Morgunblaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2006 B 3
Mér er orðavant af gleði,“ sagðiRaich að keppni lokinni en
honum hefur vegnað upp og ofan á
keppnistímabilinu í vetur. Hann var í
fimmta sæti eftir fyrri ferðina í gær-
morgun. „Gull á leikunum var að
sjálfsögðu mitt aðalmarkmið með
þátttöku á þessum leikum,“ sagði
Raich þegar hann mátti loks mæla af
gleði. „Mér tókst að ýta frá mér von-
brigðunum með árangurinn í alpatví-
keppninni og í risasviginu áður en að
þessari grein kom,“ sagði Raich og
er ákveðinn í að standa sig í svig-
keppni leikanna á laugardag.
Raich skíðaði frábærlega í síðari
ferðinni og fylgdi þar með eftir frá-
bærum árangri sínum á síðustu
heimsbikarmótunum fyrir vetrar-
leikanna. Chenal var annar eftir
fyrri ferðina og
tókst að verja
þá stöðu sína
þrátt fyrir að
Maier reyndi
hvað hann gat
til þess að
sækja fram á
við.
Hinn síungi
skíðamaður frá
Svíþjóð, Fred-
rik Nyberg,
hreppti fimmta
sætið en hann var þriðji ásamt Maier
eftir fyrri ferðina. Bode Miller tókst
afar vel til í síðari umferðinni en það
nægði þó aðeins til sjötta sætis þar
sem tími hans í fyrri ferðinni var
slakur. Miller var aðeins tólfti í röð-
inni eftir fyrri ferðina. Miller deildi
sjötta sætinu með Norðmanninum
Aksel Lund Svindal, en þeir voru
1,06 sekúndum á eftir Raich.
Björgvin og Kristján
féllu úr keppni
Fyrri umferð keppninnar í gær-
morgun reyndist mörgum keppend-
um afar erfið og heltust 36 af 84
keppendum úr lestinni. Þar á meðal
voru Íslendingarnir Björgvin Björg-
vinsson og Kristján Uni Óskarsson.
Björgvin féll við þegar hann var að
fara framhjá öðru hliði en Kristján
lítið eitt síðar.
Benjamin Raich orðlaus af gleði
AUSTURRÍKISMAÐURINN Benjamin Raich hrósaði sigri í stórsvigi á
Vetrarólympíuleikunum í Tórínó í gær. Raich fékk 0,07 sekúndum
betri tíma en Frakkinn Joel Chenal og var 16/100 úr sekúndu á und-
an landa sínum Hermann Maier. Francois Bourque frá Kanada, sem
var með forystuna eftir fyrri ferðina, tókst ekki alveg eins vel upp í
síðari umferðinni og varð að gera sér fjórða sætið að góðu, var sam-
anlagt með 0,92 sekúndum lakari tíma en Raich.
Benjamin Raich
RICA Watson, leikmaður kvennaliðs Grinda-
ur í körfuknattleik, er hætt að leika með lið-
og á leið vestur um haf til síns heima. „Fram-
ma hennar er algjörlega ófyrirgefanleg,“
ði Unndór Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs
ndavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gær.
son lék 16 leiki með Grindavík í deildinni,
ði þar 465 stig, 29,1 að meðaltali, tók 258 frá-
og varði 60 skot. Þrátt fyrir það sagði Unn-
að það hefði verið vandamál með hana alveg
n hún kom til landsins. „Þetta hefur verið
og niður hjá henni í vetur og svo kom hún til
eftir leikinn við Hauka í deildinni um daginn
agðist vilja fara heim, hana vantaði fé-
skap og væri með heimþrá. Ég bauð henni
aka sér frí og koma síðan í bikarúrslitaleik-
af fullum krafti og samþykkti hún það. Hún
ynnti sig veika á mánudeginum og hafði svo
band um kvöldið og sagðist vilja fara heim
x. Ég var mjög ósáttur með þessa framkomu
karleikurinn framundan og svona langt liðið
ótið. Ég hafði samband við umboðsmanninn
nar og við urðum að hafa í hálfgerðum hót-
m og niðurstaðan varð að hún myndi leika
italeikinn með okkur,“ sagði Unndór en
n hélt þessum vandræðum leyndum fyrir
um stúlkum í liðinu hjá sér.
Þetta var ekki alveg eins og maður vildi hafa
í aðdraganda bikarúrslitaleiks,“ sagði Unn-
sem varð að skipa Watson að mæta með lið-
á leikdag í þá dagskrá sem var hjá liðinu fyr-
rslitaleikinn.
nndór sagði að þegar væri hafin leit að nýj-
erlendum leikmanni en líklegast yrði
ndavíkurliðið án erlends leikmanns á móti
iðabliki á föstudaginn því hann vildi vanda
ð.
