Morgunblaðið - 24.01.2006, Side 4
SVÍAR fögnuðu í gær sigri á
heimsmótinu í kvennaflokki í
golfi sem fram fór á Gary Pla-
yer-vellinum í Suður-Afríku en
sænsku sveitina skipuðu þær
Annika Sörenstam og Liselotte
Neumann. Samtals léku þær á
281 höggi en fyrsta daginn var
leikinn fjórmenningur þar sem
báðir keppendur léku sínum
bolta og taldi betra skor á
hverri holu. Í gær slógu kepp-
endur upphafshöggin til skiptis
og léku einum bolta til skiptis
út holuna, en í dag léku þær
höggleik þar sem öll högg töld-
ust hjá báðum keppendum í
hverri sveit. Skotar enduðu í
öðru sæti en Catriona Matthew
og Janice Moodie voru þremur
höggum á eftir sænsku sveit-
inni og Becky Brewerton og
Becky Morgan frá Wales voru í
þriðja sæti, fjórum höggum á
eftir Svíum.
Svíar sigruðu
á heims-
mótinu
FÓLK
HRAFNHILDUR Skúladóttir var
markahæst hjá SK Aarhus með átta
mörk þegar liðið lagðu Odense Hånd-
bold, 44:27, á heimavelli í dönsku 1.
deildinni í handknattleik á sunnu-
dagskvöld. SK Aarhus er sem fyrr
efst í deildinni og virðist stefna rak-
leitt upp í úrvalsdeild hvaðan liðið féll
á síðasta vori.
HALLDÓR J. Sigfússon gerði
fimm mörk þegar lið hans, Tusem
Essen, gerði jafntefli, 27:27, við Sol-
ingen í æfingaleik á heimavelli Sol-
ingen um helgina. Solingen leikur
deild ofar en Essen í þýska hand-
knattleiknum, þ.e. í 2. deild.
ANDRIUS Stelmokas, fyrrverandi
línumaður KA, hefur ákveðið að
ganga til liðs við þýska 2. deildar liðið
Füchsen Berlin í sumar þegar núver-
andi samningur hans við Göppingen
rennur út. Stelmokas er nú á öðru ári
hjá félaginu. Hann skrifaði undir
tveggja ára samning við Füchsen
Berlin.
ALDA Leif Jónsdóttir gerði 14 stig
þegar Yellow Bikes Amsterdam
vann Renes/Binnenland 80:68 á úti-
velli í hollensku 1. deildinni í körfu-
knattleik um helgina. Þetta var 11.
sigurleikur Öldu og félaga í deildinni
og er liðið í efsta sæti.
JAKOB Sigurðarson skoraði 5 stig
fyrir Leverkusen þegar liðið tapaði
fyrir botnliði Alba Berlín, 95:89, í
þýsku 1. deildinni í körfuknattleik.
HEIMSMEISTARAR Spánverja í
handknattleik lögðu Norðmenn í
tveimur æfingaleikjum á Spáni um
helgina. Fyrri leikinn unnu Spánverj-
ar, 28:19, og þann síðari, 31:25. Gunn-
ar Pettersen landsliðsþjálfari Norð-
manna sagði eftir leikina að
Spánverjar væru með gríðarlega gott
lið og væru líklegir til afreka á Evr-
ópumótinu sem hefst í Sviss á
fimmtudag.
CIUDAD Real, lið Ólafs Stefáns-
sonar, hefur framlengt samninga sína
við spænsku landsliðsmennina Rol-
ando Urios og markvörðinn Jose
Hombrados. Urios verður með Spán-
verjum á Evrópumótinu í Sviss en
óvíst er hvort Hombrados verði með.
Hann varð fyrir því óláni að brotna á
þumalfingri og hefur verið frá æfing-
um og keppni síðustu þrjár vikurnar.
SCOTT Flinders markverði 2.
deildarliðs Barnsley hefur verið boðið
að koma til reynslu hjá Englands-
meisturum Chelsea. Flinders er 19
ára og þykir gríðarlegt efni en hann
hefur staðið á milli stanganna hjá
U-20 ára landsliði Englendinga.
CHRIS DiMarco frá Bandaríkjunum fagnaði sigri á
Abu Dhabi-meistaramótinu í golfi í gær en þetta er
fyrsta mótið sem hann vinnur í fjögur ár en mótið
er hluti af Evrópumótaröðinni. DiMarco sagði að
hann gæti þakkað eiginkonu sinni, Amy, sigurinn en
hún var aðstoðarmaður DiMarco á fyrsta keppn-
isdegi mótsins og ætlaði síðan að draga sig í hlé en
DiMarco tók það ekki í mál. Sænski kylfingurinn
Henrik Stenson varð annar, einu höggi á eftir
Bandaríkjamanninum. DiMarco fékk rúmlega 20
millj. kr. fyrir sigurinn en þetta er fyrsti sigur hans
frá árinu 2002 er hann sigraði á Opna Phoenix-
mótinu.
