Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Síða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. apríl 2006 | 11 Síðastliðið haust vakti mikla athygli í bóka-heimum þegar spurðist að bókaforlagiðLittle, Brown & Co. hefði gert útgáfu-samning upp á hátt í fjörutíu milljónir króna við sautján ára stúlku, Kaavya Viswanathan. Samkvæmt samningnum hugðist forlagið gefa út tvær bækur eftir Viswanathan og sú fyrri kom út í byrjun apríl, hét How Opal Mehta Got Kissed, Got Wild, and Got A Life og fékk fínar viðtökur. Höfundurinn ungi, Kaa- vya Viswanathan, sem fædd var í Chennai á Indlandi og fluttist með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna barn að aldri, virtist upp- rennandi stjarna, stundaði nám í enskum fræðum við Harvard háskóla, var bráðhugguleg og kom vel fyrir. Þegar menn tóku að lesa bókina kom þó sitthvað í ljós sem útgefandinn hefði líklega átt að taka eftir, því bókin virðist skrifuð að miklu leyti upp úr tveimur skáldsögum eftir annan höfund, Megan McCafferty, Sloppy Firsts og Second Helpings, sem segja frá söguhetjunni Jessica Darling. Þegar menn svo lögðust yfir bók Viswanathan og bækur McCafferty kom í ljós að á 40 stöðum eru kaflar sem eru sláandi líkir. Ýmist er atburðarás og sam- skipti sögupersóna að segja eins, kaflar orðréttir uppúr bókum McCafferty eða svo gott sem eða setningar orðrétt afrit að því er virðist. Til að byrja með svaraði Viswanathan ásökunum um ritstuld með skætingi, en þegar gagnrýnisradd- irnar urðu háværari játaði hún að vel gæti verið að í bók sinni væri endurómur úr bókum McCafferty – hún hefði gert þetta óvart, ekki vitað að hún væri ekki að skrifa eigin texta, svo djúpstæð áhrif hefðu bækur McCafferty haft á hana. Í framhaldinu lof- aði hún síðan að endurskrifa þá kafla í bókinni sem ekki væru eftir hana og nýrri útgáfu yrði komið á markað svo fljótt sem auðið væri. Eins og vænta mátti jók umtalið áhuga manna á bókinni – á mánudaginn var hún í 178. sæti yfir mest seldu bækur á Amazon, á miðvikudag var hún komin í 26. sæti og í gærmorgun var hún í 26. sæti. Hún kemst þó ekki hærra, því ekki er lengur hægt að kaupa bókina hjá Amazon – Little, Brown & Co. innkallaði bókina. Það eru í sjálfu sér ekki ný tíðindi að bók sé inn- kölluð, en ef marka má skrif blaða vestan hafs hef- ur útgefandi ekki brugðist svo hart við áður, enda búið að dreifa 50.000 eintökum til bókaverslana og prenta 100.000 eintök. Litlar líkur eru og á því að Little, Brown & Co. gefi út fleiri bækur eftir Kaa- vya Viswanathan og henni hefur verið vikið úr Har- vard-háskóla, um stundarsakir að minnsta kosti. Ýmsir hafa orðið til að benda á að víst hafi hinni ungu Viswanathan orðið á og hún verði að gjalda fyrir það en þeir benda einnig á að þetta mál sé ekki síst tengt breytingum á unglingabókamarkaði undanfarin ár. Viswanathan var nefnilega einn við- skiptavina Alloy Entertainment þar sem ritstjórar búa til sögupersónur, setja saman söguþráð og hanna útlit og ráða síðan rithöfund til að skrifa bók- ina. Samskipti Viswanathan við Alloy voru víst ekki svo náin, en ekki eru þó öll kurl komin til grafar hvað það samstarf varðar. Ritstuldur veldur stjörnuhrapi ’Þegar menn svo lögðust yfir bók Viswanathan og bækurMcCafferty kom í ljós að á 40 stöðum eru kaflar sem eru slá- andi líkir.