Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Side 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. apríl 2006 Brendan Fraser leikur aðal-hlutverkið væntanlegri mynd eftir bók Jules Verne, Leyndar- dómar Snæfellsjökuls (Journey to the Center of the Earth). Myndin ber nafnið Journey 3-D og er það vegna þess að hún er fyrsta myndin sem er sértaklega tekin upp sem stafræn þrívíddarmynd. Eins og íslenski titilinn gefur til kynna kemur Ísland við sögu en ekki er víst að tökur verði hér því mikið verður stólað á brell- ur og tækni hvað landslag varðar, að því er segir á Variety.- com. Leikstjóri verður Eric Brevig og búist er við því að myndin verði frumsýnd á næsta ári. Journey 3-D verður nútímaútgáfa þessarar sígildu sögu en fylgst er með táningnum Alex Lindenbock og föður hans sem er jarðfræðingur en Fraser verður í hlutverki vísinda- mannsins. Þetta verður fyrsta myndin sem Brevig leikstýrir. Áður hefur hann starfað mikið við brellur í kvikmynd- um. Hann var verðlaunaður fyrir vinnu sína í Total Recall og hefur líka haft yfirumsjón með brellum í The Village, The Island og Peter Pan.    Framleiðendur leikinnar heimild-armyndar um söngvara INXS, Michael Hutchence, eru þessa dag- ana að reyna að sannfæra leikarann Johnny Depp um að hann sé rétti maðurinn í hlutverkið. Kvikmyndin verður unnin hratt og hún verður kvik- mynduð að mestu í Ástralíu, heima- landi Hutchence. Auk Depps, hyggjast fram- leiðendurnir fá leikarana Eric Bana, Siennu Miller, Naomi Watts og Rachel Griffiths til þess að leika í kvikmyndinni. Vinnuheiti myndarinnar er Slide Away sem vísar til lags sem Hutc- hence söng með Bono, söngvara U2, en þetta kemur fram á vefnum Mov- ieHole.net Leikstjóri myndarinnar er Nick Egan sem leikstýrði mörgum vin- sælustu myndböndum INXS. Hann hefur unnið með Rhett, bróður Hutchence, að kvikmyndinni.    Pakistanar flykktust í bíó í vik-unni til að horfa á indversku kvikmyndina Taj Mahal eftir að for- seti landsins, Pervez Musharraf, heimilaði sýningu á henni, þrátt fyr- ir bann sem sett var fyrir 41 ári við sýningum á indverskum kvikmynd- um í landinu. Bollywood-stjörnur og framleiðendur mættu til sýning- arinnar í Lahore, þar sem er vísir að pakistönskum kvikmyndaiðnaði. Aðalleikkonan í myndinni, Sonia Jehan, er barnabarn frægrar pakist- anskrar leik- og söngkonu, Noor Jehan, og henni fannst það draumi líkast að vera komin til Pakistans til að sjá myndina, sem var tekin á Ind- landi og frumsýnd þar í fyrra. „Ég er afar hreykin á þessari stundu. Ég er Pakistani og kem hingað frá Ind- landi með kærleiksboðskap,“ sagði Jehan við fréttamenn áður en sýn- ing myndarinnar hófst. Pakistönsk stjórnvöld bönnuðu indverskar myndir skömmu áður en ríkin hófu annað stríð sitt árið 1965. En menningarmálaráðherra Pakist- ans, Ghazi Gulab Jamal, sagði Mus- harraf hafa leyft sýningar á Taj Mahal til marks um sáttarvilja. Erlendar kvikmyndir Brendan Fraser ásamt konu sinni Afton. Johnny Depp S amfélag okkar er ofurselt endalaus- um svokölluðum „markaðslausn- um“. Þetta er tískuorð sem þýðir einfaldlega að sölumennska í alls kyns formi verður æ óprúttnari og leitar ávallt eftir smugum til að fara í kringum gildandi lög og reglur. Glöggt dæmi eru bjórauglýsingar í íslenskum fjöl- miðlum þrátt fyrir skýlaust bann við áfengis- auglýsingum. Heimilið er nú orðið aðalvett- vangur markaðsfólks í gegnum sterkasta miðil samtímans, sjónvarpið. Athyglisverður dómur féll nýverið í hæstarétti Svíþjóðar