Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 16
SONY kynnti á dögunum nýa gerð af bíl- útvarpi með MP3-stuðningi, MEX1GP. Til að koma músík í tækið smella menn einfaldlega framhliðinni af og stinga henni svo í samband við tölvu með venjulegu USB-tengi. Í framhliðinni er nefnilega innbyggður MP3-spilari með 1 GB minni, sem ætti að duga fyrir allt að 60 tíma af tónlist eftir þjöppun. Ekki þarf sérstakan hugbúnað til að lesa MP3-skrárnar á milli, sem er óneitanlega merkilegt í ljósi þess hver framleiðandinn er. Einnig er í útvarpinu innbyggður geislaspilari. Spilastokkur í bílinn HÁTÆKNIBRENNSLA Þó DVD-spilarar séu til margs brúklegir sakna margir þess að geta ekki tekið upplíkt og var hægt með gamla myndbandinu. Þeim spilurum sem það geta fjölgar þóog Pioneer DVR-433H er gott dæmi um það hvert tæknin er komin á því sviði. Ekki er bara að hann geti tekið upp á DVD-diska heldur er líka innbyggður í spilarann 80 GB harður diskur sem hægt er að safna efni á, allt að 227 klukkutímum af sjónvarpsefni. Spilarinn spilar eiginlega allar gerðir af geisladiskum og DVD-diskum, brennda og steypta; DVD-Video, DVD-R, DVD-RW, Dual-layer DVD-R, DVD-RAM, DVD+R, DL DVD+R, DVD+RW, CD, SVCD, VCD, CD-R og CD-RW. Hann brennir VR/Video mode DVD-R, DVD-RW, DVD-R, DVD-RW, Dual-layer DVD-R og venjulega diska, en á DL DVD-diska er hægt að koma allt að 24 tímum af sjónvarpsefni eftir gæðum. Spilarinn styð- ur PAL/NTS. Mjög einfalt er að setja spilarann upp og notkun er að sama skapi einföld. Valmynd fyrir upptöku er skýr og þægilegt að taka upp á harða diskinn. Þegar upptökur eru síðan skoð- aðar er hægt að sjá í valmyndinni smámyndir með því sem á diskinum er, horfa síðan á það eða brenna á disk. Spilarann má líka nota fyrir tónlist, til að mynda er hægt að „rippa“ tónlistardiska beint inn á harða diskinn í honum, og líka einfalt að afrita myndir þannig að á einum stað má geyma músík heimilisins, stafrænar ljósmyndir og svo sjónvarpsefnið. Pioneer DVR-433H fæst hjá Ormsson og kostar þar 54.900 kr. GRÆJUR | ÁRNI MATTHÍASSON Nýi SANYO PLV Z4 MYNDVARPINN hef- ur fengið fína dóma um heim allan og gjarnan kallaður bylting í myndvarpa- framleiðslu. Bylting- in felst ekki síst í því að hann notar LCD- tækni en skákar þó DLP-myndvörpum í gæðum og verði. Því hefur verið haldið fram að LCD-myndvarpar muni ekki hafa roð við DLP-varpa í mynd- gæðum, enda sé DLP-tæknin fullkomnari þó hún sé almennt dýr- ari. Þessi nýi Sanyo myndvarpi afsannar þetta, því ekki er bara að hann er með bestu 720p-myndvörpum, heldur er hann líka mun ódýrari en sambærilegi 720p-myndvarpar. Skerpa í honum er 7000:1, sem er býsna gott, og birtan 1000 lumen. Sanyo PLV-Z4 fæst meðal annars hjá Skjavarpi.is og kostar þar 189.900 kr. Byltingarkenndur myndvarpi Ítarlegri leit | Panta auglýsingu | Vinsælustu leitirnar | Mínar auglýsingar | Spurt og svarað | Setja í leitarstiku | Emblan þín! Íslenska leitarvélin Embla, íslenski leitarvefurinn á mbl.is hefur svo sannarlega slegið í gegn. Ekkert skrítið við það því Embla er umfangsmesta íslenska leitarvélin og jafnast í leitargetu á við það sem best þekkist hjá erlendum leitarvélum og búin einstökum eiginleikum fyrir íslenskar aðstæður. Embla kann skil á beygingum íslenskra orða. Sé slegið inn orðið „hestur“ skilar hún einnig niðurstöðum úr texta sem inniheldur beygingarmyndirnar „hest“, „hesti“ og „hests“. Embla leiðréttir einnig innsláttarvillur í íslenskum orðum sem slegin eru inn þegar leit er framkvæmd og býður upp á ítarlegri leit til að ná fram enn betri niðurstöðum. Emblaðu á íslensku leitarvélinni á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.