‘ Erindi Eftir Árna Matthíasson arnim.blog.is Nýjasta skáldsaga Philip Roth,Everyman, fjallar um dauðann og hefst í kirkjugarði og endar á skurðarborðinu. Bókin er mun minni um sig en síðasta verk höf- undar, The Plot Against Am- erica, og segir frá auglýsinga- manni á eft- irlaunum sem þarf að ganga í gegnum röð al- varlegra skurðaðgerða – og til að kóróna allt saman fær ein fyrrver- andi eiginkvenna hans hjartaáfall. Önn- ur sögupersóna frem- ur þá sjálfsmorð eftir að hafa misst eiginmann sinn úr krabbameini, og auglýsingamað- urinn hugsar með sjálfum sér, eftir að hafa hringt í fyrrum kollega sem liggur líknarleguna, „ellin er ekki barátta, ellin er blóðbað“. Sjálfur segir Roth bókina hafa fæðst úr hans nánasta umhverfi. „Þessi bók kom úr því sem var allt í kringum mig, nokkru sem ég átti aldrei von á – að vinir mínir myndu deyja,“ hefur New York Times eftir Roth, sem segist hafa sótt fjölda jarðarfara gamalla vina og kunningja fyrir stuttu. „Margar frábærar bækur fjalla um framhjáhald, en mjög fáar fjalla um sjúkdóma. Þannig að mér datt í hug að gera ævisögu þessa manns að sjúkrasögu hans – að gera sjúkrasöguna að frásögninni – og sjá hvað gerðist.“    Ljósmyndabók um hin marg-víslegu og ólíku hverfi Kaup- mannahafnar fær mjög svo jákvæða dóma hjá dönsku blöðunum Berl- ingske Tidende og Information. Bókin nefnist København Con Amore og er verk þeirra Jokum Rohde og Søren Ulrik Thomsen. Segir Inform- ation m.a. að bók- in nái vel að sýna þann fjölbreyti- leika og sjarma sem borgin búi yfir, auk þess sem höfundarnir hitti naglann á höfuðið í lýsingum sínum á þeim sérkennum sem þurfi til að gefa borg eða bæ sérstöðu.    Misha Vainberg, hinn feitlagniog dapurlyndi sögumaður nýjustu skáldsögu Gary Shteyngart, Absurdistan, líkir sjálfum sér við nokkrar helstu hetjur rússneskra bókmennta – en líkist hins vegar meira karakterum á borð við Birting eða Don Kíkóta. Misha er sonur 1.238. ríkasta manns í Rússlandi og sem slíkur er hann sendur til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum þar sem hann sest að og drekkur í sig bandaríska menningu. Líf hans breytist hins vegar skyndilega er eftir heimsókn til fjölskyldunnar í Rússlandi hann reynist ófær um að fá vegabréfsáritun á ný. Faðir hans myrti bandarískan ferðamann og þarlend stjórnvöld hafa lítinn hug á því að hleypa syni morðingja aftur inn í landið. Misha þarf því að horf- ast í augu við þær breytingar, góðar sem slæmar, sem orðið hafa á heimalandi hans frá lokum kalda stríðsins, í bók sem tekur á mál- efnum á borð við alþjóðavæðingu, mótun lýðræðis og erlendar borg- arastyrjaldir.    Medúsuflekinn, eitt af meist-araverkum franska lista- mannsins Géricault, er útgangs- punktur Arabella Edge í skáldsögu hennar The Raft. Bókin fær góða dóma hjá Daily Telegraph sem segir textann ríkulegan, spennnandi og einkennast af góðu flæði. En myndin og bókin segja frá skipreika undan Afríkuströndum þar sem stór hluti farþega, þeir sem minna máttu sín, voru látnir mæta örlögum sínum á fleka sem þeir klömbruðu sjálfir saman á meðan fyrirmennin flúðu á björgunarbátum. Erlendar bækur Philip Roth Søren Ulrik Thomsen W elcome to my wormy hell. Með þessum orðum hefst nýjasta ljóðabók Charles Bukowski. Já, það eru enn að koma út ljóðabækur eftir Bukowski þótt liðin séu tólf ár síðan hann lést. Skáldið skildi eftir svo mikið af óútgefnu efni að það hefur nægt í að minnsta kosti sjö ljóða- bækur sem komið hafa út síðustu sjö ár en sú nýj- asta heitir Come on in! eftir ljóðinu sem vitnað var í hér í upphafi greinar: velkominn í mitt maðkaða helvíti, komdu inn, það er nóg pláss hér handa okkur öllum, aulinn þinn. Það er ekki fjarri lagi að líkja ljóðheimi Bukowskis við maðkað helvíti: fyllirí, kvennafar, veðmál, vonleysi, tilgangsleysi, meira fyllirí, meira kvennafar, meiri veðmál, slagsmál, öskur, örvænt- ing, niðurlæging, enn meira fyllirí og enn meira kvennafar og enn