þar sem skorið var úr um að óheimilt væri að rjúfa útsendingu kvikmynda í sjónvarpi með auglýsingahléum. Var dæmt á þeim forsendum að hér væri brotið á sæmdar- rétti kvikmyndahöfundar, að kvikmynd væri heildstætt listaverk sem ekki mætti slíta í sund- ur með auglýsingum eða annars konar kynning- arinnskotum. Þetta er tímamótadómur sem ef- laust á eftir að hafa fordæmisgildi, ekki einungis í Svíþjóð heldur í nágrannalöndum þar sem rétt- arfar og lagaumhverfi er svipað; Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður lét einmitt hafa eftir sér aðspurður í kjölfar þessa dóms að eflaust yrði litið til hans þegar og ef sambærileg mál kæmu til kasta dómstóla hérlendis. Í máli þessu var gerður skýr greinarmunur á kvikmynd sem heildstæðu listaverki sem upp- haflega er samin til flutnings í kvikmyndahúsi; sannarlega annar miðill en sjónvarp þar sem tengsl áhorfandans eru mun sterkari og sjálf- viljugri en gagnvart sjónvarpi. Mér dettur reyndar í hug að spyrja hvort íslenskum kvikmyndahúsaeigendum sé lengur stætt á því að hafa þessi fáránlegu hlé á kvikmyndasýn- ingum í ljósi þessa. Sjónvarpið hefur hinsvegar ekki rétt til að meðhöndla heildstætt listaverk að geðþótta, heldur verður að sýna verkið eins og höfundur- inn skilaði því og rjúfa hvorki tengsl áhorfand- ans við efni verksins né notfæra sér athygli hans með því að slíta verkið í sundur með alls óskyld- um skilaboðum. Um efni framleitt fyrir sjón- varp, þætti og myndir, gegnir öðru máli, þar eru það forsendur miðilsins sem ráða meðhöndlun- inni og má greinilega sjá hvernig amerískir spennuþættir, sápur og vinsælir spjallþættir eru bókstaflega settir saman með tilliti til auglýs- ingainnskota sem verða æ tíðari eftir því sem líður á þáttinn. Gert er ráð fyrir að áhorfandinn sé þá tregari til að hætta horfa úr því hann hangir enn á þættinum þrátt fyrir endalaus inn- skotin. Ég segi endalaus því forsmekkinn af tíðni innskota í amerísku sjónvarpi má sjá í mörgum þáttum sem sýndir eru á „íslensku“ einkastöðvunum. Þar er gert ráð fyrir mun fleiri hléum en íslenskir auglýsendur hafa áhuga á að fylla því tvö af hverjum þremur hléum eru aug- lýsingalaus. Ennþá. Sæmdarréttur kvikmyndahöfunda ’Sjónvarpið hefur hinsvegar ekki rétt til að meðhöndlaheildstætt listaverk að geðþótta, heldur verður að sýna verk- ið eins og höfundurinn skilaði því og rjúfa hvorki tengsl áhorfandans við efni verksins né notfæra sér athygli hans með því að slíta verkið í sundur með alls óskyldum skila- boðum.‘Sjónarhorn Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is M yndin Izzat er ofbeldismynd þar sem inn- blástur er sótt- ur til banda- rískra mafíu- mynda en umfjöllunarefnið hefur þó mikla skírskotun til daglegs lífs í Ósló. Myndin fjallar um æskuvinina Wasim, Riaz og Munawar sem allir eru synir pakistanskra innflytj- enda í Ósló. Wasim er aðal- persónan sem Emil Marwa túlkar en hann þekkja einhverjir úr myndinni East is East. Vinirnir þrír fá þá viðurkenningu sem þeir óska eftir innan harðsvíraða geng- isins East Side Crew, sem á sér fyrirmynd í norskum raunveru- leika á níunda áratugnum. Það var samt nokkuð áfall fyrir norska áhorfendur að sjá skotbar- daga, gengjamenningu, eiturlyfja- smygl og daglegt líf undirheima Óslóar varpað á hvíta tjaldið og margir spurðu hvort þarna væri komin raunsönn lýsing á Pakistanagengjum 9. og 10. áratugarins þar sem heróínsmygl og of- beldi voru hversdagsleiki. Afþreying til umhugsunar „Þetta er ekki heimildarmynd,“ segir leikstjór- inn Ulrik Imtiaz Rolfsen, sem sjálfur er hálf- pakistanskur og hálfnorskur, en hann var stadd- ur á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þar sem myndin tók þátt í aðalkeppninni sem framlag Noregs. Myndin er einnig sýnd á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín. Izzat er fyrsta kvikmynd Ulriks í fullri lengd og hann skrifaði handritið í sam- starfi við Leon Bashir. „Mig langaði að gera góða afþreyingarmynd, mynd eins og mig sjálf- an langaði að sjá. Hugmyndin var líka að vekja til umhugsunar án þess að vera með siðaboð- skap, til dæmis um tómarúmið sem getur skap- ast á milli heimila og skóla og haft alvarlegar af- leiðingar. Ég vildi líka lýsa því hvernig pakistanskir strákar fengu viðurkenningu í gengjunum en hvergi annars staðar.“ Pakistanagengin voru hörð á 9. og 10. ára- tugnum og Ulrik segir að sannleikurinn hafi ekki komið í ljós fyrr en mun seinna og komið mörgum að óvörum. Myndin er vissulega of- beldismynd en Ulrik leggur áherslu á að þeir sem fyrir ofbeldinu verða, rísa ekki strax á fæt- ur og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. „Ég þoli ekki ofbeldi sjálfur en vildi sýna þetta í réttu ljósi.“ Hann lagðist í þó nokkrar rann- sóknir í aðdraganda kvikmyndagerðarinnar, m.a. á eiturlyfjasmygli, til þess að lýsingarnar yrðu raunverulegar. Myndin er athyglisverð fyrir Íslendinga, einn- ig fyrir þær sakir að leikstjórinn tengist Íslandi í gegnum eiginkonu sína Helgu Júlíönu Vil- helmsdóttur arkitekt, sem hefur verið búsett í Noregi í sextán ár. Dætur þeirra tvær, Saga og Yrsa, fara með smáhlutverk í myndinni, einnig Vera, eldri dóttir Helgu. Elsti sonur hennar, Númi, vann sem aðstoðarmaður á tökutímanum. Menningarheimar mætast Izzat þýðir heiður en heiður er einmitt lykil- atriði í menningu múslima. Myndin lýsir m.a. muninum á tveimur menningarheimum sem mætast og þar byggir Ulrik m.a. á eigin reynslu. „Ég man sjálfur eftir því þegar ég var úti með pabba og það tók heila eilífð að ganga niður götuna því hann þekkti alla.“ Þessu er ein- mitt lýst skemmtilega í upphafsatriði myndar- innar. „Krakkar með rætur í menningu múslima geta átt erfitt með að lifa af í vestrænni menn- ingu. Af hverju enda sumir í glæpagengjum en aðrir samlagast?“ Þetta er umfjöllunarefnið í Izzat. Ulrik vonast til þess að myndin fái dreifingu í kvikmyndahúsum en segir erfitt að koma norsk- um myndum í slíka dreifingu t.d. í Svíþjóð og Danmörku. Áður hefur hann gert tónlistar- myndbönd og stuttmyndir og er aðstoðarleik- stjóri norsku myndarinnar Import/Eksport sem frumsýnd var á síðasta ári. Næsta verkefni hans verður spennumynd sem verður tekin upp í Bergen. Hann segist elska Ísland og vill gjarn- an prófa að búa og vinna á Íslandi. Myndin hefur fengið góðar viðtökur og þess má geta að hún vann nýverðið sérstök áhorf- endaverðlaun á kvikmyndahátíð í Noregi. Hægt er að lesa um myndina á vef hennar www.izzat- film.no. Izzat með Íslandstengingu Norska kvikmyndin Izzat sem frumsýnd var í Noregi síðasta haust vakti mikla athygli þar í landi en myndin lýsir lífi þriggja pakistanskra stráka í Ósló á 9. og 10. áratugnum. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Gengjalíf Oslóar Það var áfall fyrir norska áhorfendur að sjá skotbardaga, gengjamenningu, eiturlyfjasmygl og daglegt líf undirheima Óslóar varpað á hvíta tjaldið. Kvikmyndin Izzat hefur þó hlotið góðar viðtökur í Noregi og víðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.