Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 13
lifun 13
mitt mikilvægt að nýta birtuna sem best. Eitt af því
sem fólk getur gert heima hjá sér er að mála glugga-
karma með málningu með miklum glans því þannig
endurspeglast birtan í glansandi fletinum sem eykur
enn á birtuna.“
Hvernig lýsingu fellur þér best að nota þegar
sólin sest og lýsa þarf heimilið?
„Ég er hrifinn af mörgum litlum ljósum hér og þar
sem stækka rýmið. Það þarf hins vegar að skoða
hvert rými fyrir sig og vinna með umhverfinu. Það má
til dæmis setja ljós á bak við plöntur til þess að gefa
þeim meira líf og fá notalega birtu. Einnig má nota
lituð ljós til þess að fá stemningu og þá er um að
gera að fara eftir eigin uppljómun. Ég varð fyrir áhrif-
um af fallegu sólsetri og langaði að reyna að líkja eft-
ir þeirri lýsingu sem ég sá út um gluggann minn, þó
aldrei sé hægt að gera nákvæma eftirlíkingu. Ég setti
flúorljós með appelsínugulum pappír upp á skáp,
svo að það lýsti upp í loftið. Ljósið er með „dimmer“
svo ég get stýrt litnum eftir aðstæðum og þannig
framkallað „sólarlag“ inni hjá mér!“
Hvað með ljós fyrir hversdagslegar athafnir,
svo sem vinnu eða þrif?
„Ég nota Tolomeo skrifstofulampana frá Artemide, á
mörgum stöðum, en ég fékk þá í Pennanum. Ég nota
þá á skrifborðinu mínu, sem lesljós yfir sófanum og í
eldhúsinu sem vinnuljós. Þessir lampar gefa mjög
góða vinnubirtu. Svo hef ég sett röð af mjóum flúor-
perum í loftið eftir endilangri stofunni, sem hægt er
að stilla eftir þörfum. Með þeim ljósum myndast
mjög hrein og skýr birta um allt rýmið. Annars hef ég
fengið góða aðstoð við ljósahönnun frá Kseniu
Olafsson, lýsingarhönnuði hjá Epal, og starfsfólk
Lumex hefur verið mjög hjálplegt. Ég hef svo notið
aðstoðar rafvirkjanna Eiríks Hjaltasonar og Ásbjörns
Baldurssonar við uppsetningu á ljósunum.“
Hverjir eru leyndardómar lýsingarinnar?
„Lýsing snýst ekki bara um ljós, heldur líka um rökkur
og myrkur. Hún snýst líka um samspil við efni og
áferðir. Þegar ljós snertir yfirborð, verður útkoman
eitthvað annað, hvorki ljós né yfirborð heldur flötur
sem er samtvinnaður af báðum áhrifavöldum. Hlutir
fá ólíkt útlit eftir lýsingu og birtu. Þeir líta öðruvísi út
að degi til en að kvöldi, í skugga eða í birtu. Þannig
spilar birtan og ljósið á umhverfið svo að útkoman
verður nánast leikræn.“
spurt og svarað
Röð af flúorperum í loftinu.
Tolomeo- lampi f rá Artemide.
Mass imo segir lýs ingu snúast um samspi l b i r tu v ið efn i og áferð.
B lá b i r ta f rá ser íu á svö lum ve i t i r skemmti lega b i r tu .