Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 10
10 | 12.2.2006 G löggir gestir á útskrift Háskólans í Reykjavík í janúar síðastliðnumtóku eftir nýjum og glæsilegum viðhafnarskikkjum sem rektor ogdeildarforsetar báru við athöfnina en útskriftin var sú fyrsta síðanskólinn sameinaðist Tækniháskóla Íslands. Skikkjurnar eru sprottnar úr kolli Guðjóns Sigurðar Tryggvasonar, nema á þriðja og síðasta ári við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands, en hann varð hlutskarpastur í samkeppni sem efnt var til meðal nemenda þar um nýjan viðhafnarklæðnað fyrir HR. „Þegar skólarnir tveir sameinuðust gaf það tilefni til að endurhugsa allt sem við- kemur hefðum og siðum,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR. „Það er hefð í háskólum út um allan heim að hafa slíkan viðhafnarklæðnað en skikkjurnar sem við höfðum áður voru upprunnar í Kanada. Okkur fannst hins vegar mikilvægt að hönnun nýju skikkjanna yrði ís- lensk og hún hefði tilvísun í íslenskan handverksiðnað. Því leituðum við til Listaháskólans með þetta verk- efni. Sömuleiðis vildum við að litir skólans, sem eru blátt og gyllt, myndu endurspeglast í hönn- uninni.“ Samkeppnin um viðhafnarklæðin var tvískipt því annars vegar var óskað eftir því að hannaðar yrðu skikkjur fyrir rektor og deildarforseta en hins vegar skikkjur fyrir nemendur sem þó yrðu ekki saumaðar fyrr en síðar. Vinningstillaga Guðjóns felur í sér svarta rektorsskikkju úr svokölluðu ullar-twilli með borðum úr flaueli og gullbrydd- ingum, sem vísa til baldýringa á ís- lenskum þjóðbúningum og embættis- fatnaði fyrr á tímum. Á enda borðanna og á baki er merki skólans bróderað. Lausar og loftkenndar | „Ég vildi að skikkjurnar yrðu fágaðar og klass- ískar án þess þó að vera leiðinlegar,“ segir hönnuðurinn. „Skólinn þarf að geta notað þær um aldur og ævi eða svo lengi sem hann starfar. Að því leyti var þetta svolítið öðruvísi verk- efni en annað sem við erum að fást við í skólanum því þar erum við fyrst og fremst að búa til tískufatnað. Ég vildi líka frekar hanna þetta sem skikkjur en einhvers konar kirtla þannig að það væri meira flæði í þeim og þær yrðu lausari um sig og loft- kenndari.“ Hann segir hafa verið nær- tækast að leita í íslenskan þjóðararf eftir hugmyndum. „Í þessu tilfelli var mikilvægt að vinna góða rannsóknar- vinnu því maður hefur svo skýra mynd af því hvernig þessum hlutum er háttað í Bandaríkjunum. Reyndar er grunnhugmyndin sú sama um allan heim en ég þurfti að finna góðan íslenskan vinkil og tengingu sem hefði ein- hverja dýpt.“ Guðjón seilist heldur ekki grunnt í pælingum sínum, a.m.k. ef marka má lýsingu á rektorsskikkjunni. Á henni eru tveir borðar sem binda skikkjuna saman að fram- an. Eiga þeir að tákna þá umhyggju og yfirvald sem þarf að samtvinnast í embætti rektors. „Þessir tveir þættir halda skikkjunni saman, því ef annan vantar fellur hún af herðum þess sem í henni er og það sýnir fram á mikilvægi þess að jafnvægi þess- ara þátta ríki.“ Á baki skikkjunnar mynda borðarnir eins konar fléttu utan um þann þriðja sem stendur fyrir embætti skikkjuberans. Loks sýna borðarnir mik- ilvægi samvinnu því þrír eru sterkari en einn. Hönnuðurinn játar að það hafi verið gaman að sjá hug- myndir sínar verða að veruleika þegar hann var viðstaddur útskriftina. „Maður tók eftir því að rektor og deildarforseta- rnir voru beinir í baki og gengu þannig að það sópaði að þeim í skikkjunum. Það skemmtilega við föt er að þau geta hreinlega breytt því hvernig fólk ber sig.“ Framundan er lokaverkefni og útskrift hjá Guðjóni og þá er varla nokkur undankoma að spyrja hvað taki við. „Mað- ur verður bara að bíða og sjá – ég er með alla möguleika opna,“ svarar hann æðrulaus. „Þetta veltur voðalega mikið á því hvar tækifærin bjóðast. Mín reynsla er að þau koma ef maður vinnur vel, er heiðarlegur og sam- viskusamur. Þá tekur gott fólk eftir því og hjálpar manni áleiðis í lífinu.“ | ben@mbl.is Viðhafnarskikkja deildarforseta. Rauðu brydding- unum var skipt út fyrir gylltar í loka- útgáfunni. Útskriftarskikkja nemenda eins og Guðjón sér hana fyrir sér. Borðarnir þrír í fléttunni á baki skikkjunnar tákna um- hyggju og yfirvald og svo embætti þess sem hana ber. Guðjón Sigurður Tryggvason, nemi í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands, varð hlutskarpastur í samkeppni um nýjan viðhafnarklæðnað á rektor og deildarforseta við Háskólann í Reykjavík NÝJA SKIKKJAN SKÓLAMEISTARANS L jó sm yn di r: B ry nj ar G au ti „Það skemmtilega við föt er að þau geta hreinlega breytt því hvernig fólk ber sig.“ Guðjón sléttar úr skikkju skóla- meistarans Guðfinnu Bjarnadóttur. Texti Bergþóra Njála Guðmundsdóttir Ljósmyndir Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.