Morgunblaðið - 11.01.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.01.2006, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eigum enn örfá sæti laus í okkar vinsælu golfferðir til Túnis, þar sem búið og snætt er á fyrsta flokks hótelum og leikið golf á góðum völlum í þægilegum hita. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is 2006 Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Brottför 24. febrúar: Verð kr. 149.500 á mann í tvíbýli. 5 sæti laus. Brottför 7. apríl (páskar): Verð kr. 162.700 á mann í tvíbýli. 9 sæti laus. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 9 vallargjöld á góðum golfvöllum. Fararstjóri er Sigurður Pétursson golfkennari. GERT er ráð fyrir að ný Grímseyj- arferja verði tilbúin í júní í sumar og leysi þar með af hólmi Grímseyj- arferjuna Sæfara sem smíðuð var árið 1978. Nýja ferjan er smíðuð árið 1992 og keypt frá Írlandi. Breyta þarf ferjunni áður en hún verður tekin í notkun og hafa Ríkiskaup boðið út breytingarnar. Mestu munar um vélarafl, sem verður 2700 hestöfl í nýja Sæfara í stað 805 í gamla. Sigl- ingahraðinn eykst því úr 10,5 mílna hraða í 14 mílur á klukkustund. Mun því siglingatíminn milli lands og Grímseyjar styttast úr 3,5 klst. í 2,5 klst. Nýja ferjan verður tæpum metra breiðari, eða 10 metrar á breidd í stað 9,3 metra nú, en álíka löng og gamli Sæfari. Miklar breyt- ingar felast í farþegarými, flutnings- getan verður rúmlega 100 farþegar í sætum en er nú 92 farþegar á sum- aráætlun. Nýja ferjan er með 2.700 hestafla vél en vélin í gamla Sæfara er 805 hestöfl. Styttir siglingartímann um klukkustund Ný Grímseyjarferja TVEIR menn á þrítugsaldri sem sættu gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar lögreglunnar í Reykjavík á fjársvikamáli, sem þeir eru grunaðir um gegn Og Vodafone, voru látnir lausir á mánudag. Þeir eru grunaðir um að hafa reynt að leysa út vörur hjá birgj- um Og Vodafone með beiðnum sem þeir reyndu að falsa. Annar mannanna var handtek- inn 29. desember og var úrskurð- aður í sjö daga gæsluvarðhald sem síðan var framlengt til 11. janúar. Hinn maðurinn var sömu- leiðis úrskurðaður í gæslu- varðhald en þar sem rannsóknin var langt komin kröfðust hags- munir hennar ekki að þeir sætu inni til 11. janúar. Þriðji aðilinn hefur ennfremur verið yfirheyrð- ur vegna málsins en ekki var lögð fram gæsluvarðhaldskrafa yfir honum. Grunaðir látnir lausir úr gæslu- varðhaldi GUÐJÓN Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair Group, segir ráðgert að þráðurinn í viðræðum við Félag íslenskra atvinnuflug- manna (FÍA) verði tekinn upp að nýju innan tíðar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur stjórn FÍA afturkallað umboð til samn- inganefndar félagsins til viðræðna við Icelandair um atriði er varða fyrirkomulag leiguflugs eftir að skýrt var frá efni starfslokasamn- inga FL Group. Haft var eftir for- manni félagsins að ekki hefði þótt við hæfi að halda áfram viðræðun- um undir þessum kringumstæðum. „Við höfum í sjálfu sér lítið um þetta að segja,“ sagði Guðjón, er Morgunblaðið spurði hann um þetta mál í gær. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir því að þráðurinn í viðræðunum yrði tekinn upp að nýju innan tíðar. Inntur eftir því hvort starfsloka- samningar FL Group hefðu vakið sterk viðbrögð meðal starfsmanna Icelandair sagði hann að þeir hefðu auðvitað verið ræddir meðal starfs- manna. Hann sagði að sitt sýndist hverjum, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Þráðurinn tekinn upp að nýju innan tíðar NOKKUÐ var um jarðhræringar í gær en jörð skalf á Reykjanesi og undir Vatnajökli. Vart varð við skjálfta um klukkan hálfeitt í fyrri- nótt við Trölladyngju á Reykjanesi en skjálftans rétt suður af Kistufelli á Vatnajökli varð vart um ell- efuleytið í gærmorgun. Við fyrstu mælingar var talið að skjálftarnir hefðu mælst yfir þremur stigum á Richter-kvarða en við nánari úr- vinnslu sást að þeir voru heldur minni, eða um 2,7. Aðeins örfáir for- og eftir- skjálftar mældust með þessum skjálftum og taldi Steinunn Jak- obsdóttir hjá eftirlitsdeild Veð- urstofu Íslands skjálftana ekki vera undanboða frekari jarðhræringa á svæðinu en þau eru þekkt gossvæði. Nokkuð um jarð- hræringar í gær STARFSEMI heimahlynningar Krabbameins- félagsins var nú um áramótin flutt frá Krabba- meinsfélaginu yfir til Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- forstjóri hjá LSH, segir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hafa tekið ákvörðun um þennan flutning, sem sé í samræmi við þá stefnu LSH að styrkja og þróa enn frekar líknarþjón- ustu við spítalann. Starfsemin verður í nánum tengslum við starfsemi líknardeildarinnar í Kópavogi. Anna segir að engin breyting verði á starfsem- inni sem slíkri en þó sé það markmið LSH að efla alla líknarþjónustu. „Við viljum efla þann þátt líknarþjónustu að sjúklingar geti verið heima eins lengi og mögulegt er en þó þannig að þeir eigi samastað hér hjá okkur ef þeir verða veikari eða aðstæður breytast þannig að þeir geti ekki lengur verið heima. Þannig viljum við efla tengslin á milli þessara tveggja þátta,“ segir Anna. Hún bætir við að almennt sé það ósk fólks að geta fengið að dvelja heima eins lengi og hægt er, þó það sé misjafnt eftir aðstæðum, og jafn- framt að geta dáið heima. „Okkar markmið er að styrkja þessa þjónustu, það getum við m.a. gert með meiri samfellu og nálægð þjónustuþátta, en einnig munum við fjölga hjúkrunarfræðingum.“ Eykur öryggi starfseminnar Helgi Benediktsson, hjúkrunarfræðingur hjá heimahlynningunni, telur að flutningurinn muni auka öryggi starfseminnar „Með flutningnum verðum við starfsmenn spítalans í stað þess að vera sjálfstætt starfandi. Það verður auðveldara fyrir okkur að bæta við starfsfólki þar sem samningar okkar við Tryggingastofnun ríkisins hafa ekki hentað við heimahlynningu. Að auki sjáum við fram á að geta þróað okkar starf með lyflækningasviði II og líknardeild spítalans.“ Aðspurður hvort sjúklingar yrðu varir við færsluna taldi hann svo ekki vera. Heimahlynning krabba- meinssjúkra færð til ríkisins Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur og Sigurð Pálma Sigurbjörnsson GEORG Páll Skúlason, sem verið hefur varaformaður Félags bóka- gerðarmanna, var sjálfkjörinn sem næsti formaður félagsins. Eindagi til að skila inn fram- boðum til formanns í félaginu rann út 10. janúar sl. Eitt framboð barst, Georgs Páls, og tekur hann við sem formaður á næsta aðal- fundi félagsins. Núverandi for- maður FBM er Sæmundur Árna- son. Georg Páll Skúla- son næsti formaður FBM UM MIÐJAN febrúar næstkomandi kemur hingað til lands Aleida Guev- ara March, dóttir argentínska bylt- ingarsinnans Ernesto Che Guevara, á vegum Vináttufélags Íslands og Kúbu. Che Guevara þarf vart að kynna enda andlit hans eitt þekkt- asta tákn síðustu aldar og kvik- myndin Mótorhjóladagbækurnar (Diarios de Motocicleta), sem byggð er á dagbókum Guevara, fékk lof- samlega dóma hér á landi og var af- ar vel sótt þegar hún var sýnd í kvik- myndahúsum. Aleida Guevara er 45 ára barna- læknir og sérfræðingur í ofnæm- issjúkdómum. Hún starfar á barna- spítala í Havana á Kúbu en auk þess hefur hún látið að sér kveða í pólitík. Hún þykir búa yfir mannkostum föð- ur síns, auk þess sem hún líkist hon- um í útliti, og nýtur mikillar virð- ingar á Kúbu. Því hefur jafnvel verið fleygt fram að hún gæti orðið eft- irmaður Fidels Castro, sem leiðtogi Kúbu. Aleida hefur ferðast víða um heim og haldið fyrirlestra gegn al- þjóðavæðingu og hernaði en eftir hana liggur auk þess ritið Chavez: Venesúela og hin nýja latneska Am- eríka, sem byggt er upp á samræð- um hennar við Hugo Chavez, forseta Venesúela. Heimsókn Aleidu til Íslands er lið- ur í ferð um Norðurlöndin í boði Vin- áttufélaga Kúbu á Norðurlöndum. Hún mun halda opinn fyrirlestur í MÍR salnum að kvöldi 15. febrúar þar sem málefni Kúbu og S-Ameríku verða að öllum líkindum ofarlega á baugi. Dóttir Che Guevara heldur fyrirlestur hér Aleida Guevara, dóttir Ernesto Che Guevara, mun halda fyrirlestur á vegum Vináttufélags Íslands og Kúbu í febrúar næstkomandi. BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða lækkun álagn- ingarstuðla fasteignagjalda á fundi sínum í gærkvöldi.Álagningarstuð- ull fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækkaði um 20% í Hafnarfirði úr 0,335% í 0,270%. Þá lækkar lóða- leiga vegna íbúðarhúsnæðis um 16%, vatnsgjald lækkar úr 0,14% í 0,119% af fasteignamati og holræsa- gjald úr 0,16% í 0,136%. | 8 Hafnfirðingar lækka álagn- ingarstuðla SAMNINGAR hafa náðst á milli Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar og Strætó bs. um kjör starfsmanna þess síðarnefnda. Við- ræður hafa staðið allt frá því að Reykjavíkurborg samdi við Starfs- mannafélagið en nýi kjarasamning- urinn er í meginatriðum áþekkur þeim samningi. Samkvæmt vefsíðu Strætó verð- ur samningurinn kynntur á næstu dögum og gert er ráð fyrir því að hann verði staðfestur með form- legum hætti að kynningu lokinni. Samið um kjör starfsmanna Strætó bs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.