Morgunblaðið - 14.01.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.01.2006, Qupperneq 29
lifun 29 Gulrótamúffur 12–16 múffur 2 egg 100 g púðursykur 300 g hveiti ½ tsk. engifer 1½ tsk. kanill ½ tsk. salt 2½ tsk. lyftiduft ¾ dl appelsínusafi ½ dl matarolía 2 dl hrein jógúrt 5 msk. döðlur, saxaðar 200 g gulrætur, fínrifnar Hrærið egg og sykur létt og ljóst. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og kryddi saman við og bætið við til skiptis jógúrt og mjólk, hrærið eins lítið og hægt er. Hrærið gulrótum og döðlubitum saman við deigið. Setjið í 12–16 múffuform, annaðhvort smurð eða pappírs- klædd. Hvert form á að vera fyllt að um þremur fjórðu. Bakið við 180°C í 25–30 mín- útur, eða þar til múffurnar hafa lyft sér vel og tekið góðan lit. matur Kúrbítssúkkulaðikaka 1 kaka u.þ.b. 10 sneiðar 3 egg 2 dl púðursykur 3 msk. olía 5 dl hveiti 2 msk. kakó 1½ tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill ¼ tsk. salt 2½ dl eplamauk 4 dl rifinn grænn kúrbítur (súkkíní) 1 dl súkkulaðibitar – 70% súkkulaði Þeytið saman egg, sykur og olíu. Blandið eplamauki út í og því næst öllum þurrefnum. Rífið kúrbítinn og blandið saman við deigið ásamt súkkulaðibitunum Setjið deigið í smurt aflangt form eða hringform. Bakið við 180°C í 60–70 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út. Þessi kaka er virkilega gómsæt með ekta súkkulaðibragði: Þar sem kakan inniheldur litla fitu er hún í hollari kantinum sem er auðvitað ánægjulegt. Þetta er kaka sem hægt er að baka fyrir börn og full- orðna þegar löngun í eitthvað gómsætt grípur mann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.