Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 8
8 lifun
Álið og stálgrái liturinn sem notið hafa svo mikilla vinsælda við ljósahönn-
un undanfarin ár eru nú á hægu undanhaldi. Í þeirra stað gera svarti og
hvíti liturinn sig líklega til að ná vinsældum á nýjan leik og sömuleiðis er
„retro“ stíll sjöunda áratugarins farinn að ryðja sér til rúms á ný. Það er
kærkomin tilbreyting að sjá mjúkar línur og nýja liti taka við sér í ljósahönn-
uninni á ný eftir einræðistímabil gráu tónanna. Og Bolster kúluljósin, sem
kalla má sannkallaðan fortíðarskell, ýta örugglega víða hressilega við
minnistaugunum, enda kemur formið efalítið mörgum þeim sem muna
tímana tvenna kunnuglega fyrir sjónir. Ýmsar tæknilegar endurbætur hafa
þó verið gerðar á ljósinu þó skemmtilegur „retro“ stíllinn fái að halda sér.
En ljós er ekki bara ljós og mikilvægi góðrar lýsingar fyrir nýtingu rýmis
verður seint ofmetið. Þeim fjölgar líka sífellt sem leita sér ráðgjafar hjá sér-
fræðingum í ljósamálum og segir Skarphéðinn Smith, hjá S. Guðjónsson í
Kópavogi, til að mynda æ algengara að fólk skoði möguleikann á að velja
samhæft kerfi fyrir allt rafkerfi hússins og þar með talið lýsingu.
Þannig er hægt, eins og S. Guðjónsson býður upp á, að láta sérstakt hús-
stjórnunarkerfi stýra bæði gólfhita, gardínum, öryggiskerfi, miðlægum
tónlistargrunni og jafnvel miðlægu ryksugukerfi!
Möguleikarnir þegar kemur að lýsingu eru líka margir og mismunandi.
Fjarstýrð kerfi með forstilltri lýsingu eru þannig einn möguleiki á meðan að
kerfi á borð við Instabus hússtjórnarkerfið bjóða upp á fjarstýringu í gegn-
um tölvu – jafnvel lófatölvu eða farsíma.
Lýsingin er hins vegar nokkuð sem fólk ætti alltaf að huga að snemma á
byggingar- eða breytingarferlinu. Að sögn Guðbjargar Magnúsdóttur inn-
anhúsarkitekts má alls ekki vanmeta þátt lýsingar í heildarhönnun íbúða.
Hluti lýsingar í heildarútliti sé miklu hærri prósenta en oft er talið. Þegar
verið er að fjárfesta í fallegum innréttingum og/eða leggja draumagólfið,
þarf að vanda lýsinguna til þess að þessir þættir fái fullkomlega notið sín.
Lýsingin er þess vegna ekki eitthvað sem er reddað eftir á, heldur mik-
ilvægur hluti af hönnunarferlinu.
ljós
birtunýjungar
í rökkr inu
Skammdegið ræður ríkjum þessa dagana og þá
koma kostir góðrar lýsingar skýrt í ljós.
Og ljósin dansa í takt við duttlunga tísk-
unnar eins og aðrir þættir heimilisins.
Stórir og glæsilegir kúplar á Notte-ljósinu hjá Lumex.
Dual transformer-loftljós, S. Guðjónsson.Að kveikja á perunni. Holonzki, Lumex.
Te
x
ti
S
ig
rú
n
S
a
n
d
ra
Ó
la
fs
d
ó
tt
ir
.
L
jó
sm
y
n
d
ir
A
rn
a
ld
u
r
H
a
ll
d
ó
rs
so
n
.
Það er viss fortíðarblær yfir Bolster-kúluljósunum. S. Guðjónsson.
Fjarstilla má ákveðnar senur. S. Guðjónsson.