Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 1
HSÍ hefur rætt við Alfreð Handknattleikssamband Ís-lands, HSÍ, hefur rætt við Al- freð Gíslason og spurt hann hvort hann sé til viðræðna um að taka við þjálfun ís- lenska landsliðsins í handknattleik af Viggó Sigurðssyni. Alfreð stað- festi þetta í samtali við Morgunblaðið í gær en sem kunnugt er var hon- um sagt upp störfum hjá þýska 1. deildarliðinu Magdeburg í byrjun árs. Alfreð getur ekki hins vegar ekki tekið að sér starfið nema að hann nái samkomulagi við forráðamenn Magdeburg um starfslokasamning og hefur lög- maður hans og lögmenn Magde- burg unnið að því síðustu vikur að ná lendingu í þeim efnum. „Ég er að vonast eftir því að það komi niðurstaða af eða á í þessum málum varðandi Magdeburg á næstu dögum og fyrr get ég lítið sagt,“ sagði Alfreð við Morgun- blaðið í gær en hann tekur við þjálfun sumarið 2007. Það upplýst- ist eftir EM í Sviss á dögunum að Viggó Sigurðsson hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sín- um við HSÍ og er hættur þjálfun landsliðsins og hafa Alfreð og Geir Sveinsson verið hvað helst nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Viggó. Næsta verkefni landsliðsins er tveir úrslita- leikir við Svía um sæti á HM í Þýskalandi en leik- irnir fara fram í júnímán- uði, sá fyrri í Stokkhólmi 11. júní og sá síðari hér á landi 17. eða 18. júní. Spurður hvort það yrði ekki mikil áskorun að taka við landsliðinu, leggja Svía að velli og fylgja liðinu eftir á HM í Þýskalandi sagði Alfreð; ,,Það yrði auðvitað mjög gaman. Það er eitt og hálft ár þar til ég tek við Gumm- ersbach svo það eina sem kemur til greina hjá mér ef svo fer að ég nái samningi við Magdeburg er lands- liðið. Það hafa nokkur félög rætt við mig en ég hef svarað þeim öllum neitandi enda enginn tilgangur að taka við öðru liði í sumar og kveðja það eftir nokkra mánuði,“ sagði Al- freð Gíslason. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Alfreð 2006  FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR BLAÐ C BARCELONA SIGRAÐI Á STAMFORD BRIDGE / C3 SVÍAR hafa ákveðið að leikur Svía og Íslendinga í umspili fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi verði spilaður í Globen höllinni glæsilegu í Stokkhólmi sunnudaginn 11. júní. Höllin tekur 14.000 áhorfendur og líklegt að uppselt verði á leikinn enda mikið í húfi fyrir Svía sem ætla sér ekki að missa af öðru stórmóti, en þeir voru ekki með á EM í Sviss á dögunum. Síðari leikurinn verður hér á landi á þjóðhátíðardaginn 17. júní eða þann 18. Svíar og Íslendingar mættust í Globen-höllinni í undanúrslitum Evrópumótsins 2002, þar sem 14.000 áhorfendur sáu Svía vinna öruggan sigur, 33:22, eftir að staðan hafði verið 14:12 í leikhléi. Svíar mæta Íslendingum í Globen B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A Fyrstu viðbrögðin voru mikil reiðiog áfall. Eftir að hafa ráðfært mig við Sveinbjörn Brandsson lækni er alveg á hreinu að ég spila ekkert á þessu ári en ég er staðráðinn í að koma sterkur til baka fyrir næsta tímabil. Ég er þegar byrjaður að und- irbúa mig undir aðgerðina með styrktaræfingum en það verður aga- lega erfitt að vera fyrir utan þetta í sumar og fylgjast með félögum sínum úr stúkunni,“ sagði Auðun í samtali við Morgunblaðið í gær en tilkynnti leikmönnum FH um meiðsli sín á æf- ingu í gærkvöldi. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um að blóðtaka FH-inga er gríð- arleg enda átti Auðun frábært tímabil með Hafnarfjarðarliðinu á síðustu leiktíð og var einn besti leikmaður Landsbankadeildarinnar. Hann var valinn í úrvalslið mótsins, varð efstur í einkunnargjöf Morgunblaðsins og var bæði útnefndur íþróttamaður Hafn- arfjarðar og íþróttamaður FH. Þá endurheimti hann sæti sitt í landslið- inu en Auðun gekk í raðir FH-inga á nýjan leik fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið atvinnumaður í áratug. Auðun, sem er 31 árs gamall, er fjórði öflugi leikmaðurinn sem FH- ingar, Íslandsmeistarar tveggja síð- ustu ára, þurfa að sjá á eftir. Allan Borgvardt samdi við norska liðið Bryne, Heimir Guðjónsson lagði skóna á hilluna og Jón Þorgrímur Stefánsson fór til HK. Þá er eins víst að FH-liðið missi einn til viðbótar en Davíð Þór Viðarsson er í láni hjá Lokeren og standi hann undir vænt- ingum mun hann gera fjögurra ára samning við belgíska liðið í vor. FH-ingar eru að þreifa fyrir sér með liðsstyrk frá Danmörku en liðið hefur fengið Sigurvin Ólafsson frá KR og endurheimt Atla Guðnason, Tómas Leifsson og Pétur Óskar Sig- urðsson sem voru í láni hjá Fjölni og ÍBV á síðustu leiktíð. Auðun úr leik hjá FH-ingum AUÐUN Helgason, fyrirliði Íslandsmeistara FH í knattspyrnu, leikur ekki með liðinu á komandi leiktíð. Auðun meiddist á hné á æfingu FH-liðsins fyrir skömmu. Hann fór í speglun og þar kom í ljós að krossband í hægra hné hans er slitið. Auðun gengst undir aðgerð í næsta mánuði og segir Sveinbjörn Brandsson, læknir íslenska landsliðsins sem framkvæma mun aðgerðina, að hann verði frá keppni í níu til tíu mánuði. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Auðun Helgason Reuters Sænska skíðadrottningin Pernilla Wiberg fagnaði sigri löndu sinnar, Anju Pärson, í svigi í gær, en það voru fyrstu gullverðlaun Svía á Ólympíuleikum í alpagreinum hjá konum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.