Morgunblaðið - 18.01.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.01.2006, Qupperneq 4
VALSSTÚLKURNAR mæta gríska liðinu Athinaikos frá Aþenu í 16 liða úrslitum Áskorendakeppi Evrópu í handknattleik. Fyrri viður- eignin fer fram í Aþenu 11. eða 12. febrúar, en seinni við- ureignin í Laugardalshöllinni viku síðar, 18. og 19. febrúar. Það er lítið vitað um styrk- leika gríska liðsins, en það lagði annað grískt lið að velli í 32 liða úrslitum – GS Elpides í tveimur leikjum í Aþenu, 34:33 og 31:25. Athinaikos hef- ur ekki tekið þátt í Evrópu- keppni á undanförnum árum. Þá hafa grísk lið ekki náð lengra en í 16-liða úrslit á Evrópumótum síðustu árin. Valur til Aþenu Deco í tveggja leikja bann DECO, portúgalski miðju- maðurinn sem leikur með spænska meistaraliðinu Barcelona, var í gær úr- skurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd spænska knattspyrnusambandsins. Deco fékk að líta rauða spjaldið í viðureign Barce- lona gegn Atletico Bilbao um síðustu helgi fyrir að toga í hárið á leikmanni Bilbao. Portúgalski landsliðsmað- urinn missir af leik Börsunga á móti Alaves um næstu helgi og bikarleik gegn ann- aðhvort Atletico Madrid eða Zaragoza í næstu viku en for- ráðamenn Barcelona hafa í hyggju að áfrýja úrskurð- inum. Hannes sagði við Morgunblaðið ígær að hann vonaðist eftir því að vera tilbúinn að spila á ný um aðra helgi. „Þetta eru svona dæmigerð ökklameiðsli og ég vona að ég geti farið að hlaupa aftur á föstudag eða mánudag. Það lítur ekki út fyrir að þetta sé alvarlegt en það er vissulega slæmt að detta út einmitt núna því það hefði ver- ið meiri möguleiki en áður á að fá að spreyta sig í fremstu víglínu,“ sagði Hannes sem hef- ur aðallega leikið á vinstri kantinum hjá Stoke í vetur en einnig nokkra leiki á þeim hægri. Sammy Bangoura, sóknarmaður Stoke og helsti markaskorari, er fjarverandi um þessar mundir þar sem hann spilar með Gíneu í úrslita- keppni Afríkumóts landsliða og Joh- an Boskamp knattspyrnustjóri er í nokkrum vandræðum með sóknina hjá sér af þeim sökum. „Já, ég hefði kannski komist aftur í mína stöðu en ég kvarta ekki. Það er skemmtilegra að spila en að vera utan vallar og horfa á, ég hef fengið fína reynslu með því að spila á könt- unum og verð vonandi fjölhæfari leikmaður fyrir vikið,“ sagði Hannes. Það hefur verið mikill tröppu- gangur á liði Stoke sem um tíma var í hópi efstu liða en hefur sigið niður í miðja deild eftir slæmt gengi um jól og áramót. Ótrúlega köflótt tímabil „Við töldum okkur vera í góðri stöðu fyrir jólin og stefndum á sæti í úrslitakeppninni en svo hefur þetta gengið illa að undan- förnu. Tímabilið hefur annars verið ótrúlega köflótt hjá okkur, við höfum unnið fimm leiki af sex í einni lotu og svo tapað öðru eins,“ sagði Hannes. Stoke er í 13. sætinu en aðeins sex stigum á eftir Preston sem er í sjötta sæti en það gefur rétt til að leika um úrvalsdeild- arsæti. Hannes kom til Stoke frá Viking Stavanger í lok ágúst og kann vel við sig hjá félaginu. „Mér líður mjög vel hérna og það var alls ekki erfitt að venjast breytingunni. Þetta er hörkudeild og mjög jöfn, og flest lið- in áþekk að getu. Það skiptir litlu hvort maður spilar gegn liði sem er ofarlega eða neðarlega,“ sagði Hannes Þ. Sigurðsson. milljónir íslenskra króna, fyrir Arn- ar Þór. „Ég verð að sætta mig við að missa fyrirliðann, en ég krefst þess að Arnar Þór leiki með okkur gegn Moeskroen á laugardaginn. Ég get ekki notað sjö fastamenn liðsins vegna meiðsla og leikbanns. Því er afar slæmt fyrir okkur að missa Arnar Þór, sem hefur verið einn Ástæðan fyrir því að Lokerenlætur Arnar Þór fara núna á miðju keppnistímabili, er að samn- ingur hans við liðið rennur út í maí og getur hann þá farið frá Lokeren á frjálsri sölu. Hollenskir fjölmiðlar segja að Twente greiði Lokeren 150 þúsund evrur, sem rúmlega ellefu mikilvægasti leikmaður liðsins,“ sagði Aime, sem gekk svo langt – að hóta því að setjast ekki á bekk Loke- ren í leiknum á móti Moeskroen, ef Arnar Þór léki ekki með. Arnar Grétarsson getur ekki leik- ið með Lokeren, þar sem hann hefur ekki náð sér fullkomlega eftir meiðsli og þá tekur Rúnar Kristins- son út leikbann í leiknum gegn Moeskroen. Forseti Lokeren reynir nú allt til að róa Aime og sagðist vera tilbúinn að kaupa tvo leikmenn í stað Arnars Þór. Bjarni Guðjónsson er inni í myndinni, en viðræður við hann eru á byrjunarstigi. Morgunblaðið/Kristján Bernburg Arnar Þór Viðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að yfirgefa Lokeren í Belgíu og halda til Hollands. Þjálfarinn óhress að missa Arnar Þór AIME Anthuens, þjálfari Lokeren, er ekki ánægður með að missa Arnar Þór Viðarsson frá liðinu, en hann er á leiðinni til FC Twente í Hollandi. FC Twente er frá borginni Enschede, sem er í austur Hol- landi – við landamæri Þýskalands. Liðið er nú í neðri hluta hol- lensku deildarinnar og eru forráðamenn Twente ákveðnir að styrkja liðið fyrir lokabaráttuna. Eftir Kristján Bernburg  GUÐMUNDUR E. Stephensen vann báða leiki sína í einliðaleik af öryggi, 3:0, þegar lið hans, Malmö FF, lék við toppliðið Eslövs AI í sænsku úrvalsdeildinni í borðtennis í fyrrakvöld. Það nægði þó ekki því Eslövs vann leikinn, 5:3, og er á toppnum ásamt Halmstad með 23 stig en Malmö FF er í fjórða sæti með 17 stig.  MATTHÍAS Vilhjálmsson og Há- kon Hallfreðsson, leikmenn með 2. og 3. flokki FH í knattspyrnu, fara á morgun til enska úrvalsdeildarliðs- ins Everton og æfa þar í eina viku. Ólafur Jóhannesson, þjálfari meist- araflokks, og Ingvar Jónsson, þjálf- ari 2. flokks verða einnig með í för.  FH-INGURINN Bjarni Þór Við- arsson, sem er 17 ára, leikur með vara- og unglingaliðum Everton en hann gekk til liðs við félagið 2004.  HEIMIR Guðjónsson, aðstoðar- þjálfari meistaraflokks FH og fyrir- liði liðsins undanfarin ár, er líka á förum til Englands. hann fer til Ars- enal til að fylgjast þar með þjálfun.  AHN Jung-hwan, knattspyrnu- maðurinn sem skoraði sigurmark Suður-Kóreu gegn Ítalíu í heims- meistarakeppninni 2002 og var fyrir vikið hótað brottrekstri frá ítalska félaginu Perugia, er á leiðinni til reynslu hjá enska úrvalsdeildarlið- inu Blackburn. Ahn leikur með Metz sem er neðst í frönsku 1. deildinni.  WAYNE Rooney og Alex Fergu- son hjá Manchester United verða ekki ákærðir af enska knattspyrnu- sambandinu fyrir að rífast við Steve Bennett dómara í hálfleik þegar lið þeirra mætti Manchester City í úr- valsdeildinni á laugardaginn. Tals- maður sambandsins sagði að í skýrslu Bennetts um leikinn hefði ekkert verið minnst á þetta atvik.  FRANSKA liðið Mónakó hefur gert samning við Manuel Dos Sant- os, varnarmann hjá Benfica. Kapp- inn er 31 árs og gerði félagið við hann 18 mánaða samning. Hann þekkir til hjá félaginu, lék þar 1995– 97 áður en hann fór til Montpellier og Marseille. Hann er þriðji leik- maðurinn sem Mónakó kaupir á árinu en áður höfðu ítölsku sóknar- mennirnir Marco di Vaio og Christ- ian Vieri verið keyptir til félagsins.  CRISTIANO Ronaldo, leikmaður Manchester United, var í gær úr- skurðaður í þriggja leikja bann vegna brots á Andy Cole, leikmanni Man. City í leik sl. laugardag. Hann mun missa af bikarleik gegn Burton í kvöld, deildarleik gegn Liverpool á Old Trafford um helgina og deilda- bikarleik gegn Blackburn á miðviku- daginn 25. janúar. FÓLK „Slæmur tími til að meiðast“ HANNES Þ. Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, meiddist á ökkla á æfingu hjá Stoke City síðasta föstudag og er frá keppni í bili. Hann missti af leik liðsins gegn Watford í 1. deildinni á laugar- daginn og gegn Tamworth í bikarkeppninni í gærkvöld og þá er ljóst að hann verður ekki með í næsta deildaleik sem er gegn Hull á laugardaginn. Hannes Þ. Hannes Þ. Sigurðsson frá keppni með Stoke City vegna ökklameiðsla Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.