Morgunblaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 4
BJÖRN Margeirsson, hlaupari úr FH, hjó nærri sínum besta tíma í 1.500 m hlaupi innan- húss á móti Gautaborg á laug- ardaginn. Hann hljóp á 3.48,00 mínútum og var 16/100 úr sekúndum frá sínu besta, en 2,4 sekúndum frá 26 ára gömlu Íslandsmeti Jóns Dið- rikssonar, UMSB. Björn kom fyrstur í mark í hlaupinu. Annar varð Svíinn John Laselle á 3.49,59 og þriðji varð landi hans Mikkel Kleis á 3.49,89 þannig að um hörkuhlaup var að ræða. Átta fyrstu menn hlupu á skemmri tíma en fjórum mínútum. Björn segist á heimasíðu sinni ekki vera ánægður með hlaupið. Fyrri hluti þess hafi verið viðunandi en síðari hlut- inn ekki verið eins og best væri á kosið, þá sérstaklega kaflinn frá 800 metrum að 1.200 metra markinu. Björn segist hins vegar vera staðráð- inn í að gera betur um næstu helgi þegar hann tekur þátt í Opna sænska meistaramótinu sem einnig fer fram í Stokk- hólmi. Um var að ræða aðgerðir ítölskulögreglunnar vegna gruns um að þar væri að finna ólögleg lyf en um 30 manna hópur lögreglumanna mætti til leitarinnar. Það var Alþjóðaólympíunefndin, IOC, sem fyrirskipaði rannsóknina eftir að grunur vaknaði um að Walter Mayer hefði aðstoðað Austurríkismennina í aðdraganda ÓL en Mayer var úr- skurðaður í ævilangt bann eftir ÓL í Salt Lake City fyrir fjórum árum en þar sannaðist að hann átti þátt í ólög- legum aðferðum hjá íþróttafólki sem hafði sprautað blóðvökva úr sjálfu sér í blóðrásarkerfið rétt fyrir keppni og þar með aukið magn rauðra blóðkorna í líkama sínum. Aukið magn rauðra blóðkorna eykur jafnframt þol og úthald. Eftir rannsóknina þá yfirgáfu tveir austurrískir keppendur í skíða- skotfimi, Wolfgang Perner og Wolf- gang Rottmann herbúðir austur- rísku sveitarinnar án þess að gefa nokkrar skýringar á brottför sinni. Heinz Jungwirth, framkvæmda- stjóri austurríska skíðasambandsins sagði framkomu þeirra vera með öllu óskiljanlega og ljóst væri að hver sem niðurstaða yrði af lyfjaprófum þeirra þá kæmi vel til greina að meina þeim þátttöku á næstu Vetr- arólympíuleikum. „Úr því að þeir fóru án nokkurra skýringa þá virðast þeir ekki hafa mikinn metnað til þess að keppa með okkur,“ sagði Jung- wirth í gær. Aðeins eitt lyfjamál hefur komið upp á ÓL fram til þessa en Olga Pyleva frá Rússlandi var vísað úr keppni eftir 15 km skíðaskotfimi í kvennaflokki þar sem hún varð önn- ur en hún hafði notað örvandi efni samkvæmt niðurstöðu lyfjaprófs sem tekið var af henni eftir keppn- ina. Ítalska lögreglan rannsakaði vistarverur skíðagöngumanna frá Austurríki á ÓL í Tórínó Tveir fóru heim eftir rannsókn ÍTALSKA lögreglan rannsakaði vistarverur hjá austurrískum skíða- göngumönnum á laugardagskvöldið á Ólympíuleikunum á Ítalíu og voru vistarverur hjá allt að 10 íþróttamönnum frá Austurríki rann- sakaðar. Í framhaldinu yfirgáfu tveir austurrískir keppendur í skíða- skotfimi fyrirvaralaust herbúðir liðsins án þess að kveðja hvorki kóng né prest. Eiga þeir yfir höfðu sér keppnisbann hjá austurríska skíðasambandinu. Reuters Wolfgang Rottmann lét sig hverfa frá Tórínó. Ég upplifði erfitt ár sem kylfingurá síðasta ári. Ég setti mér það markmið fyrir þetta ár að einbeita mér eingöngu að því sem ég er að gera og hugsa ekkert um það sem aðrir eru að gera. Ég ætlaði mér að fljúga undir ratsjánni og láta lítið fyrir mér fara,“ sagði Sabbatini eftir sigurinn. Scott lék vel á lokadeginum en hann notaði aðeins 64 högg. Hann lék á samtals 272 höggum en hann var níu höggum á eftir efsta manni í upphafi lokadagsins. Fyrir ári sigr- aði Scott á þessu móti, en hann fær ekki þann sigur skráðan í bækur PGA-mótaraðarinnar þar sem keppni var hætt vegna veðurs eftir tvær umferðir eða 36 holur. Craig Barlow endaði í þriðja sæti á 11 höggum undir pari og var einu höggi betri en Fred Couples. Sabbatini var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn og byrjaði hann á því að fá fugl, en eftir það fór hann að pútta illa og átti erfitt upp- dráttar það sem eftir var hringsins. Þegar hann var búinn að leika 15. brautina var hann einu höggi á eftir Scott sem var þá búinn að ljúka keppni og Sabbatini, Couples og Wil- son voru allir jafnir á þeim tíma. Sabbatini tryggði sér