Morgunblaðið - 27.01.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 27.01.2006, Síða 4
EM Í HANDKNATTLEIK 4 C FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VILHJÁLMUR Halldórsson kom til liðs við íslenska landsliðið í handknattleik í Luzern í Sviss í gærkvöldi. Hann var kallaður inn í landsliðið eftir að Jaliesky Garcia fór til Þýskalands í fyrra- kvöld þegar í ljós kom að meiðsli hans voru alvarlegri en talið var. Vilhjálmur var ásamt samherjum í danska liðinu Skjern í æfinga- búðum á Kanaríeyjum. Ekki er loku fyrir það skotið að Garcia skjóti upp kollinum á nýj- an leik á meðal íslensku lands- liðsmannanna áður en keppnin í Sviss er úti eftir því sem næst verður komist. „Það getur vel verið að Garcia komi aftur,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, í gærkvöldi. Roland Eradze markvörður meiddist á öxl á æfingu í gær- morgun og er óvíst með þátttöku hans á EM. Einar vildi ekkert segja um málið og heldur ekki hvort Björgvin Gústavsson mark- vörður yrði kallaður til Sviss í stað Rolands. „Það kemur í ljós,“ sagði Einar og ætlaði greinilega ekki að tala af sér. Hann bætti því þó við að íslenska landsliðið mætti kalla inn tvo leikmenn í hópinn kæmist það í milliriðla í viðbót við þá fimmtán sem þegar hafa verið skráðir. Þar koma Vil- hjálmur, Garcia og Björgvin til greina. Vilhjálmur mættur – Roland er meiddur PÓLVERJAR byrja keppnina í A- riðli EM vel, lögðu Úkraínu 33:24 í gær, og Slóvenar lögðu Sviss- lendinga við lítinn fögnuð heima- manna, 29:25. Pólverjar höfðu frumkvæðið frá upphafi. Úkra- ínumenn stóðu þó í þeim á upp- hafsmínútunum, en ekki miklu lengur, og Pólverjar voru 19:13 yfir í leikhléi og eftirleikurinn auðveldur. Svisslendingar byrjuðu vel á móti Slóvenum og voru 4:6 yfir eftir tæplega 12 mín. Þá kom fínn kafli hjá Slóvenum, sem gerðu níu mörk gegn tveimur mörkum heimamanna og staðan 13:8. Þrátt fyrir að ná að minnka mun- inn í eitt mark, 16:15, í upphafi síðari hálfleiks náðu heimamenn ekki að fylgja því eftir og sigur- inn ekki í hættu hjá Slóvenum. Óskabyrjun Pólverja BÁÐUM leikjunum í D-riðli lauk með sömu markatölu í gær. Portúgalar komu virkilega á óvart og náðu að stríða Króötum verulega þó svo þeir hafi tapað 21:24. Í síðari leik riðilsins unnu Rússar lið Norðmanna með sama mun, 24:21. Rússar voru yfir all- an tímann á móti Norðmönnum. Staðan var 12:10 í leikhléi. Portúgalar gerðu fyrsta mark- ið í leiknum við Króata en í kjöl- farið fengu þeir á sig fimm mörk í röð. Þeir létu samt ekki bugast og með því að gera fjögur síðustu mörkin í fyrri hálfleik náðu þeir að jafna, 11:11. Króatar voru of sterkir fyrir Portúgala en ljóst að baráttan milli þeirra og Norð- manna verður væntanlega hörð. Sama markatalan Ég er gríðarlega ánægður meðhvernig leikmenn liðsins tóku á þessu verkefni, þeir töluðu ekki bara um hlutina, þeir framkvæmdu og gerðu það sem gera þurfti, liðsandinn og baráttan voru í einu orði sagt frá- bær,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálf- ari íslenska landsliðsins, eftir sigur- inn og hann ljómaði af gleði enda liðið komið yfir fyrstu hindrunina í C-riðli Evrópumótsins. En í kvöld mætir ís- lenska liðið Dönum, sem sigruðu Ungverja í gær. Fjórir leikmenn létu mest að sér kveða í íslenska liðinu: Ólafur Stef- ánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson og mark- vörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson fóru fremstir í flokki að þessu sinni og var sérstaklega gaman að sjá Ólaf láta til sín taka í sóknarleiknum – hann gaf tóninn og þeir Snorri og Guðjón Valur tóku við keflinu í fram- haldinu. Sigur íslenska liðsins er gríð- arlega gott veganesti fyrir næstu verkefni liðsins. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Frökkum í æfinga- leikjum um sl. helgi og í kjölfarið náði Birkir Ívar Guðmundsson sér vel á strik í íslenska markinu Fyrri hálfleikur frábær „Við áttum að ganga frá þeim mun fyrr í síðari hálfleik en fyrri hálfleik- urinn var alveg frábær hjá okkur og leikurinn hraður og skemmtilegur,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari ís- lenska landsliðsins, og var að sjálf- sögðu mjög sáttur við byrjun íslenska liðsins á EM. „Það var kafli um miðj- an síðari hálfleik sem var ekki nógu góður hjá okkur. Við fórum illa með tækifærin á þeim tíma, gerðum mikið af mistökum sem hefðu átt að enda með mörkum.“ Gamli góði Óli Þjálfarinn hrósaði öllum leikmönn- um liðsins en taldi að nokkrir þeirra hefðu leikið gríðarlega vel þegar mest á reyndi. „Snorri Steinn Guðjónsson var gríðarlega góður í þessum leik, hann skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í síðari hálfleik – þegar mest blés gegn okkur. Snorri sýndi hvers hann er megnugur. Óli (Ólafur Stefánsson) var einnig í sérflokki – gamli góði Óli mættur til leiks – og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði úr þeim færum sem hann fékk. Ekki má gleyma markverðinum Birki Ívari, hann varði mikið í fyrri hálfleik, sem varð til þess að við fengum hraðaupp- hlaup.“ Viggó var ánægður með upphafs- kafla leiksins þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið lengi í gang og gert mistök. „Við höfum átt það til að vera lengi í gang en ég var ánægður með hvernig strákarnir unnu sig út úr þeim vandamálum sem þeir glímdu við. Spennustigið er alltaf hátt í svona leik – fyrsti leikurinn á stórmóti – og skiljanlegt að eitthvað fari úrskeiðis. En fyrri hálfleikurinn var gríðarlega góður að mínu mati hjá okkur, mark- varslan og vörnin frábær, og ég held ég geti sagt að allt liðið hafi leikið eins og það gerir best. Vissulega eiga sum- ir leikmenn eitthvað meira inni, Arn- ór Atlason náði ekki að skora en ég veit að hann mun eflast í næstu leikj- um okkar,“ sagði Viggó en hann var afar ósáttur við mark sem Serbar skoruðu undir lok fyrri hálfleiks – beint úr aukakasti þegar ein sekúnda var eftir af leiknum. „Stórfurðuleg ákvörðun hjá eftirlitsdómaranum að dæma gilt mark þegar hvorugur dómari leiksins dæmdi mark. Ég get ekki skilið þessa ákvörðun þeirra og það var einnig undarlegt að Serbarnir fengu að vera í 15 mínútur inni í klefa í hálfleik á meðan við vorum reknir af stað eftir 10 mínútur. Svona á ekki að gerast á móti sem þessu, enda var það tekið skýrt fram á fundi fyrir mótið að liðum sem mættu of seint til leiks í síðari hálfleik yrði refsað. En það gerðist ekki.“ Viggó svaf illa nóttina fyrir leikinn Viggó viðurkennir að hann hafi ver- ið spenntur fyrir fyrsta leikinn og ekki sofið vel nóttina fyrir leikinn gegn Serbum. „Ég var spenntur og aðeins órólegur. Við lékum illa gegn Frökkum um síðustu helgi og mér fannst vera þreyta í liðinu. Ég held að við höfum haft rétt fyrir okkur því í þessum leik var allt annað að sjá til liðsins. Serbarnir léku afar gróft í síð- ari hálfleik og ég skil ekki af hverju rauða spjaldið fór ekki á loft í tvígang, þar sem rifið var í skothöndina á Guð- jóni Val og Alexander Pettersson. Það er bara ein refsing við slíkum brotum – rautt spjald. Óli (Ólafur Stefánsson) er einnig lemstraður eftir ljótt brot sem var viljaverk og ég hef áhyggjur af slíkum hlutum.