Morgunblaðið - 11.01.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 21
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
VERÐKÖNNUN | Neytendasamtökin kanna verð á nikótínlyfjum
45% verðmunur á
munnsogstöflum
ÞÓNOKKUR verðmunur var á
milli apóteka þegar Neytenda-
samtökin gerðu verðkönnun á
þrjátíu og tveimur tegundum mis-
munandi nikótínlyfja hinn 4. jan-
úar síðastliðinn.
Í tuttugu og tveimur tilvikum
var Lyf og heilsa með hæsta verðið
og lægsta verðið var oftast í Skip-
holts apóteki eða í sextán tilvikum
og hjá Lyfjaveri í fjórtán tilfellum.
Algengur munur 25–30%
Þegar könnunin er skoðuð kem-
ur í ljós að algengur munur á
lægsta og hæsta verði er 25–30%
en mestur er verðmunurinn 45% á
36 stykkjum af tveggja milli-
gramma munnsogstöflum frá
Nicotinell.
Neytendasamtökin könnuðu
verð á mismunandi stærðarein-
ingum af plástrum, tyggjói, tungu-
rótartöflum og munnsogstöflum
frá Nicorette og Nicotinell. Nánari
upplýsingar fást á vef Neytenda-
samtakanna, www.ns.is.
HEILSA
Glúten í
morgun-
korni
MATVÆLASTOFNUNIN í Svíþjóð
hefur látið efnagreina 18 tegundir
af morgunkorni í þeim tilgangi að
kanna glúteninnihald þess.
Niðurstöður efnagreininganna
sýndu að Kellogg’s Cornflakes inni-
heldur það mikið glúten að þeir
sem eru með glútenóþol ættu ekki
að neyta þessarar vöru. Frosties
reyndist einnig innihalda of mikið
af glúteni fyrir þennan hóp. Þetta
kemur fram á heimasíðu Umhverf-
isstofnunar.
Glútenóþol er þarmasjúkdómur
sem einungis er hægt að meðhöndla
með mataræði. Einstaklingar með
þennan sjúkdóm verða ávallt að
forðast kornvörur sem innihalda
glúten. Glúten er samheiti yfir pró-
tein sem finnast í korntegundum
eins og hveiti, rúgi og byggi.
Tíðni glútenóþols á Íslandi er
áætluð um 0,1% en út frá því er
hægt að áætla að um 300 ein-
staklingar á landinu sé með slíkt
óþol.
Hingað til hafa kornflögur (unnið
úr maís) verið hluti af glútenfríu
fæði, þar sem glúteninnihald þess
hefur mælst undir þeim mörkum
sem skilgreind eru fyrir glútenfrí
matvæli. Eftir að niðurstöður nýrra
efnagreininga lágu fyrir hefur ver-
ið vakin athygli á því að fundist
hafa leifar af glúteni í Kellogg’s
Cornflakes og Frosties og því ekki
óhætt fyrir fólk með glútenóþol að
neyta þeirra.
Glútenið í þessum vörum kemur
úr maltextrakti sem notað er við
framleiðsluna og í fréttatilkynn-
ingu frá Umhverfisstofnun segir að
maltextrakt sé ýmist dökkur, sír-
ópskenndur lögur eða duft, unnið
úr korni, oftast nær byggi, sem er
bleytt og látið spíra og síðan hitað
og malað. Við þetta breytist sterkj-
an í korninu í sykur. Maltextrakt
getur innihaldið leifar af glúteni.
Allar kornflögurnar sem voru
rannsakaðar innihéldu malt-
extrakt, en aðeins í Kellogg’s
vörum komu fram leifar af glúteni.
Svo virðist að það sé vegna ákveð-
innar framleiðsluaðferðar sem not-
uð er við maltextraktið í þessum
vörum.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
www.ust.is
www.slv.se
www.foedevareallergi.dk/
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Dalvegi 28 – Kópavogi
Sími 515 8700
BLIKKÁS –