Morgunblaðið - 11.01.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 37
DAGBÓK
eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm einbýlishúsi
á einhverju framantaldra svæða. Staðgreiðsla í boði.
Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson.
EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI,
SKERJAFIRÐI EÐA FOSSVOGI ÓSKAST
Ráðgjafaskóli Íslands er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við, ráð-
gjöf fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra, t.d. ráðgjafa,
félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lækna, og er ætlað að tengja
saman persónulega reynslu, starfsreynslu og menntun á þessum sviðum.
Eftirfarandi er m.a. tekið fyrir í náminu:
• Grunnþekking á alkóhólisma og fíkn í önnur efni en áfengi.
• Vinsun, inntaka, meðferðarkynning og mat á skjólstæðingi.
• Ráðgjöf (einstaklings-, hóp- og fjölskylduráðgjöf) og tækni til inngripa.
• Meðferðarstjórnun, meðferðaráætlanir, skýrsluhald.
• Inngripatækni í áföllum.
• Forvarnir og fræðsla.
• Samstarf við aðra fagaðila.
• Siðfræði, lögfræðileg álitamál, trúnaðarmál.
• Sérstakir hópar (þjóðerni, menning, kynhneigð, kynferði, alnæmi og fatlanir).
• Líffræði og efnafræði áfengis og annarra vímuefna (lögleg, ólögleg, sniffefni og
nikótín).
• Sálfræðileg, tilfinningaleg og persónuleg álitamál, þroski skjólstæðinga.
• Tólf spor, erfðavenjur og heimspeki sjálfshjálparhópa.
Umsóknarfrestur um skólavist á vorönn 2006 er til 15. janúar.
Upplýsingar og eyðublöð fást hjá:
Ráðgjafaskóla Íslands, pósthólf 943, 121 Rvík,
netfang stefanjo@xnet.is, sími 553 8800,
fax 553 8802 og á www.forvarnir.is.
Ungmennafélag Akureyrar var stofnað6. janúar 1906, eða fyrir réttum 100árum. Um það þarf ekkert að deilaenda óteljandi heimildir um það.
Hins vegar er það skilgreiningaratriði hvort fé-
lag, sem lá niðri í um fimmtíu ár, og er svo end-
urvakið, sé sama félagið,“ segir Gísli og bætir
við: „Ég ætla ekkert að hafa skýra skoðun á því
í sjálfu sér – ef ég kemst hjá því.“
Engar stórveislur verða í tilefni aldarafmæl-
isins. „Við höldum upp á þetta í tengslum við
aðalfund og þannig, en það er nú þannig að við
reynum að halda friðinn við alla og íþrótta-
félagið Þór hérna á Akureyri er alltaf með stóra
hátíð á þessum degi. Þrettándinn hjá félaginu er
með álfabrennu, álfa, tröll og púka og þannig og
við erum ekkert að fara í samkeppni við okkar
góðu granna,“ segir Gísli.
Eins og Gísli segir þá var UFA stofnað hinn
6. janúar árið 1906 og er samkvæmt því 100 ára
um þessar mundir. Starfsemi félagsins lagðist
þó af en 5. apríl árið 1988 var það endurvakið –
eða stofnað á ný – og hefur starfað síðan. Ung-
mennafélag Íslands, UMFÍ, var stofnað tveimur
árum á eftir UFA, meðal annars fyrir atbeina
stofnenda UFA, en þar fóru fremstir Jóhannes
Jósefsson og Þórhallur Bjarnason. Sjö voru
stofnfélagar UMFÍ, fimm úr Eyjafirðinum, einn
úr Reykjavík og einn austan af Fljótsdalshéraði.
