Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 6
6 | 12.2.2006 L jó sm yn di r: Á rn i S æ be rg Þ egar nemendur Gunnars Kvaran sellóleikara leggjast í tónleikaferðalög er ekki óalgengt að hluti af undirbúningi þeirra felist í því að hringja í kennarann sinn og biðja hann um að gera sér greiða; að lána þeim hvítan og stóran kassa, sem líklega er sá eini sinnar tegundar hér á landi. „Auðvitað er bara sjálfsagt mál að lána þeim kassann,“ segir eigandinn með áherslu. „Mér finnst mjög gott að hann sé notaður því hann var mjög dýr í innkaupum á sínum tíma.“ Kassinn sem um ræðir er í raun sellóferðataska sem kona Gunnars, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, gaf honum fyrir um 15 árum. Taskan er sérsmíðuð í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Take off og eins og nafnið bendir til er henni ætlað að vernda dýrmæt hljóðfærin fyrir hnjaski á flugferðum. „Þessi ótrúlegi kassi er miklu sterkari en venjulegir sellókassar og í honum er útbún- aður, loftpúðar sem hægt er að blása upp til þess að fá jafnvægi á hljóðfærið inn í töskunni,“ útskýrir Gunnar. „Að utan er hann járnbentur og geysilega öflugur og rammgerður. Hins vegar er hann helmingi þyngri en venjulegar sellótöskur og þess vegna mjög óhentugur til að daglegra nota.“ Ekki er vanþörf á slíkum viðbúnaði þegar taka á hljóðfærið með til útlanda, ef marka má Gunnar, sem er mikill reynslubolti í þessum efnum. „Maður er alltaf á barmi taugaáfalls ef maður notar venjulegan sellókassa,“ segir hann. „Ég veit um fleiri dæmi þar sem fólk hefur lent í því að hljóðfærið var mölbrotið þegar það var tekið upp eftir flugferðina. Þá hefur því annaðhvort verið hent inn í farangursgeymsluna, ekki verið skorðað nógu vel eða einhverjir þungir hlutir farið ofan á það í fluginu. Og þó ekki komi nema ein sprunga á búkinn á svona hljóðfæri, rýrnar verðgildi þess gífurlega jafnvel þó hægt sé að gera við það. Sé gripurinn upp á tíu milljónir getur hann auðveldlega hrapað niður um þrjár, fjórar milljónir í verði við slíkt slys.“ Hálsbrotið eftir hraðahindrun | Sjálfur hefur Gunnar sloppið tiltölulega vel frá slíkum slysum, með einni undantekningu þó. „Reyndar var það ekki á flugferð heldur í bíl,“ segir hann. „Þá var sellóið mitt ekki skorðað nægilega vel aftur í og bílnum var ekið á töluverðri ferð yfir hraðahindrun. Það dugði til þess að það hálsbrotnaði. Í rauninni var mjög heppilegt að hljóðfærið skyldi hálsbrotna í staðinn fyrir að búkurinn færi því það er miklu alvarlegra mál. En þegar ég Hjartabörnin í kassanum Hvít, járnbent taska íeigu Gunnars Kvaran sellóleikara er víðförul og vinsæl til láns Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.