Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 25
Það tekur dágóðan tíma að afla sér virðingar og stöðu í arkitektúr- heiminum, þrátt fyrir elju og atorku og mýmörg verk sem tala sínu máli. Þær Sólveig og Ásdís telja að það taki arkitektastofu að jafnaði tíu ár að festa sig í sessi. „Við erum því ennþá taldar ungir arkitektar, og samt búnar að starfa þetta lengi saman í Yrki. En tíu ár virðast vera lágmark fyrir stofu að verða fullgild,“ segja þær. Sé reiknað í skyndingu, 1997–2006, er útkoman níu ár. Þær hljóta að vera þá alveg að ná því takmarki? „Já, vonandi hefst þetta á endanum,“ segja þær hlæjandi. „Og við er- um bjartsýnar á að fá fleiri tækifæri til að skapa góðan arkitektúr á Ís- landi. Það er svo margt spennandi að gerast hjá okkur um þessar mundir.“ 1. Teikning af Mark- arholti, þjónustuíbúð- unum sem rísa eiga í Mörkinni. 2. Ljósmyndirnar eru úr raðhúsi í Fossvoginum, þar sem Yrki sá um innanhússhönnunina. 3. „Pavillion“ eða út- bygging við einbýlishús í Hafnarfirði. 2 lifun 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.