Morgunblaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 1
2006  ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR BLAÐ B AUSTURRÍSKIR SKÍÐAGÖNGUMENN FÓRU HEIM EFTIR RANNSÓKN / B4 TOTTENHAM Hotspur hefur, fyrst enskra knattspyrnufélaga, tekið upp baráttu gegn for- dómum í garð samkynhneigðra. Þetta kemur í kjölfarið á því að stuðningsmenn Tottenham sungu á dögunum niðrandi söngva um fyrrver- andi fyrirliða sinn, Sol Campbell, leikmann Ars- enal. „Við erum fyllilega meðvitaðir um söngva og upphrópanir í garð samkynhneigðra sem hafa rutt sér til rúms. Við tilkynntum í leikskrá okkar fyrir síðasta leik að slík framkoma yrði ekki liðin. Þá höfum við rætt við stjórn úrvals- deildarinnar um þetta mál og vonumst til þess að önnur félög fylgi fordæmi okkar,“ sagði Peter Secchi, talsmaður Tottenham. Richard Caborn, íþróttamálaráðherra Bret- lands, hrósaði forráðamönnum Tottenham fyr- ir framtakið í gær og sagði að með þessu gæfu þeir skýr skilaboð til stuðningsmanna sinna. Tottenham berst gegn fordómum B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BJARNI Guðjónsson, knattspyrnu- maður af Akranesi, tekur endan- lega ákvörðun í dag um með hvaða liði hann leikur á komandi keppn- istímabili. Bjarni hefur þegar ákveðið að leika á Íslandi í sumar og ekki hefur staðið á tilboðum því að sex félög úr úrvalsdeildinni settu sig í samband við hann. Það voru ÍA, Valur, FH, KR, Keflavík og Fylkir. Hann kveðst hafa fækk- að valkostunum niður í tvo. „Ég kem alkominn heim á föstu- daginn kemur. Þetta hefur allt gerst mun hraðar en ég átti von á og það hefur reynst mjög erfitt að gera upp hug sinn, en ég og fjöl- skylda mín ætlum að skoða málin mjög vel og ákveða á morgun hvert við förum,“ sagði Bjarni við Morgunblaðið í gær. Hann fékk sig lausan frá enska 1. deildar liðinu Plymouth Argyle um síðustu mánaðamót eftir að hafa leikið þar í rúma 13 mánuði. Bjarni hefur leikið erlendis í hálft níunda ár, eða frá haustinu 1997 þegar hann fór frá ÍA til enska fé- lagsins Newcastle, en þá var hann aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leið Bjarna til Genk í Belgíu, Stoke í Englandi, Bochum í Þýskalandi og ensku félaganna Coventry og Ply- mouth. Bjarni velur lið í dag CHELSEA mætir Newcastle á heimavelli í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar en dregið var til átta liða úrslitanna í gær. Newcastle sló Chelsea út í bikarn- um á síðustu leiktíð þegar liðin átt- ust við á St. James Park en það verður á brattann að sækja fyrir Newcastle því Chelsea hefur ekki beðið ósigur á heimavelli í hartnær tvö ár. Hermann Hreiðarsson og fé- lagar hans í Charlton fengu heima- leik en þeir taka á móti Middles- brough sem hefur verið á góðri siglingu að undanförnu. Drátturinn lítur þannig út: Chelsea – Newcastle Birmingham – Liverpool Charlton – Middlesbrough Aston Villa/Man.City – Bolton/West Ham Leikirnir í átta liða úrslitunum verða spilaðir 20.