„Það var góð tilfinning að ganga upp 18. braut og
eiga möguleika á að vinna mótið með eiginkonuna
sér við hlið. Ég held að þetta hafi átt að gerast þar
sem bróðir minn ætlaði að vera með mér á þessu
móti sem kylfusveinn en þegar hann gat ekki komið
mér spurði ég Amy hvort hún hefði ekki áhuga á
þessu starfi, en hún hefur ekki verið með mér á
golfmóti í sjö ár. Hún sagði að mér hefði farið mikið
fram frá þeim tíma, en ég held að hún ætli sér ekki
að taka að sér þetta starf til frambúðar,“ sagði
DiMarco en hann bætti því við að hinn högglangi
Stenson hafi ávallt slegið mun lengra en hann í
upphafshöggunum.
„Ég er vanur því að vera alltaf með styttri upp-
hafshögg en keppinautar mínir, en ég er góður í að
slá með járnum inn á flötina og ég elska að sjá svip-
inn á þeim eftir að hafa slegið boltann upp við holu
af löngu færi,“ sagði DiMarco en Spánverjinn Ser-
gio Garcia endaði í þriðja sæti mótsins.
DiMarco braut ísinn eftir fjögurra ára bið
Chris DiMarco
Hæsta stigaskor hins 27 ára gamlaBryants fyrir leikinn í fyrrinótt
var 62 stig sem hann skoraði fyrir
Lakers gegn Dallas í desember síð-
astliðnum en Bryant hefur farið á
kostum með Lakers-liðinu á tíma-
bilinu.
„Ég hef séð ótrúlega leiki í gegn-
um tíðina á mínum ferli en ég hef
aldrei séð önnur eins tilþrif,“ sagði
Phil Jackson, þjálfari Lakers, þegar
hann var spurður út í frammistöðu
Bryants. Jackson lék á keppnisferli
sínum gegn Wilt Chamberlain og
þjálfaði Michael Jordan hjá Chicago í
mörg ár en nöfn þessara kappa eru
skráð með stórum stöfum í sögu
NBA.
Fimm hafa skorað
meira en 70 stig
Bryant skoraði 26 stig í fyrri hálf-
leiknum en 55 í þeim síðari en hann
lék í 42 mínútur. Hann hitti úr 28 af
46 skotum sínum utan af velli, hitti í 7
af 13 þriggja stiga skotum sínum og
úr 18 af 20 vítaskotum sínum. Hann
skoraði 66,4% stiga Lakers í leikn-
um.
Bryant er fimmti leikmaðurinn í
sögu NBA-deildarinnar til að skora
meira en 70 stig í leik en auk hans eru
það Wilt Chamberlain, Elgin Baylor,
David Thompson og David Robinson.
Ber mig ekki saman við Jordan
Michael Jordan, sem margir vilja
meina að sé besti körfuknattleiks-
maður fyrr og síðar, skoraði mest 69
stig á sínum ferli en oftar en ekki hef-
ur Bryant verið líkt við Jordan.
„Í gegnum ferilinn minn hef ég
iðulega verið borinn saman við Jor-
dan en það er farið að fara óskaplega
í taugarnar á mér. Hann er Michael
Jordan en ég er Kobe Bryant. Við er-
um tveir ólíkir leikmenn og ég líki
mér ekki við hann. Jordan er senni-
lega einn af bestu
körfuboltamönnum
ef ekki sá besti sem
uppi hefur verið,“
sagði Bryant eftir
leikinn við Toronto.
Enginn hefur
skorað fleiri stig í
einum leik fyrir La-
kers heldur en
Bryant en gamla
metið átti Elgin Bay-
lor sem skoraði 71
stig gegn New York
árið 1960.
„Ég var á leiknum
þegar Elgin skoraði
71 stig svo ég hef
verið vitni að báðum
þessum stórkostlegu
metum hjá félaginu,“
sagði ein af goðsögn-
um Lakers-liðsins,
Kareem Abdul Jabb-
ar, við fréttamenn en
hann er einn úr þjálf-
arateyminu hjá Lak-
ers í dag.
Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Los Angeles Lakers
Reuters
Kobe Bryant setur hér knöttinn ofan í körfuna hjá Toronto
Raptors, án þess að Joey Graham komi vörnum við, en
Bryant skoraði 81 stig fyrir Los Angeles Lakers í leiknum.
KOBE Bryant fór algjörum hamförum með liði sínu, Los
Angeles Lakers, í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrri-
nótt. Bryant skoraði hvorki fleiri né færri en 81 stig í
122:104-sigri Lakers á Toronto. Aðeins einn leikmaður
hefur skorað fleiri stig í sögu NBA-deildarinnar – goð-
sögnin Wilt Chamberlain sem skoraði 100 stig fyrir
Philadelphia gegn New York árið 1962.
Hæsta stigaskor í sögu NBA
100 ..........Wilt Chamberlain, (1962)
81 .....................Kobe Bryant, (2006)
78.............Wilt Chamberlain, (1961)
Í þríframlengdum leik
73.............Wilt Chamberlain, (1962)
73.............Wilt Chamberlain, (1962)
73..............David Thompson, (1978)
72..............Wilt Chamberlain (1962)
71 ......................Elgin Baylor (1960)
71 .................David Robinson (1994)
70..............Wilt Chamberlain (1963)
Hæsta stiga-
skor í NBA
„Hef aldrei séð
önnur eins tilþrif“