Gísli segir starfsemi UMFA blómlega. „Aðal
áherslan hjá okkur er á frjálsíþróttir auk hefð-
bundinnar mannræktar sem á að fylgja ung-
mennafélagshreyfingunni og raunar íþrótta-
hreyfingunni allri. Hún hefur raunar breyst
mikið í tímanna rás enda þegar UFA var stofn-
að var guðstrú og bindindi eitt af höfuðdyggð-
unum og síðan sjálfstæðisbaráttan ein af aðal-
ástæðum þess að þessi félög urðu til. Hún á
auðvitað ekki heima í nútímanum, en þjóðrækni
á að sjálfsögðu að vera og endalaus guðstrú og
bindindi líka,“ segir Gísli, sem segir íslenskt
samfélag glíma við alvarlegri vágesti í þessum
málum, en að varla sé til betri forvörn en íþrótt-
ir.
Ungmennafélög víða um land héldu á sínum
tíma uppi miklu menningarstarfi, leiklist og ann-
að var þeirra tíma skemmtun og oftar en ekki á
vegum ungmennafélaganna. En tímarnir breyt-
ast og ungmennafélögin með.
Fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Ak-
ureyri árið 1909 og af því tilefni verður Lands-
mótið haldið á Akureyri árið 2009, og verður
það í umsjá UFA og UMSE. Landsmótið í
Kópavogi á næsta ári er líka afmælismót því þá
eru 100 ár liðin frá stofnum UMFÍ en 2009
verða 100 ár liðin frá því fyrsta Landsmótið var
haldið.
Íþróttir | 100 ár frá stofnun Ungmennafélags Akureyrar, elsta ungmennafélags landsins
Ekki deilt um stofnun félagsins
Gísli A. Pálsson er
formaður Ungmenna-
félags Akureyrar sem
var stofnað á þrett-
ándanum, 6. janúar, ár-
ið 1906. Hann er fædd-
ur og uppalinn í
Hörgárdal, trésmiður
að mennt en vinnur
sem þjónustufulltrúi
hjá Vátryggingafélagi
Íslands, VÍS, og hefur
gert í tæplega tvo áratugi og „ég spjalla mikið
við bændur í starfinu“ segir Gísli. Hann segist
hafa verið alæta á allt sem bauðst í íþróttum
og síðan í félagsstarfi fyrir íþróttahreyfinguna
og nú síðast formaður UFA í tvö ár.
Fjöldinn er valdið,
láglaunafólk
HVAÐ er að ske í okkar þjóðfélagi?
Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku
fátækari og millistéttin er að detta
út. Alltaf sama tuggan.
Nei! Ekki nema við viljum það.
Hættum að sitja hver í sínu horni og
kvarta. Það heyrir það enginn.
Stöndum nú upp í sameiningu og
notum vald okkar sem er fjöldinn og
setjum yfirvaldinu stólinn fyrir
dyrnar í þessu óréttlæti.
Það er talað um öryrkjana eins og
vanheilsan sé þeirra val, það vildi ég
líka óska að rétt væri, þá vildi ég að
staðan væri öðruvísi hjá mér en hún
er í dag. Og eins á við um eldra fólkið
og fleiri.
Ef ríkisstjórnin heldur svona
áfram eins og hún hefur unnið frá
kosningum, fellum við hana. Og gef-
um öðrum kost á að standa sig í valdi
fjöldans. Ef þeir standa sig ekki þá
vita þeir nákvæmlega bíður þeirra.
Það var mikið rætt um ræður for-
setans og forsætisráðherrans á
heimilum landsins, sérstaklega hjá
okkur láglaunafólki. Ein setning til
forsetans: líttu þér nær, herra for-
seti, það er fátækt í þínu landi!
Herra forsætisráðherra, orð gera
engum gagn, framkvæmdir væru
betur þegnar. Og hafa þar fólk sem
veit hvað er að toga síðustu krón-
urnar úr veskinu sínu fyrir nauð-
synjum í þessa nefnd þína.
Svo er mér spurn; hvernig getur
maður með 500–700 þús. kr. í laun á
mánuði samið fyrir láglaunafólk um
100–170 þús. kr. á mánuði? Þegar
hann þarf ekki að lifa á svona skíta-
launum. Áfram þjóð, ekkert gull-
fiskaminni í næstu kosningum.
Stöndum saman.
Ólína Sigurðardóttir.
Jólakort í óskilum
JÓLAKORT er í óskilum og er það
stílað á Ingibjörgu Guðmundsdóttur
með áletruninni Elsku Inga, ég
þakka þér öll árin á Hæli o.s.frv. og
undirskrift er líklega Halldór. Þeir
sem kannast við þetta geta haft sam-
band í síma 553 1612.
Stjörnukisi er týnd
HÚN er 6 mánaða svört læða. Hún
týndist frá Rauðarárstíg 22 sl. laug-
ardag. Hún er með græna ól en
ómerkt. Þeir sem hafa orðið hennar
varir vinsamlega hafið samband í
síma 694 8022.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6
5. Bg5 0-0 6. Dc2 c6 7. e3 Rbd7 8. cxd5
Rxd5 9. Bxe7 Dxe7 10. Be2 He8 11. 0-0
Rxc3 12. bxc3 e5 13. a4 e4 14. Rd2 Rf6
15. Hfb1 Bg4 16. Bf1 Had8 17. c4 c5 18.
dxc5 Bc8 19. Rb3 De5 20. h3 Dg5 21.
Kh1 He5 22. Hd1 Hde8 23. Hd6 Dh4
24. Had1 Hf5 25. H1d2 Rg4 26. g3
Staðan kom upp á rússneska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Moskvu. Stórmeistarinn Vadim Zvjag-
insev (2.659) hafði svart gegn Sergei
Volkov (2.614). 26. ... Dxg3! 27. hxg4
27. fxg3 hefði verið svarað með 27.
...Hxf1+ 28. Kg2 Rxe3+ 29. Kh2 Rxc2
og svartur fengi unnið endatafl. 27. ...
Dh4+ 28. Kg1 Dxg4+ 29. Bg2 Hg5 30.
f4 exf3 31. Hd8 f2+! og hvítur gafst
upp enda er liðstap óumflýjanlegt.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Borgarnes.
Norður
♠DG7
♥K983
♦Á54
♣ÁK3
Vestur Austur
♠109632 ♠K8
♥G72 ♥–
♦KG9 ♦10873
♣92 ♣DG108764
Suður
♠Á54
♥ÁD10654
♦D62
♣5
Suður spilar sex hjörtu og fær
út tromp.
Fjöldi spilara hittist á Hótel
Borgarnesi um síðustu helgi til að
taka þátt í árlegri bridshátíð á
vegum Bridsfélags Borgarness.
Spiluð var sveitakeppni á laug-
ardag og tvímenningur á sunnu-
dag. Sveit Orkuveitu Reykjavíkur
undir forystu Páls Valdimarssonar
vann sveitakeppnina, en með hon-
um spiluðu Ragnar Magnússon,
Þröstur Ingimarsson og Hermann
Lárusson. Sveit Jóns Sigurbjörns-
sonar varð í öðru sæti. Tvímenn-
inginn unnu frændurnir Bogi Sig-
urbjörnsson og Birkir Jónsson,
sem stungu sér fram fyrir Ómar
Olgeirsson og Páll Þórsson á loka-
sprettinum.
Spilið að ofan kom upp í sveita-
keppninni. Víða varð suður sagn-
hafi í sex hjörtum, en slemman
vannst aðeins á tveimur borðum.
Hin „eðlilega“ spilamennska er að
henda spaða í lauf og spila svo
einhvern tíma litlum tígli á drottn-
inguna – sem ekki gengur.
Kristján Blöndal fann leið til að
vinna slemmuna með tíg-
ulkóngnum í vestur. Hann fékk út
tromp, sem hann átti á níu blinds,
og spilaði strax spaðadrottningu –
kóngur og ás. Kristján tók öll
trompin nema eitt og austur henti
strax fjórum laufum, en vestur
tveimur spöðum. Þetta voru upp-
lýsandi afköst og Kristján túlkaði
þau réttilega – austur hlaut að
eiga sjölit í laufi og vestur fimmlit
í spaða.
Skiptingin lá því fyrir og í ljósi
þess að austur hafði ekkert meld-
að á 7-4 í láglitunum, taldi Krist-
ján líklegt að tígulkóngurinn væri
í vestur. Hann henti því tígli í
laufkóng og trompaði lauf. Sendi
svo vestur inn á spaða og lét hann
spila frá tígulkóng í lokin.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Skagafjörður | Árlegir þrettánda-
tónleikar karlakórsins Heimis í
Skagafirði voru haldnir í félagsheim-
ilinu Miðgarði sl. laugardagskvöld.
Þá kom í fyrsta skipti fram með
kórnum ung söngkona fædd í Úkra-
ínu, Alexandra Chernyshova. Alex-
andra söng þrjú lög með kórnum við
frábærar undirtektir fjölmargra
gesta sem fylltu félagsheimilið við
þetta tækifæri. Auk hennar voru
einsöngvarar með kórnum bræð-
urnir Sigfús og Pétur Péturssynir.
Söngur þeirra og kórsins í heild var
vandaður og góður enda var þeim
vel þökkuð góð skemmtun í lok tón-
leikanna. Á söngskrá voru 15 lög
bæði erlend og innlend og í lokin
bættust við tvö aukalög. Undirleik-
ari var Thomas Higgerson og stjórn-
andi Stefán R. Gíslason sem báðir
hafa starfað með kórnum um árabil.
Það hefur skapast sú hefð að hafa
heiðursgest á þrettándatónleik-
unum. Hann var nú Halldór Ás-
grímsson forsætisráðherra. Halldór
flutti tölu á samkomunni, fór víða
um sviðið og sleppti pólitíkinni en
sagði þess í stað nokkrar gam-
ansögur m.a. af stjórnmálamönnum
og var vel fagnað eins og öðrum sem
fram komu á samkomunni.
Alexandra Chernyshova hefur bú-
ið hér á landi í rúm tvö ár og haldið
nokkra tónleika. Hún fluttist hingað
í Skagafjöð sl. sumar þegar maður
hennar Jón Rúnar Hilmarsson var
ráðinn skólastjóri á Hofsósi. Það er
ljóst af söng hennar og viðtökum
áheyrenda á tónleikunum að koma
hennar í héraðið er kærkominn lið-
styrkur við það mikla og öfluga tón-
listarlíf sem fyrir er í Skagafirði.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Alexandra Chernyshova þenur
raddböndin á tónleikunum.
Góður
liðstyrkur
við sönglíf
Skagfirðinga
ÞÓRGUNNUR Jónsdóttir ljóðskáld,
sýnir myndverk og ljóð í Listagjá
Bæjar- og héraðsbókasafnsins á
Selfossi í janúar. Þetta er önnur
einkasýning hennar. Verkin á sýn-
ingunni eru unnin með vatnslitum á
rekavið af ströndinni á Stokkseyri
og Eyrarbakka, auk steina héðan
og þaðan af landinu.
Þórgunnur nam við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands og var
einnig í einkatímum hjá Barböru
Árnason listmálara.
Ljóðabækur eftir Þórgunni eru:
The Wheel of Time, Janus London
1997, Mystic Journey, Pen Press
2004, Barnabók eftir Þórgunni:
Helga og hunangsflugan, Mál og
menning 1992. Sýningin er opin á
opnunartíma Bæjar- og héraðs-
bókasafnsins á Selfossi alla virka
daga frá 10–19 og á laugardögum
kl. 11–14.
Þórgunnur sýnir
á Selfossi
Eftir Örn Þórarinsson fréttaritara