meiri veðmál. Og allt er þetta byggt á reynslu höfundarins sem lifði sukksömu lífi í Kaliforníu eftir að hafa flust þangað tveggja ára frá Þýskalandi með foreldrum sínum, þýskri móður og amerískum föður sem beitti hann andlegu og lík- amlegu ofbeldi alla æskuna. Sem unglingur þjáðist hann líka af heiftarlegum graftarkýlum í andliti, sem settu mark á það til æviloka, og fyrir vikið varð hann utangarðs; í sjálfsævisögu sinni, Ham on Rye, segir hann að einungis fátæklingar, aumingjar og fífl hafi viljað vera vinir hans á þessum árum en hann átti síðan eftir að verða helsti málsvari þessa fólks í skáldskap sínum, fólks sem, líkt og hann sjálfur, þurfti alltaf að berjast af öllum lífs og sálar kröftum til þess að klúðra ekki lífinu, eins og segir í ljóðinu my song í Come on in! Með skrattann á hælunum Bukowski byrjaði snemma að skrifa, birti fyrstu smásöguna 24 ára og næstu árin hélt hann áfram að skrifa fyrir bókmenntatímarit og blöð vestan hafs en árangurinn lét á sér standa. Um þessi ár skrifa í skúmaskotum kráa og klámbúlla fjallaði Bukowski í ljóðum sínum og sögum. Nýlega gerði norski kvikmyndaleikstjórinn Bent Hamer kvik- mynd byggða á skáldsögu Bukowskis, Faktotum, þar sem alter ego hans, Hank Chinaski, hrekst úr einu skítadjobbinu í annað meðan hann reynir að finna hinn sanna tón. Bukowski var uppvaskari, vörubílstjóri, hlaðmaður, bréfberi, vaktmaður, bensínafgreiðslumaður, lagermaður, pakk- húsmaður, bílastæðavörður, sjúkraliði hjá Rauða krossinum, lyftuvörður svo fátt eitt sé talið og oft- ast var hann rekinn úr starfi en í ellefu ár samfleytt hélst hann í starfi hjá póstinum í Los Angeles eða þar til árið 1969 að hann ákvað að snúa sér alfarið að skrifum: „Ég hef tvo kosti, að vera áfram í póst- inum og verða brjálaður eða hætta og þykjast vera rithöfundur og svelta.“ Stuttu síðar lauk hann við sína fyrstu skáldsögu, Post Office. Honum tókst að hafa í sig og á með skáld- skapnum en hélt samt áfram að lifa lífinu eins og skrattinn væri á hælum hans. Þegar yfir lauk hafði hann gefið út meira en sextíu bækur, ljóð, smásög- ur og skáldsögur. Hann hefur verið þýddur á allar evrópskar tungur enda notið mikilla vinsælda þar, jafnvel meiri en í Bandaríkjunum. Og þó að skáld- skapur hans hafi ekki átt greiða leið inn í bók- menntastofnunina vestan hafs þá er hann tvímæla- laust einn áhrifamesti og stældasti höfundur Bandaríkjanna. Ekki Beatskáld Lengi var Bukowski talinn meðal svokallaðra Beat- skálda en hann svarar því með sínum hætti í ljóðinu the „beats“ í Come on in! þar sem hann segir að sumir séu enn að reyna að tengja hann við Beat- skáldin en hann hafi verið næstum því óútgefinn á sjötta áratugnum og þá þegar hafi hann vantreyst mjög hégómagirnd Beatnikkanna og athyglisþrá. Og þegar hann hafi hitt nokkur þessara skálda seinna á lífsleiðinni hafi hann áttað sig á því að til- finningar hans til þeirra höfðu ekkert breyst. Sum- ir vina hans sættu sig við það en öðrum fannst að hann ætti að skipta um skoðun en skoðun hans er enn sú sama: skrif eru í höndum einnar manneskju í einu á einum stað í einu og flokkadrættir hafi ekk- ert með neitt að gera. Hann segir hvern og einn þessara skálda hafa geta orðið ágætan rukkara eða bílasala og þeir gætu enn reynt að vinna heiðarlega fyrir sér í stað þess að halda áfram þessu kjaftæði um tískustrauma og vegi örlaganna. En þessir braskarar sem sýsli með stolin orð séu hins vegar enn að kalla eftir umbun úr raunalegum ræðustól- um háskólanna og í ljóðasamkvæmum, enn að rausa um sama ruglið. Bukowski og Capote Í Come on in! eru nokkur ljóð um yrkingarnar og viðtökur þeirra