir megin- strauma okkar tíma. Slíkur hugsunarháttur passar ekki lengur við tíðarandann.“ III En hvað með nútímann? spyr Kundera.Skiptir menningin máli núna? „Hver þyrði að leggja að jöfnu menningar- verk (listaverk, hugsun) og (til dæmis) hrun kommúnismans í Evrópu? Er svo mikilvægt listaverk ekki til lengur? Eða höfum við glatað getunni til að koma auga á það?“ Kundera heldur því fram að slíkar spurn- ingar hafi enga merkingu vegna þess að Evr- ópa nútímans sé ekki lengur til: „Sú Evrópa sem við lifum og hrærumst í núna leitar ekki lengur að sjálfsmynd sinni í spegli heimspeki sinnar og lista.“ IV Er þetta rétt? Já, þetta er líklega rétt.Menning skiptir engu máli lengur. Þetta birtist í stóru og smáu. 11. september 2001 yf- irgnæfir allar tilraunir mannsandans til þess að varpa ljósi á okkar tíma eða komast inn að rótum hans. Og virkjun hálendis Íslands á örugglega eftir að skyggja á allar tilraunir listamanna til þess að lýsa tíðarandanum sem stóð fyrir henni. Í fjölmiðlapistli hér að ofan er bent á það hvernig menningarhlutverk Rík- isútvarpsins virðist hafa orðið algert auka- atriði í nýrri lagasetningu um stofnunina. Og almennt virðist það skipta meira máli nú að byggja sögulega minnisvarða um menningar- starfsemi en að byggja hana sjálfa upp eins og dæmin sanna eða bara yfirleitt taka hana til greina. Nei, menning skiptir engu máli, hún er ekki lengur spegillinn sem við finnum sjálfs- mynd okkar í. En þá standa eftir tvær spurn- ingar hjá Kundera: „Hvar er þann spegil þá að finna? Hvar eigum við að leita að andliti okk- ar?“ Neðanmáls Það er gömul saga að leiðtogar vísa veginn. Efstjórnvöld láta á sér skilja að þrátt fyrir aðopinber stefna segi eitt, sé hið raunverulega viðhorf annað, þá vitum við líka að einhverjir munu skilja skilaboðin og fara að haga sér í samræmi við þau. Ef stjórnvöld láta embættismenn sína skilja að Íslenska friðargæslan megi taka upp tignarmerki og tignarheiti og nota íslenska skjaldarmerkið sem ein- kennismerki hermanns fest í húfu hans, þá munu embættismenninir líka láta það gerast. Ef þögult samkomulag er um að friðargæslan verði sérsveit sem smátt og smátt breytist í raunverulegan her at- vinnumanna, þá munu embættismennirnir haga störf- um sínum í samræmi við það. Ef stjórnvöld vilja að íslenskur her verði til, jafnvel þó að það sé ekki op- inber stefna og aldrei viðurkennt opinberlega, þá verður til íslenskur her. Nú kann vel að vera að enn sé litið svo á að Íslend- ingar séu herlaus þjóð, en það verður æ erfiðara að fella það að staðreyndum. Getur herlaus þjóð sent majóra, kapteina, korporála og ofursta til fjarlægra landa? Kannski eru allir sáttir við íslenska herinn. Það hlýtur að minnsta kosti að vera hughreystandi að nú þurfa menn eins og Leifur ekki að ganga í frönsku útlendingaherdeildina – þeir geta bara skráð sig í ís- lensku friðargæsluna og fengið kikkið af því að ganga í einkennisbúningi, bera vopn, heilsa, marséra og svo framvegis, með miklu þægilegri hætti. Það sem meira er: Þeir geta hlýtt skipunum á móðurmálinu. Jón Ólafsson Kistan www.kistan.is Skipanir á íslensku Morgunblaðið/ÞÖK Er sjálfsmynd Íslendinga á Alþingi? Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.