Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.2006, Síða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. apríl 2006 | 15 Leiklist Mælt er með að leikhúsáhugafólk nýtitækifærið og sjái Hungur eftir eitt af okkur yngstu og efnilegustu leikskáldum, Þór- dísi Elvu Bachmann. Efnt verður til aukasýn- inga á Hungri á Litla sviði Borgarleikhússins fimmtud. 4. maí, sunnud. 7. maí og sunnud. 14. maí kl. 20. Gagnrýnendur voru einkar sammála í um- sögnum sínum um þetta athyglisverða verk. „Helga Braga vinnur eftirtektarverðan leik- sigur … Áhugaverð og sterk sýning.“ (Þorgeir Tryggvason – Morgunblaðið) „Elma Lísa átti stórleik í (leikritinu) Brotið, og það sama má segja um leik hennar hér. Væri ég með hatt myndi ég taka hann ofan fyrir höf- undi fyrir það að skrifa verk um þetta mik- ilvæga mál sem svo sannarlega má við um- ræðunni.“ (Þorgerður E. Sigurðardóttir – Víðsjá, Rás 1) „Þetta leikrit vekur mann til umhugsunar um þessa sjúklegu afkima í um- hverfi okkar og viðbrögð samfélagsins við þeim og fyrir það eiga aðstandendur sýning- arinnar og leikskáldið skilið sérstakt hrós.“ Lesbók mælir með… Myndlist Margar myndlistarsýningar verða opnaðarí smærri rýmum í kringum þessa helgi; m.a. í Suðsuðvestur í Keflavík, Gallerí + á Ak- ureyri og í Fold í Reykjavík. Í þessum sýning- arrýmum eru góðir listamenn að sýna; hin unga Indíana Auðunsdóttir í Suðsuðvestur, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðar- dóttir í Gallerí + og hinn þjóðkunni málari Tryggvi Ólafsson í Fold. Lesbókin ætlar þó að mæla með einni sýningu sérstaklega um þessa helgi, en það er sýning Bjargar Örvar í Anima í Ingólfsstræti 8. Björg hefur um árabil verið með áhugaverðustu mál- urum landsins, þótt hún hafi ekki verið sérlega ötul við sýningarvettvanginn sjálfan. Þeim sem þekkja til verka hennar ætti hér að gefast kærkomið tækifæri til að endurnýja kynnin og Kvikmyndir Óhætt er að mæla með kvikmyndinni InsideMan í leikstjórn Spike Lee sem frum- sýnd var í íslenskum bíóhúsum í gær. Sæbjörn Valdimarsson gefur myndinni fjórar stjörnur í dómi sem birtist um helgina. „Innihald Inside Man er viðkvæmt og best að segja sem minnst til að skemma ekki fyrir væntanlegum áhorf- endum, sem að mínu mati gera sjálfum sér gott með því að þyrpast á einn útsmognasta, frumlegasta og vitrænasta spennutrylli ársins. Þegar Lee er með gott hráefni milli handanna, hristir af sér slenið og setur áróðurinn á bið, fáum við að njóta æsilegrar ránsmyndar sem gæðalega minnir á The Killing, snilldarverk Kubricks frá því fyrir hálfri öld, og Dog Day Afternoon, sem Sidney Lumet sendi frá sér 1975. Ekki sem verstur félagsskapur.