Morgunblaðið - 24.01.2006, Side 3

Morgunblaðið - 24.01.2006, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 B 3 ENN er óvíst með þátttöku Jal- ieskys Garcia með íslenska lands- liðinu í úrslitakeppni Evrópumóts- ins í handknattleik sem hefst í Sviss á fimmtudaginn. Garcia fer með lið- inu utan í dag en bakslag kom í bata hans í gær þegar bólgur í fæti gerðu vart við sig á æfingu lands- liðsins. Viggó Sigurðsson landsliðs- þjálfari sagði við Morgunblaðið að Garcia færi með liðinu og síðan kæmi í ljós á leikdegi hvort hann yrði leikfær. „Það er eðlilegt að svona bólgur geri vart við sig þegar menn byrja að æfa á ný eftir að- gerð. Málið er að Garcia hefði átt að byrja æfingar miklu fyrr og þá væri hann kominn yfir þetta vanda- mál. Ég reikna ekki með honum í sjálfu sér og lít á það sem plús ef hann getur spilað. Við megum ekki gera of mikið úr svona meiðslum, það eiga öll liðin við einhver vandamál að stríða og við einbeitum okkur að því liði sem við getum stillt upp hverju sinni. Ef Garcia reynist ekki leikfær getum við kallað inn leikmann eftir riðla- keppnina, en samkvæmt nýjum reglum má þá skipta um tvo leik- menn í hópnum,“ sagði Viggó. Þeir leikmenn sem hægt er að kalla inn eftir riðlakeppnina þurfa að vera í upphaflegum 24 manna hópi sem tilkynntur var. Til greina í stað Garcia koma því helst þeir Vil- hjálmur Halldórsson, Logi Geirsson og Ingimundur Ingimundarson. Bakslag hjá Garcia sem fer þó með til Sviss FÓLK  FINNBOGI Llorens, sem lék mikið með Skagamönnum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðasta sumar, verður ekki með þeim í ár. Finnbogi hefur fengið sig lausan undan þriggja ára samningi við ÍA þar sem hann vill ein- beita sér að námi, samkvæmt vef fé- lagsins.  SKAGAMENN unnu 1. deildar lið Hauka, 4:1, í æfingaleik í Fífunni í fyrrakvöld. Jón Vilhelm Ákason, Andrés Vilhjálmsson, Pálmi Har- aldsson og Ellert Jón Björnsson skoruðu fyrir ÍA en Ómar Karl Sig- urðsson fyrir Hauka.  HELGI Sigurðsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, lék sinn fyrsta leik með íslensku liði í níu ár um helgina. Hann spilaði þá á ný með Fram, sem hann leikur með í 1. deild- inni í sumar, en Safamýrarliðið tap- aði, 0:1, fyrir Grindavík í æfingaleik.  SINISA Valdimar Kekic, hinn 36 ára gamli fyrirliði Grindvíkinga, skoraði sigurmarkið í leiknum og hef- ur gert fimm mörk í tveimur fyrstu leikjum þeirra á árinu. Leikurinn fór fram á gervigrasvelli Framara í Safa- mýri.  ÍVAR Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í enska 1. deildarliðinu Reading dvelja þessa dagana við æfingar á Algarve í Portúgal og koma síðan beint heim í bikarleik liðsins við Birmingham um næstu helgi.  INGIBJÖRG Guðlaugsdóttir náði lengst fjögurra íslenskra keppenda á heimsbikarmóti unglinga í skylming- um sem fram fór í Montreal í Kanada um helgina. Ingibjörg komst áfram úr riðlakeppninni eftir tvo sigra þar en féll síðan út í 16 manna úrslitum gegn Julie Cloutier, kanadískum unglingameistara. Þau Sigrún Inga Garðarsdóttir, Ásta Helgadóttir og Haraldur Hugósson komust ekki áfram úr riðlakeppni mótsins en allir Íslendingarnir tóku þátt í keppni með höggsverði.  