Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 24
24 lifun Glöggir íbúar höfuðborgarinnar hafa ef til vill tekið eftir því að stóra hesta- styttan sem áður stóð á græna svæðinu milli Suðurlandsbrautar og Miklu- brautar hefur nýlega verið færð niður á Hlemm – þar sem hún átti raunar upprunalega að standa. Í stað styttunnar stendur til að reisa íbúðir, þjón- ustukringlu og hjúkrunarheimili fyrir aldraða, alls nærri 23.000 fermetra af byggingum. Hönnuðirnir að baki öllum þessum fermetrum eru tvær ungar konur, Ásdís Helga Ágústsdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir, sem saman eiga og reka arkitektastofuna Yrki. „Við fundum mjög fljótt einhvern samhljóm og höfum unnið mjög vel sam- an allt frá byrjun. Stundum er minna að gera en stundum meira, eins og núna,“ sögðu arkitektarnir þegar Lifun heimsótti þær á fjölmenna og bjarta stofuna við Hverfisgötu. Um þessar mundir hafa þær fjóra aðra arkitekta á sínum snærum og vantar raunar fleiri, enda vægast sagt stórt verkefni í smíðum. Samstarfssögu þeirra Sólveigar og Ásdísar má rekja allt aftur til ársins 1993, en árið 1997 varð vendipunktur í samstarfi þeirra. Þá unnu þær samkeppni um tillögu að Læknaminjasafni við Nesstofu á Seltjarnarnesi. „Þá stofnuðum við arkitektastofuna okkar, Yrki, til að vinna þá tillögu áfram,“ segja þær. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mörg verkefni komið inn á borð í Yrki. Dæmi um byggingar sem arkitektastofan á heiðurinn að eru sambýlið í Blikaási í Hafnarfirði, Saltfisksetrið í Grindavík, íslenska sendiráðið í Japan, og höfuðstöðvar Landsbankans í London, auk ýmissa verkefna fyrir ein- staklinga. „Svo eru auðvitað mjög mörg verkefni sem við höfum unnið, sem aldrei hafa orðið að byggingum. Það er einfaldlega hluti af starfi arkitekts, og það þarf ákveðna þrautseigju til að þola þann mótbyr. Nesstofusafn er eitt dæmi um slíkt, og okkur þykir mjög miður að það hafi aldrei orðið að veruleika. En maður heldur enn í vonina, enda hafði verkið mikinn meðbyr og hefur enn,“ segja þær. Bæði Ásdís og Sólveig eru menntaðar í byggingaarkitektúr. Ásdís útskrif- aðist árið 1992 frá Bartlett School of Architecture í London, eftir nám að auki í Edinborg, en Sólveig ári síðar frá AA School of Arcitecture í London eftir að hafa hafið nám í Árósum. Þær segjast vinna mikið tvær saman, eftir því sem færi gefast, og hugmyndavinnan sé alltaf gerð í samvinnu þeirra, og samstarfsmanna eftir atvikum. En hvernig skyldi stíll Yrkis- arkitekta, Ásdísar og Sólveigar, vera? „Við erum ekkert mikið fyrir að fletta blöðum og taka upp það sem hæst ber í arkitektúr á hverjum tíma. Reynum frekar að forðast það ef eitthvað er,“ segja þær og segjast frekar telja að menntunargrunn- urinn sem þær byggi á hafi sitt að segja, sem og íslenskt umhverfi. „Síðan kallar hvert verkefni á ólíka nálgun; staðsetning þess, veðurfar, gróður, landslag. Það formar byggingarnar hjá okkur. Og þegar maður er að byggja við eldri hús tekur maður auðvitað mið af þeirri byggingu sem fyrir er.“ hvert verkefni kal lar á ól íkan st í l Sólveig Berg Björnsdóttir og Ásdís Helga Ágústsdóttir. Staðsetning, veður, gróður og landslag, allt hefur þetta áhrif á hönnun arkitekt- anna Ásdísar Helgu Ágústsdóttur og Sól- veigar Berg Björnsdóttur sem segja ekkert verkefni vera eins. portrett af arkitektum T e x ti I n g a M a rí a L e if sd ó tt ir . P o rt re tt m y n d A rn a ld u r H a ll d ó rs so n . 1 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.