“ Tónlist Lesbókinni er bæði ljúft og skylt að mælameð heimstónlistarhátíðinni Vorblóti (Rite of Spring) sem fram fer þessa dagana á NASA við Austurvöll. Í kvöld kemur serb- neska sígaunahljómsveitin KAL fram en fyrsta breiðskífa sveitarinnar hefur fengið af- bragðsdóma og sveitin situr nú í fyrsta sæti Heimstónlistarlista Evrópu (World Music Chart Europe). Platan, sem er samnefnd sveitinni, kom út fyrir skemmstu hjá plötuút- gáfunni Asphalt Tango og er hljóðblönduð af Mike Nielson, manninum á bakvið hljóð- vinnslu Jamiroqai. Tónlist sveitarinnar má lýsa sem balkan-rokkabillí, taktfastri þjóð- lagatónlist sem drifin er áfram af krafti og spilagleði. Áður en KAL stígur á svið treður hin íslenska Stórsveit Nix Noltes upp. Sveitin leikur búlgarska þjóðlagatónlist og aðra tón- list frá Balkanskaganum. Það er svo skoska hljómsveitin Salsa Caltica sem slær botninn í Vorblótshátíðina með fun- heitri blöndu sinni af salsa, kúbanskri char- anga og keltneskri sveiflu. Sveitin hefur fengið stórgóða dóma fyrir nýjustu breiðskífu sína El Camino. Áður kemur KK fram með hljómsveit sinni Blue Truck. Miðaverð er 2.900 krónur (auk 225 króna mið- gjalds). Forsala aðgöngumiða fer fram í versl- unum Skífunnar, BT á Selfossi og Akureyri og á netinu hjá www.midi.is. Einnig verða seldir miðar í kvöld á NASA. Denzel Washington Leikur aðalhlutverkið í Inside Man. Lesarinn Living to tell the tale eftir Gabriel Garcia Márques. Þessi ævisaga Márquesar byrjar stórvel.Móðir hans vitjar hans þar sem hann er upptekinn við að lifa skáldalífi í borginni Barranquilla í Venesúela. Hún biður hann að koma með sér til smábæjarins Aracataca til að selja hús afa síns og ömmu. Í þessari ferð upp- götvar Márques að fyrsta skáld- sagan sem hann var byrjaður á, var bara ,,skáld- saga“, raunveru- leg uppspretta skáldskaparins var í túninu heima, sögurnar sem spretta af líf- inu sjálfu. ,,The model for an epic poem like the one I drea- med about could not be anything but my own family…“ Márques er frábær sögu- maður, stundum full nákvæmur í dagbók- arfærslunum á kostnað framvindu sög- unnar, en hreint dásamlegt að lesa um hvernig raunverulegt fólk og atburðir hafa ratað rakleitt inní skáldsögur hans. Þorsteinn J. Þorsteinn J. Dagbókarbrot Úr dagbók Níelsar Jónssonar árið 1893. Úr Bræður af Ströndum (1997). 29. Laugardagur. Veður: Útnirðingur eða rjett inn úr hafi hæglátur og moldkafald ein- lægt, nema stundarkorn milli hádegis og nóns. Þá fóru flestir á sjó, fiskur í meðallagi margir, um 100 hæðst 300 og á fjórða. Við fiskuðum 98, fáir fóru í net sumir fundu ekki allar lóðirnar, við hittum 8 dufl saman nærri hjá okkar lóðum. Jón Jóhannesson fór heim í kvöld, og Kr. J. var líkmaður að dóttir Jóns Ebbinessonar í kvöld og Guðjón frændi með honum, jeg beiddi hann fyrir brjef til my lo- wer sweethart; og í soð til Leifa bróðir, sendi jeg með honum. öðrum að kynnast henni upp á nýtt. Það má líka minna á að í dag eru síðustu for- vöð að sjá sýningu Tuma Magnússonar í i8, sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. ÞAÐ ER í samræmi við titil hennar að hér er á ferð sýning á ferðalagi, en Húsið sem hreyfist var upprunalega hluti af Sterischer Herbst- hátíðinni í Austurríki 2003 og hefur komið við á tveimur stöðum á leið sinni hingað til lands. Sýningarstjórinn, Natasa Petresin, er sjálf- stæður sýningarstjóri sem býr og vinnur í Par- ís og Ljúblíana. Hún hefur komið víða við og er augljóslega virk og öflug í starfi sínu, m.a. var hún aðstoðarsýningarstjóri í