Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Viðkvæmni er vanmetin í heimi þar
sem frumskógarlögmálið gildir. En
forréttindin sem fylgja henni eru um-
talsverð. Skilaboð úr umhverfinu eru
óljós, hlustaðu eftir blæbrigðum, ekki
síst þegar þú hlustar á hjarta þitt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið tekur ofbeldi í sjónvarpi tals-
vert nærri sér í dag, meira segja í
fréttunum. Einnig er það móttæki-
legra fyrir gleði og stórmennsku en
ella. Hafðu stjórn á ytri aðstæðum til
þess að ná tökum á innri veruleika.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Himintunglin benda til afturhvarfs til
barnæskunnar. Að fara eftir reglunum
sem við lærðum þá verður manni til
heilla: Leyfum öðrum að leika með dót-
ið okkar. Okkur er umbunað fyrir góða
hegðun. Ekki kasta sandi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Stundum er ábyrg hegðun besta leiðin
til þess að öðlast meira frelsi og sjálf-
stæði. Að vera sannur í orði og gerðum
frelsar sálina og nærir anda þeirra sem
við erum samvistum við.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hermt er að kettir sofi 80% sólar-
hringsins. Það passar ekki fyrir ljónið,
en margt bendir til þess að það hvíli sig
meira en endranær þessa dagana.
Hreiðraðu um þig og gerðu ekkert í
kvöld, það er yndislega afslappandi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Leikgleði er mikilvægur þáttur snilli-
gáfunnar. Leikgleði sem reiðir sig á
ímyndunaraflið, það er hljóðfæranám,
listsköpun eða bara hrein fíflalæti,
hentar meyjunni ágætlega.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Tvíhyggjan ræður ferðinni í dag.
Myrkrið er hluti af birtunni á sama
hátt og birtan er hluti af myrkrinu.
Taktu ást og hamingjuleit fram yfir
andlát og skatta, ef svo má að orði
komast.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er bara þess virði að taka áhættu
ef maður teflir djarft í þágu hins dul-
arfulla og undursamlega. Ekki taka
áhættu til þess eins að græða. Vertu
sem barn frammi fyrir hinu óvænta.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Skynjun bogmannsins er næmari en
oft áður og hið smáa í lífinu virðist ein-
staklega aðlaðandi. Það besta sem lífið
hefur upp á að bjóða þarf ekki alltaf að
kosta einhver ósköp. Biddu kaupóðan
vin að ráðleggja þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Virkt ímyndunarafl er frábært ef það
stjórnar manni ekki. Það er freistandi
að láta sem að maður sé einhver önnur
útgáfa af sjálfum sér. Gefðu upp það
sem þú veist, annars fer allt í flækju.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þrautseigjan gildir. Hægt er að snúa
algerri höfnun upp í andhverfu sína
með nægilegri staðfestu. Hertu upp
hugann og kljástu við vandkvæði þín
eina ferðina enn.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Í dag er ekki rétti tíminn til þess að
spila af fingrum fram. Farðu eftir upp-
skriftinni, lið fyrir lið. Himintunglin
stinga upp á því að fiskurinn endur-
skoði peningamálin. Hann kemur auga
á vandamálið og lagar það.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Merkúr (hugsun) og Mars
(þrár) daðra án afláts í
dag og hið sama mun gilda
um okkur mannfólkið. Tungl er í tvíbura
sem þekktur er fyrir að geta talað og því
liggur hinum feimnu jafnvel eitthvað á
hjarta líka. Afslappað viðhorf hentar
prýðilega í viðskiptum, fólk er að leita eft-
ir persónulegri nálgun, jafnvel við að-
stæður sem alla jafna teljast ópersónu-
legar.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 kvenna, 8
ámæli, 9 bylgjur, 10 guð,
11 synja, 13 býsn, 15
krukku, 18 menntastofn-
unar, 21 auð, 22 eyja, 23
eru ekki vissir, 24 hegn-
ingarhúsið.
Lóðrétt | 2 frumefni, 3
kroppa, 4 þarflaus, 5
svæfill, 6 skepna, 7 hug-
boð, 12 verk, 14 tré, 15
kenjar, 16 vera hissa á,
17 fælin, 18 hvell, 19 ósið-
ur, 20 snjólaust.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skráp, 4 nýtur, 7 ertan, 8 lokki, 9 dró, 11 funi,
13 maka, 14 leifa, 15 kurl, 17 skot, 20 lim, 22 pakki, 23
játar, 24 reiði, 25 rimma.
Lóðrétt: 1 skerf, 2 rætin, 3 pund, 4 nóló, 5 tukta, 6 reisa,
10 reipi, 12 ill, 13 mas, 15 kopar, 16 rukki, 18 kútum, 19
terta, 20 lini, 21 mjór.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Myndlist
Aurum | Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir
vöruhönnuður sýnir handgerðar fígúrur.
Opið mán.–fös. 10–18 og lau. 11–16.
Café Karólína | Aðalsteinn Svanur sýnir
bleksprautuprentaðar ljósmyndir á segl-
dúk til 3. febr.
Gallerí + Akureyri | Ingileif og Áslaug
Thorlacius til 22. jan. Opið um helgar kl.
14–17.
Gallerí Sævars Karls | Byggir brú milli
náttúru og borgar – Helgi Már Kristinsson
sýnir abstrakt málverk. Til 26. jan.
Gallerí Sævars Karls | Myndlistarmað-
urinn Helgi Már Kristinsson með einkasýn-
ingu.
GUK+ | Hartmut Stockter til 16. jan.
Hafnarborg | Kári Sveinsson frá Færeyjum
og Pétur Bjarnason, myndhöggvari. Til 30.
jan.
Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir
og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka.
Hrafnista, Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir
sýnir í Menningarsal til 7. febrúar.