sem Bukowski virðist þrátt fyrir allt hafa verið nokkuð upptekinn af. Hann fárast mikið yfir gagnrýnendum sem viti ekkert hvað þeir vilji, sumir kvarti yfir því að hann skrifi bara um fyllirí og kvennafar en aðrir sakni ljóða hans um sama efni en aðal- atriðið sé þó alltaf að það sé ekkert mark á þeim takandi vegna þess að þeir hafi engin afrek unnið sjálfir. Mesta furðu hans vek- ur þó hvað sumum veitist auðvelt að klifra upp metorða- stigann í bókmennta- heiminum þrátt fyrir litla hæfileika á meðan aðrir komast hvorki lönd né strönd þrátt fyrir miklar gáfur. Ljóðið not- hing but a scarf í Come on in! er frábærlega fyndin en jafnframt ósvífin útmálun á framgangi Trumans Capotes í bandarísku bókmenntalífi en hann var fjórum árum yngri en Bukowski. Capote er aldrei nefndur á nafn í ljóðinu en hann þekkist, þó ekki væri nema á treflinum. Bukowski segir að þegar hann hafi ungur verið að reyna að skrifa smásögur og sent þær til birtingar í eina bókmenntatímarit- inu sem eitthvert vit var í en alltaf fengið höfnun hafi annar ungur höfundur fengið birtar sögur í því en Bukowski taldi sig vera betri: „Verk hans voru einföld og greindarleg en skorti allan lífsháska,“ segir í ljóðinu. Það hafi hins vegar ekki liðið á löngu þar til þessi höfundur hafi verið orðinn frægur og þá hafi hann fengið birt eftir sig í þekktustu tíma- ritunum, gefið út skáldsögu (Breakfast at Tiff- any’s) sem hafi verið kvikmynduð í Hollywood, hann hafi farið í öll partíin með þotuliðinu í kvik- myndaborginni og síðar í New York, hann hafi síð- an allt í einu hætt að skrifa og bara drukkið og dóp- að þangað til hann dó og gleymdist mjög fljótlega, að vísu hafi komið út dagbók eða skáldsaga sem hann hafði skilið eftir sig (Answered Prayers) en hún hafi innihaldið miklar opinberanir um fína fólk- ið sem hann drakk og dópaði með en, segir Bukowski: „samt sem áður tel ég að hann hafi í raun aldrei vitað hvernig á/að skrifa, bara hvað og/ hvenær og um/hvern.//magurt, þunnt/ dót.“ Eftir að hafa lesið eina af smásögum Capotes fyrir margt löngu segist Bukowski hafa sagt við sjálfan sig að ef þetta væri það sem útgefendurnir vildu þá gæti hann allt eins skrifað fyrir rotturnar og köngulærn- ar og loftið og fyrir sjálfan sig „sem var auðvitað það sem ég gerði“ bætir hann við. Það er merkilegt að Bukowski minnist hvergi á In Cold Blood í þessu ljóði sem er frægasta og áhrifamesta verk Capotes og það verk sem heldur enn minningu hans á lofti, miklu frekar en Break- fast at Tiffany’s. Ný kvikmynd um Capote fjallaði um In Cold Blood en ritun hennar fékk svo á höf- undinn að hann gaf aldrei út bók aftur. Skortur á ljóðrænu handbragði Það hlýtur nú að fara að þynnast í handritasafni Bukowskis. Þessi bók ber þess þó ekki mikil merki að það sé verið að gefa út sjöundu bókina af óút- gefnu efni úr safni skáldsins. Ef eitthvað eru ljóðin í Come on in! jafnvel enn frásagnarkenndari og lausari við póetík en eldri ljóðin. Þeir sem hafa kvartað yfir skorti á ljóðrænu handbragði hjá Bukowski eiga því sennilega ekki eftir að finna mikið við sitt hæfi í þessari bók en hinir sem kunnu að meta hið „óljóðlega“ í Bukowski ættu ekki að láta þessa bók fara fram hjá sér. Maðkað helvíti Come on in! nefnist nýjasta ljóðabók Charles Bukowski en hún inniheldur ljóð úr handritum sem skáldið skildi eftir sig þegar hann lést árið 1994. Bókin ætti ekki að valda aðdáendum Bukowskis vonbrigðum. Come on in! Þessi bók ber þess ekki mikil merki að það sé verið að gefa út sjöundu bókina af óútgefnu efni úr safni skáldsins. Charles Bukowski Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.