Slóvenska skál- anum á Tvíæringnum í Feneyjum 2001 og meðsýningarstjóri René Block í Kunsthalle Fridericianum í Kassel 2003. Hún hefur skipu- lagt alþjóðlegt málþing undir nafninu „Hið op- inbera gegn því einkalega – menningarstefna og listmarkaður í Mið- og Suðaustur-Evrópu“ auk þess að skrifa reglulega í listatímarit. Af þessu má geta sér til um að áhugasvið hennar sé, að minnsta kosti að hluta til, list sem leitast við að vera rannsakandi og leitandi afl og það má með ágætum heimfæra upp á mörg verk- anna á sýningunni í Nýlistasafninu. Ágætur og ítarlegur texti fylgir sýningunni, texti sem ég ímynda mér að myndi skila sér betur á ís- lensku en það væri mikið ánægjuefni ef Ný- listasafnið fengi fjármagn og bolmagn til að koma ítarefni sínu yfir á móðurmálið. Í text- anum er sagt í stórum dráttum frá breytingum á heimsmynd okkar, frá áþreifanlegum stað- reyndum og föstu efni yfir í tilhneigingar og hreyfingu, yfir í þá breytilegu mynd sem ein- kennir heimsmynd okkar á mörgum sviðum í dag, jafnt á sviði vísinda og stjórnmála sem heimspeki og lista. Heimsmynd dagsins er sí- gilt og um leið eitt áhugaverðasta viðfangsefni listamanna á öllum tímum og þetta efni, hér með áherslu á þá hreyfingu sem einkennir heimsmynd samtímans, gerir sýninguna í Ný- listasafninu áhugaverða frá upphafi. Það er fjölbreyttur hópur listamanna sem hér sýnir. Tveir Íslendingar eru meðal þeirra, þeir Egill Sæbjörnsson með sprelllifandi og sjónrænt fallegt verk sem leikur sér með mörk raunveruleika og skáldskapar og Einar Þor- steinn sem vinnur á mörkum lista og vísinda. Ekki er síður bæði fallegt og eftirminnilegt verk Tim Knowles sem virðist næstum fara yf- ir mörk lífs og dauða en ljósmyndir hans og teikningar gerðar með aðstoð trjáa og vinds ná til allra. Smáverk Ursulu Berlot grípa athygli áhorfandans og halda henni. Myndbönd unnin af listamönnum sem kalla sig The Otolith Group eru sjónrænt falleg og vekja áhorfand- ann til umhugsunar um stöðu einstaklingsins í samfélagi nútímans. Listamennirnir sem sýna eru afar ólíkir en þó skapast á sýningunni ótrúlega heilsteypt og um leið margbrotin og lifandi, kviksjárleg mynd sem sýnir hvaða augum listamenn líta samtímann í dag. Vinnuaðferðir þeirra eru ólíkar en saman gefa þær ágæta hugmynd um fjölbreytnina sem ríkir í samtímalistum, án þess þó að verða markleysa. Sýningarstjórinn Natasa Petresin hefur valið þessa listamenn saman af mikilli kúnst og tekist að skapa óvenjulega vel heppnaða samsýningu þar sem allir fá njóta sín til fulls. Hér er eitt púsl til við- bótar í síkvikt púsluspil samtímans. Eitt púsl til viðbótar MYNDLIST Nýlistasafnið Samsýning 12 myndlistarmanna frá ýmsum löndum, sýningarstjórn Natasa Petresin. Til 30. apríl. Ný- listasafnið er opið mið. til sun. frá kl. 13–17 og til kl. 22 á fimmtudögum. Húsið okkar er hús sem hreyfist Morgunblaðið/Ómar Egill Sæbjörnsson Er með „sprelllifandi og sjónrænt fallegt verk sem leikur sér með mörk raunveruleika og skáldskapar,“ að mati Rögnu Sigurðardóttur. Ragna Sigurðardóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.