sigurinn á 16. flöt er hann fékk fugl og á meðan brást Couples bogalistin en hann fékk þrjá skolla á síðustu fimm hol- unum. „Ég lék vel um tíma og virtist geta slegið þangað sem ég ætlaði að slá – en ég gat ekki haldið því áfram og mér fannst ég verða orkulaus þegar á leið og ég fór að sveifla kylf- unni mjög illa,“ sagði Couples. RORY Sabbatini lék lokahringinn á Nissan-mótinu í golfi á einu höggi yfir pari eða 72 höggum og það dugði til sigurs á mótinu sem lauk aðfaranótt mánudags. S-Afríkumaðurinn var einu höggi betri en Ástralinn Adam Scott. Sabbatini lék samtals á 13 höggum undir pari eða 271 höggi og er þetta þriðji sigur hans á PGA-mótaröðinni og sá fyrsti frá árinu 2003. Reuters Rory Sabbatini frá Suður-Afríku fagnar eftir að hafa lokið keppni á átjándu brautinni í Los Angeles. Þriggja ára bið á enda Björn Margeirsson Björn fór nærri sínum besta tíma  ERLA Steina Arnardóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, þótti besti leikmaður vallarins þegar lið hennar í sænsku úrvalsdeildinni, Mallbacken, vann Glanshammer, 4:1, í fyrsta æf- ingaleik sínum fyrir tímabilið sem fram fór um helgina. „Erla var frá- bær og það stefnir allt í annað gott tímabil hjá henni,“ sagði Mikael Fahlén, þjálfari Mallbacken, við dag- blaðið Nya Wermlands Tidningen í gær.  HRAFNHILDUR Skúladóttir og samherjar hennar í danska hand- knattleiksliðinu SK Aarhus unnu sinn 20. leik á keppnistímabilinu þeg- ar þær sóttu heim leikmenn Lyngby HK, norðan Kaupmannahafnar, um liðna helgi. Lokatölur 27:20, fyrir SK Aarhus og skoraði Hrafnhildur þrjú mörk í leiknum. SK Arhus er sem fyrr efst í næstefstu deild og virðist á góðri leið með að endurheimta sæti í úrvalsdeild á nýjan leik.  KRISTINN Björgúlfsson skoraði fjögur mörk þegar lið hans Runar frá Sandefjord vann Elverum, 26:25, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Sigurður Ari Stefáns- son gerði fimm marka Elverum sem er rétt fyrir neðan miðja deild. Sigur- inn breytir þó ekki þeirri staðreynd að Runar er sem fyrr í næstneðsta sæti.  GUNNAR Berg Viktorsson hand- knattleiksmaður á þessa daga í við- ræðum við félag sitt, Kronau/Öst- ringen, um nýjan samning en núverandi samningur hans við þýska félagið rennur út í júní. Gunnar er á öðru ári hjá Kronau/Östringen en hefur verið frá keppni vegna erfiðra meiðsla í öxl frá því síðla í sumar. Hann er á batavegi og hefur tekið þátt í æfingaleikjum. Hermt er að það skýrist á næstu dögum hvort samningar nást milli Gunnars og fé- lagsins.  EINAR Örn Jónsson, handknatt- leiksmaður hjá Torrevieja á Spáni, verður frá æfingum og keppni næstu þrjár vikur. Hann reif liðþófa í hné á æfingu fyrir nokkrum dögum. Af þeim sökum lék hann ekki með Torrevieja gegn CAI Aragón um helgina þar sem samherjar Einars unnu með fjögurra marka mun á heimavelli, 29:25. Torrevieja er í 8. sæti af 16 liðum í spænsku 1. deild- inni.  FRANCESCO Totti, framherji Roma og ítalska landsliðsins í knatt- spyrnu, fótbrotnaði í leik Roma gegn Empoli á sunnudaginn. Hann gekkst undir aðgerð í gær og er talið að hann verði frá æfingum og keppni næstu átta vikurnar. Það þýðir að óvissa rík- ir um þátttöku hans með Ítölum á HM í Þýskalandi í sumar. Sjálfur er Totti mjög vongóður um að verða heill í tæka tíð en hann fer heim af sjúkrahúsinu í dag og endurhæfingin hefst á morgun.  SÆVAR Eyjólfsson, sem lék með Þrótti í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar, er genginn til liðs við ÍBV. Sævar, sem er 27 ára sóknarmaður, hefur skorað mikið fyrir Hauka og Njarðvík á undanförnum árum en náði ekki að skora í 8 leikjum með Þrótturum í úrvalsdeildinni í fyrra.  ÍTALSKA blaðið Corriere dello Sport heldur því fram að enska knatt- spyrnusambandið hafi gert Fabio Capello, þjálfara Juventus, tilboð um að taka við þjálfun enska landsliðsins af Svíanum Sven Göran Eriksson.  PATRIK Berger, miðvallarleik- maður Aston Villa og landsliðsmaður Tékka í knattspyrnu, mun spila með varaliði Aston Villa annað kvöld en hann hefur verið frá vegna meiðsla í fjóra mánuði. Berger kom til Aston Villa frá Portsmouth í sumar en hann spilaði síðast með Aston Villa í úrvalsdeildinni gegn Manchester City 31. október. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.