Iða | Sölusýning á málverkum Þóru Guð-
rúnar Benediktsdóttur til loka janúar
2006.
Kaffi Sólon | Dóra Emils – Heyr himna
smiður – til 14. jan.
Karólína Restaurant | Óli G. með sýn-
inguna Týnda fiðrildið til loka apríl 2006.
Kling og Bang gallerí | Ég sýni ekkert en í
nýju samhengi eftir Erling T.V. Klingenberg
& Hreyfingar – Movements eftir Sirru, Sig-
rúnu Sigurðardóttur. Til 22. janúar. Opið
fim.–sun. kl. 14–18.
Listaháskóli Íslands | Ásmundur Ás-
mundsson, myndlistarmaður, flytur fyr-
irlestur um eigin verk í LHÍ á Laug-
arnesvegi 91. Ásmundur (f. 1971)
útskrifaðist með mastersgráðu frá School
of Visual Arts í New York 1996. Ásmundur
stundar oft nokkurskonar þjóðfélagsrýni
og skilar frá sér í gjörningum, teikningum,
myndböndum og skúlptúr.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II –
Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13
ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar
2006.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Bernd Koberling til 22. janúar. Maðurinn og
efnið, yfirlitssýning.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró
til 23. apríl
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Nýlistasafnið | Kees Visser, Þór Vigfússon
og Ívar Valgarðsson. Til 28. jan.
Saltfisksetur Íslands | Margrét Bára með
málverkasýningu í Listsýningarsal til 27
jan. Opið alla daga frá 11–18.
Yggdrasill | Tolli til 25. jan.
Þjóðmenningarhúsið | Á veitingastofunni
Matur og menning í Þjóðmenningarhúsinu
eru sýnd málverk eftir Hjört Hjartarson.
Hjörtur kallar sýninguna Myndir frá liðnu
sumri.
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós-
myndir Marcos Paoluzzo í Myndasal og
ljósmyndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til
20. febrúar.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning
Borgarskjalasafns „Býarmenningin Tórs-
havn 1856–2005“ er í Grófarsal, Tryggva-
götu 15, en hún fjallar um þróun og upp-
byggingu byggðar í Þórshöfn í Færeyjum.
Hönnunarsafn Íslands | Feðginin Erla Sól-
veig Óskarsdóttir, iðnhönnuður, og Óskar L.
Ágústsson, húsgagnasmíðameistari, sýna
verk sín. Safnið er opnið kl. 14–18, lokað
mánudaga. Til 20. jan.
Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni þess að 50
ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveitingunni
til Halldórs Laxness hefur Gljúfrasteinn
sett upp sýningu í bókasal Þjóðmenning-
arhússins.
Þjóðmenningarhúsið | Sýnishorn af ár-
angri fornleifarannsókna sem njóta stuðn-
ings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í and-
dyri Þjóðmenningarhússins.
Rannsóknirnar fara fram á Skriðuklaustri,
Hólum, Þingvöllum, Keldudal, Reykholti,
Gásum, Kirkjubæjarklaustri og Skálholti.
Auk þess eru kumlastæði um land allt
rannsökuð.
Þjóðminjasafn Íslands | Boðið upp á fjöl-
breytta fræðslu og þjónustu fyrir safn-
gesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar
sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið
alla daga nema mánudaga kl. 11–17.
Dans
Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Dans-
skóli Jóns Péturs og Köru býður upp á
námskeið í barnadönsum, Freestyle, sam-
kvæmisdönsum, tjútti, mambó og salsa.
Boðið verður upp á einstaklingsnámskeið
fyrir fullorðna í s-amerískum dönsum. Inn-
ritun kl. 12–19 í síma 553 6645 eða á
heimasíðu dansskólans, www.dansskoli.is.
Kennsla hefst 11. jan.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús
verður miðvikudaginn 13. jan. í sal félags-
ins, Álfabakka 14A, kl. 20.30. Gömlu dans-
arnir. Allir velkomnir.
Fyrirlestrar og fundir
Landakot | Fræðslunefnd Rannsóknastofu
HÍ og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ) held-
ur fræðslufund 12. janúar kl. 15, í kennslu-
salnum á 6. hæð á Landakoti. Guðrún
Reykdal félagsráðgjafi mun fjalla um ís-
lenskar niðurstöður úr Rai Home Care-
rannsókn. Sent verður út með fjar-
fundabúnaði.
Sögufélag | Úlfhildur Dagsdóttir flytur er-
indi hjá Félagi íslenskra fræða sem hún
nefnir „Brennið þið menningarvitar: flóð og
fjara í íslenskum bókmenntum 2005“, þar
sem stiklað verður á stóru í jólabókablóði
ársins 2005.
Fréttir og tilkynningar
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun kl. 14–17. Sími 551 4349.
Netfang: maedur@simnet.is
Frístundir og námskeið
Hússtjórnarskólinn | Náttúrulækninga-
félag Reykjavíkur heldur matreiðslunám-
skeið í grænmetisréttum laugardaginn 14.
jan. Að þessu sinni hefur félagið fengið til
liðs við sig Dóru Svavarsdóttur mat-
reiðslumeistara frá veitingahúsinu Á
næstu grösum. Námskeiðið verður haldið í
Hússtjórnarskólanum, Sólvallagötu 12, og
stendur yfir frá kl. 11–17.
Börn
Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Hjá
Dansskóla Jóns Péturs og Köru er 4 til 5
ára börnum boðið upp á dans, söng og leik.
Hjá eldri börnum og unglingum er boðið
upp á námskeið í samkvæmisdönsum og
Freestyle. Innritun daglega kl. 12–19 í síma
553 6645 eða á heimasíðu dansskólans,
www.dansskoli.is. Kennsla hefst 11. janúar.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is