–23. mars. Newcastle mætir Chelsea Hún sagðist ekki hafa gert sérneina hugmynd um við hverju var að búast. „Maður lagði bara af stað og var ekkert mikið að hugsa um annað en að gefa allt í botn og þetta gekk bara ótrúlega vel. Mér fannst ég reyndar fara aðeins út af sporinu í einu hoppinu en fannst mér annars ganga vel. Það er oft þannig þegar manni finnst manni ganga vel, þá er það vegna þess að maður fer of hægt. Þegar ég kom í mark sá ég enga tíma og hugsaði þá með mér að trúlega hefði ég farið allt of hægt fyrst mér fannst ferðin ganga bæri- lega. En þegar tíminn kom hoppaði ég hæð mína í öllum herklæðum – og rúmlega það,“ sagði Dagný Linda, en árangur hennar á leikunum hefur vakið athygli þeirra sem lifa og hrærast í heimi skíðaíþróttarinnar. „Ég er rosalega sátt við árangur- inn og ég bæti punktastöðuna gífur- lega með þessu, fékk 23,7 FIS punkta fyrir þetta og það er ekki slæmt að fara úr 40 í 23 punkta á einu bretti. Nú þarf ég bara að ná annarri svona ferð,“ sagði Dagný Linda. Hún keppir á föstudaginn í stór- svigi og sagði að það yrði erfitt. „Þar eru tvær ferðir og maður þarf að standa þær báðar. Hraðagreinarnar hafa verið aðalgreinarnar mínar þannig að ég er mjög sátt og gæti al- veg hugsað mér að pakka saman og fara heim núna,“ sagði hún í léttum tón. „En auðvitað gerir maður sitt besta í stórsviginu líka, en það er svona aukabúgrein,“ sagði Dagný Linda. Annað gull Dorfmeister Dorfmeister frá Austurríki, sem er orðin 32 ára gömul og hyggst hætta keppni eftir þetta tímabil, get- ur vel unað við dvölina á Ítalíu. fyrir leikana hafði hún aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum, var 0,01 sekúndu frá því í risasvigi á leik- unum í Naganó 1988, en nú eru gullin orðin tvö. Hún sigraði í bruni á dög- unum og í gær fagnaði hún sigri í risasviginu, kom í mark á 1.32,47. Þegar hún kom í mark gerði hún sér ekki grein fyrir hver staðan var. „Ég vissi ekkert hvernig mér hafði geng- ið því á stigatöflunni var bara nafnið mitt. Það var ekki fyrr en Janica [Kostelic] kom til mín og sagði að ég hefði unnið að mér var óhætt að fagna,“ sagði Dorfmeister eftir sig- urinn. „Brautin var fín og rennslið fínt þegar ég fór í hana en það versnaði síðan. Ég var á gríðarlega góðum skíðum í dag og þau runnu svo hratt að ég átti í mestu vandræðum með að fylgja þeim eftir,“ sagði hún bros- andi eftir að ljóst var að hún hefði krækt sér í sín önnur gullverðlaun á leikunum. Janica Kostelic frá Króatíu varð í öðru sæti, 0,27 sekúndum á eftir Dorfmeister. Hún vann þar með sín sjöttu verðlaun á ólympíuleikum og það hefur engin kona áður gert í alpagreinum. Þriðja varð síðan Alex- andra Meissitzer frá Austurríki. Keppendur voru 56 talsins og lán- aðist 52 þeirra að komast heilu og höldnu í mark. Dorfmeister var með rásnúmer 30, Kostelic 25 og Meissnitzer 29. Reuters Michaela Dorfmeister með tvenn Ólympíugull eftir sigurinn í risasviginu í gær. Hún krækti líka í gullverðlaunin í bruni á leikunum. Dagný Linda komst í 23. sæti í risasvigi á Ólympíuleikunum Hoppaði hæð mína „ÉG er alveg rosalega ánægð með þetta,“ sagði Dagný Linda Krist- jánsdóttir, skíðakona frá Akureyri eftir að hún hafði tryggt sér 23. sætið í risasvigi á Ólympíuleikunum í Tórínó í gær. Dagný Linda, sem var með rásnúmer 49. fékk tímann 1.34,56 en Michaela Dorf- meister sem sigraði var á 1.32,47. Dagný Linda skaut mörgum góð- um skíðakonum ref fyrir rass með árangri sínum í gær. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.