Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 1
2006 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR BLAÐ C
ÍSÍ HEIÐRAR 58 ÍÞRÓTTAMENN / C2,C3
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
FORSVARSMENN B-liðs KR í körfuknattleik karla
ætla sér stóra hluti í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ
og Lýsingar en liðið tekur á móti úrvalsdeildarliði
Grindavíkur á heimavelli sínum á laugardaginn.
Bandarískur leikmaður verður í liði KR, en sá heitir
Melvin Scott, og kemur hann frá North Carolina há-
skólanum, sem er eitt þekktasta háskólalið vestanhafs,
enda lék Michael Jordan með því liði. Scott þykir vera
mikil skytta og skoraði hann grimmt fyrir utan þriggja
stiga línuna sem leikmaður North Carolina.
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiks-
deildar KR, og leikmaður KR-B, segir að verið sé að
vinna að því að fá Jonathan Bow til liðsins en hann er
íslenskur ríkisborgari og var einn besti erlendi leik-
maður úrvalsdeildarinnar á sínum tíma. Alls verða
fjórir þjálfarar á hliðarlínunni hjá KR-ingum í leikn-
um, Hörður Gauti Gunnarsson verður aðalþjálfari en
honum til aðstoðar verða þeir Ingi Þór Steinþórsson,
Einar Bollason og Ungverjinn Lazlo Nemeth.
KR-ingar safna liði
gegn Grindavík
en ég reikna nú með Guðjóni Val Sig-
urðssyni, Arnóri Atlasyni og Sigurði
Eggertssyni í vinstra hornið.“
Garcia er bjartsýnn
„Jaliesky Garcia kemur til lands-
ins á laugardaginn og fer strax í
skoðun hjá Brynjólfi Jónssyni lækni
sem metur hvort Garcia geti leikið
með okkur á EM,“ svaraði Viggó er
hann var spurður út í Garcia sem fór
í aðgerð á stórutá hægri fótar
skömmu fyrir jól. „Garica er bjart-
sýnn og það má segja að við lifum á
hans bjartsýni. Ég held að einhverjir
bændasynir á Íslandi hefðu nú bara
bitið á jaxlinn væru þeir í sporum
Garcia,“ sagði Viggó spurður hvort
hann væri bjartsýnn eða svartsýnn á
þátttöku Garcia á EM í Sviss.
Veikindin sem nú hrjá Baldvin eruþau sömu og hafa herjað á Erni
Hrafn Arnarson, leikmann Aftureld-
ingar, að undanförnu. Viggó segir að
um sé að ræða víruspest og ekkert
annað komi til greina hjá þeim sem
hana fá en að taka sér algjöra hvíld
frá æfingum. Þeir Baldvin og Ernir
voru herbergisfélagar í Póllandi þeg-
ar landsliðið tók þátt í móti þar í
október. „Baldvin sagði mér á milli
jóla og nýárs að hann væri slappur
en taldi að um flensu væri að ræða.
Síðan hefur annað komið í ljós eftir
að hann fór til læknis í framhaldi af
því að honum batnaði ekkert,“ sagði
Viggó, en vírusinn sem sóttinni
fylgir getur m.a. sótt í hjartað.
„Heimir leikur ekki sömu stöðu og
Baldvin og því er þetta orðið hið
mest púsluspil að koma liðinu saman
Heimir Örn valinn
í stað Baldvins
HEIMIR Örn Árnason, leikmaður Fylkis, hefur verið kallaður inn í ís-
lenska landsliðið í handknattleik eftir að Baldvin Þorsteinsson,
hornamaður úr Val, veiktist og verður frá æfingum um tíma vegna
einkirningssóttar. „Þetta er mikið áfall bæði fyrir okkur og Baldvin,“
sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í samtali
við Morgunblaðið. Hann kallar landsliðið saman til sinnar fyrstu æf-
ingar í dag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
TVEIR af efnilegustu hlaupurum
landsins hafa gengið til liðs við
Breiðablik og yfirgefa sitt fyrra fé-
lag UMSS. Um er
að ræða lands-
liðsmanninn
Kára Stein Karls-
son og Þorberg
Inga Jónsson.
Kári, sem er 19
ára, er landsliðs-
maður og besti
langhlaupari Ís-
lands í dag. Hann
setti unglingamet
síðasta sumar í 10 km hlaupi, hljóp á
31.10,10 mín og varð 10. á Evrópu-
meistaramóti unglinga í Litháen í
þeirri grein. Hann hafnaði einnig í
þriðja sæti á Norðurlandamóti ung-
linga sem haldið var í Kristiansand í
ágúst í 5.000 m hlaupi. Einnig varð
hann þriðji á Norðurlandamótinu í
víðavangshlaupum í flokki 20 ára og
yngri í nóvember. Nú í lok des. var
hann aðeins 1/100 úr sek. frá Ís-
landsmeti í 1.500 m hlaupi unglinga,
19–20 ára, innanhúss, þegar hann
hljóp á 3.58,37 mín. Þá setti hann
undir árslok glæsilegt Íslandsmet í
2.000 m hlaupi innanhúss í 19–20
ára og flokki og 21–22 ára flokki.
Þorbergur einn efnilegasti mill-
vegalengda- og langhlaupari Ís-
lands. Hann setti nýverið persónu-
legt met í 1.500 m hlaupi innanhúss,
hljóp á 4.01,04 mín. Hann er í mikilli
framför og hafnaði í 3. sæti í gaml-
árshlaupi ÍR þar sem hann hljóp 10
km á 33,51 mín.
Kári Steinn
Tveir efnilegir
til Breiðabliks
ÍSLENSKA 20 ára landslið
pilta í íshokkí hóf keppni á
heimsmeistaramóti unglinga í
3. deild í Litháen með glæsi-
brag í gær en Íslendingar rót-
burstuðu þá Armena, 50:0. Ís-
skoruðu 19 mörk í fyrsta
leikhluta, 9 í öðrum og 22 í
þeim þriðja.
Íslensku strákarnir bjuggu
sig vel undir átökin í Litháen.
Stefna liðsins er að tryggja sér
sæti í 2. deildinni en auk Ís-
lands og Armeníu leika í riðl-
inum Búlgaría og Tyrkland.
Ed Maggiacomo er þjálfari
liðsins en í liðinu eru: Aron
Leví Stefánsson, SR, Sæmund-
ur Leifsson, SA, Birkir Árna-
son, SA, Þórhallur Viðarsson,
SR, Elmar Magnússon, SA,
Kári Valsson, SR, Sigurður Óli
Árnason, SA, Magnús F.
Tryggvason, Björninn, Orri
Blöndal, SA, Úlfar Jón
Andrésson, SR, Steinar Páll
Veigarsson, SR, Þorsteinn
Björnsson, SR, Gunnar
Guðmundsson, Björninn, Jón
Ingi Hallgrímsson, SA, Gauti
Þormóðsson, SR, Sindri Már
Björnsson, SR, Svavar
Rúnarsson, SR, Arnþór
Bjarnason, SA, Emil Alen-
gaard, Linköping, Daníel
Eriksson, Nyköping.
Íslendingar
lögðu
Armena 50:0
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þau urðu í þremur efstu sætunum í kjöri um íþróttamann ársins 2005. Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona varð í þriðja sæti, Eið-
ur Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, íþróttamaður ársins, og Guðjón Valur Sigurðsson handknattleiksmaður varð í öðru sæti.