BRASILÍSKI framherjinn Romar- io er ekki dauður úr öllum æðum. Þessi smái en knái leikmaður sem verður fertugur á árinu skoraði þrennu fyrir lið sitt, Vasco da Gama, sem dugði þó skammt því liðið tapaði fyrir Botafogo, 5:3, í brasilísku deild- arkeppninni. Romario nálgast 1.000 marka múrinn en samkvæmt hans kokkabókum hefur hann skorað 955 mörk á keppnisferli sínum.  ENSKA knattspyrnufélagið Middl- esbrough sagði í gær upp samningi sínum við portúgalska varnarmann- inn Abel Xavier, sem var dæmdur í 18 mánaða keppnisbann fyrir skömmu vegna meintrar lyfjanotk- unar.  PAOLO Di Canio, fyrirliði ítalska knattspyrnuliðsins Lazio, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann og 750 þúsund króna sekt fyrir að fagna stuðningsmönnum liðsins með fas- istakveðju. ÍÞRÓTTIR on handknattleiksdómarar komust frá völd þrátt fyrir verkfallsaðgerðir flug- SAS til Sviss í gær en sluppu þangað með ppni því vélin var sögð full en það tókst gði Gunnar við Morgunblaðið þegar þeir . Þeir dæma í úrslitakeppni Evrópumóts- nnars vita þeir ekki ennþá hvert þeirra efán sluppu frá höfn til Zürich Reuters marki sínu fyrir West Ham gegn Fulham í gærkvöld ásamt Bobby Zamora. Ferdinand-bræður voru io, bróðir Antons, skoraði sigurmark Manchester United gegn Liverpool á Old Trafford í fyrradag. Davydenko í 8 manna úrslitunum á morg- un. Hjá kvenfólkinu bar það helst til tíðinda að Martina Hingis frá Sviss sem nýlega sneri aftur inn á tennisvöllinn eftir þriggja ára hlé er komin í fjórðungsúrslitin eftir sigur á Samantha Stosur frá Ástralíu í tveimur settum, 6:1 og 7:6. Hingis, sem gerir atlögu að fjórða meistaratitli sínum á opna ástralska mótinu, mætir Kim Clij- sters frá Belgíu. „Ég bjóst aldrei við því að ná svona langt. Ég hef haft óskaplega gaman af því að vera með og ég hef verið mjög sátt við spilamennsku mína,“ sagði Hingis eftir sigurinn. Clijsters, sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra, hafði betur gegn Francescu Schiavone frá Ítalíu í tveimur settum, 7:6 og 6:4, og verður fróðlegt að fylgjast með viðureign Cljisters og Hingis í 8 manna úrslitunum. er fékk keppni Baldur fór á sína fyrstu æfingu ígær og sagði við Morgunblaðið að sér litist vel á sig hjá félaginu. „Þetta lítur allt mjög vel út og mér gekk ágætlega á þessari æfingu sem var utanhúss, á svipuðu gervigrasi og tíðkast heima. Ég vona að mér takist að sýna nóg til að vera boðinn samningur því ég tel að það yrði gott skref fram á við hjá mér í fótbolt- anum að spila hérna,“ sagði Baldur. Hann yrði annar Íslendingurinn í röðum Lyn því með liðinu spilar landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason. Lyn hafnaði í þriðja sæti norsku úr- valsdeildarinnar á síðasta ári og er því á fullri ferð í Skandinavíudeild- inni í vetur. Með heiðursmannasam- komulag við Valsmenn Baldur sagði upp samningi sínum við Val í haust í þeim tilgangi að reyna að komast að erlendis. Hann mun leika áfram með Hlíðarendalið- inu ef ekkert verður af samningi í Noregi. „Ég hef gert heiðursmanna- samkomulag við Val og skrifa undir samning við félagið þegar ég kem heim, ef ekkert kemur út úr þessu hjá mér hérna í Noregi. Ég hef ekki átt viðræður við neitt annað íslenskt lið og það hefur ekki staðið til,“ sagði Baldur Ingimar Aðalsteinsson. Baldur er 25 ára gamall og lék 16 leiki með Valsmönnum í úrvalsdeild- inni síðasta sumar og skoraði í þeim 4 mörk. Þá skoraði hann sigurmark Valsmanna í bikarúrslitaleiknum gegn Fram í haust. Hann lék enn- fremur 67 leiki með ÍA í efstu deild og skoraði í þeim 4 mörk og var í Ís- landsmeistaraliði Skagamanna árið 2001. Baldur á tvo A-landsleiki að baki. Baldur er kominn til reynslu hjá Lyn BALDUR Ingimar Aðalsteinsson, knattspyrnumaður frá Húsavík sem hefur leikið með Val undanfarin tvö ár, hóf í gær æfingar með norska úrvalsdeildarfélaginu Lyn frá Ósló. Hann verður þar til föstudags og spilar einn æfingaleik með liðinu í vikunni en eftir það kemur væntanlega í ljós hvort Lyn geri Baldri tilboð. Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is SVEN-GÖRAN Eriksson hættir sem landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu að lokinni úr- slitakeppni HM í Þýskalandi í sum- ar. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi eftir viðræður milli talsmanna sam- bandsins og Svíans. Eriksson var samningsbundinn enska knattspyrnusambandinu til ársins 2008 en í kjölfarið á miður heppilegum ummælum hans um stöðu hans, einstaka leikmenn og fleiri mál tengd ensku knattspyrn- unni, sem blaðamaður News of the World hafði út úr honum með því að villa á sér heimildir, voru komnar upp háværar raddir í Englandi um að ekki væri heppilegt að hann yrði miklu lengur við stjórnvölinn. „Það var nauðsynlegt að finna farsæla lausn sem fyrst. Þetta er góð niðurstaða og ég vil þakka Sven og ráðgjöfum hans fyrir frá- bæra samvinnu við lausn málsins. Aðalmálið hjá okkur er gera allt sem hægt er til þess að Sven og enska landsliðið nái sem bestum ár- angri í heimsmeistarakeppninni. Sven er án nokkurs vafa rétti mað- urinn til að stýra okkur þar,“ sagði Brian Barwick, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins. „Ég er mjög ánægður með því að við höfum náð saman og getum haldið áfram undirbúningi okkar fyrir keppnina. Ég veit að ég hef fullan stuðning leikmanna og knatt- spyrnusambandsins og vil leggja áherslu á hversu einbeittur ég er í því markmiði mínu að ná góðum ár- angri í sumar. Nú er komið að upp- skerunni eftir alla vinnuna und- anfarin fimm ár. Förum og vinnum heimsmeistarakeppnina,“ sagði Sven-Göran Eriksson. Eriksson hættir eftir HM HEIÐAR Helguson skoraði í gærkvöld þriðja mark sitt fyrir Fulham í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu á einum mán- uði þegar lið hans sótti West Ham heim. Heiðar skoraði með hörkuskoti í stöng og inn frá vítateigslínu á 52. mínútu en það nægði liði hans ekki til stigs. West Ham hafði þá þegar komist tveimur mörkum yfir, Anton Ferdinand og Yossi Benayoun skoruðu falleg mörk í fyrri hálfleiknum og West Ham vann, 2:1. Heiðar hefði getað fengið vítaspyrnu fjórum mínútum eftir markið en þá virt- ist brotið á honum í vítateig Fulham, án þess að dæmt væri. Fulham situr áfram í 13. sæti deild- arinnar og er eina lið úrvalsdeildarinnar sem hefur ekki unnið leik á útivelli. West Ham lyfti sér upp um eitt sæti, í það ní- unda. Mark Heiðars var ekki nóg fyrir Fulham

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.