Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. apríl 2006 | 13
Væntanlegar eru tvær hljóm-plötur frá leiðtoga hinnar
goðsagnakenndu hljómsveitar
Television, Tom Verlaine. Í viðtali
við Rolling Stone tónlistartímaritið
gantast Verlaine með það að ald-
urinn sé að fær-
ast yfir hann og
að í dag þurfi
hann að lækka
tóntegundir lag-
anna svo að þær
falli betur að
rödd hans sem
virðist dýpka
með hækkandi
aldri. Verlaine
segist alltaf vera
að semja nýja tónlist og að fjöld-
inn allur af lögum hafi safnast
saman frá því að síðasta plata
hans Warm and Cool kom út árið
1992 og af þeim sökum hafi hann
ákveðið að senda frá sér tvær plöt-
ur í einu, Songs and Other Things
sem kvað vera rokkuð og í ætt við
tónlist Television og Around sem
er algjörlega ósungin. Around var
tekin upp á tveimur dögum en
heldur meiri tími fór
Songs and Other
Things þar sem hann
fékk til liðs við sig
gamla Television bassaleikarann
Fred Smith og trommarinn Jay
Dee Daugherty sem leikur með
kollega Verlaine og góðri vinkonu,
Patti Smith.
Ný plata er væntanleg frábreska tilfinningatríóinu
Keane í lok júní. Undirbúningur
að plötunni sem kallast Under the
Iron Sea hófst árið 2004 þegar
sveitin var á tónleikaferðalagi til
að fylgja eftir frumburði hennar
Hopes and Fears. Aðallagahöf-
undur sveitarinnar, hljómborðs-
leikarinn Tim Rice-Oxley, segir að
hann hafi neyðst til að breyta út
frá venjum sínum við lagasmíð-
arnar.
„Mér þykir þægilegast að semja
lögin mín á píanó, í afskekktu litlu
húsi með flösku af góðu víni mér
við hlið. En þegar maður er á tón-
leikaferðalagi er þess ekki kostur.
Ég varð því að laga mig að því að
semja lögin aftast í hljómsveit-
arrútunni. Það var erfitt en hafðist
að lokum. Hinir strákarnir skynj-
uðu að ég var undir miklum þrýst-
ingi og gerðu sitt ýtrasta til að
létta undir með mér.“
Á þessum stundum segir Rice-
Oxley að hann hafi færst nær póli-
tískum hugðarefnum sínum. Á
nýju smáskífunni, sem þegar er
farin að heyrast á útvarpsstöðvum,
er umfjöllunarefnið til dæmis sótt
til þátttöku Breta í Íraksstríðinu.
Coachella-hátíðin fer fram umþessa helgi í Kaliforníu í
Bandaríkjunum. Fjölmargir af vin-
sælustu tónlist-
armönnum
heims koma
fram á hátíðinni
og má þar nefna
Tool, Depeche
Mode, Madonnu,
Franz Ferdin-
and, Massive At-
tack, Yeah,
Yeah, Yeahs og
James Blunt. Nú
rétt fyrir helgi tilkynntu for-
ráðamenn hátíðarinnar að rapp-
arinn Kanye West myndi troða
upp á aðalsviðinu í kvöld á eftir
rapparanum Common sem kemur
frá Chicago eins og West.
Þar sem engin hljómsveit hefur
verið bókuð fyrir aðalsviðið á með-
an að tónleikar Madonnu fara
fram var gert ráð fyrir því að enn
fleiri tónlistarmenn myndu bætast
við.
Erlend
tónlist
Tom Verlaine
Keane
Kanye West
H
aft er eftir Tom Waits á árunum
þegar hann var að gefa út fyrstu
plöturnar sínar að fólk sem ekki
getur tekist á við dóp snúi sér
að veruleikanum. Sjálfur var
hann ekki í miklum tengslum
við veruleikann, hann drakk og dópaði en ekki
endilega vegna þess að hann gat ekki annað held-
ur vegna þess að hann var að reyna að lifa þá
ímynd sem hann hafði sjálfur skapað sér. Hann
flakkaði um Bandaríkin og spilaði á krám og tón-
listarklúbbum, vakti allar nætur en svaf á daginn
– stundum svaf hann reynd-
ar í skurðum við þjóðveginn
ef honum tókst ekki að
húkka sér far. Þegar hann
var í Los Angeles bjó hann
á Tropicana Motor Hotel sem hafði einu sinni ver-
ið í uppáhaldi hjá Jimi Hendrix og Janis Joplin –
og þar hafði Andy Warhol tekið upp hluta af
mynd sinni Trash – en hýsti nú aðallega mellur og
melludólga, nektardansmeyjar og atvinnulausa
leikara og innflytjendur frá Mexíkó. Um þetta líf
syngur Waits á annarri plötu sinni, The Heart of
Saturday Night, sem kom út árið eftir að hann
sendi frá sér Closing Time eða 1974.
