Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 4

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 4
4 | 12.2.2006 Í slenska óperan frumsýndi Öskubusku eftir Rossini með bravör og er það í fyrsta sinn sem óperuútgáfan af klassíska ævintýrinu er sett upp hér á landi. Sesselja Kristjánsdóttir er í hlutverki Öskubusku en það er ,,hönkinn“ Garðar Thór Cortes sem er prinsinn. Að sjálf- sögðu. Konurnar í salnum tóku andköf þegar hann söng sig inn í hjarta almúgastúlkunnar. En það var ekki beinlínis sauðsvartur almúgi í sætum áhorfenda á frumsýningarköldið; Geir Haarde utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra voru meðal virðulegra og spariklæddra gesta. Fulltrúar fjölmiðla sátu stillilegir í hörðum sætunum; eins og nýi DV-ritstjórinn Páll Baldvin Baldvinsson og Þór Jónsson, varafréttastjóri á Stöð tvö, sem var óperulegur með snakahvítt bindi um hálsinn. Garðar Cortes faðir kynþokkafyllsta manns landsins og stjörnunnar á sviðinu, skartaði hins vegar hárauðu bindi af tilefninu. Í hléinu drakk fólk freyðivín og nartaði pent í konfekt og m.a. sást til Agnars Jóns Egilssonar leikara og leikstjóra og Magna R. Magn- ússonar fyrrverandi stórkaupmanns í ástsælu spilaversluninni Hjá Magna ásamt fínni frú sinni. Rauði ,,dregillinn“ m.ö.o. slitna nælontepp- ið sem þekur fermeter fyrir utan Óperuhúsið okkar er til skammar. Flugu finnst að leggja eigi í landssöfnun til styrkar kaupum á alvöru glamúrdregli sem leggja ætti upp gangstéttina á Ingólfsstræti, frá Hverf- isgötu til Laugavegar. Þá gætum við stjörnurnar tiplað eftir honum og veifað til fólksins og ljósmyndaranna. Það telst til tíðinda í íslenskum listheimi þegar listamennirnir og bræð- urnir Sigurður og Kristján Guðmundsynir halda sýningar en þeir opn- uðu á Næsta bar sem er vinsæll samdrykkju- og stefnumótastaður menn- ingarfólksins. Engar fréttatilkynningar birtust um viðburðinn og því aðeins á færi þefnæmra listunnenda eins og Flugu, að þefa slíkt uppi. En það gerðu líka menningarskvísan Birna Þórðardóttir og bræðurnir og borgarbörnin Hans Kristján og Einar Árnasynir. Listamaðurinn Birgir Örn Thoroddsen, sem nýlega tók sig til og skipti um nafn og heitir nú Curver Thoroddsen, opnaði 30 ára yfirlitssýningu á Nýlistasafninu í tilefni þrítugsafmælis síns. Sýningarstjórinn var ekki af verri endanum, sjálfur Ragnar Kjartansson, a.k.a. ,,Rassi Prump“. Fjöldi manns virti spekingslega fyrir sér samansafn af skyndibitaumbúð- um í hrúgu og póstkortum sem Curver hefur sent sjálfum sér en hann er m.a. þekktur fyrir gjörninga ýmis konar; skemmst er að minnast Hamborgaratúrsins og Megrúnarkúrsins. – Verð að benda ykkur á að frönsk menning fæst nú á aðeins 990 krónur í Rúmfatalagernum en um er að ræða úrval ,,olíumálverka“. Hum … sjálfsagt einnig til lágmenning í Frakklandi. Það var einhvers konar menning ríkjandi í Kringlunni á laugardeginum þegar nær öll þjóðin var saman kom- in til að gera reyfarakaup á ,,grand finale“ útsalanna. Þarna hefðu frambjóðendur prófkjaranna átt að vera á bás til að selja kjósendum í kauphug atkvæði. Söngvarinn Jónsi var þar glaður í bragði með frúna og krílið. Hann var í svörtum fötum. Fjölmiðlasprellarinn Guðmundur Steingrímsson Her- mannssonar stóð í matarinnkaupum um kvöldmatarleytið á laug- ardaginn, eins og við hinar miðbæjarrotturnar sem verslum stundum í dýru búðunum í tímaleysinu. Í beljandi rigningu öslaði Fluga Austurstrætið í geggjaðri svartri, síðri regnkápu. Hvers vegna kaupa aðrir rennblautir Íslendingar ekki meira af ,,grúví“ regn- fatnaði? Ég get staðfest að það getur verið ofur skvísulegt og meira að segja pínu latex-legt, ef vill ... | flugan@mbl.is L jó sm yn di r: E gg er t Kolbeinn Bjarnason og Ólafur Ragnar Grímsson. Lj ós m yn di r: S ka pt i H al lg rí m ss on Ævintýri almúgans … fjöldi manns virti spekingslega fyrir sér samansafn af skyndibitaumbúðum í hrúgu og póstkortum … FLUGAN Í NÝLISTASAFNINU var 30 ára yfirlitssýning Curvers Thoroddsens. MYRKIR MÚSÍKDAGAR voru að hluta haldnir í tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafirði. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, Vilborg Ólöf Sigurðardóttir, Inga Helga og Markús Klinger. L jó sm yn di r: E gg er t Ingi Kristján Sigmarsson og Íris Edda Nowenstein. Ragnheiður Eiríksdóttir og Curver Thoroddsen. Hlynur Sigurðsson, Marinó Sigurðsson og Axel Valur Diego. Anne Werner, Berglind Ágústsdóttir og Elíza Geirsdóttir Newman. Lilja Hallgríms- dóttir og Jón Hlöð- ver Áskelsson. Þórarinn Stefánsson og Bjarni Kristjánsson. Anna María Cortes, Krystyna María Cortes Gunnarsdóttir og Garðar Cortes. Ingimar Jónsson og Sigríður Sandholt. Margrét Friðriks- dóttir og Herdís Óskarsdóttir. Katarina Th. Guðmundsdóttir og María Aðalsteinsdóttir. Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI var óperan Öskubuska eftir Gioachino Rossini frumsýnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.