Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Qupperneq 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. apríl 2006 Á vissan hátt má segja að klass- ísk tónlist sé á sömu hillu og trúin á Guð. Hún er forn og grundvallast á allskonar hefð- um. Rétt eins og smágert íkon er tákn fyrir óendanlegan, andlegan veruleika og sakramenti kirkjunnar, brauð og vín, umbreytist í hold og blóð Krists, þá verður lítil tónahending að einhverju miklu meira í klassískri tónlist. Stærri tónverk eru yfirleitt smíðuð úr ein- földu tónefni sem tón- skáldið hefur meðhöndl- að á ýmsan hátt. Úr verður framvinda þar sem allt mögulegt kem- ur fyrir. Lítil hending í sónötu eftir Mozart, kannski bara einn brotinn hljómur, verður oft að stórfenglegri tónlist. Þessi vinnubrögð, sem almennt talað ein- kenna klassískri tónlist, voru merkilegt nokk ekki áberandi í nýjum íslenskum verkum sem ég heyrði fyrir skemmstu og hef þegar gagn- rýnt hér í blaðinu. Verkin voru ófrumleg; tón- málið var óttalega hefðbundið og lítið um spennandi úrvinnslu. Ein tónsmíðin var fyrst og fremst stemningsmúsík, nánast eins og lýs- ing á myndrænni senu, t.d. í bíómynd án þess að nokkuð annað gerðist. Og í annarri tón- smíðinni átti fátt sér stað nema breytingar á tónstyrk og að áferðin á tónlistinni var mis- munandi þykk. Klámmyndaleikstjórar Svona fábrotin vinnubrögð verða reyndar æ algengari og verður ekki annað séð en að áhrif poppsins séu þarna að verki. Nú er ég fyllilega meðvitaður um að skipting tónlistar í klassík og popp er í hæsta máta einfeldnisleg; til er allskonar tónlist og oft er erfitt að flokka hana. Ég hef t.d. ekki hugmynd um á hvaða bás ég ætti að setja tónlistina eftir Björk. Síðasti geisladiskurinn hennar var með afbrigðum framúrstefnulegur og þótt úrvinnsla hennar á tónhugmyndum sínum sé ekki af klassíska skólanum er hún svo framsækin í að skapa sérstæðan hljóðheim að einstakt hlýtur að teljast. Í venjulegu popplagi af þeirri gerðinni sem er spilað á Bylgjunni gerist hinsvegar ekkert; einföld laglína er endurtekin aftur og aftur og hljómagangurinn er sá sami æ ofan í æ. Aðeins ein stemning er ríkjandi og hún varir venju- lega í örfáar mínútur. Auðvitað er ekkert að þessu; ég hlusta oft á þannig músík sjálfur og hef gaman af. En hún ristir ekki djúpt; megnið af henni byggist á klisjum og endurtekningum. Þannig tónlist heyrist gjarnan í Eurovision keppninni og í poppmyndböndunum er hún oftar en ekki ríkulega skreytt klámfengnum tilburðum. Hefur kveðið svo sterkt að því að klámmynda- leikstjórar hafa meira að segja verið fengnir til að leikstýra slíkum myndböndum. Æskudýrkun og dauðaótti Poppið, rétt eins og klámið,gengur út á æsk- una, líkamann og dýrkunina á því nýja. Sum- arsmellurinn í ár er hallærislegur eftir nokkra mánuði. Tískan í dag ræður; við höfnum hinu gamla, kannski vegna þess hve við óttumst dauðann. Hvar verður lagið eftir Silvíu Nótt eftir ár? Og tækjum við það yfirleitt alvarlega ef Silvía væri miðaldra kona? Við viljum ekki horfast í auga við eigin dauðleika og einblínum stöðugt á hið nýja sem fær okkur til að gleyma honum. Klassísk tónlist einkennist hinsvegar af innri strúktúr, ekki yfirborði. Og oft eru bestu verk klassískrar tónlistar samin á efri árum þess sem á í hlut. Mestu snilldarverk Beet- hovens tilheyra síðasta tímabilinu í lífi hans. Sömu sögu er að segja um flest önnur tón- skáld. Tískan er víðsfjarri; það er innihaldið sem gildir. Handan við hið líkamlega Hingað til hefur stöðnun ekki einkennt form klassískrar tónlist. Eitthvað gerist ávallt í slíkri tónlist. Hún er útópísk og felur í sér von- ina um að tilteknar aðstæður geti orðið að ein- hverju öðru og meira. Eins og fram kom hér að ofan þá verður ein lítil hending oft að stór- fenglegri sinfóníu. Allt annað en kyrrstaða ríkir í þannig sinfóníu. Og ekki bara í sinfóníu. Tökum Goldberg til- brigðin eftir Bach sem dæmi. Þau hefjast á ar- íu, sem þó er ekki sungin eins og vaninn er með aríur, heldur leikin á sembal. Engu að síð- ur er um söng að ræða, hástemmda sönglínu sem í sjálfu sér er afar fábrotin. En svo taka við um þrjátíu tilbrigði sem ekki nokkur leið væri að syngja. Þar sem söngur er hin náttúrulega tónlist- artjáning líkamans má segja að í Goldberg- tilbrigðunum felist umbreyting hins líkamlega (aríunnar) í eitthvað sem er handan líkamans (tilbrigðin). Í hnotskurn er þetta trúin á að við séum meira en hold og blóð. Að við séum meira en útlit, nafn og kennitala. Að yfirborð og innra eðli sé ekki endilega það sama. Er það ekki af- neitun á hugmyndafræði klámsins? Klám í stað ástar Saga okkar hefur í aldanna rás einkennst af trúnni á hæfileika mannsins til að sigrast á umhverfinu, auka möguleika sína, verða meira en hann er í dag. Þessa útópísku hugsun er að finna í vísindum og allri list sem stendur undir nafni. Þar á meðal klassískri tónlist. Að hafna slíkri tónlist, eða öllu heldur hugs- uninni sem einkennir hana, og vilja þess í stað stemningsmúsík þar sem ekkert gerist, er að vilja klám í stað ástar. Hvað er klám annað en það þegar mannslíkaminn er orðinn að hlut þar sem innihaldið skiptir engu máli og allt snýst um yfirborðið? Þjóðfélagið fyrirlítur klám þegar það er kynferðislegs eðlis, en það dýrkar klámið í öðrum myndum. Við viljum bara yfirborðslega músík sem er þægileg áheyrnar. Hún á að vera notalegt eyrna- konfekt sem skapar réttu stemninguna. Líka klassíkin. Tónlist sem krefst athygli er oftar en ekki afgreidd sem óskiljanleg. Hversdagsvæðing tónlistar Í þessu samhengi dettur mér í hug atvik sem átti sér stað í þættinum Laugardagskvöld með Gísla Marteini fyrir um ári síðan, en ég nefndi það upphaflega í grein hér í Lesbókinni undir yfirskriftinni Er ný tónlist leiðinleg? Gísli Marteinn rabbaði þar við Atla Heimi Sveins- son tónskáld og sagði að hann og margt annað Klámvæðing klassískrar Hér er fjallað um stöðu klassískrar tónlistar, hvert eðli hennar er og hvernig svokölluð poppmenning hefur áhrif á hana. Upp- tökuiðnaðurinn spilar þar stórt hlutverk, en hann á ekki síst þátt í því hvernig klassísk tónlist hefur sumpart breyst úr lifandi veru- leika í dauðan hlut. Ljósmynd/Monika Rittershaus Brottnámið úr kvennabúrinu „Þar sem klassíkin er í rauninni það sama og popp í hugum margra, og poppmyndböndin snúast að mestu um bert hold og dill- andi rassa, er stutt í klámvæðingu klassískrar tónlistar.“ Myndin er úr umdeildri uppfærslu á óperu Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu, í Komische Oper í Berlín í júní 2004. Leikstjóri sýningarinnar, Calixto Bieito, kaus að fara þá leið að sviðsetja óperuna í samtímanum en ekki á fyrri hluta 18. aldar. Eftir Jónas Sen sen@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.