Sennilega hefur The Heart of Saturday Night
átt talsverðan þátt í því að skapa ímynd Waits
sem vonlausrar, vískýþambandi barrottu ásamt
auðvitað lifanaðarháttunum en þarna á milli virð-
ist hafa verið sterkt samband á þessum fyrstu ár-
um ferilsins. Líklega er þekktasta lag plötunnar
titilsöngurinn þar sem lýst er leitinni að hjarta
laugardagskvöldins sem á endanum er hnotið um:
„Stumblin onto the heart of Saturday night.“ Lag-
ið er tregafullt og kannski miklu frekar örvænt-
ingarsöngur en óður til barlífsins. Lagið sem
fylgir í kjölfarið er blús um sama ástand,
Fumblin’ With the Blues, þar sem segir að það sé
erfitt að vinna þegar maður tapar alltaf, vegurinn
skiptist í tvo botnlanga og maður verði að velja
annan þeirra. Lokalag plötunnar lýsir svo draug-
unum sem enn eru á sveimi þegar búið er að loka
öllum búllunum, The Ghosts of Saturday Night
(After Hours at Napoleone’s Pizza House). En
uppistaðan í plötunni er þó lög sem svipar mjög til
þess tóns sem sleginn var á Closing Time,
melódískur, rómantískur, kannski svolítið naprari
en á köflum líka svingaðri og sungin með þessari
rödd sem er þroskaðri og virðist raunar hafa lifað
meira en árin 25 benda til. Meðal annarra laga
sem lifa af þessari frábæru plötu eru San Diego
Serenade, Shiver me Timbers, Diamonds on my
Windshield og Depot Depot en þar má segja að
lykilsetningu að ferli Waits sé að finna: „He
offered me a key/’Cause opportunity don’t knock“
– maður þarf lykil vegna þess að tækifærin banka
ekki uppá.
The Heart of Saturday Night hlaut góða dóma
og hún seldist betur en fyrsta platan en hún fékk
ekki mikla spilun í útvarpi. Og platan sem fylgdi í
kjölfarið, Nighthawks at the Diner, sem kom út
1975 var síðan fyrstu mistök Waits, að mati gagn-
rýnenda. Hún var tvöföld og tekin upp á tónleik-
um í Los Angeles þar sem Waits lætur móðan
mása á milli laga, einum of mikið að mati hinna
dómhörðu. Platan sem miðill hefur reyndar aldrei
þolað mikið snakk, alveg sama hver á í hlut, en
lögin voru góð og, eins og sögurnar sem Waits
segir á milli þeirra, til þess gerðar að styðja við
ímynd hans sem upp úr þessu fór að verða honum
þung í skauti. Hann varð að gera breytingar, opna
nýjar gáttir.
Tækifærin banka ekki uppá
Poppklassík
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
G
rúi tónlistarmanna vestan hafs er
með Pete Seeger í blóðinu, ef svo
má segja, því ef þeir þekkja banda-
rískan tónlistararf á annað borð þá
þekkja þeir Pete Seeger – hann
bjargaði frá gleymsku hundruðum
laga og ekki síður fjölskrúðugri söngvahefð sem
hann nam af sér eldri mönnum á fjórða og fimmta
áratugnum. Seeger komst í tæri við söngvaarfinn
þegar hann fór um suðurríki Bandaríkjanna með
Alan Lomax í lok fjórða áratugarins og þar með
voru örlög hans ráðin, allt frá þeim tíma hefur
hann verið óþreytandi að kynna tónlistina fyrir
nýjum kynslóðum, nú orð-
inn 87 ára gamall en enn að.
Springsteen ólst upp við
Seeger eins og svo margir
aðrir og tók því fagnandi þegar hann var beðinn
um að taka upp lög fyrir plötu sem gerð var Seeger
til heiðurs fyrir áratug. Platan, Where Have All
the Flowers Gone, kom út 1997 og á henni var eitt
lag með Springsteen og hljómsveit hans, We Shall
Overcome, en alls tók hann upp fjögur lög.
