Morgunblaðið - 18.01.2006, Síða 1
2006 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR BLAÐ C
SERBAR ÓÞEKKT STÆRÐ SEGIR VIGGÓ / C3
FORSVARSMENN knattspyrnusambands Sádi
Arabíu hafa orðið við ósk sænska knattspyrnu-
sambandsins að konum verði leyft að horfa á
vináttulandsleik sem fram fer í Riyadh í þessari
viku. Þegar ljóst var að konum yrði ekki leyft
að mæta á leikinn var því mótmælt harkalega í
Svíþjóð, og var skorað á sænska knattspyrnu-
sambandið að mæta ekki til leiks með liðið þar
sem að konur mættu ekki vera á meðal áhorf-
enda. Leikvangurinn sem leikið verður á er
mun minni en sá sem upphaflega átti að nota og
var talið að það væri gert til þess að geta úti-
lokað konur – en fjölmargir stuðningsmenn
sænska landsliðsins ætla að mæta á leikinn.
Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svía, þurfti
m.a. að svara fyrirspurnum frá þingmönnum
um málið enda var Svíum brugðið er þeir fengu
fréttir af gangi mála.
Konur fá að
horfa á Svía
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
BJARNI Guðjónsson hafnaði í gær tilboði
belgíska knattspyrnuliðsins Lokeren og á
hann ekki von á því að fá annað tilboð frá
félaginu. „Tilboðið var einfaldlega með
þeim hætti að ég sá mér ekki fært að rífa
fjölskylduna upp frá Plymouth á Englandi.
Ég átti satt best að segja von á mun betra
tilboði þar sem þjálfari liðsins hafði mikinn
áhuga á að fá mig til liðsins. Hann hefur
ekkert með samningamálin að gera og því
fór sem fór. Ég er því í sömu stöðu og áður,
samningur minn við Plymouth rennur út í
sumar og ég er að leita að öðru félagi,“
sagði Bjarni en hann segir að skoskt félag
sé inni í myndinni hjá sér og einhver hreyf-
ing er á enska markaðinum. „Það er að
mörgu að hyggja fyrir mig og það kemur
vel til greina að koma heim til Íslands á ný
ef þetta gengur ekki upp. Konan mín er í
háskólanámi og ég hef áhuga á að mennta
mig meira en ég gerði áður en ég fór út í
atvinnumennskuna,“ sagði Bjarni.
Forráðamenn norska knattspyrnuliðsins
Strömsgodset hafa hug á að skoða Bjarna
en þjálfari Strömsgodset, Dag-Eilev
Fagermo, og umboðsmaðurinn Kjetil
Osvold staðfestu þetta við norska blaðið
Drammens Tidende í gær. Liðið féll úr úr-
valsdeildinni 2001 og var í 8. sæti 1. deildar
á síðasta tímabili.
Bjarni sagði að það væri ekki efst á baugi
hjá sér að fara til Noregs til reynslu eins og
Fagermo hefur óskað eftir. „Ég hef ekki
rætt við félagið og satt best að segja er það
ólíklegt að ég fari þangað til reynslu,“
sagði Bjarni í gær við Morgunblaðið.
Bjarni hafnaði
Lokeren
ARNAR Þór Viðarsson landsliðs-
maður í knattspyrnu skrifaði í gær
undir þriggja og hálfs árs samning
við hollenska úrvalsdeildarliðið
Twente að undangenginni læknis-
skoðun hjá félaginu. Twente greið-
ir Lokeren 150.000 evrur fyrir Arn-
ar, sem jafngildir rúmlega 11
milljónum íslenskra króna, en
samningur hans við Lokeren átti að
renna út í sumar. Arnar er 27 ára
gamall og á 43 A-landsleiki að baki.
Hann hóf feril sinn með FH en gekk
til liðs við Lokeren árið 1997 og
hefur spilað 240 leiki með því í
efstu deild og verið fyrirliði undan-
farin fjögur ár.
,,Ég er virkilega ánægður með
þessa niðurstöðu og hlakka bara
mikið til að takast á við þessa nýju
áskorun. Mér fannst ég ekki getað
annað en tekið tilboðinu frá Twente
enda ekki víst að svona tækifæri
komi aftur. Twente er að mörgu
leyti svipaður klúbbur og Lokeren
en hollenska knattspyrnan stendur
framar og það verður gaman að fá
að spreyta sig í þessari sterku
deild,“ sagði Arnar Þór við
Morgunblaðið í gær.
Arnar fékk grænt ljós á félaga-
skiptin frá forráðamönnum Loker-
en í gær og mætir á sína fyrstu
æfingu hjá Twente í dag en liðið
tekur á móti stórliði Ajax á sunnu-
daginn. Arnar segir að hugsanlega
verði hann í hópnum sem mætir
Ajax en hann segir það koma betur
í ljós eftir að hann hittir þjálfarann
í fyrsta sinn í dag.
Arnar samdi
við Twente
Rætt hefur verið um að MargrétLára gangi til liðs við þýska
liðið næsta haust en hún sagði við
Morgunblaðið að það væri ennþá
galopið.
„Málin skýrast kannski eitthvað
betur eftir þessa ferð. Ég ætti að
finna eftir þessa dvöl hvernig ég
myndi falla inn í þeirra hóp og um-
hverfi,“ sagði Margrét Lára, sem er
aðeins 19 ára en hefur gert 13 mörk
í 18 A-landsleikjum og 71 mark í 54
leikjum með Val og ÍBV í úrvals-
deildinni.
Potsdam er núverandi Evrópu-
meistari og leikur til úrslita um
UEFA-bikar kvenna annað árið í
röð í vor – mætir þá öðru þýsku liði,
Frankfurt, í úrslitum. Liðið er efst í
1. deild, hefur ekki tapað leik og er
með 23 stig eftir 9 leiki, en Duis-
burg og Frankfurt eru með 22 stig
hvort. Duisburg eftir 10 leiki en
Frankfurt eftir aðeins 8. Tólf lið
leika í deildinni og því eru spilaðar
22 umferðir.
Á vef Potsdam kemur fram að
Bernd Schröder þjálfari liðsins vilji
fá Margréti Láru í sínar raðir í
sumar.
Margrét Lára
fer til Potsdam
MARGRÉT Lára Viðarsdóttir,
landsliðskona í knattspyrnu úr
Val, fer á miðvikudaginn í næstu
viku til þýsku Evrópumeistar-
anna Turbine Potsdam og dvel-
ur þar í átta daga við æfingar.
Þjóðverjarnir buðu Margréti
Láru utan en þeir hafa fylgst
grannt með henni frá því Valur
mætti þýska liðinu í átta liða úr-
slitum UEFA-bikarsins í haust
og vilja fá hana í sínar raðir.
Margrét Lára Viðarsdóttir
Morgunblaðið/Golli
ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handknattleik í gærkvöld ásamt Haukum. Hér brýst leik-
maður ÍBV inn af línunni og skorar eitt af mörkum liðsins en Eyjakonur fögnuðu tíu marka sigri í Digranesi, 29:19.