Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 14
14 lifun
Arkitektúr myndi af flestum
skilgreindur sem listin að
spila saman gólffleti, út-
veggjum og innri skilrúmum
(milliveggjum) og svo þaki,
svo úr verði bygging einhvers
konar sem hæfir fyrirfram skil-
greindu hlutverki og uppfyllir
ákveðið notagildi. Það er ekki
svo ýkja langt síðan birtan,
eða lýsingin, fékk viður-
kenndan sess meðal áð-
urnefndra þátta sem órjúf-
anlegur hluti fullgerðrar
heildar.
Á þessum vettvangi, sem
öðrum, eru þó alltaf ein-
hverjir sem ryðja brautina og
í hópi þeirra er svissneski
arkitektinn og hönnunar-
vitringurinn Le Corbusier.
Byggingar hans gera ráð fyrir
lýsingunni sem hluta af hönn-
unarferlinu allt frá fyrstu stig-
um í stað þess að litið sé á
ljósið sem úrlausnarefni að
hönnun hússins lokinni. Tvö
lýsandi dæmi, þó ólík séu,
eru einbýlishúsið Villa Savoye
(1928) og svo kirkjan Notre
Dame du Haut í Ronchamp
(1950).
Le Corbusier – eða Charles-
Edouard Jeanneret, eins og
hann var skírður – lét eitt sinn
hafa eftir sér að ljós gert af
manna höndum yrði aldrei
annað en eftirlíking og annars
flokks birta. Með það fyrir aug-
um að náttúruleg birta rynni því sem næst óhindrað um Villa Savoye ákvað
hann að hafa burðarvirki þessa tveggja hæða húss á neðri hæðinni svo
hann gæti haft frjálsari hendur við birtustýringu á efri hæðinni, þar sem
vistarverur íbúa eru. Járnbent steypa og burðarsúlur er því notað við gerð
neðri hæðarinnar svo uppi megi hafa gluggana sem mesta og milliveggina
sem fæsta. Hugsunin um opin rými var þó ekki eingöngu til einföldunar á
skipulagi, heldur líka til að nýta sérstakan bjarma dagsbirtunnar til hins ýtr-
asta. Gluggarnir voru þannig hafðir eins viðamiklir og kostur var – þeir ná
ekki bara eftir endilöngum veggjunum á Villa Mairea heldur fara þeir meira
að segja fyrir horn á ferhyrndri byggingunni. Dagsbirtan fær hins vegar
ekki sama vægi á jarðhæðinni, sem m.a. geymir innkeyrslu og bílskúr, en er
þeim mun mikilvægari á efri hæðinni – eftir því sem íbúarnir færa sig ofar
fjarlægjast þeir efnið og nálgast andann samkvæmt hugsun arkitektsins.
Kirkjan Notre Dame du Haut er síðan lýsandi dæmi um sköpunarverk Le
Corbusiers á seinni hluta ferils hans þar sem hinn rétthyrndi alþjóðlegi stíll,
sem hann var brautryðjandi að ásamt þeim Mies van der Rohe og Walther
Gropius, hefur vikið fyrir bognum og fullkomlega ósamhverfum formum –
allt að því súrrelískum. Því fer þó fjarri að hönnun Notre Dame í Ronchamp
sé tilviljanakennd. Hafi Villa Mairea verið hönnuð sem „vél til að búa í“ er
kirkjan atarna „vél helgistundanna“. Þannig hafa ótal smáir gluggar á aust-
urhlið byggingarinnar annað hlutverk en að ljá henni eftirminnilega ásjónu
– hlutverk þeirra við stýringu birtunnar innan dyra er vandlega úthugsað.
Ljósið sem fellur inn um gluggana umlykur þannig ákveðnar helgimyndir,
lýsir þær upp og dregur að þeim athygli á sama tíma og skuggsæl svæði
milli þeirra eru hugsuð sem afdrep þar sem gestir geta átt kyrrláta helgi-
stund til bænahalds og íhugunar. Annar óhefðbundinn birtugjafi í kirkjunni
eru bil milli láréttra samskeyta hvítra útveggja byggingarinnar og svarta
þaksins sem á veggjunum hvílir. Upp úr veggjunum gægjast nefnilega
burðarbitar með reglulegu millibili og á þeim hvílir þakið, en ekki á veggj-
unum sjálfum. Með þessu móti myndast lárétt 10 cm há glufa sem hleypir
inn dagsbirtunni og skapar þá tálsýn að þakið hreinlega svífi rétt ofan við
veggina.
Ekki að furða þó gestum kirkjunnar finnist þeir í návist hins guðlega á
svona stað. Alltént er ekki erfitt að ímynda sér að Le Corbusier hafi verið í
félagsskap engla – því skilningur hans á lýsingu og birtustjórnun var vart af
þessum heimi.
arkitektinn
l jós ið að hætt i le corbusier
Arkitektinn og hönnuðurinn Le Corbusier
var að mörgu leyti á undan sinni samtíð
hvað hönnun húsa hans viðkemur og er nálg-
un hans á birtustýringu þar meðtalin.
Villa Savoye – tímamótahús í módernískum stíl. Dagsbirtan flæðir um innviði Villa Savoye.
Notre Dame du Haut, Ronchamp, Frakklandi.
Dagsbirtan
laumast milli
þaks og
veggja.
Litlu glugg-
arnir virðast
staðsettir af
handahófi, en
það er öðru
nær.
Te
xt
i:
Jó
n
A
g
na
r Ó
la
so
n.