Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 C 3
EVRÓPUMEISTARAR Liverpool
kynna til leiks nýjan leikmann í sín-
um röðum í dag. Sá er Jan Krom-
kamp, 25 ára hollenskur landsliðs-
maður sem leikur í stöðu hægri
bakvarðar. Hann kemur til Liver-
pool frá spænska liðinu Villareal
sem fær í staðinn Spánverjann Jos-
emi en hann var fyrsti leikmað-
urinn sem Rafael Benítez keypti
eftir að hann tók við liðinu 2004.
Kromkamp, sem stóðst lækn-
isskoðun í gær, leikur hugsanlega
sinn fyrsta leik með Liverpool á
laugardaginn þegar liðið leikur við
Luton í ensku bikarkeppninni. Hol-
lendingurinn, sem leikið hefur átta
sinnum með hollenska landsliðinu,
gekk í raðir Villareal í sumar frá
hollenska liðinu AZ Alkmaar en
honum líkaði ekki vistin á Spáni og
lék aðeins sex leiki með liðinu.
Hann er fjórði Hollendingurinn
sem gengur til liðs við Liverpool.
Fyrir er Bolo Zenden en Sander
Westerveld og Erik Mejer léku með
liðinu á árum áður.
„Hann er sterkur bakvörður,
áræðinn og fljótur og þá getur hann
líka spilað á kantinum,“ sagði Rafa-
el Benítez, stjóri Liverpool, þegar
samningurinn við Kromkamp var í
höfn. Þá hefur Liverpool fest kaup
á Paul Anderson, 17 ára miðju-
manni frá Hull, og líklegt er að
danski varnarmaðurinn Daniel Ag-
ger gangi til liðs við Evrópumeist-
arana fyrir helgi frá Brøndby.
FÓLK
KJARTAN Steinbach var eftirlis-
maður á landsleik Svía og Tyrkja í
Landskrona í Svíþjóð í gær þar sem
þjóðirnar áttust við í forkeppni
heimsmeistaramótsins í handknatt-
leik karla. Forkeppnin stendur yfir
með hléum næstu þrjár vikur. Þetta
var fyrri leikur þjóðanna í 5. riðli for-
keppninnar.
GUNNAR Gunnarsson verður eft-
irlitsmaður á viðureign Hollendinga
og Ítala í Waalwijk í Hollandi 18.
janúar þegar þjóðirnar leiða saman
hesta sína í 1. riðli forkeppni heims-
meistaramótsins í handknattleik
karla.
STEFÁN Arnaldsson og Gunnar
Viðarsson, handknattleiksdómarar,
búa sig nú undir að dæma á Evr-
ópumótinu í handknattleik í Sviss.
Þeir hita upp með því að dæma leik
Rúmeníu og Lettlands í Oradea í
Rúmeníu 15. janúar, ellefu dögum
áður en EM hefst. Leikur þjóðanna
er liður í 4. riðli forkeppni HM í
handknattleik karla.
ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ Stoke
City hefur samþykkt að greiða West
Ham 100 þúsund pund, um 11 millj-
ónir króna, fyrir miðjumanninn
Luke Chadwick. Hann hefur leikið
sem lánsmaður með Stoke í ensku 1.
deildinni í knattspyrnu á þessu
keppnistímabili og mun í framhald-
inu skrifa undir samning til ársins
2008.
FRANSKI knattspyrnumaðurinn
Laurent Robert gekk í gær til liðs
við portúgalska félagið Benfica en
hann fékk að fara þangað frá New-
castle, án greiðslu. Robert hefur
leikið sem lánsmaður með Portsmo-
uth í ensku úrvalsdeildinni á þessu
tímabili og spilaði sinn síðasta leik
gegn Blackburn á mánudagskvöldið.
Robert, sem er þrítugur og hefur
spilað níu landsleiki fyrir Frakka,
kom til Newcastle frá París SG
haustið 2001.
SCOTT Parker, miðvallarleik-
maður hjá Newcastle, gekkst undir
aðgerð á hné í gær og verður hann
frá æfingum og keppni næstu vik-
urnar. ,,Þetta er mikið áfall fyrir
okkur enda hefur Scott verið besti
leikmaður okkar á tímabilinu,“ sagði
Graeme Souness, knattspyrnustjóri
Newcastle, á vef félagsins í gær.
ENSKA knattspyrnusambandið
hafnaði í gær beiðni frá Sunderland
um að fá fellt niður rauða spjaldið
sem varnarmaðurinn Stephen Cald-
well fékk fyrir að ræna Heiðar
Helguson upplögðu marktækifæri í
leik Sunderland og Fulham á mánu-
daginn.
SYLVAIN Wiltord var á skotskón-
um með frönsku meisturunum í
Lyon þegar liðið burstaði Strasbo-
urg, 4:0, á útivelli í frönsku 1. deild-
inni í knattspyrnu. Wiltord, sem lék
áður með Arsenal, skoraði þrennu í
leiknum og með sigrinum náði Lyon
13 stiga forskoti í deildinni.
É Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea,
ir að portúgalski miðjumaðurinn Maniche sé
sti hlekkurinn sem hann vantaði til þess að
a með fullkominn hóp miðjumanna í sínu liði.
helsea hefur fengið hann lánaðann frá Din-
o Moskva út keppnistímabilið, en ef Chelsea
halda honum eftir það verður liðið að greiða
r hann 5 milljónir punda, eða um 540 millj-
r króna. Maniche lék áður undir stjórn
urinhos, bæði með Benfica og Porto, og þeir
mpuðu saman Evrópumeistaratitlinum með
rnefnda liðinu vorið 2004. hann er gjald-
gur með Chelsea í meistaradeildinni. „Ég er
ð Makelele, Lampard, Essien og strákinn Di-
a sem miðjumenn, og get látið Cole og Guð-
nsen spila þar þegar með þarf. Maniche er
sti hlekkurinn sem ég þurfti til að ná stöð-
eika á miðsvæðinu,“ sagði Mourinho.
„Maniche
er síðasti
hlekkurinn“
Það voru íþróttamenn í þrjátíu ogtveimur greinum sem eru innan
vébanda ÍSÍ en að mati forvígis-
manna þessara íþróttagreina þóttu
íþróttamennirnir hafa skarað fram
úr á nýliðnu ári.
Badminton:
Helgi Jóhannesson
Ragna Ingólfsdóttir
Blak:
Emil Gunnarsson
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir
Borðtennis:
Guðmundur E. Stephensen
Magnea Jónína Ólafs
Dans:
Adam Reeve
Karen Björk Björgvinsdóttir
Fimleikar:
Viktor Kristmannsson
Kristjana Sæunn Ólafsdóttir
Frjálsíþróttir:
Gauti Jóhannesson
Þórey Edda Elísdóttir
Glíma:
Pétur Eyþórsson
Sólveig Rós Jóhannsdóttir
Golf:
Heiðar Davíð Bragason
Ólöf María Jónsdóttir
Handknattleikur:
Guðjón Valur Sigurðsson
Berglind Hansdóttir
Hestaíþróttir:
Sigurður Sigurðarson
Hulda Gústafsdóttir
Hjólreiðar:
Hafsteinn Ægir Geirsson
Hnefaleikar:
Alexei Páll Sigurgeirsson
Áslaug Rós Guðmundsdóttir
Íshokkí:
Jón Benedikt Gíslason
Birna Baldursdóttir
Íþróttir fatlaðra:
Jón Oddur Halldórsson
Kristín Rós Hákonardóttir
Júdó:
Þormóður Jónsson
Gígja Guðbrandsdóttir
Karate:
Jón Ingi Þorvaldsson
Sólveig Sigurðardóttir
Keila:
Magnús Magnússon
Sigfríður Sigurðardóttir
Knattspyrna:
Eiður Smári Guðjohnsen
Ásthildur Helgadóttir
Krulla:
Jón Ingi Sigurðsson
Körfuknattleikur:
Jón Arnór Stefánsson
Helena Sverrisdóttir
Ólympískar lyftingar:
Gísli Kristjánsson
Siglingar:
Valgeir Torfason
Róður:
Halldór Sveinbjörnsson
Elín Eiríksdóttir
Skautar:
Audrey Freyja Clarke
Skíði:
Björgvin Björgvinsson
Dagný Linda Kristjánsdóttir
Skotíþróttir:
Hannes Tómasson
Jórunn Harðardóttir
Skvass:
Róbert Fannar Halldórsson
Rósa Jónsdóttir
Skylmingar:
Ragnar Ingi Sigurðsson
Guðrún Jóhannsdóttir
Sund:
Jakob Jóhann Sveinsson
Anja Ríkey Jakobsdóttir
Taekwondo:
Björn Þorleifsson
Auður Anna Jónsdóttir
Tennis:
Arnar Sigurðsson
Íris Staub
Vélhjól:
Ragnar Ingi Stefánsson
Morgunblaðið/Arnaldur
ÍSÍ heiðrar 58
íþróttamenn
Í HÓFI Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Samtaka
íþróttafréttamanna á Grand hóteli Reykjavík í fyrrakvöld afhenti ÍSÍ
viðurkenningar til 58 íþróttamanna.
ÍÞRÓTTIR
SVÍAR unnu öruggan sigur á
Tyrkjum, 40:19, í und-
ankeppni HM í handknattleik í
Landskrona í Svíþjóð í gær-
kvöld. Svíar voru 17:11 yfir í
leikhléi og í seinni hálfleik
juku Svíarnir muninn jafnt og
þétt. Kim Andersson, vinstri
handarskyttan í liði Kiel, var
markahæstur í liði Svía og þá
átti Tomas Svensson stórleik í
markinu og lokaði því á
löngum köflum í seinni hálf-
leik.
Auk Svía og Tyrkja leika
Belgar og Hvít-Rússar í riðl-
inum en efsta þjóðin tryggir
sér rétt til að spila í umspili
um sæti á HM í Þýskalandi á
næsta ári.
Létt hjá
Svíum
gegn
Tyrkjum
Hollendingurinn Krom-
kamp í raðir Liverpool
Ademar León og er markahæstur í
spænsku 1. deildinni með 109 mörk í
15 leikjum. Barcelona, Portland og
Kiel hafa öll sýnt áhuga á að semja
við Kjelling sem er laus allra mála
frá Ademar León að tímabilinu
loknu.
Norðmenn eru í riðli með Króatíu,
Rússlandi og Portúgal á EM sem
hefst í Sviss 26. janúar.
EM er í gangi