Spilagleði og fjör
Síðasta plata Springsteen var Devils & Dust, óraf-
mögnuð og lágstemmd plata, og í kjölfar hennar
hugðist hann setja saman safnplötu með fáheyrð-
um útgáfum gömlum. Ekkert varð úr því en þegar
Springsteen var að fara yfir gamlar upptökur í leit
að lögum á safnið fyrirhugaða stóð hann sig að því
að hlusta í sífellu á upptökurnar sem gerðar voru
Seeger til heiðurs enda fannst honum felast í þeim
spilagleði og fjör eins og hann lýsir því – greinilegt
að menn hafi verið að skemmta sér við upptök-
urnar.
Á endanum ákvað Springsteen að kalla saman
sömu menn og unnu með honum að lögunum fjór-
um á sínum tíma, fékk þá heim til sín og þar var
platan tekin upp á mettíma, alls tóku upptökur tvo
daga. Ekkert var æft fyrir plötuna, menn kunnu
einfaldlega lögin og útsetningar voru unnar jafn-
óðum eða svo gott sem – hér og þar má heyra
Springsteen gefa fyrirmæli um tóntegund í lög-
unum.
Pólitík og ekki pólitík
Pete Seeger var og er sannfærður sósíalisti, félagi
kommúnistaflokks Bandaríkjanna um tíma og
lengi á svörtum lista hjá stjórnvöldum. Tilgangur
hans með því að rifja upp og halda lifandi mót-
mælasöngvum fyrri tíma var ekki síst pólitískur og
þau lög sem hann samdi sjálfur voru alla jafna póli-
tískar yfirlýsingar með undirleik.
Þó Springsteen hafi aldrei gengið eins langt og
Seeger í að viðra pólitíska sannfæringu sína hafa
menn greint hjá honum tilhneigingu til vinstri þó
kannski sé rétt að kalla hann hægrisinnaðan demó-
krata frekar en hreinan vinstrimann. Sum laga
Springsteens hafa verið í anda vinstrisinnaðra
mótmælasöngva, til að mynda American Skin (41
Shots), sem fjallaði um það er blökkumaður að
nafni Amadou Diallo var skotinn 41 skoti fyrir að
hafa seilst í veski sitt í New York fyrir nokkrum
árum. Eins var lagið fræga Born in the USA ádeila
á stjórnvöld fyrir framkomu sína gagnvart þeim
hermönnum sem börðust í Víetnam og svo má
telja.
Springsteen segist reyndar ekki hafa haft póli-
tískan boðskap laganna í huga er hann valdi lögin,
hann hafi einfaldlega valið þau lög sem honum
fannst skemmtilegust sem slík, en vissulega hljóti
pólitískt inntak þeirra alltaf að vera mönnum of-
arlega í huga þegar þeir spila og hlusta. Lögin á
plötunni eru alla jafna þjóðlög sem Seeger tók upp
á sína arma, útsetti og flutti, en einnig eru lög sem
Seeger samdi sjálfur.
Frekar innblástur en fyrirmynd
Þegar Seeger tók lögin upp á sínum tíma var und-
irleikur vægast sagt einfaldur, alla jafna bara
banjó, en Springsteen fer allt aðra leið, er ekki
bara með fjölskipaða hljómsveit heldur líka al-
magnaða blásarasveit sem gefur óneitanlega
býsna mikinn kraft í það sem fram fer og ýtir veru-
lega undir fjörið. Það má því segja að Seeger hafi
frekar verið innblástur en bein fyrirmynd.
Þess má geta hér að platan We Shall Overcome:
The Seeger Sessions er gefin út sem DualDisc, en
slíkar skífur eru í raun tvöfaldar, önnur hliðin
geisladiskur og hin DVD-diskur. Á geisladisks-
hliðinni er diskurinn með sínum þrettán lögum, en
á hinni er DVD-diskur með lögunum í PCM
stereo, sem hljómar alla jafna talsvert betur en
Dolby Digital stereo, og tveimur aukalögum. Að
auki er þar að finna hálftíma mynd sem gefur góða
mynd af því sem fram fór heima á búgarðinum þar
sem platan var hljóðrituð, ekki beinlínis heimildar-
mynd.
Springsteen og
söngvaarfurinn
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Spring-
steen hefur verið frægur fyrir að fara síðar eigin
leiðir og það er eins og í honum togist á margir
ólíkir tónlistarmenn. Kraftmikill rokkari, róm-
antískur poppari og þunglyndur þjóðlagasöngv-
ari koma upp í hugann þegar litið er á plötur
hans síðustu árin og enn kemur hann á óvart
með nýjustu skífu sinni, We Shall Overcome: The
Seeger Sessions, sem kom út í fyrradag.
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
arnim.blog.is
Bruce Springsteen raular þjóðlög heima á búgarðinum.