Watson
hætt hjá
Grindavík
Skúla Unnar Sveinsson
@mbl.is
KR-INGAR þurftu að gera þrjár
breytingar á liði sínu í fyrri hálfleik
þegar þeir gerðu jafntefli, 1:1, við
Brann frá Noregi á La Manga í gær.
Gunnar Einarsson, Dalibor Pauletic
og Tryggvi Bjarnason þurftu allir að
yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Þá
lék Grétar Ólafur Hjartarson ekki
vegna meiðsla og Gunnlaugur Jóns-
son ekki heldur en hann hélt heim á
leið á sunnudag.
GARÐAR B. Gunnlaugsson og
Theódór Elmar Bjarnason mættust
í gær þegar félög þeirra, Dunferm-
line og Celtic, áttust við í deilda-
keppni skosku varaliðanna í knatt-
spyrnu. Garðar lék í 80 mínútur með
Dunfermline en Theódór Elmar síð-
ustu 25 mínúturnar með Celtic.
Leikurinn endaði 0:0 en þegar að-
allið félaganna mættust í skosku úr-
valsdeildinni á laugardaginn vann
Celtic yfirburðasigur, 8:1.
ÍSLENDINGAR mættust líka í
Danmörku þegar Skovlunde, lið
Erlu Hendriksdóttur, gerði jafntefli,
2:2, við Malmö FF í æfingaleik. Dóra
Stefánsdóttir spilaði sinn fyrsta leik
með Malmö og Ásthildur Helgadótt-
ir var í fremstu víglínu. Dóra lék á
miðjunni og síðan í vörninni síðustu
25 mínútur leiksins og fékk góða
dóma fyrir frammistöðu sína á vef fé-
lagsins.
SRDJAN Tufegdzic, knattspyrnu-
maður frá Serbíu-Svartfjallalandi,
er genginn til liðs við 1. deildar lið
KA frá Akureyri. Tufegdzic er 26
ára miðjumaður og lék síðast með
Mogren Budva í næstefstu deild í
heimalandi sínu.
BJÖRN Bergmann Vilhjálmsson,
knattspyrnumaður úr Víði í Garði,
er genginn til liðs við úrvalsdeildar-
lið Grindavíkur. Björn er tvítugur
sóknarmaður og skoraði 8 mörk í 12
leikjum fyrir Víðismenn í 3. deildinni
í fyrra.
SKAGAMENN hafa líka fengið
liðsauka úr 3. deildinni. Helgi Valur
Kristinsson, 22 ára varnarmaður úr
Skallagrími, er kominn í þeirra raðir
en hann lék með ÍA í yngri flokk-
unum.
DWIGHT Yorke, fyrrum leikmað-
ur Manchester United og Aston
Villa, var í gær útnefndur knatt-
spyrnumaður ársins 2005 í Trínidad
og Tóbagó. Yorke, sem leikur með
Sydney FC í Ástralíu, er fyrirliði
landsliðs Trínidad og Tóbagó sem
leikur í fyrsta skipti í lokakeppni
HM í sumar, og mætir Íslandi í vin-
áttulandsleik í London næsta þriðju-
dag.
SUÐUR-KÓREA og Kúveit hafa
tryggt sér sæti í lokakeppni HM í
handknattleik sem fram fer í Þýska-
landi í janúar á næsta ári. Það gerðu
þau með því að vinna undanúrslita-
leiki Asíumótsins sem nú stendur
yfir. Suður-Kórea vann Katar,
29:26, og Kúveit vann sigur á Íran,
27:23. Katar og Íran leika um brons-
verðlaunin sem um leið gefa þriðja
HM-sætið fyrir Asíu. Suður-Kórea
og Kúveit mætast í úrslitaleik Asíu-
mótsins í dag.
FÓLK
Reuters
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR
UNITEDMENN
þig getið enn verið með!
Allir geta spilað í Meistaradeildinni á Lengjunni
19:50 Chelsea – Barcelona
19:50 Werder Bremen – Juventus
19:50 Ajax – Inter Milan
19:50 Glasgow Rangers – Villareal
1 X 2
1.90
2.60
2.65
2.35
2.75
2.65
2.70
2.60
2.80
2.05
2.00
2.30
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR
19:50 Real Madrid - Arsenal
19:50 B. München - AC Milan
19:50 Benfica – Liverpool
19:50 PSV - Lyon
1 X 2
1.50
1.90
2.45
2.15
3.00
2.75
2.60
2.60
4.00
2.80
2.20
2.50
MEISTARADEILDIN er á Lengjunni. Fylltu
út se›il á lengjan.is e›a á næsta sölusta› og hleyptu
enn meiri spennu í leikina.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA