Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Page 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. apríl 2006 | 9 geyma ótrúlegt magn upplýsinga um veður og loftslag þá geymir vatn heimsins ómældar leifar af minningum þeirra lífvera sem vatnið hefur runnið í gegnum á hringrás sinni. Þar sem hér er ekki ætlunin að sanna eða afsanna vísindalegar kenningar held- ur að ímynda sér hvaðan myndirnar í ísnum hans RAXA koma þá helgar tilgangurinn meðalið. Ísinn í Jökulsárlóni er talinn vera á bilinu 600–800 ára gamall. Samkvæmt Oddi Sigurðssyni jarðfræðingi eru kristallarnir í þessum gamla ís jafnvel hnefastórir. Aðspurður um hvað jökull- inn geymir segir Oddur: ,,Jöklar vita svo margt.“ Orðalagið er skáldlegt og hlaðið virðingu fyrir þessum öldungum en þetta er líka satt, ísinn geymir ókjör upplýsinga um fortíðina sem engan hefði grunað að nokkru sinni yrði hægt að kalla fram. Þeir sem fóru inn í ísveggina eftir Gjálparhlaupið árið 1997 gátu horft marga metra inn í glæran ísvegginn á vissum stöðum. Ísinn var svo tær að svartar æðar eða mynstur í klakanum héngu eins og vefir eða dulur í lausu lofti. Þegar ísinn brotnar frá jöklinum þá draga óhreinindin í sig sólargeislana og bræða holrúm í ísinn. Þegar hólfin tæmast verður til sérkennilegt gárað yfirborð og þrívíð mynstur og ef viljinn er fyrir hendi má sjá augu og andlit sem hafa legið frosin í 800 ár. Þegar vatnið féll á Vatnajökul fyrir 800 árum fór Guðmundur góði um landið og blessaði vatnið. Segja má að hugmyndir Emo- tos um áhrif hugsunar og orða á vatnið séu ekki svo nýjar af nál- inni. Á 13. öld virðast þetta hafa verið sannindi byggð á aldalangri reynslu: ,,Nú ferr Guðmundr prestr vestr í fjörðu. Ok er hann var í Sauðlauksdal, þá vígði hann vatn þat, er kona bar heim í húfu sinni.“ Guðmundur góði blessaði vatn þar sem sjúkdómar geisuðu eða skepnudauði var mikill og þóttust menn einatt sjá miklar breytingar til hins betra í kjölfarið. Reykvíkingar búa enn að þessu með sína Gvendarbrunna og eflaust myndi ekki saka að skrifa nokkur falleg orð eða texta á vatnsæðarnar sem liggja gegnum borgina. ,,Jöklar vita svo margt,“ segir Oddur Sigurðsson og ef það sem Emoto segir er rétt, að orð, texti og hugsanir hafi áhrif á vatnið og minningar varðveitist og geymist má segja að það sé sjálf Sturlungaöldin sem kelfir fram í Jökulsárlónið um þessar mund- ir. Það spillir ekki upplifuninni af því að fylgjast með jökunum ryðjast fram og brotna. Orð, textar og hugsanir sem voru á sveimi á 13. öld og lágu frosin í 800 ár losna nú úr viðjum sínum. Hvort hugmyndirnar fara aftur á kreik er erfitt að segja. Þarna brotnar ís og bráðnar frá tímum þegar stórhöfðingjar risu til valda og ríkir menn og kaldráðir lögðu undir sig heilu landshlut- ana, útrás og þrá eftir frægð, frama og viðurkenningu endaði með innrás. Það liggur eitthvað í loftinu og jakarnir bráðna sem aldrei fyrr.  Heimildir: Sturlunga Saga – fyrsta bindi Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslend- ingasagnaútgáfan. Reykjavík MCMLIII. bls. 233. The Hidden Messages in Water. Masaru Emoto. Beyond words publishing 2004._ Morgunblaðið/RAX Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.