“ Vujovic: Íslendingar skynsamir Á fundi með fréttamönnum eftir leikinn í gær sagði Veselin Vujovic, þjálfari Serbíu/Svartfjallalands, að hann myndi ekki eftir því að lið frá Júgóslavíu eða Serbíu hefði fengið 36 mörk á sig. Hann sagði að varnarleik- ur íslenska liðsins hefði verið góður og leikmenn hefðu einnig brugðist rétt við þegar varnarmenn Serbíu hófu að leika vörnina langt úti á velli. „Ég held að íslenska landsliðið hafi ekki getað gert slíka hluti þegar ég lék með landsliðinu. Þeir voru mjög skynsamir í leik sínum,“ sagði Vujo- vic. Eins og áður segir stóð íslenska lið- ið sig afar vel í leiknum í gær og allir lögðu sitt af mörkum. Vignir Svav- arsson skoraði tvívegis úr hraðaupp- hlaupum og Einar Hólmgeirsson kom á óvart með liprum mörkum úr hægra horninu. Sigfús Sigurðsson og Róbert Gunnarsson héldu varnarmönnunum við efnið á línunni og Alexander Pet- tersson sýndi fína takta. Hreiðar Guðmundsson fór í markið undir lok leiksins og varði þrjú skot og því er óhætt að segja að íslenska liðið hafi fengið fljúgandi start á Evrópumeist- aramótinu. Arnór Atlason á mikið inni og fékk að leika mikið þrátt fyrir að hafa gert nokkur mistök. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir sigurinn á Serbíu/Svartfjallalandi „Liðsandinn og baráttan voru frábær“ FRUMSÝNING íslenska lands- liðsins í handknattleik á Evrópu- meistaramótinu í Sviss í gær tókst vel og 36:31-sigur liðsins gegn Serbíu/Svartfjallalandi var mjög sannfærandi. Um tíma var munurinn á liðunum níu mörk en Íslendingar gerðu mistök í síðari hálfleik sem Serbarnir nýttu sér vel. Munurinn var aðeins þrjú mörk, 32:29, þegar þrjár mín- útur voru til leiksloka en ís- lensku leikmennirnir skoruðu fjögur mörk gegn tveimur á lokakaflanum og innbyrtu gríðarlega mikilvægan sigur. Ólafur Stefánsson náði sér vel á strik í leiknum gegn Serbum og fór oft á kostum við að hrella þá.  !"#$ (# )*!+ ,* -* , ( . /   0  1 2  1     0 2 '3-3 3-3 4 1  +5363 7/ # /89:8       BIRKIR Ívar Guðmundsson 15/1 (þar af 6 aftur til mót- herja): 7/1 langskot, 2/1 eftir gegnumbrot, 5/4 af línu, og 1 víti Hreiðar Guðmundsson 3 (þar af 3 aftur til mótherja): 1/1 langskot, 2/2 af línu. Daniel Saric 7 (þar af 5 aft- ur til mótherja): 3/2 langskot, 1 úr horni, 3/3 af línu. Arpad Sterbik 7/3 (þar af 5/2 aftur til mótherja): 1 lang- skot, 1/1 gegnumbrot, 2/2 af línu, 3/2 víti. Þannig vörðu þeir SNORRI Steinn Guðjónsson var í miklum ham leiknum í gær og var valinn besti leikmaður lenska liðsins. Fékk hann armbandsúr og súk laði að launum frá mótshöldurum. Snorri sko aði alls níu mörk og var hann maðurinn á bak við mörg önnur mörk í leiknum. „Þegar við sýnum okkar bestu hliðar held að við séum virkilega gott lið. Við vissum að Serbarnir myndu leika framarlega gegn okk á lokakaflanum og þeir voru afar grófir og lömdu hressilega á okkur. Við sáum þetta ge ast í æfingaleik sem þeir léku gegn Slóvenum þeir þola ekki mótlætið. Sum brögðin sem þe nota eru ruddaleg og það fengu nokkrir úr o ar liði að kenna á því. Byrjunin á leiknum var frekar erfið, bæði liðin gerðu mikið af mistök en við náðum réttum takti í fyrri hálfleik me góðri vörn og mörkum úr hraðaupphlaupum Það skiptir miklu máli í svona leik að fá einfö mörk og sparar kraftana að þurfa ekki að sti upp í hverri sókn gegn erfiðri vörn. Við vilju sjá um það sjálfir að koma okkur í milliriðil o það gerum við aðeins með því að vinna þessa leiki. Ekkert lið vill vera í þeirri stöðu að þur að stóla á úrslit úr öðrum leikjum. Við getum lokið þessu verkefni með því að spila áfram m þessum hætti og vinna báða leikina sem eru framundan,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson „Voru afar grófir“ Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Sviss seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.